Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 7
Erient vinnuaf I -
hægri hönd fiskvin
Aldrei fleiri útlendingar veriö við störf í landinu. Allt að helmingur starfsmanna frystihúsa erlendir. IVIikil umframeftirspurn eftir vinnuafii
Víða í Evrópu og Skandinavíu
hefur þróunin á vinnumarkaðn-
um orðið sú að útlendingar skipa
að mestu störf sem innfæddum_
þykja ekki nógu fín eða fást ekki
til að vinna af öðrum orsökum. I
höfuðborgum Norðurlandanna
sjá útlendingar í miklu mæli um
sorphreinsun, ræstingarstörf og
Lecilia Sjögren er 21 árs gömul
stelpa frá Vesturási í Svíþjóð sem
ætlaði að fara að vinna í Norður
Noregi með vinkonu sinni. En
hlutirnir fóru ekki alveg eins og
áætlað var og þær stöllur enduðu
á íslandi. Þær hafa nú unnið í
Hraðfrystihúsi Grindavíkur í
þrjár vikur en launin hafa valdið
þeim vonbrigðum. Þærætla þóað
vera á íslandi í þrjá mánuði þar
sem starfsreynsla auðveldar þeim
að fá inni í háskóla í Svíþjóð.
„Þegar við komum til íslands
höfðum við ekki fengið neina
vinnu. Það reyndist hins vegar
auðvelt að fá vinnu, tók okkur
einn dag,“ sagði Lecilia í stuttu
spjalli við Nýja Helgarblaðið.
Hún og vinkona hennar höfðu
fengið vinnu nyrst í Norður Nor-
egi. En komust að því að það væri
jafndýrt eða dýrara að fara þang-
að og til íslands. Þær ákváðu því
að fara til íslands, aðallega vegna
þess að þær höfðu heyrt að hér
væri hægt að rífa upp mikinn pen-
ing á stuttum tíma.
„Við höfum hins vegar komist
að því að þetta er ekki alls kostar
rétt. Að vísu virðist hægt að þéna
góðan pening með mikilli yfir-
vinnu en það hefur ekki verið
mikið um hana þessar þrjár vikur
sem við höfum verið í Grinda-
vík,“ sagði Lecilia. Hún sagði
það bót í máli að það væri ekki
mikið við að vera í Grindavík um
helgar og þannig væri hægt að
..spara eitthvað af þeim 10-15 þús-
undum sem hún fengi útborgaðar
í hverri viku. Lecilia sagði að þær
vinkonur hefðu aldrei farið til
Reykjavíkur þær þrjár vikur sem
þær hefðu verið í Grindavík.
Kannski förum
við austur
Lecilia sagðist hafa heyrt að
hægt væri að þéna meira ef farið
væri lengra frá Reykjavík.
„Nokkrar stelpur sem voru sam-
ferða okkur til landsins sendu
okkur póstkort frá Neskaupstað
og eru mjög ánægðar. Þær búa
með 8 öðrum í stóru húsi með
öllum þægindum og þéna meira
en við. Kannski við eltum þær
austur. Annars stefnum við vink-
onurnar á háskólanám í Svíþjóð
og það er auðveldara aö komast
inn í háskóla þar cf maður hefur
unnið þrjá mánuði eða lengur á
sama vinnustað,“ sagði Lecilia.
Hún sagðist vona að þénustan yk-
leigubílaakstur. Þegar atvinnu-
leysi gerir síðan vart við sig vakn-
ar oft andúð í garð útlendinga
sem sagðir eru vera að taka störf
frá innfæddum. Margir hafa skýrt
fylgi Le Pen í Frakklandi með
slagorðum hans um „útlendinga-
vandamálið", þegar kreppi að í
þjóðfélaginu sé auðvellt að
kenna útlendingum um ófarirn-
ar.
3000 störf
á lausu
íslendingar hafa ennþá ekki
kynnst vandamálum af þessum
toga. Hér hefur unt árabil ríkt
mikil eftirspurn eftir vinnuafli og
árið í ár virðist ætla að verða
metár hvað varðar fjölda erlends
verkafólks í landinu. Óskar Hall-
grímsson hjá félagsmálaráðu-
neytinu sagði Þjóðviljanum að
um 100 atvinnuumsóknir útlend-
inga væru afgreiddar hjá ráðu-
neytinu í hverjum mánuði að
jafnaði. í ágúst í fyrra höfðu um
800 umsóknir verið afgreiddar en
í ágústmánuði á þessu ári höfðu
rúmlega 1000 umsóknir verið af-
greiddar. Samkvæmt könnun
sem félagsmálaráðuneytið lét
gera í vor kom í ljós að vinnukraft
vantaði í um 3000 störf en ráðu-
neytið lætur framkvæma kannan-
ir sem þessar tvisvar á ári. Um-
Lecilia Sjögren (til vinstri) sagðist hafa haldið að launin væru hærri á íslandi en þau eru. Hún bíður eftir vertíðinni og
yfirvinnunni svo hún geti lagt meira til hliðar. Mynd: Jim Smart.
Bjóst við hærra kaupi
Lecilia Sjögren: Mér skilst að launin séu hærri eftir því sem farið er lengra frá
Reykjavík
ist þegar vertíðin byrjaði og yfir-
vinnan yrði meiri.
Lecilia kunni ekki illa við
frystihúsið en hafði sitthvað að
athuga við verbúðina. „Ég hef
séð verbúðirnar hjá hinum fyrir-
tækjunum hér í Grindavík og þær
eru miklu betri en þessar, varla
hægt að bera þær saman. Við höf-
um hvorki sæng né kodda og
verðum því að sofa í svefnpokum
í þrjá mánuði. Eldhúsið er heldur
ekki það þrifalegasta sem ég hef
séð og þvottavélin sem við höfum
er fornaldartæki."
Lecilia sagði kaupið sennilega
betra hjá Hraðfrystihúsinu en
hinum fyrirtækjunum vegna þess
að þar væri meiri vinna. Sér þætti
allt í lagi að vinna langan vinnu-
dag þar sem það væru gerð svo
mörg hlé í vinnunni, sem væru
nauðsynleg í svona vinnu. En er
erfitt að fá vinnu í Svíþjóð? „Nei,
ekki ef maður er tilbúinn að taka
hvað sem er. Það er mikið af
störfum í umönnun aldraðra og
við hreingerningar og þau eru vel
borguð. Maður þénar meira í
slíkri vinnu en skrifstofuvinnu,
sérstaklega ef maður er óm-
enntaður,“ sagði Lecilia.
-hmp
frameftirspurnin var mjög mikil í
fyrra og vantaði fólk í 3500 störf
þegar mest var.
Öskar Hallgrímsson sagðist
hafa búist við því að dregið hefði
úr eftirspurn eftir vinnuafli nú í
vor en það hefði ekki gerst. Eftir-
spurnin hefði aukist jafnt og þétt
frá 1985 en í fimm ár þar á undan
hefði í raun ríkt atvinnuleysi og
ekki verið afgreiddar nema um
400 umsóknir erlends verkafólks
á hverju ári á því tímabili.
Hluti af þeim umsóknum sem
félagsmálaráðuneytið afgreiðir
eru framlengingar á atvinnu-
leyfum. Óskar sagði að ætla
mætti að rúmlega 600 útlendingar
væru nú á íslenska vinnumark-
aðnum. Skandinavar þurfa ekki
að sækja um atvinnuleyfi og sagði
Óskar óhætt að áætla að þeir
væru yfir 100. Þessir rúmlega 700
útlendingar eru um 0,56% af
vinnandi fólki í landinu en sam-
kvæmt upplýsingum Óskars eru
125 þúsund manns á vinnumark-
aðnum í heild.
Neikvæð ímynd
fiskvinnu
Lang flestir útlendinganna
starfa við fiskvinnslu víða um
landið. f einstaka fyrirtækjum
eru jafnvel 45% starfsmanna er-
lendir. f Hraðfrystihúsi Grinda-
víkur vinna um 40 manns og af
þeim eru 18 útlendingar. Harpa
Fold Ingólfsdóttir verkstjóri í
Hraðfrystihúsinu sagðist almennt
vera ánægð með störf útlending-
anna og að án þeirra væri einfald-
lega ekki hægt að reka fyrirtækið
þar sem mjög illa gengi að fá ís-
lendinga í vinnu. Ásgeir Bene-
diktsson sem er verkstjóri á sama
stað, sagði fólk frekar vilja vinna
við verslunarstörf en fisk jafnvel
þó kaupið væri hærra í fiskinum.
Það væri búið að skapa svo
neikvæða mynd af störfum fisk-
vinnslufólks að það þætti ekki
fínt lengur að vinna í fiski. Það
þýddi ekkert að auglýsa, það
svaraði enginn.
Það er ekkert nýtt að fisk-
vinnslufyrirtæki ráði til sín erlent
vinnuafl. Nokkrir staðir hafa í
áraraðir reitt sig á útlendinga.
Þetta eru staðir eins og Vest-
mannaeyjar, Þorlákshöfn, Nesk-
aupstaður, Súðavík og Þingeyri
svo einhverjir séu nefndir. Flestir
koma frá Bretlandi um þessar
mundir en annars kemur þetta
fólk fráýmsum löndum, til dæmis
Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,
Norðurlöndunum og jafnvel frá
Egyptalandi. Þeim verkstjórum
sem Nýja helgarblaðið ræddi við
bar saman um að útlendingarnir
væru almennt mjög góðir starfs-
kraftar. „Þetta er fólk sem er
komið til að vinna og vinnur vel,“
sagði Sigríður Halldórsdóttir
verkstjóri í Súðavík.
Vildum ráða
fleiri
Sigríður sagði hennar fyrirtæki
yfirleitt hafa um 12 útlendinga í
vinnu en ef verbúðarpláss væri
meira yrði hægt að ráða mun
fleiri. En um 70 manns í heild
vinna við fiskvinnsluna hjá
Frosta í Súðavík.
Atvinnuleyfi er háð vilyrði
verkalýðsfélags á hverjum stað
og öðlast erlent verkafólk sömu
réttindi og íslenskt verkafólk oj
greiðir sín gjöld til félaganna.
lang flestum tilvikum býr fólkið í
verbúðum sem sjálfsagt eru eins
misjafnar og þær eru margar. Al-
gengt er að útlendingar gisti á
Hjálpræðishernum í Reykjavík á
leið sinni út á l td eða á meðan
það er að lei;.. sér að húsnæði í
borginni. Þar kostar eins manns
herbergi 17,500 krónur á mán-
uði. Dag Albert Oddsson for-
stöðumaður gistiþjónustu Hjálp-
ræðishersins sagði þetta verð
miðað við verð á svefnpokaplássi
með sæng. Hjálpræðisherinn út-
vegaði rúmföt og sæi um þrif her-
bergja en að öðru leiti væri fólk
eins og heima hjá sér.
-hmp
Það eru allar forsendur fyrir hendi til að halda alþjóðlega ráðstefnu í Hraðft'stihúsi Grindavíkur. 77/ vinstri erpólverjinn Staniskaw Kopcinskísem
hefur verið á islandi í tæpt ár. Vinnufélagi hans heitir Bahgat Soliman og émur frá Egyptalandi. Myndir Jim Smart
Ken Scarr og Brenda Rich koma frá Hull í Bretlandi. Þau segja íslendinga gott fólk þegar maður
hafi einu sinni náð að kynnast þeim. „Ég held að allir sem koma hingað til að vinna séu að flýja
eitthvað, “ segir Ken.
Eins konar klausturvist
Ken Scarr: Eg held að flestir sem koma hingað séu að f lýja eitthvað. Fyrir 60
stunda vinnuviku eru 10 þúsund eftir þegar skattar hafa verið greiddir
í Grindavík hitti Nýja Helgar-
blaðið breskan mann og breska
konu sem eru búin að vinna hjá
Hraðfrystihúsi Grindavíkur í 5
mánuði. Þau eru um sextugt og
hafa verið vinir um langt skeið og
heita Ken Scarr og Brenda Rich.
Þau eiga bæði að baki erfiða tíma
en voru mjög létt í skapi og það
kom blaðamanni ekki á óvart að
heyra að þau væru vel liðin á
vinnustað. Brenda sagðist hafa
komið til íslands til að þéna pen-
inga en hún missti húsið sitt í
hendur fjármögnunarfyrirtækis í
Hull eftir að eiginmaður hennar
hvarf á skipi sínu fyrir nokkrum
árum. Hann skuldaði mikið í
skipinu og var ótryggður.
Ken Scarr hefur unnið við fisk í
Hull í 43 ár og er því enginn ný-
græðingur í fiskvinnu. Hann er
flakari góður og sér um að flaka
allan fisk sem seldur er í Mikla-
garði í Reykjavík. „Þegar ég kom
hingað átti ég að baki misheppn-
að hjónaband og hafði lent í van-
dræðum og útistöðum við lögin
og orðið gjaldþrota," sagði Ken.
Hann sagði vandræði sín ekki
hafa verið stórvægileg en hann
segði stundum í gríni að hann
hefði haft um það að velja að fara
í steininn eða til íslands. „Þetta er
eins konar klausturvist að vera
hérna í Grindavík, maður eyðir
engu og tekst því að halda ein-
hverj u eftir af laununum og spara
það sem annars færi í krárarút-
lát.“
Hann sagðist fá útborgað á bil-
inu 10-12 þúsund krónur á viku
þegar búið væri að draga af hon-
um skatta og önnur gjöld. En
hann og Brenda vinna að jafnaði
um 10 tíma vinnudag og Ken
vinnur fjóra tíma á sunnudögum
og Brenda sér um ræstingar á ver-
búðinni með vinnunni í frystihús-
inu.
Brúökaupsgjöf
Hitlers til Evu?
„Ég held að allir sem koma
hingað til að vinna hafi átt í ein-
hverjum erfiðleikum, alveg sama
af hvaða þjóðerni þeir eru og
hvort sem vandræðin eru vegna
peninga eða misheppnaðs hjóna-
bands,“ sagði Ken. Þetta væri
alla vega hans reynsla þá 5 mán-
uði sem hann hefði verið á ís-
landi.
Verbúðin var ekki sú glæsileg-
asta sem blaðamaður hefur séð
en Harpa Fold Ingólfsdóttir verk-
stjóri sagði verbúðina hafa verið
tekna í gegn fyrir einu og hálfu
ári. Hópur Breta sem bjó á ver-
búðinni hefði hins vegar gengið
mjög illa um þannig að ekki væri
hægt að sjá að þar hefðu hlutirnir
verið endurnýjaðir. Ken sagði
áhöldin í eldhúsinu heldur fátæk-
leg en þar eiga 24 íbúar verbúðar-
innar að elda sér mat. „Þvottavél-
in sem við erum með er jafn
gömul George Washington og
það þarf að dæla inn á hana vatni
með handafli," sagði hann og
hló. Þvottavélin er þýsk af gerð-
inni Lavamat og sagði Ken vélina
sennilega hafa verið brúðkaups-
gjöf Hitlers til Evu Braun þar
sem hann hefði fundið eintak af
„Mein Kampf“ inni í henni.
Ken og Brenda voru sammála
um að Islendingar væru indælt
fólk þegar búið væri að kynnast
þeim. Þau sögðust hafa eignast
vini í Grindavík og séð þann lífss-
tandard sem fslendingar byggju
við. „íslendingar vilja fá allt og
það strax og þeim tekst það en
satt að segja skil ég ekki hvernig
fiskveiðar eiga að standa undir
þessu öllu til lengdar," sagði
Ken. Hann sagði allar þær upp-
lýsingar sem þau hefðu fengið
áður en þau komu til landsins
hafa verið réttar. „Það var ekkert
reynt að fegra ástandið eða ljúga
að okkur, hvorki í upplýsinga-
pappírum frá yfirvöldum eða frá
fyrirtækinu. Við vissum að
hverju við gengum og mín
reynsla er sú að íslendingar séu
heiðarlegir," sagði Ken.
íslendingar
í snjóhúsum
Hann sagði vini þeirra í Bret-
landi hafa haldið að íslendingar
byggju í snjóhúsum og ekki trúað
þeim fyrr en þeir sáu myndir frá
Grindavík að svo væri ekki. Ken
sagðist taka sérstaklega eftir því
hvað íslensk börn væru klædd
vönduðum fötum og hvað vel
væri séð um þau. Það eina
neikvæða sem hann hefði séð
væru börn sem væru farin að
reykja og drekka á aldrinum 11-
15 ára. „Þetta hefur áhrif á mig
sem foreldri og mér þætti
skemmtilegra að sjá börnin nota
íþróttasalinn hér meira, sem er
einn sá glæsilegasti sem ég hef
séð,“ sagði Ken. Unglingarnir
yrðu margir árásargjamir með
víni og hann teldi að ef hnefa-
leikar væru leyfðir á íslandi
myndu þeir veita æskunni útrás.
Ken og Brenda halda heim til
Hull um næstu mánaðamót. Ken
sagðist vera ákveðinn í að koma
aftur en Brenda var ekki eins á-
kveðin þar sem hún á 13 ára son í
Bretlandi. Þau sögðust bæði geta
fengið verksmiðjuvinnu í Hull
með svipuðum launum og hér en
það væri erfiðara að leggja fyrir
þar. „Ég hef að vísu ekki kynnst
vetrinum hérna ennþá en hann
getur orðið helvíti kaldur í Hull
Iíka,“ sagði Ken. Þar með var
kaffitíminn hjá Ken og Brendu
búin og þau rokin aftur í vinnuna.
-hmp
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ
J
NÝTT HELGARBLAÐ -‘ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7