Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 3
Þórhallur Sigurðsson, Randver Þorláksson og Júlíus Brjánsson á fullu gasi I N.O.R.D. N.Ó.R.D. Nær öldungis ruglaður drengur villtist inn á ritstjórn Nýja Helgarblaðsins í vikunni og vildi vekja athygli á sjálfum sér. Hann hefur nákvæmlega enga umtalsverða eiginleika til að bera en fær samt að skvetta úr klaufunum á svið- inu í Gamla bíói um hverja helgi og ef ekki væri Þjóðleik- húsinu fyrir að þakka væri stór hætta á að hann myndi setjast að þar fyrir lífstíð, að eigin sögn. Gríniðjan hefur tekið N.Ö.R.D aftur til sýningar, að þessu sinni í Gamla bíói. Sl. vor gekk þessi gamanleikur fyrir fullu húsi í Hótel íslandi þó svo að hann væri einungis sýndur í miðrí viku. Þegar taka átti upp sýningar nú í haust var því ákveðið að flytja í Gamla bíó. „Við þjófstörtuðum á Akur- eyri og gekk það framar öllum vonurn," sagði Júlíus Brjánsson, sem leikur Axel Hammond í gleðileiknum. Á Akureyri höfðu verið áformaðar fjórar sýningar og var uppselt á allar þannig að fimmtu sýningunni var bætt við og seldist einnig upp á hana. Fyrir viku síðan settist N.Ó.R.D. svo að í Gamla bíói og var uppselt á fyrstu sýningarnar. Þar sem Þjóðleikhúsið mun þurfa Gamla bíó seinna í haust verður sýningarfjöldinn takmarkaður. Flugleiðir bjóða landsbyggða- fólki pakkaferðir á sýninguna. Rekinn vegna ummæla í Nýja Helgarblaðinu Sigurjón Jósepsson, hús- vörður á heimili Verndar á Laugateigi, var rekinn úr starfi sínu sl. miðvikudag, vegna ummæla hans í síðasta Nýja Helgarblaði. Það var Jóna Gróa Sigurðardóttir, for- maður Verndar, sem sá um að víkja Sigurjóni úr starfi. Hún bauð honum laun út okt- óbermánuö og að dvelja í húsvarðaríbúöinni út nóvem- ber. Sigurjón er meðlimur í Verslunarmannafélagi Reykjavíkurog er uppsagnar- frestur hans þrír mánuðir. Jóna Gróa er því með þessu að brjóta samningsrétt, auk þess sem það hlýtur að orka mjög tvímælis að hægt sé að segja manni upp fyrir ummæli í blaði. Það sem haft var eftir Sigurjóni í Nýja Helgarblaðinu var annarsvegar að heimilis- mönnum á Laugateignum hafi ekki verið smalað á aðalf- und Verndar heldur farið með Sigurjóni þangað að ósk Jónu Gróu. í annan stað segir Sig- urjón að Jóna Gróa hafi ekki viliað taka upp samstarf við SÁÁ vegna meðferöar heimil- ismanna á Laugateignum. Brottrekstur Sigurjóns þykir dæmigerður fyrir vinnubrögð Jónu Gróu innan Verndar. Ekki meira! Á sama tíma og hart er deilt um álver í nágrenni Hafnar- fjarðar eru hafnfirsk bæjaryfir- völd að ganga endanlega frá samningum við innlenda og sænska aðila um uppbygg- ingu stálbræðslu í næsta ná- grenni álversins. Bæjaryfir- völd hafa lagt mikla áherslu á að fylgt sé ítrustu kröfum varðandi mengunar- og um- hverfismál. Sænsku aðilarnir fengu allar tilskildar innlendar reglur í hendur til þess að átta sig á stöðunni og varð brugðið að lestri loknum: Er þetta allt og sumt? spurðu þeir, enda mun meiri kröfur gerðar í heimalandi þeirra. Fátt skilur þá að... Margir ráku upp stór augu, þegar farið var að skrifa um launamál Stefáns Val- geirssonar alþingismanns sem ekki varð ráðherra. Þykir mörgum sem maðurinn sé síst valdaminni en ráðherra, jafnvel þótt hann hafi ekki orð- ið formaður Atvinnutrygg- ingasjóðs atvinnuveganna, og launin eru slík að hann hefði tekið niðurfyrir sig, hefði hann af hugsjónaástæðum lent í ráðherrastól. En það er annar maður sem hefur fylgt Stefáni eins og skugginn í gegnum valda- og fyrir- greiðslukerfið, þó að það verði að játast að Stefán hefur heldur vinninginn í því kapph- laupi. Sá maður er Halldór Blöndal, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Báðir eru mennirnir sem sagt þing- menn, báðir sitja þeir í bank- aráði Búnaðarbankans, þar sem Stefán er reyndar for- maður, báðir sitja í stjórn Stofnlánadeildar landbúnað- arins þar sem Stefán er aftur formaður og báðir eiga þeir sæti í stjórn Byggðastofnun- ar. Þessar sporslur, að þing- mannslaunum Stefáns með- töldum, gefa honum sam- kvæmt útreikningi Ríkissjón- varpsins um 285 þúsund krónur í mánaðarlaun og væntanlega er Halldór þá ekki langt undan í launum. Nú á eftir að velja menn í stjórn stærsta fyrirgreiðslusjóðsins, Atvinnutryggingasjóðs, og þar hefur Stefán Valgeirsson þegar tryggt sér sinn fulltrúa, frænda sinn frá Raufarhöfn, Gunnar Hilmarsson. Er ekki við öðru að búast en að Hall- dór Blöndal verði valinn þar í stjórn, eða fái að skipa sér- legan fulltrúa sinn, annars yrði fyllsta jafnræðis með þeim félögum varla gætt... Af kirkjumálum Menn hafa haft það í flimt- ingum í Fríkirkjumálum að þar hafi KGB verið með puttana meir en góðu hófu gegndi og lesa úr því Kona Gunnars Björnssonar. Velviljaðri sál datt í hug að kveða niður slík- ar hugrenningasyndir með þeirri uppástungu, að Frí- kirkjan verði héðan í frá kölluð Frúarkirkjan. Föstudagur 7. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Réttar tölur í lottói eru milljóna virði. Nýr milljónamæringur bætist í hópinn nánast á hveiju laugardagskvöldi. Hafóu þínar tölur á hreinu næsta laugardags- kvöld. Þeir sem hafa fjórar tölur réttar og bónus- töluna líka, fá bónusvinning. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Réttar tölur á réttum tíma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.