Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 17
jevitsj mér til hamingju. Þvínæst stakk hann uppá því að við færum í sameiningu ofaní saumana á sigurskákum mínum; hann gagnrýndi réttilega ýmsa mis- smíði og þverbresti í þeim. En hann hrósaði mér einnig og gladdi mig ákaflega með því að fullyrða að góð taflmennska mín vekti hjá sér vonir um að ég næði langt.“ Botvínník: „Pað var augljóst þegar í upphafi að hann skaraði langt fram úr jafnöldrum sínum, hann hafði undraverða hæfileika til þess að reikna út flókin af- brigði á skömmum tíma og sjá leiki langt inní myrkviði skákar- innar. En Garíj var afar ör dreng- ur. Ég þurfti að margbrýna fyrir honum að hugsa fyrst og leika svo, sitja á strák sínum. Ég las gjarna yfir honum þessa lexíu: „Garíj, sú hætta er fyrir hgndi að þú verðir nýr Larsen eða Taj- manov!" Jafnvel þessum marg- reyndu stórmeisturum verður oft á það fljótræði að færa menn sína úr stað og leggjast þvínæst í þanka.“ 13 ára gamall 13 ára gamall lagði Kasparov land undir fót og hélt í sína fyrstu keppnisför til Vestur-Evrópu. Förinni var heitið til franska smá- bæjarins Wattignies, steinsnar frá Lille, þar tók hann þátt í heimsmeistaramóti sveina. Aldrei fyrr hafði jafn ungur So- vétmaður verið sendur á skákmót á Vesturlöndum. Kasparov lenti í 3.-6. sæti og deildi því m.a. með Margeiri Péturssyni. í áttunda sæti var júgóslavneskur dreng- hnokki, Pedrac Nikolic að nafni, en þessir þrír herramenn etja nú kappi á nýjan leik í Borgarleik- húsinu. Árið 1979 hélt Garríj til Banja Luka í Júgóslavíu. Þar tefldi hann á sínu fyrsta stórmeistaramóti enda þótt hann hefði sjálfur ekki áunnið sér eitt einasta „elóstig“. Mótið hófst þann 13da apríl og Kasparov kom, sá og sigraði með yfirburðum, hlaut ellefu og hálf- an vinning úr 15 skákum. Tveim vinningum meira en Ulf Anders- son, Svíinn góðkunni, sem nú teflir hér í Reykjavík. Stórmeistari 13da apríl Síðan hefur ferill Garríjs Kasp- arovs verið nær óslitin sigurg- anga. Hann ávann sér lokaáfanga stórmeistaranafnbótar á firnast- erku móti sem haldið var í Bakú. Hann varð efstur, hreppti 11 og hálfan vinning, eftir mikið kapphlaup við Alexander Beljav- skíj sem fékk 11 vinninga (Belj- avskíj er sem kunnugt er einn keppenda á Heimsbikarmótinu hér í Reykjavík). Svo skemmti- lega vildi til að Kasparov innbyrti vinninginn sem tryggði honum nafnbótina eftirsóttu á 17da af- mælisdegi sínum. 13di heimsmeistarinn Vitaskuld hugðist Kasparov hreppa æðstu vegsemd skáklist- arinnar, krúnuna sem skreytti hið smávaxna en hugumstóra höfuð Anatolíjs Karpovs. Atlagan hófst árið 1982 er Garríj sigraði á geysisterku svæðamóti í Moskvu. Þvínæst atti hann kappi við Belj- avskíj og bar hærra hlut. Síðan lagði hann Viktor Kortsnoj (sem teflir „grimmt“ hér í Reykjavík um þessar mundir) og loks var næst síðustu hindruninni rutt úr vegi, Vassilíj Smyslov fyrrum heimsmeistara. Þann níunda september árið 1984 settust þeir Karpov og Kasparov niður við taflborð á sviði Hallar verkalýðsfélaganna í Moskvu. Glíman um heimsmeist- aratitilinn 'yar háfin. Sá stæðj^ uppi sigurvegarij er fyrr ynni sex skákir. \ P Fljótlega tók 'Karpov foryst- er 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 una, 1-0, 2-0, 3-0, 4-0. Flestir hugðu Kasparov feigan þegar hér var komið sögu. Þá gerðist nokk- uð sem frægt hefur orðið. Hinn aldni meistari Kasparovs, Bo- tvínník, sló á þráðinn til læri- sveinsins og gaf honum gott ráð: „Þreyttu hann!“ Og Kasparov hóf að tefla uppá skiptan hlut. Karpov hafði unnið þriðju, sjöttu, sjöundu og níundu skákirnar en næstu 17! viður- eignum lauk með því að kepp- endur klufu sigur og tap og deildu með sér. Karpov vann síðan 27undu skákina og staðan var orðinn mjög ískyggileg eða 5-0. Fimm skákum síðar vann Kasparov sinn fyrsta sigur. f Mynd: ÞÖM. kjölfarið sigldu 14 jafntefli en þá varð skyndilega ljóst að herbragð Botvínníks hafði heppnast, ör- magna Karpov tefldi einsog barn í 47undu og 48undu skákunum. Endir var loks bundinn á þessa lönguvitleysu. Það er óumdeilan- leg staðreynd að Campomanes, hinn umdeildi forseti FIDE, braut keppnisreglurnar til bjarg- ar Karpov. En Kasparov fékk annað tækifæri, ári síðar hófst nýtt einvígi í Moskvu. Þá bar Bakúdrengurinn sigur úr býtum og reif kórónuna af höfði erki- fjandans, 22 ára gamall var hann yngsti og 13di heimsmeistarinn í skák. -ks. öjáið nýja og glæsilega verslun Miklagarðs að Hringbraut 121. Hér ríkir verðstefnan MIKIÐ FYRIR LlTIÐ. Góðarvörur á lágu verði. í tilefni opnunar eru yfir 50 vörutegundir seldar á sérstöku OPNUNARTILBOÐI. Allskonar vörurtil helgarinnkaupanna. Ávextir, álegg, pakkavörur, niðursuðuvörur og hreinlætisvörur. Ótrúlegtverð! yyx Vörukynning í gangi allan daginn. Opið í dag frá kl. 13-19:30 ogá morgun laugardag frá kl. 9-16. AHKLIG4RDUR VESTURÍBÆ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.