Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn ANGANTYSSON TÓK SAMAN 11. hluti Hljóð í kvikmyndum IV Á liðnum vikum höfum við einskorðað okkur nær ein- vörðungu við notkun hljóðs í kvikmynda- og myndbanda- gerð. I dag Ijúkum við endan- lega þessari umfjöllun okkar um hljóðið, með því að skoða í hnotskurn nokkur þeirra at- riða, er myndmálshefð kvik- myndagerðarlistarinnar hefur uppá að bjóða, varðandi hug- vitsamlega útfærða hljóð- vinnslu hinna lifandi mynda. Áöur en lengra er haldið er þó rétt að fara nokkrum orðum um það sem kallað hefur verið huglæg/hlutlæg myndnotkun í kvikmyndum. Og það af þeirri ástæðu að sama fyrirbæri geta áhugamenn í greininni einnig notfært sér á býsna áhrifaríkan hátt við hljóðvinnslu eigin kvik- mynda og myndbanda. Huglæg/hlutlæg mynd Hlutlæg eru þau myndskeið kölluð sem áhorfandinn upplifir sem beina þriðjupersónu frá- sögn. T.d. heilmyndin af Siggu litlu (í mynddæminu sem við fjölluðum um í 8. hluta greina- flokksins), þar sem hún rogast með bakpokann sinn í áttina að hliði dagheimilisins. Huglæg köllum við aftur á móti þau myndskeið, sem tekin eru frá sjónarhóli nánar tiltekinnar per- sónu kvikmyndar okkar. Mynda- vélinni er einfaldlega komið fyrir í sporum persónunnar og áhorf- endur upplifa því myndefnið út frá hennar sjónarhóli. T.d. myndin af hliði dagheimilisins, sem svo mikilúðlegt gnæfir yfir nánasta umhverfi sitt frá sjónar- hóli barnsins í framangreindu mynddæmi. Huglæg myndskeið eru með áhrifaríkari leiðum sem myndmál kvikmyndagerðarlistarinnar hef- ur uppá að bjóða, til þess að draga áhorfendur með inn í gang atburðanna á hvíta tjaldinu eða skjánum. Þau má meðal annars nota á býsna áhrifaríkan hátt, í þeim til- gangi að byggja upp samúð á- horfenda með vissum persónum kvikmyndarinnar og andúð þeirra gagnvart öðrum. Án þess þó að áhorfendur verði þess var- ir, að verið sé að leika sér að til- finningum þeirra, með hagalegri stýringu á skyntúlkun þeirra á myndefninu. Með huglægri mynd er áhorfandanum (nánast í orðs- ins fyllstu merkingu) komið fyrir í sporum söguhetjunnar, og þann- ig í vissu tilliti þröngvað til að taka afstöðu með henni. Petta fyrirbæri notaði Ingmar Bergman t.d. á býsna meðvitað- an og að sama skapi áhrifaríkan hátt í „Fanny og Alexander“, í þeim tilgangi að byggja upp sam- úð okkar með Ekdahl- fjölskyldunni og jafnframt andúð okkar gagnvart meðlimum fjöl- skyldu biskupsins. Þegar biskupinn og aðrir ill- kvittnir meðlimir fjölskyldu hans níddust á börnunum, þá beindu þeir orðum sínum oft á tíðum beint í linsu myndavélarinnar. Á slíkum stundum upplifðu áhorf- endur umhverfi leikgerðarinnar með augum barnanna og voru þar af leiðandi þvingaðir til að taka afstöðu með þeim í því sálar- stríði er um síðir reyndist óum- flýjanlegt. Af sömu ástæðu hefur Roberti nokkrum Redford svo listilega tekist að bræða svo mörg ylhýr meyjarhjörtu sem raun ber vitni í tímans rás. Hann horfist jú ekki í augu við Meryl Streep í þann mund er hann smeliir einum af þessum ómótstæðilegu ylvolgu kossum sínum í andlitið á henni. Hann lítur draumkenndu augna- ráði sínu beint í linsu myndavéi- arinnar. Hann horfist með öðr- um augum í augu við hnjákikn- andi ungmeyjar um gjörvalla heimsbyggðina. Slíkur er styrkur hinnar huglægu myndar í kvik- myndum, ef hönduglega er með hana farið. I skjóli myrkurs. Huglægt/ hlutlægt hljóð En framangreindur galdur hinnar huglægu myndar á ekki einvörðungu við um eiginlegt myndefni kvikmynda okkar. Við getum einnig beitt honum fyrir okkur í hljóðvinnslunni! Hvernig þá í ósköpunum? Jú, við höfum í fyrri greinum minnst á að öll skyntúlkun okkar á um- hverfinu grundvallast á vali. Hvort heldur um er að ræða snertiskyn okkar, lyktarskyn, sjónskynjun eða heyrn. Með réttu vali okkar á umhverfis- hljóðum, hljóðeffektum og tón- list, svo dæmi séu tekin, getum við sem framleiðendur myndefn- isins, haft nánast fullkomna yfir- umsjón með skyntúlkun áhorf- enda á myndefninu. í stuttu máli: Við gefum þeim ekki kost á að velja, heldur veljum fyrir þá þau hljóð, er við kjósum að leggja fyrir þá á hverjum tíma... og úti- lokum önnur. Þetta verður kannski best skýrt með mynddæmi: í kvikmyndinni „Persona" eftir Ingmar Bergman er að finna stutta en býsna áhrifaríka senu er lýsir ekki einvörðungu ágætlega hversu gífurlega snjall höfundur Bergman er í raun, heldur um- fram allt: Hversu öldungis ótrú- lega meðvitaður hann er sér um áhrifamátt fagmannlega útfærðr- ar hljóðvinnslu í kvikmyndum: Heilmynd af sjúkrastofu Kvöld. Uppbúið rúm, hurð á vegg, sjónvarpsviðtæki sem flytur fréttir af gangi mála í Viet Nam. Liv Ullman gengur um gólf. Smám saman er athygli hennar (og áhorfenda kvikmynd- arinnar) vakin á því sem á sér stað á skjá sjónvarpsviðtækisins. Þar er verið að sýna fréttamyndina frægu, af búdda- eða brahma- munki þeim sem í árdaga Viet Nam-stríðsins bar sjálfviljugur eld á klæði sín og brenndi sig lif- andi til dauða á götum Saigon- borgar. Veslings konunni verður að sjálfsögðu hverft við þessa sjón, sem er þó í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi, heldur hitt, hvern- ig Bergman vinnur með hljóðið í þessari annars ágætu senu: Þegar líða tekur á senuna, breytist hljóðkarakter hennar á býsna áhrtfaríkan hátt úr hlut- lægu hljóði yfir í huglægt. Áhorf- endur heyra m.ö.o. þau hljóð sem persóna myndarinnar beinir athygli sinni að hverju sinni, ekki „náttúruleg" hljóð senunnar. í þann mund sem Liv Ullman brotnar saman í einu horni her- bergisins, heyrum við ekki nema ógreinilegan óm af rödd frétta- þularins sem flytur fréttina. í þess stað (og á meðan skiptast á nær- myndir af skelfingu lostnu andliti Liv Ullman og myndirnar af brahma-munkinum í ljósum logum) heyrum við umhverfis- hljóð fréttamyndarinnar, eins og persóna myndarinnar upplifír þau. Það er: Yfirþyrmandi um- ferðarnið Saigonborgar, hróp og köll vegfarenda og umfram allt, eld sem brennur. Hlutverk hljóðs Hlutverk hljóðs í kvikmyndum er einkum þrískipt: 1. Hljóð sem leggur áherslu á nánar tiltekið myndefni. 2. Hljóð sem bætir upp myndefni. 3. Hljóð sem breytir myndefninu. Lítum að lokum í hnotskurn á hvern þessara flokka fyrir sig: Sem dæmi um hljóð, sem leggur áherslu á mynd getum við tekið drunurnar frá briminu, sem með fitonskrafti skellur á klett- ótta sjávarströnd. Slíkt hljóð gef- ur myndefninu dýpri og raun- verulegri blæ. Áhorfandinn kemst í nánari snertingu við myndefnið, finnst það raunveru- lega. Þetta er mynd með hljóði. í öðru tilliti tölum við um hljóð, sem bætir upp myndefnið: T.d. mynd af manneskju sem tal- ar, syngur eða spilar á hljóðfæri. Slík mynd er í sjálfu sér harla lítils virði án hljóðsins. í þessu tilviki er því hljóðið í raun aðalinntak myndefnisins. Verðum við því að gæta þess að eyðileggja ekki á- hrifamátt þess með óviðkomandi efnisatriðum í myndfletinum, vanhugsuðum myndavélarhreyf- ingum, ofnotkun zoom-linsu og öðru er spillt getur áhrifamætti hljóðsins. Hér er um að ræða hljóð með mynd. Þriðji flokkurinn ersíðan hljóð sem breytir myndefninu. Er hann jafnframt sá sem áhugamönnum í greininni þykir gjarnan hvað mest spennandi. Hér erum við komin á slóðir Sergei Eisensteins og montage-kenninga hans, sem lítillega var minnst á í síðasta hluta greinaflokksins. Hljóð og mynd geta sem sagt ef rétt er á málum haldið, verkað saman sem eins konar „ideo- gram“. Það er: Með því að leggja nýtt hljóð yfir mynd, verður til nýr skilningur, eða merking í hugarheimi áhorfenda. Merking sem felst hvorki í frummyndinni, né hljóðinu sem slíku. Þannig getum við t.d. auðveld- lega notað hljóð, til að varpa létt- um, kómískum, jafnvel súrreal- ískum blæ á myndir sem einar og sér og án hljóðsins eru í sjálfu sér harla hversdagslegar: Til dæmis nærmynd af manni sem étur ban- ana, á meðan okkur heyrist ekki betur en hann bíti í skorpna kringlu eða hrökkbrauð! Hér er um að ræða hljóð og mynd. Heildin er með öðrum orðum stærri en summan af hin- um einstöku hlutum hennar. Að lokinni máltíó Mynd þessa og myndatexta rákumst við á í veglegu riti sem Háskólinn hefur gefið út. Nefnist bókin „Úr húsnæðis- og byggingarsögu Há- skólans". Jón Steffensen og Kristján Eldjárn virða fyrir sér beinagrind úr forn- mannskumli á gólfinu í líkskurðarstofu í kjallara norðurálmu háskóla- byggingar, 1957. Jón Steffensen telur, að þetta sé eina myndin sem tekin var í þessari stofu meðan hún var notuð í upphaflegum tilgangi. Frú Halldóra Eldjárn kallaði þessa mynd í gamni: „Að lokinni máltíð". Ljósm.: Gísli Gestsson. BRIDD Eitt af grundvallaratriðum í bridgeíþróttinni er talningin. Sá sem ræður við samlagningu og getur dregið frá, á þónokkra framtíð fyrir sér sem bridgespil- ari. Lítum á dæmi: 73 K865 KD83 K72 ÁK5 ÁDG72 Á G1064 Sagnir voru ekki flóknar, en kannski að sama skapi árang- ursríkar: Suður 1 hjarta-Norður 3 hjörtu og Suður 6 hjörtu. Allir pass og útspil spaðagosi. Sjáanlegir eru 11 slagir beint (með spaðatrompun) og sá 12. gæti komið með laufaíferð, eða hvað? Skoðum það nánar. Austur lætur spaðadrottningu og tökum á ás. Tökum hjartað tvisv- Ólafur árusson ar, báðir með, tígulás, spaðakóng og trompum þriðja spaðann. Austur hendir laufi. Tökum tvo tígulhámenn, allir með og hend- um laufi heima. Spilum fjórða tíglinum og enn hendir Austur laufi. Nú er tími til að staldra við. Hvað hefur Austur sýnt okkur? 2 spaða, 2 hjörtu og 3 tígla. Það þýðir að hann á öll 6 laufin sem úti eru. Er nokkuð við því að gera? Hvaðmeð að henda þriðja laufinu og hleypa Vestur inn í spilið? Hann á ekkert nema spaða og tígul eftir, þannig að 12. slagurinn kemur er hann spilar í tvöfalda eyðu (við trompum í borði og hendum síðasta laufinu heima). Flókið var það ekki, en það þarf að framkvæma þessa hluti við borðið. Þar skilur á milli. Ýmsar stöður í þessum „dúr“ koma iðulega upp í leiknum. Verið því vakandi við græna borðið. (Tekið úr Advanced Play eftir Kelsey) NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29 Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.