Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 11
FOSTUDAGSFRÉTTIR Loðna „Dauði og djöfuir 7skip með 2 þúsund tonn „Skipstjórinn á Erninum KE sagði mér að það væri bara dauði og djöful) á miðunum. Engin loðna, bræla, þungur sjór og ekki vinnandi um borð,“ sagði Ást- ráður Ingvarsson hjá Loðnu- nefnd. í gær voru 7 skip á landleið með slatta hvert skip samtals um 2 þúsund tonn. Samkvæmt venju er loðnan afar duttlungagjörn og erfitt við hana að eiga. Af þeim sökum hefur loðnuskipum ekki fjölgað á miðunum frá því sem var fyrr í vikunni en þau eru 12 talsins eða aðeins fjórðungur þeirra loðnuskipa sem heimild hafa til veiða á vertíðinni. -grh Kvótanefndin Óbreytt ástand Ekki bundið neinu útflutningshámarki Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að það fyrirkomulag sem gilt hefur I sumar í útflutningi á óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa á markað í Evrópu gildi áfram að sinni. Athygli vekur, að að þessu sinni tilgreinir ráðuneytið ekki neitt útflutningshámark fyrir hverja viku eins og var í sumar til að byrja með, en þá var miðað við 600 tonn sem hámark. Samkvæmt þessu verða útflytj- endur á framansögðum óunnum fisktegundum hvort sem um er ac ræða með gámum eða skipum að sækja um útflutningsleyfi til við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins árdegis á föstudegi í næstu viku á undan þeirri sem út- flutningur er fyrirhugaður í. -grh Svavar leit við á skólalóð síns gamla skóla í gær. En hann kenndi við Austubæj arskólann í kring um 1970. Þar voru fyrir fjörugir strákar í fótbolta sem heilsuðu upp á menntamálaráðherrann. Mynd: Jim Smart. Menntamálaráðherra Fer eftir óskum kennara Kennarasamtökinfá tíma til aðfara yfir aðalnámskrá grunnskóla. Aðalnámskrá verði tilbúinfyrir lok skólaárs. Menntamálaráðherra vill draga úrmiðstýringu menntamála Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur ákveðið að skipuð verði nefnd með fulltrúum kennarasamtakanna undir verk- stjórn fulltrúa menntamálaráð- herra, sem á að sjá um alla kynn- ingu og frágang aðalnámskrár fyrir grunnskóla. En Bandalag kennarafélaga hafði sent ráð- herra bréf þar sem farið var fram á að nefnd að þessu tagi yrði skipuð. Á blaðamannafundi í gær sagði Svavar að hann vildi stuðla að auknu sjálfstæði skóla á öllum skólastigum og draga úr miðstýr- ingu ráðuneytisins. Áður en aðalnámskrárnefnd verður skipuð hefur mennta- málaráðherra ákveðið að að loknum haustfundum fræðslu- umdæmanna, fari námsstjórar yfir þær athugasemdir sem fram hafi komið í umdæmunum og ein- stakar umsagnir sem kunna að hafa borist. Reiknað er með að úrvinnsla námsstjórnanna liggi fyrir um næstu mánaðamót og verða niðurstöður hennar kynntar samtökum kennara strax þar á eftir. í erindi sínu til menntamála- ráðherra lagði Bandalag kenn- araféiaga áherslu á að aðalnám- skráin yrði tilbúin fyrir lok þessa námsárs svo kennarar gætu kynnt sér hana fyrir næsta skólaár. Menntamálaráðherra segist reikna með því að að aðalnám- skráin liggi fyrir í mars eða aprfl á næsta ári. Svanhildur Kaaber for- maður Kennarasambands ís- lands á sæti í stjórn Bandaiags kennarafélaga. Hún sagði í sam- tali við þjóðviljann, að sér litist mjög vel á þessa ákvörðun menntamálaráðherra og hún væri sátt við þá leið sem ráðherrann ætlaði að fara og vonandi stæðist þessi áætlun. Á blaðamannafundinum í gær sagði Svavar Gestsson að hann teldi nauðsynlegt að ganga þann- ig frá lögum að grunnskólar, framhaldsskólar og háskólinn nytu sem mest fræðilegs sjálf- stæðis. Hann væri andvígur því að ráðherra væri að blanda sér í einstök mál skóla. Draga þyrfti úr þeirri miðstýringu sem tilhneiging hefði verið til í menntamálaráðuneytinu og dreifa ábyrgð og ákvörðunartöku út í fræðsluumdæmin. -hmp Akureyri Iðjufélagar svartsýnir Ármann Helgason: Samtals hafa umlOO manns misst atvinnuna hjá Skinnadeild Samhandsins ogÁlafossifrá desember 1987 til síðustu mánaðamóta. Samdráttur í iðnaði hefur leitt til fœkkunar félagsmanna í Iðju um!45 manns á sama tíma Frá desember 1987 og fram til síðustu mánaðamóta hefur félagsfólki í Iðju, félagi verk- smiðjufólks á Akureyri, fækkað um 20% eða 145 manns vegna samdráttar sem orðið hefur í fata- og skinnaiðnaði hjá Álafossi og Iðnaðardeild Sambandsins að undanförnu. Að sögn Ármanns Helgasonar varaformanns Iðju eru Iðjufé- lagar svartsýnir á framtíðina og óttast um atvinnuöryggi sitt. Þá hafa þær væntingar og vonir sem bundnar voru við samruna Iðn- aðardeildar Sambandsins og Ála- foss ekki náð að rætast nema síður sé. Það sem af er þessu ári hafa 58 starfsmenn misst atvinnuna hjá Álafossi nyrðra og 42 hjá Skinna- deild Sambandsins. Sem betur fer hefur flest af þessu fólki feng- ið aðra vinnu við sitt hæfi. Þá hef- ur einnig orðið samdráttur hjá iðnfyrirtækjum fyrir norðan sem framleiða iðnaðarvörur fyrir sjávarútveginn. Ármann taldi þó að vonandi væri botninum þegar náð og sagði að verkafólk nyrðra bindi miklar vonir við að núver- andi ríkisstjórn stæði sig betur en fyrirrennari hennar í að skapa út- flutningsatvinnuvegunum viðun- andi rekstrargrundvöll. „Okkar samningar renna ekki út fyrr en í aprfl nk. en engu að síður finnst okkar það hart að þurfa að búa við það mannrétt- indabrot sem afnám samnings- réttarins óneitanlega er, en við þurfum svo að vel sé að hefja undirbúning að komandi samn- ingum nokkru fyrr en þeir renna út. Það segir sig auðvitað sjálft að það getum við ekki á meðan við höfum engan samningsrétt,“ sagði Ármann Helgason. Kauptaxtar Iðjufélaga eru mis- munandi eftir starfsgreinum og starfsaldri en þeir eru á biiinu 33- 44 þúsund krónur á mánuði. Vegna samdráttarins í iðnaðinum á Akureyri hefur yfirvinna dreg- ist saman og tekjumöguleikar verksmiðjufólksins sömuleiðis sem hefur rýrt hlut þeirra allveru- lega. -grh Föstudagur 7. október 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SiÐA 11 HAUST- OG VETRARTÍSKAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.