Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 21
HEIX ; A R MENNINC, IN Jökulhlaupið og skjaldbakan Skjaldbakan kemst líka til Akureyrar Williams (Theódór Júlíusson) á torfunni sinni. Leikfélag Akureyrar hefur leikáriö í kvöld meö frumsýn- ingu á tvíleiknum Skjaldbakan kemst þangaö líka, eftir Árna Ibsen, í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. Árni skrifaði Skjaldbökuna upphaflega fyrir Egg-leikhúsiö og hóf verkið þann 17. september 1983, en þann dag voru 100 ár liðin frá fæöingu annarrar persónu leiksins, bandaríska skáldsins Williams Carlosar Williams. Skjaldbakan fjallar um sér- stæða vináttu tveggja andans Ezra vildi kynnast öllu sem hugsað hefði verið í heiminum (Ezra: Þráinn Karlsson). jöfra, þeirra Ezra Pounds og Wil- liams. Lífshlaup þeirra og skoð- anir voru eins ólíkar og frekast mátti vera, Williams var heima hjá sér og „ræktaði garðinn sinn“ á meðan Pound þeysti um heim- inn og eirði hvergi. Vinátta þeirra lifði af ólíkan lífsmáta og stór- felldan skoðanaágreining, þó að hvor um sig væri alla tíð trúr sjálf- um sér og skoðunum sínum. Leikritið var frumsýnt í Nýlist- asafninu í október 1984. Vorið 1985 tók Lilla teatern í Helsinki verkið til sýningar, auk þess sem Egg-leikhúsið fór með það í leikferðir til Dublin, Kaupmann- ahafnar og Brighton 1986 og 87. Skjaldbakan hefur tekið breytingum við hverja uppfærslu, og svo er einnig í þetta sinn, eða eins og Árni Ibsen segir í leik- skrá: „Uppfærsla Leikfélags Ak- ureyrar er ný fæðing.“ Theodór Júlíusson fer með hlutverk Williams Carlosar Wil- liams og Þráinn Karlsson leikur Ezra Pound. Lárus H. Grímsson samdi tónlist fyrir verkið, Guð- rún Svava Svavarsdóttir gerir leikmynd og búninga, lýsinguna hannar Ingvar Björnsson. Önnur sýning á Skjaldbökunni verður á sunnudaginn. Viðar Eggerts- son: „Skjaldbak- an“spretturúr einfaldleikanum - Grunntónninn í verkinu er þögnin, - sagði Viðar Eggertsson leikstjóri sem átti leið um Reykjavík á dögunum, en Viðar hefur verið á þeytingi á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur undan- farið: Atvinnuelskhugi hjá Al- þýðuleikhúsinu um helgar og leikstjóri á Akureyri í miðri viku. - Skjaldbakan sprettur úr ein- faldleikanum. Verkið byrjar og endar í þögn, og fyrsta setning þess er: „Það er í þögninni sem það er“. - Þó að Árni byggi verkið á þessum heimsfrægu skáldum, Williams og Pound, og vináttu þeirra í gegnum þykkt og þunnt í ein sextíu ár, skiptir ekki höfuð- máli hverjir þeir eru. Aðalatriðið er vinátta þeirra og þær hug- myndir sem þeir eru fulltrúar fyrir. Leikurinn gerist að miklu leyti í hugarheimi Williams. Hann situr heima hjá sér, fylgist með Ezra á hans miklu yfirferð og deilir við hann, meðal annars við rödd hans sem berst honum í gegnum útvarpstækið. - Þeir Ezra og Williams eru gjöróh'kar manneskjur. Þeir eru miklir vinir, en deila mikið um skáldskapinn, lífið og listina og báðir standa fast á sínu. Williams telur starf sitt sem læknis vera ná- tengt skáldskapnum. Fyrir hon- um er þetta tvennt óaðskiljan- legt, hann gefur gaum að hinu smáa, á meðan allur heimurinn er vettvangur Ezra. - Ég held að William Carlos Williams sé með fallegri persón- um íslenskra leikbókmennta. Hann yrkir um jörðina, blómin, og fólkið í bænum þar sem hann býr. Starf hans sem læknis gefur honum kost á að kynnast fólkinu og það sem er einkennandi fyrir hann er ástin á hinu smáa og um- komulausa. Hann heldur fram einfaldleikanum á móti brengl- uðu verðmætamati og skrumi, nokkuð sem er ekki síður mikil- vægt í dag en það var á hans tíma. Þessi tengsl hans við sjálfan sig og umhverfi sitt, ástin á manneskj- unni og á sínum samastað gerðu að verkum að honum tókst að skapa sér Paradís á jörðu og þau ljóð hans sem frægust hafa orðið fjalla einmitt um allt þetta smáa líf í hans nánasta umhverfi. Ezra á fleygiferð - Ezra Pound vildi hinsvegar reyna að kynnast öllu því sem hugsað hafði verið og ort í heiminum. Hann fer svo ótt yfir að hann týnir vegarnestinu og gleymir erindinu. Honum fannst hann verða að kynnast öllu, öllum hefðum, öllum ljóðum sem ort hefðu verið, til að geta sprengt hefðina og komið með eitthvað nýtt. Hann festi hvergi rætur, fyrr en hann fann sér sam- astað í hugmynd, sem var fasism- inn á Ítalíu. - Hann varð svo hrifinn af fas- istunum að hann hélt áróðurs- ræður fyrir þá í útvarp, og þeim var útvarpað til Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni. f einni af þessum ræðum sínum minnist hann á Williams, og þó að Wil- liams væri engan veginn sammála honum varð það til þess að hann lenti undir smásjá FBI það sem hann átti eftir ólifað. Fyrir bragð- ið missti Williams líka af ýmsum viðurkenningum sem til stóð að veita honum, heiðursdokt- orsnafnbót og fleiru. - En eftir stríðið var Pound handtekinn og fluttur til Banda- ríkjanna þar sem átti að dæma hann fyrir landráð. Williams lendir þá í því að verja hann, þó hann geti alls ekki varið skoðanir hans, og það er einmitt þunga- miðja verksins. Yfirvöld lentu reyndar í nokkrum erfiðleikum með Pound og vissu ekki hvað þau ættu helst að gera við hann, annars vegar hafði verið í bígerð að heiðra hann fyrir einn mesta ljóðabálk sem ortur hefur verið og hins vegar átti að skjóta hann sem landráðamann. Niðurstaðan var að hann var lokaður inni á geðveikrahæli, og þaðan reynir Williams svo að bjarga honum. Árni Ibsen: Fegurðiní því smáa skiptir Williams mestu - Það er meðal annars þessi mikli trúnaður Williams við sjálf- an sig og torfuna sína, sem mér finnst gera hann svo áhugaverð- an, - sagði Árni Ibsen þegar hann var spurður hvers vegna Williams væri honum svona hugleikinn. - Hann býr alla tíð á sama stað, í þessum smábæ, sem hann skynjar sem allan heiminn, og á fullt í fangi með að ná utan um. Hann vill ekki fara neitt því þá finnst honum að hann muni missa sjónar á markmiðum sínum. Týna sjálfum sér. Það sem skiptir hann mestu máli er það algilda og tímalausa, fegurðin í því smáa, og hann er engu trúr nema sinni skynjun. Hann fær ekkert að láni, reynir ekki að herma eftir neinum og lætur aldrei gera sig að verkfæri eins eða neins. Þannig er hann aldrei þjónn neins annars en sinnar listsýnar, hann er raun- verulega skapandi og verður aldrei tæki í höndum annarra. - Auðvitað eru öll verk hans ekki jafngóð, en þar sem hans einlæga dýrkun á fegurð þess smáa og trúnaður hans við það kemur fram, hefur hann skapað perlur. Það er þessi mikli trúnað- ur hans sem mér finnst svo að- dáunarverður. Tákn hins algilda og tímalausa - Mér finnst hugarfar Williams vera verðug fyrirmynd, ekki síst fyrir okkur hér og nú. Þó að við stærum okkur af rótgróinni menningu og okkar listamönnum virðist sem allur metnaður sé lagður í að dæla einhverri amr- ískri smartness yfir fólk. Það sem hér gengur undir nafninu list- sköpun er oft á tíðum ekki annað en framleiðsla á einhverri sensa- sjón sem hægt er að selja. Við erum orðin heltekin af því út- lenda og auðvelda. - Þegar ég skrifaði leikritið var mikið rætt um frelsi til þessa og hins. Það átti að gefa útvarps- og sjónvarpsrekstur frjálsan til að auka fjölbreytni. Einokun ríkis- fjölmiðlanna átti að vera stór- hættuleg allri listsköpun, en við sjáum hvað hefur gerst. Við höf- um aðallega fengið meira af ein- hverju rusli. Það er verið að drekkja okkur í ódýrustu tegund af tónlist og myndum, aðallega bandarískum, gjörsneyddum frumleika, framleiddum til að búa til huggulegheit, þar sem um- fjöllun um manneskjuna kemur alls ekki fyrir. - Williams er fyrir mér tákn fyrir sannanlega reynslu, hið tímalausa og algilda. Hann varð- ar ekkert um hvort hann selst, heldur reynir hann að höndla ein- hvern sannleika og er trúr sinni skynjun, og slíkt er það eina sem hægt er að kalla sanna list. Allt annað er tímadráp. - Þessi vinátta Williams og Ezra er líka alveg einstök. Þetta eru tveir vinir sem ganga í gegn- um þvílíkar þrengingar með vin- áttu sína að hjá flestum öðrum hefði komiðtil vinslita með öllum þeim sárindum sem því fylgja. En þeir missa aldrei virðinguna hvor fyrir öðrum og það er einstakt, og það er það sem er kjarni verksins. Að þetta skuli hafa verið Ezra Pound og William Carlos Wil- liams er ekki aðalatriðið. Skjald- bakan er ekki ævisaga þeirra heldur er það vinátta þessara gjörólíku persóna og allar að- stæður þeirra sem skiptir máli. LG „Williams: Hvískyldi ég flytjast héðan, ég fæddist hérna og hérá ég heima. Aukþess veitég hversu tilgangslaust það yrði að leita þín í margbreytilegu róti þess jökulhlaups sem þú ert. Ezra: Ha, er ég jökulhlaup? Þú gerir lítið úr mér. Williams: Já, þú ert jökulhlaup. Ezra: Ég varað vona að ég værijarðskjálfti. Að minnsta kosti upp á 8 stig. Alltént eitthvað sem breytti ásýnd landsins. Williams: Hressilegt jökulhlaup breytir ásýnd landsins. Ezra: En því fylgir eyðing. Williams: Já, og sköpun líka. Það flyturnýjan jarðveg fram til nýrrar ræktunar. - Já, þetta stemmir, þú ert jökulhlaup. Ezra: En þú þá, hvað ert þú? Williams: Ég? Tja... kannski er ég einsog lítil skjaldbaka. Sem fetar sig ofan eftir gljúfrinu sem skjaldbakan myndaði. Ezra: Skjaldbaka! Ofan af jökli! Williams: Já, ímyndum okkur það. Og þessi skjaldbaka... hnusar af rákunum í klöppinni og veltir við smásteinum... Ezra: Og ætlar þessi skjaldbaka að seiglast í gegnum alla þessa mannskemmandi heimsku og verða listamaður? Williams: Já. Ef ævin endist mér.“ (Árni Ibsen: Skjaldbakan kemst þangað líka.) Föstudagur 7. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.