Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Blaðsíða 12
AÐ UTAN Tími Brézhnevs — sigur meðalmennskunnar Þaö er einum of auðvelt aö láta undan þeirri freistingu aö gera gys að Leoníd Brézhnév, sem lét í sínum barnalega hégómaskap hlaöa á sig fjór- um heiðurstitlum Hetju So- vétríkjanna, marskálkstign, bókmenntaverðlaunum Len- íns og öllum fáanlegum heiðursmerkjum. Það er líka einum of auðvelt að kenna honum um allt sem miður fór á „tíma stöðnunar" eins og nú er sagt. í fornöld sögðu menn: segjum ekki nema gott eitt um þá dauðu. Hjá okkur í Sovét- ríkjunum hefur þessu verið öðruvísi farið: Við kunnum okkur ekkert hóf í því að lof- syngja lifandi höfðingja en rægjum þá dauða utan enda. Líklega kemur hér fram sú vöntun að geta ekki gagnrýnt þann leiðtoga sem að völdum situr. Á þann veg byrjar löng grein og ítarleg um Leoníd Brézhnev og stjórnarár hans sem birtist fyrir skömmu í sovéska vikublað- inu Literantúrnaja gazéta. Höf- undur hennar er Fjodor Búrlat- skí, vel kunnugur ranghölum valdsins í Kreml, en fyrir nokkru vakti mikla athygli greinargerð hans um Níkitu Khrúsjov (sem þýdd var og endursögð sem fram- haldssaga í helgarblaði Þjóðvilj- ans. Hann var þægileg lausn Búrlatskí dregur upp í dökkum litum stjórnarár Brézhnevs. Þá afneituðu menn nauðsynlegum umbótum, sneru um margt aftur til geðþóttastjórnarhátta Stalín- tímans, frystu lífskjörin, þessu fylgdi pólitískt ráðleysi, spilling og hnignun sem svalg í sigæ stærri hluta þjóðarinnar. Ef að þetta er „stöðnun" spyr Búrlatskí með háðstóni, hvað er þá kreppa? Og síðan reynir hann að gera grein fyrir því hver Brézhnev var, hvernig stóð á því að jafn veiklundaður maður og hann komst til æðstu valda, hver var hans persónulega ábyrgð og hver ábyrgð valdapýramíðans sem hann settist á. Enginn bjóst við því, segir Búrlatskí, að Leoníd Brézhnev tæki við æðstu völdum í landinu til langframa. Hann var einn af þessum þægilegu jábræðr- um sem Khrúsjov hafði sankað að sér, en einn af veikleikum Khrúsjovs var sá að hann vildi helst að ráðgjafar hans göptu upp á sig í hlýðinni aðdáun. Það var ekki Brézhnev sem lagði á ráð um að steypa Khrúsjov árið 1964 heldur Sheljepín utanríkisráð- herra. Sheljepín, sem átti alla sína upphefð Khrúsjov að þakka, safnaði nokkru Iiði til að undir- búa það að Khrúsjov yrði felldur úr stóli, og hittist það við ólíkleg- ustu aðstæður m.a. á knatt- spyrnuvöllum. Sheljepín mun svo hafa ætlað sér æðstu völd innan tíðar-en öðrum ntönnum í æðstu stjórn Kommúnistaflok- ksins mun ekkert hafa litist á þá bliku. þeir óttuðust að þar færi nýr einræðisherra. Þeir vildu heldur að Brézhnev, sem fékk yfir sig æðstu völd eins og í happ- drætti, sæti áfram, ekki síst vegna þess að hann virtist svo þægilegur og meðfærilegur. Brézhnev, sem hafði ekkert haft fyrir því að verða æðsti maður landsins, sat svo sallarólegur í embætti sínu í átján ár. Margar ástæður lágu til þess að menn vildu steypa Khrúsjov. Menn héldu að það væri persónu- legri þvermóðsku hans að kenna að illt var á milli Sovétmanna og Kínverja og töldu að auðvelt væri að lappa upp á þá sambúð að honum gengnum. Mönnum fannst hann hefði hætt sér út í ævintýramennsku í Kúbu- deilunni. Menn voru þreyttir á sí- felldum uppstokkunum hans í valdkerfinu, sem trufluðu öryggi og þægindi háttsettra manna. O- líkir aðilar sameinuðust um að vilja í stað Khrúsjovs mann sem væri varfærinn og íhaldssamur. Það gerði ekkert til þótt Bréz- hnev væri í fyrstu til með að játa það sjálfur að hann væri illa að sér á mörgum sviðum - þeint mun betur gátu smákóngar notið sín. Að draga á sig valdatcppið Varfærnin, sú litlausa miðju- mennska sem einkenndi stjórnar- ár Brézhnevs kom fljótlega í ljós. Um þær mundir var hart deilt um það hvort ætti að haida áfram gagnrýni á „persónudýrkun" Sta- líns og stjórnarhætti, sem Khrú- sjov hafði byrjað á (Mikojan og fleiri) eða hvort ætti að lífga Stal- ín við, bregða jákvæðu Ijósi á hansverk (Súslovogfleiri). Bréz- hnév gerði í fyrstu hvorugt - reyndi barasta að segja sem fæst um málið (þótt svo viöleitni til Tuttuguárfóruí súginn hjá Sovét- mönnum meðan sá maður stjórn- aði semengu þorði eða vildi breyta endurrreisnar Stalíns færi mjög á kreik hin síðari stjórnarár hans). Á fundum lét hann aðra tala fyrst og fann hvaðan vindur blés frekar en hann sjálfur berðist fyrir mót- aðri afstöðu, og ef ekki náðist samkomulag allra ráðamanna lét hann fresta málum og setja í nefnd. Hann hóf vinnudag sinn (fyrstu árin amk) á því að sitja við símann í eina tvo tíma og hringja í aðra leiðtoga, ráðherra, héraðs- ritara flokksins og aðra áhrifa- menn og spyrja álits þeirra á mál- um sem í bígerð voru. Með því móti fékk þar með orðstír hóg- værs og milds foringja sem kynni að hlusta á aðra. Aftur á móti var hann fyrstur til að láta að sér kveða þegar veita þurfti embætti, hækka menn í tign eða veita þeim orður - og varð þá fyrstur til að tilkynna viðkomandi símleiðis hvernig farið hefði. Með þessu móti dró hann hægt og bítandi „hina marglitu ábreiðu valdsins" yfir á sinn kropp og kom allstaðar - í flokknum, stjórnkerfinu, menntamálum, fyrir sínum mönnunt „litlum Brézhnevum", sem létu ekki mikið að sér kveða, störfuðu mjög í hófi, en kunnu góð skil á lífsins gæðum og hag- kvæmri úthlutun þeirra. Hver skilur svona umbætur? Brézhnev hafði engin pólitísk áform um breytingar þegar völd- in féllu honum í skaut. En hann var heldur ekki óskrifað blað, til- búinn að taka við hugmyndum. Hann var ypparlegastur höfðingi þeirra skrifræðisherra sem höfðu ímugust á breytingum og tilraun- um, sem kannski kynnu að skerða þeirra vald og þægindi. Þegar hann kom til valda 1964 var margt rætt um nauðsynlegar umbætur á stjórn efnahagsmála, um aukna sjálfsstjórn og fjár- hagslega sjálfsábyrgð fyrirtækja (hugmyndir sem síðar verða mjög fyrirferðarmiklar í perest- rojku Gorbatsjovs). Aðalhö- fundur þessara kenninga var hag- fræðingurinn Liberman, og Ko- sygin forsætisráðherra og næst- helsti valdsmaður landsins, var þeim mjög fylgjandi. En Bréz- hnev var lítið hrifinn. „Hvaða uppátektir eru þetta?“ sagði hann. „Umbætur, umbætur. Hver þarf á þeim að halda, og hver skilur þær? Menn eiga bar- asta að vinna betur, það er mál- ið.“ Og hann gerði sitt til að urn- bótaáform og feimnislegar til- raunir þeim tengdar runnu út í sandinn - og var þeim skolað þangað með þeirri innihaldslausu mælgi sem ekkert var á bak við sem einkenndi starfsstíl Bréz- hnevs. Sóun og afturför Búrlatskí segir orðrétt: „Það er rétt að Brézhnev hafði miklar mætur á veislum og veiðum og hröðum akstri. Það var hann sem tók upp þann stíl að þjóta með 140 km. hraða urn „hina kommúnísku borg". En því hraðar sem yfirvaldið brunaði unt á Zíl-bílunum sínum, þeim mun hægar skreið landið áfram. En menn heyrðu orð, orð, orð -ekki vantaði það- Hve mörgum milj- örðum af peningum fólksins og áhuga var eytt í vanhugsaða vega- gerð í Sibiríu (BAM)? Hve mikið kostuðu ekki „stórfenglegar“ áætlanir um að snúa til suðurs fljótum Síbiríu? Og hvað um gegndarlausa sóun til hernaðar- þarfa? Á sama tíma þokuðust lífskjörfólksins niður í eitt neðsta sætið meðal iðnvæddra ríkja heimsins.“ Þessu fylgja og lýsingar á því að Brézhnev taldi allskonar spill- ingu, svartamarkaðsbrask og mútuþægni sjálfsagðan hlut („það lifir hvort sem er enginn á kaupinu sínu,“ sagði hann við einn afkomanda sinn). Að öllu samanlögðu hefðu sovétmenn svo misst tuttugu ár í svosem ekki neitt. Sá hagvöxtur sem náðist var einatt fenginn með því, að ganga með óspilunarsenti og fyrirhyggjuleysi á hráefna- og orkuforðann, meðan aðrir skutust fram úr Sovétríkjunum fyrir tilstilli hinnar nýju tækni- byltingar. Vegna þess að Bréz- hnev og liðsoddar hans hvorki skildu nauðsyn kerfisbreytinga né heldur vildu þær. Tvær ályktanir Af Brézhnevtímanum, segir Búrlatski, þurfa menn fyrst og fremst að draga tvær ályktanir. Önnur er sú, að það tilskipana- kerfi sem Stalín kom á og Bréz- hnev hélt í raun trúnaði við gat ekki tryggt neinar framfarir - þvert á móti, það stóð æ meir í vegi fyrir þróun samfélagsins. Brézhnev greip ekki til ógnarst- jórnar Stalíns, hann losaði sig við þá sem öðruvísi hugsuðu með öðrum hætti - en þótt hann hefði gripið til óttans hefði það heldur ekki dugað til að kerfið virkaði. Því að tæknibyltingin krefst frjálsrar vinnu og persónulegs frumkvæðis sem menn njóta ár- angurs af. I öðru lagi verða menn að draga þá ályktun, að það þarf í eitt skipti fyrir öll að kveða niður þá stjórnarhætti þegar menn komast til valda með baktjalda- makki og samsærum - í stað þess að ganga fram eðlilega leið lýðr- æðislegs vals þar sem pólitískt starf þeirra er vegið og metið. Til þessa þurfa menn ekki síst að nota glasnost, málfrelsið, til að tryggja „sósíalískan plúralisma,“ - réttinn til að vera á annarri skoðun en forystan, meirihlut- inn, en þann rétt virti Lenín með- an hann var og hét. Hér er við ramman reip að draga vegna þess að hin „pólitíska menning “ Rúss- land þoldi aldrei frelsi til að gagnrýna stjórnina og skipulagið, þótt smásmuga skapaðist eftir byltingartilraunina 1905. Og eitt enn segir Fjodor Búrl- atskí: Við þurfum að útrýma smjaðrinu úr pólitísku lífi. Að vísu eru allir leiðtogir allra þjóða veikir fyrir smjaðri - en okkar leiðtogar hafa á dögum Stalíns og Brézhnevs velt sér upp úr yfir- gengilegu smjaðri af ætt dýrkun- ar sem niðurlægir menn og spillir þeim. Árni Bergmann tók saman. 12 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.