Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 3
Engin svör frá Ásmundi Þaö hefur vakið furöu margra forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni, þar á meðal helstu stuðningsmanna Ás- mundar Stefánssonar for- seta ASÍ, að hann hefur enn- þá ekki viljað gefa nein skýr svör um það hvort hann ætlar að vera í framboðið til áfram- haldandi setu í forsetastóli á 36. þingi ASÍ sem hefst eftir rúmar þrjár vikur. Mikill taugatitringur er í herbúðum verkalýðsforingja víða um landið, og eru margir áhuga- samir um uppstokkun á for- ystu sambandsins. Vitað er að Björn Þórhallsson fyrsti varaforseti verður ekki f fram- boði og Alþýðuflokksmenn vilja margir skipta Guðríði El- íasdóttur öðrum varafulltrúa fyrir annan þungaviktarmann úr flokknum. Þá er vitað að Þóra Hjaltadóttir, framsókn- armaður og forseti Alþýðu- sambands Norðurlands hefur mikinn áhuga á einhverjum forsetastól við Grensásveg- inn. Þá hefur Pétur Sigurðs- son forseti Alþýðusambands Vestfjarða verið nefndur sem arftaki Ásmundar. Margir túlka þögn Ásmundar sem skilaboð um að hann sé ekki fús að sitja lengur á forsetast- óli, en aðrir telja þetta her- bragð til að sýna mönnum fram á að enginn annar komi til greina nema hann sjálfur. Uppstokkun í miðstjórninni Þó ekki sé víst að miklar breytingar verði í forsetaemb- ættunum hjá ASÍ á þinginu í næsta mánuði, þá er nú þegar orðið Ijóst að veruleg upp- stokkun verður í miðstjórn sambandsins. Að minnsta kosti 8 ef ekki fleiri af 21 miðstjórnarfulltrúa eða tæpur helmingur, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu þar. Þeir sem ætla ekki að sitja áfram eru þau; Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir alþm. og fyrrum form. Sóknar, Benedikt Davíðsson form. Sambands byggingarmanna, Björn Þórhallsson, form. Landssambands verslunar- manna, Gerður Thoraren- sen frá Eyrarbakka, Guðjón Jónsson, fyrrum form. Sam- bands málm- og skipasmiða. Guðmundur J. Guðmunds- son form. Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, Hilmar Jónasson frá Hellu og Jón Helgason fyrr. form Einingar á Akureyri. Það er Ijóst að það verða margir til- kallaðir enda líka nóg af lausum sætum að þessu sinni. Ráðuneyti selur ferðaskrifstofu Einsog menn hafa séð í Morgunblaðinu og Þjóðviljan- um virðist Kjartan Lárusson hafa verið einfaldur leppur við kaupin á Ferðaskrifstofu ríkis- ins, og áður komnir samning- ar um að Eimskip kæmi til skjalanna síðar, þvert á það sem þingmönnum vartalin trú um þegar Matthías Á. Mathiesen kom málinu þar í gegn. Stóra spurningin er auðvitað hvort Matthías vissi um dílinn, og hefur þá rekið málið á fölskum forsendum á þingi og í fjölmiðlum, en mörg minni horn á málinu eru líka kynleg. Til dæmis var settur sérstakur starfsmaður sam- gönguráðuneytisins til að ganga frá sölunni til Kjartans NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 og annarra starfsmanna, Ragnhildur Hjaltadóttir, og ekki vitað annað en allt hafi farið vel fram, enda hefur ekki spillt fyrir að Ragnhildur er dóttir Hjalta Geirs Kristjáns- sonar (Siggeirssonar), sem einmitt situr í stjórn Eim- skipafélags íslands. Ferðalögin afpöntuð Matthías Á. Mathiesen fyrrum samgönguráðherra hefur óskað eftir útttekt Ríkis- endurskoðunar á rekstri ríkis- sjóðs á þessu ári þar til ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá völdum og skýringum á stórfelldum tekj- uhalla umfram fyrri áætlanir. Mörgum kemur þessi beiðni Matthíasar undarlega fyrir sjónir, því þeir sem til þekkja segja að sá hinn sami hafi verið einna dýrastur allra ráð- herra ífyrrverandi stjórn. (það minnsta hafi nýskipaður sam- gönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon haft nóg að gera fyrstu dagana í ráðu- neytinu að afpanta og aftur- kalla ferðalög fyrirrennara síns á ráðstefnur og fundi um víða veröld. Skýrsla um nauðgunarmál Skýrsla sú um meðferð nauðgunarmála í dómskerf- inu og annars staðar, sem hefur verið í vinnslu frá 1984 mun loks verða kynnt á blaða- mannafundi nk. mánudag. Það eru þau Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor, Hildigunnur Ólafsdóttir, af- brotafræðingur, Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður og læknir og Sigrún Júlíus- dóttir, félagsráðgjafi sem unnið hafa skýrsluna. Telur skýrsian um 300-400 blað- síður og er í henni að finna margvíslegar ábendingar um það sem betur má fara í þess- um málum, bæði hvað varðar móttöku fórnalamba á lög- reglustöðvum, tillögur um lag- abreytingar, tillögur um með- ferð og stuðning við þær sem fyrir glæpnum hafa orðið o.s.frv. Nokkrar vikur eru nú liðnar frá því dómsmálaráðu- neytinu var afhent skýrslan og hafa höfundar hennar þurft að þrýsta á að kynningu hennar fyrir almenningi yrði flýtt. / ÞU HAGNAST Á EIGIN SKILVISI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Auka vió skíóabúnað fjölskyldunnar endurbæta lýsinguna á heimilinu eóa fá þér áskriftarkort í leikhúsið. Eindagi lána með lánskjaravísitölu. Eindagi lána meö byggingarvísitöiu. Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. nóvember hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77 101 REVKJAVÍK S: 69 69 00 GYLMIH/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.