Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 6
vm viuum r r Fjársöfnun í dag og nœstu daga tilstyrktar íþróttahreyfingu fatlaðra. Sigurgeir Þorgrímsson: íþróttaiðkanir kveða niðurfélagslegafötlun ekkisíður en hina líkamlegu Sigurgeir Þorgrímsson, formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Mynd: Jim Smart. - Helsta húsnæöið sem viö höfum til íþróttaiðkana eins og stendur er leigusalur í kjallar- anum að Hátúni 12. Þarna höfum við reynt að bjóða upp á leikfimi fyrir sundfólkið á undan sundtímunum, en þrengslin eru slík að það er ekki meira en svo að fólk geti teygt úr sér. Að öðru leyti hafa lyftingamenn getað nýtt sér salinn, en þar með líka upptal- ið, sagði Sigurgeir Þor- grímsson, formaður íþrótt- afélags fatlaðra í Reykjavík, er blaðamaður ræddi við hann í gær. Glæstur árangur fatlaðra íþróttamanna á Ol- ympíuleikum þeirra í Kóreu nýverið hefur orðið til að beina athyglinni að aðstöðu þeirra til íþróttaiðkana hér heima fyrir, en hún er í einu orði sagt af- skaplega bágborin. - Að öðru leyti er íþróttafé- lagið í rándýru og eftir því ó- tryggu leiguhúsnæði hér og þar um bæinn, sagði Sigurgeir, og taldi upp það helsta: I Hlíðaskóla stundum við borðtennis, fót- bolta, handbolta og boccia, en síðasttalda íþróttagreinin er kast- grein sem nýtur mikillar hylli meðal fatlaðra og þykir henta þeim sérstaklega vel; á Valbjarn- arvelli höfum við aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og trimm; í kjall- aranum að Hátúni 10 er hægt að stunda bogfimi. Sundið er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, leikfimiaðstaða í Hamrahlíðinni hjá Blindrafélaginu, og trimm stundum við úti í Örfirisey og eins á Miklatúni. Það verður því mörgum íþróttagreinum stefnt saman í nýja íþróttahúsinu þegar það kemst í gagnið? Knýjandi þörf Já, það má nú segja, enda er STOfNA Helga Bergmann, íbúi í Hátúni 12, við teygjuæfingar í salnum sem nú er helsta bækistöð íþróttafélagsins. Starfsemi íþróttafélagsins fer nú fram í dýru og ótryggu leiguhúsnæði út um allan bæ. Mynd: Jim Smart. Lýður Hjálmarsson, Haukur Friðriksson og Ingi H. Jónsson á grunni tilvonandi húss Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Lokið var við grunninn árið 1984, en síðan ekki söguna meir. Mynd: Jim Smart. þörfin fyrir slíkt íþróttahús knýj- andi. Innan okkar hóps er bæði fólk sem þarf á endurhæfingu að halda eftir slysfarir, og eins hefur því fólki fjölgað sem fæðist fatl- að, þar sem framfarir læknavís- indanna síðustu áratugi valda því að mörg fötluð börn lifa af fæð- inguna og komast á legg, en hefðu ekki átt sér lífsvon áður. En í þessu sambandi höfum við einkum lagt áherslu á tvennt: Við sinnum endurhæfingu sem miðar að því að fólk festist ekki á ein- hverjum þartilgerðum stofnun- um heldur komist sem fýrst út í atvinnulífið, og i annan stað erum við ekki aðeins að fást við líkam- lega fötlun, heldur einnig félags- lega fötlun ef svo má segja, þar sem íþróttirnar veita mikinn fé- lagsskap og stuðla að samveru. Allar íþróttir styrkja fólk and- lega og veita því meira sjálfsör- yggi og sjálfstraust, eðæ, sagt með öfugum formerkjum, draga úr vanmetakennd og feimni. Það sem snýr að börnunum finnst okkur sérstaklega mikilvægt, þar sem skólakerfið hefur því miður ekki sinnt greinum á borð við sund og líkamsrækt fyrir mikið fötluð börn sem skyldi, alltént ekki á skólaskyldualdri. Þessi börn og unglingar hafa því mikið leitað til okkar þar sem þau hafa ekki fengið lögboðna kennslu í þessum greinum, og því má segja að við höfum tekið ómak og kostnað af skólakerfinu. Krakkarnir blómstra Og það er mesti óþarfi að ein- blína á hugsanlegan toppárangur í þessum og öðrum greinum; íþróttirnar og félagsskapurinn hafa valdið því að krakkar hafa hreinlega blómstrað; það er al- gengt að þau sem áður voru mjög lokuð opni sig mjög; málfarið tekur oft stökkbreytingum til hins betra og tjáningin yfir höfuð, og þau verða í stuttu máli miklu styrkari og áræðnari, og eiga þá miklu auðveldara með að aðlaga sig öðrum fötluðum börnum, sem og öðrum jafnöldrum. Markmiðið hjá okkur er enda hreint ekki að einangra fatlaða, heldur þvert á móti að beina þeim á braut virkrar þátttöku í þjóðfé- laginu. Og ég vil leggja áherslu á að við stefnum að því að koma okkur upp þjálfunarmiðstöð fyrst og fremst til að fatlað fólk eigi auðveldara með að komast inn í þjóðfélagið, en ekki til að ein- angra sig. Og Iþróttahús fatlaðra í Reykjavík, sem vonandi kemst í gagnið fyrr en síðar, verður þá væntanlega slík þjálfunarmið- stöð? Já, en sá róður hefur nú óneitanlega verið þungur. Það er íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sem stendur að byggingu hússins við Hátúnið: fyrsta skóflustung- an var tekin árið 1983, og árið eftir var lokið við grunninn. Og þannig hafa málin staðið allar götur síðan. 40%, ekki 80% Málið er það að ríki og borg eiga að borga 80% af byggingar- kostnaðinum við íþróttamann- virkið, en gallinn er bara sá að þessi styrkur kemur eftir á. Hann er með öðrum orðum ekki greiddur út fyrr en tilteknum áfanga er lokið, og fyrir bragðið standa málin þannig að íþróttafé- lagið verður að bera allan kostn- að við bygginguna. Og það er ekki nóg með að styrkveitingin komi eftir á; hér er um óverðtryggða og vaxtalausa upphæð að ræða, og fyrir bragðið lenda vextir og kostnaður á okk- ur ef við förum út í að útvega okkur lán til að brúa bilið. Enda er það reynsla íþróttafélaganna að raunvirðið sé ekkert nálægt þessum áttatíu prósentum eins og reglurnar kveða á um, heldur í kringum helming þess hlutfalls, eða um 40%, þegar upp er staðið. En nú er væntanlega betri tíð í vændum; ég heyri að föstudagur- inn verði mikill fjársöfnunardag- ur fyrir íþróttahúsið ykkar... Já, eftir að lokið var við grunn- inn að íþróttahúsinu fyrir að verða fimm árum má segja að við höfum verið í pattstöðu með framhaldið vegna þess að við verðum að byggja fyrir eigin reikning áður en framlögin berast frá ríki og borg, eins og ég var að lýsa hérna áðan. Betri tíö... En þau gleðilegu tíðindi hafa nú gerst að næstu daga verður efnt til fjáröflunar, ekki bara í dag heldur fram til 1. nóvember, og það er Ríkisútvarpið sem ríður á vaðið. Og það er vel við hæfi að þessi fjáröflun hefjist sama dag- inn og íþróttamennirnir snúa heim eftir þátttökuna á Olympíu- leikum fatlaðra í Kóreu. Við erum innilega þakklát út- varpinu, blöðunum og öðrum Eygja, klífa hæsta tindinn Jóhann Pétur Sveinsson: Viðhorfin tilfatlaðra hafa tekið stökkbreytingum til hins betra síðustu áratugi. Atburðir á borð við íþróttaafrekin í Seoul vega þungt - Þaö hefur orðið stökk- breyting á fáeinum áratugum, það er engin spurning. Aður var fólk jafnvel lokað inni vegna fötlunar sinnar, en við- horfin hafa breyst mjög til betri vegar í seinni tíð, sagði Jó- hann Pétur Sveinsson, for- maður Sjálfsbjargar, er hann var inntur eftir því í vikunni hvernig horfði með samíé- lagsleg viðhorf til fatlaðra. Hann sagði að fólk væri al- mennt orðið jákvæðara, og vildi ræða um hlutina og breyta þeim ef því væri að skipta. - Þessar breytingar á viðhorf- um eru í sjálfu sér ekki svo undar- legar; fatlaðir hafa orðið meira áberandi í þjóðfélaginu en áður var, og fræðsla gerir líka sitt til að vinna bug á fordómum, sagði hann. En fyrir fáeinum áratugum voru viðhorfin svo fortakslaust neikvæð; fatlaðir væru til einskis nýtir og að best væri að loka þá inni á stofnunum, að enda þótt tala megi um stökkbreytingu til hins betra þar sem viðhorfin til fatlaðra eru annars vegar, þá er ekki þar með sagt að ástandið sé orðið viðunandi, og í heildina vantar satt að segja þó nokkuð upp á það. Afrekin í Seoul mikilvæg Jóhann Pétur tók dæmi af fjöl- miðlaumfjölluninni frá ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul fyrir skemmstu: - Þar voru einstakl- ingar sem voru að gera hluti á heimsmælikvarða, og þú getur ímyndað þér hvernig hefði verið látið með „alvöru“landsliðið ef það hefði sópað að sér verð- launapeningunum í sama mæli á sínum leikum, sagði hann, en gat þess jafnframt að aðstaðan fyrír fréttamenn hefði að vísu ekki verið eins góð; myndbönd jafnvel ekki verið fáanleg og þar fram eftir götunum, en alltént hefði ekkert átt að hamla beinum lýs- ingum. - Hitt skiptir þó meira máli að frammúrskarandi árangur á borð við þann sem íslensku þátttak- endurnir náðu á leikunum er mjög gagnlegur til að vekja um- ræður, og að fá fólk til að skilja að hlutirnir eru ekki endilega eins og það hefur haldið, og ef einhver einstakur atburður getur orðið til þess að hafa áhrif á viðhorf fólks til fatlaðra, þá er frammistaðan í Seoul slíkur atburður. En þetta breytir ekki því að fólk er núorðið almennt jákvætt gagnvart fötluðum og málefnum þeirra, og óhræddara við að kynna’sér hlutina en áður var. En þrátt fyrir það er stutt í ákveðna hleypidóma, og ég held að í dag eimi mest eftir af þeim á hinu per- sónulega sviði, og eins koma þeir stundum fram í formi ákveðins vanmats eða vantrúar á að við- komandi geti leyst tiltekin verk- efni af hendi. „Karlar eins og ég“ - Svo ég taki dæmi af sjálfum mér þá kemur þetta fram í ýms- um vangaveltum á borð við það hvort fólk úti í bæ leiti til mín á lögfræðistofuna og feli mér verk- efni, eða hvort fötlunin verði til þess að ég fái minna að gera. Það er eins og fólki finnist að menntunin gagnist mér á ein- hvern hátt öðruvísi en gengur og gerist með ófatlað fólk. En spurningar af þessu tagi heyrir maður nú frekar utan að sér en að maður sé beinlínis spurður. Manni sýnist stundum að fólk sem býr við alvarlega, líkamlega fötlun sé gjarnan eins og álitið vangefið eða þroskaheft í þokka- bót... - Ég veit nú ekki hvort ég get skrifað undir það; mér finnst nú það viðhorf útbreiddara að við- komandi sé minni máttar, og við- brögðin þá í samræmi við það: „vesalings maðurinn,“ eða eitthvað þess háttar. Einn anginn af þessu er svo það að ef fötluðum tekst eitthvað í þjóðfélaginu sem ekki er endilega í frásögur fær- andi, þá er gert veður út af því; ég kláraði til dæmis lögfræði, og menn voru svolítið undrandi á því að ég skyldi ná prófi. Svo. tók ég upp á því að gifta mig nýlega, og ég fann að það varð fólki líka undrunarefni. En hvað með viðhorf fatlaðra gagnvart eigin fötlun? Er það kannski freisting að vera ekkert að ofreyna sig, en láta frekar alla hina annast sig? - Viðhorfin eru tvenns konar, það er alveg rétt. Það er ekki bara um að raéða viðhorf ófatlaðra til fatlaðra heldur einnig viðhorf fatlaðra til sjálfra sín. Hér skiptir máli að fatlað fólk er alið upp við ákveðna sjálfs- ímynd, en í því felst meðal annars að það eigi ekki að geta gert ák- veðna hluti og það er auðvitað stórt skref í þá átt að yfirvinna fötlunina að breyta eigin sjálfs- ímynd, eða hugmyndum manns um sjálfan sig með öðrum orð- um. Fatla&ir jafnhæfir - í þessu samhengi má aftur taka dæmi af ólympíuleikunum; það eru afrek á borð við þá sem sýna fólki fram á að fatlaðir eru jafnhæfir öðrum og geta skarað fram úr, og gera þar með mikið til að breyta viðhorfunum. Við get- um tekið dæmi úr annarri átt til að varpa ljósi á þetta: Skák- einvígi aldarinnar milli Fischers og Spasskís. Áhuginn hér var gífurlegur og sægur af ungu fólki fór að tefla og fékk brennandi Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar: Einna styst í hleypi- dóma á hinu persónulega sviði, og eins er nokkuð um vanmat á getu fatlaðra til að gera ákveðna hluti. sem vilja auðvelda okkur að koma íjþróttabyggingunni upp, en frumkvæðið er komið frá Sæ- vari Guðbjörnssyni, blaðamanni á Þjóðviljanum, í samvinnu við Gunnar E. Kvaran, aðstoðar- framkvæmdastjóra Ríkisútvarps- ins. Þetta átak RÚV stendur í allan dag, og verður hægt að hringja inn áheit í síma Rásar 2. Næstu daga verður málið síðan kynnt í öðrum miðlum, og það er meiningin að þetta framtak standi fram til mánaðamóta og rúmlega það, en við gerum ráð fyrir að því ljúki á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember. HS áhuga á skák. Það þarf ekki ann- að en að líta til landsliðsins okkar núna til að sjá árangurinn. Þann- ig að stökkin fram á við geta mætavel komið upp úr einstökum atburðum á borð við þessa. Haukur Gunnarsson er svo dæmi um að fatlaðir geta haslað sér völl á jafnréttisgrundvelli. Þannig hefur Mjólkursamsalan að undanförnu verið að auglýsa afreksmenn á ýmsum sviðum sem drekka mjólk. Þarna er Hauki teflt fram til jafns við þá sem óf- atlaðir eru, og það má vel líta á þetta framtak Mjólkursamsöl- unnar sem jafnréttissinnaða aug- lýsingamennsku. Og það eru hlutir af þessu tagi sem svo aftur hafa áhrif á viðhorfin í þjóðfé- laginu almennt. Og vegna þess að það eru stór- afmæli framundan hjá Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, - í ár eru 30 ár liðin frá stofnun fimm fyrstu Sjálfsbjargarfélag- anna af fimmtán, og á næsta ári verður Landssamband Sjálfs- bjargarfélaganna þrítugt - þá má segja að þessir ágætu afreksmenn okkar á sviði íþrótta séu lifandi dæmi um það sem Sjálfsbjarg- arfélögin hafa barist fyrir þessa áratugi sem þau hafa verið við lýði, og kemur fram í einkunnar- orðunum: Ávallt beita upp í vind- inn; eygja, klífa hæsta tindinn. HS 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988 Safnað fyrir húsinu Söfnun til íþróttahúss fatlaðra stendur til mánaðamóta Hrundið hefur verið af stað söfnun íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík til styrktar byggingu íþróttahúss þess hér í borginni. Stendur söfnunin fram yfir helgi. Söfnunin hófst í tilefni af komu hinna fötluðu afreksmanna okkar til landsins, en þeir hafa unnið hvert afrekið af öðru á Ólympíu- leikum fatlaðra t Seoul að undan- förnu. Að loknum leikunum 1980 var ákveðið að hefja byggingu íþrótt- ahúss. Á átta árum hefur verkinu þó ekki miðað meira en svo, að einungis grunnur hússins er nú fullgerður, og er ekki vansalaust. Söfnunin nú miðar að því að þoka þessari þýðingarmiklu og brýnu byggingu betur áleiðis en orðið er og vekja sem flesta til vitundar um nauðsyn hennar. Dagskrárgerðarmenn Rásar 2 munu leggja þessu máli lið m.a. með því að ræða við afreksfólk okkar frá Seoul og hlustendur, sem leggja vilja hönd á plóginn. Póstgírónúmer húsbyggingar- sjóðs félagsins er 3200/5. - mhg. Tíu miljónir ríkinu Ríkisstjórnin ákvað á fundi sín- um í gær að leggja 10 miljónir króna til íþróttasambands fatl- aðra, og eru þessir peningar ætl- aðir til íþróttamála og endurhæf- ingar. Hér er um að ræða sérstaka fjárveitingu, og kemur fram í til- kynningu frá forsætisráðuneytinu að kveikjan að henni sé framnu staða íslenska keppnisflokksins á ólympíuleikum fatlaðra í Seoul Kóreu, og er framlag ríkisstjórp- arinnar veitt í viðurkenningar- skyni fyrir frábæra frammistöð- leikunum. HS i i i I t I l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.