Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 19
sögu. Þegar við ræddumst við, vissi ég ekki hvaða áhrif ég kynni að hafa á hann eða hann á mig. Ég var að vissu leyti að örva minnið, því það örvast við starf eins og líkaminn. Ég setti engin mörk nema fagurfræðileg. Þegar minnið örvast hættir því stundum til að fara út í öfgar, og það gerist líka hjá skáldi. Þá sníður maður angana af samkvæmt lögmálum fagurfræði og siðferðiskenndar. Ef sr. Rögnvaldur formælir ein- hverjum manni og það fellur ekki inn í verkið frá fagurfræðilegu sjónarmiði, sníður maður það af, annars Iætur maður það standa. Er ekki einhver mótsögn í þessu hlutverki þínu eins og þú skilgreinir það? í öllu því sem maður gerir í listum er tvískinnungur og mót- sagnir. En það eru til bæði hvetj- andi og letjandi mótsagnir. Vís- indamaður og fræðimaður heldur að þær geti fallið í einhvern mót- sagnalausan farveg, en hann er ekki til. Maður lætur starfið ráða ferðinni, og það er ekki til nein formúla. „íslenskar ævisögur" eru bara formúlubækur, sem segja ekkert um manninn né heldur skrásetjarann. Svo hefur frést að „Ástir sam- Iyndra hjóna“ séu að koma út i nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Hvað veldur þeirri endurskoðun? Þessi nýja útgáfa er talsvert endurskoðuð, eins og ég geri grein fyrir í eftirmála hennar. Þetta stendur í sambandi við vandamálið um veruleika sög- unnar, þ.e.a.s. þann veruleika manns sjálfs sem í henni birtist. Þegar maður gefur út sögu er hún viss veruleiki, en þegar hann les hana aftur eftir mörg ár er hún orðin annar veruleiki. En sann- leikur bókar er margþættur: hann er stíll hennar, innihald og þvíumlíkt. Ég ætlaði aldrei að gefa „Tómas Jónsson" út aftur né neina aðra af mínum bókum. Ég áleit, að bók ætti ekki að vera gefin út nema einu sinni, því það væri ekki hlutverk skálds að endurútgefa sínar eigin bækur. Ég hafði því alltaf færst undan. En svo bað Jóhann Páll mig um að leyfa nýja útgáfgu af „Tómasi Jónssyni", og stóð þá þannig á að ég svaraði játandi. Ef ég hefði þá lesið söguna yfir, er líklegt að ég hefði breytt henni. Síðan vildi Jóhann Páll halda þessum endurútgáfum áfram. Viðhorf mitt hafði ekki breyst, þótt þessu hefði verið þröngvað upp á mig og bækur mínar hefðu birst erlendis án þess að ég hefði áhuga á því. En ég lét aftur undan, aðallega til þess að ég þyrfti ekki að eyða orku í að standa gegn þessu. Og þegar skriðan er farin af stað er það eins með manninn og byltinguna, að maður veit ekki hvað gerist, at- burðarásin er í höndum einhvers, sem er ekki einstaklingur. Ég las „Ástir samlyndra hjóna" aftur. Ég er ekki að leita að hinum eina og sanna tóni, það eru til margir tónar sem eru aðeins sannir eitt andartak, og saga hefur ekki að- eins eitt form heldur mörg, - svo framarlega sem hún er ekki skrif- uð út frá einhverri formúlu. Þeg- ar maður fer eftir einhverri for- múlu, t.d. raunsæisstefnunni, hefur hann einhverja fasta við- miðun. En þegar hann skrifar út frá sínum eigin veruleika, fer hann eftir einhverju sem er alltaf að breytast eða á hreyfingu. Það er ekki svo að ég hafi nú annað viðhorf til sagnanna eða efnisins, og ég veit ekki hvort ég breytti þessum sögum raunverulega: ég felldi niður án þess að bygging eða innihald raskaðist, kannski til að sýna að hægt er að skrifa sögu á marga vegu. Hvað fínnst þér um stöðu skáldsögunnar nú á dögum? Það er ekki sérlega mikið að gerast í bókmenntum, og engin hrifningar- eða áróðursalda eins og var þegar „nýja skáldsagan" var á ferðinni. Þessi „nýja skáld- saga“ er nú eins og fljót sem rann út í haf: hún hefur síast út í önnur verk. Ég þekkti hana fyrst af orðspori og skrifaði „Leikföng leiðans" eftir því sem ég hélt að væri andi hennar. En svo fannst mér lítið til þessarar „nýju skáld- sögu“ koma, þegar ég fór að lesa hana. Maður ruglar oft saman innihaldi skáldsagna og ástand- inu á þeim tíma þegar maður kynntist þeim: á árunum í kring- um 1960 voru „nýju skáldsögurn- ar“ eftir Robbe-Grillet, Claude Simon o.fl. eins og uppreisn gegn frankismanum, stefnu Francos á Spáni. Nú er ástandið orðið eins og það var áður en borgaralega skáldsagan kom fram, nema það að bókin er mikil verslunarvara. Höfundarnir sitja hver í sínu horni, og ef bók er ekki verslun- arvara kemur hún út hjá litlu for- lagi og enginn tekur eftir henni fyrr en eftir 30-40 ár. En þannig á það líka að vera, og finnst mér það eðlilegt: merkilegar bækur eiga að koma út hjá litlum útge- fendum, í fáum eintökum og fara fram hjá almenningi. Það sem er afarmerkilegt í bókmenntum og öðru fer alltaf fram hjá alþýðunni í langan tíma. En nú er samt ýmislegt fleira að koma út eftir þig, á íslandi og annars staðar. Það er að koma út þýðing eftir mig á skáldsögunni „Andrúms- lofti glæps" eftir Juan Benet, sem kom út á spænsku 1983. Juan Be- net er verkfræðingur og skáld- sagnahöfundur frá Baskalandi og vinnur við virkjunarframkvæmd- ir. Sagan gerist innan hersins á eyðistað, svipuðum þeim stöðum þar sem höfundurinn vinnur. Svo er „Tóta og táin á pabba“ nýkom- in út á spænsku og „Tómas Jóns- son“ á leiðinni, og „Hjartað býr enn í helli sínum“ er að koma út á þýsku. Ég hef einnig skrifað skáldsögur, sem ekki eru á leiðinni að birtast. Ertu að bíða eftir réttum tima? Réttum tíma hjá sjálfum mér kannski... En hefur þig aldrei langað til að skrifa kvikmyndahandrit? Ég hefði ekkert á móti því að skrifa kvikmyndahandrit. Ég vil einmitt benda á, að bókin um sr. Rögnvald er alveg sérlega vel til þess fallin að vera þáttaröð í sjón- varpi, vegna þess að hún er á viss- an hátt eins og píkaresk skáld- saga, af svipuðu tagi og Lazarillo de Tormes: hann fer gegnum samfélagið og út frá honum er hægt að sjá pólitískar og félags- legar hræringar þess, flótta úr sveitum, fólksflutninga og slíkt, svo og sálarlíf okkar íslendinga. Ég hef reynt að leggja áherslu á það í þessari bók, að hún sé ekki einungis persónusaga: hún er sambland af dirfsku og hræðslu, uppreisn og undirgefni... emj ^Bentu á pann sem ÞÉR ÞYKIR BESTUR. í Osta- búðinni getur þú valið. Efþú átt erfitt með að gera upp við þig hvort þú vilt mikinn eða lítinn ost, magran eða feitan, mildan eða bragðmikinn - þá biðurðu bara um að fá að smakka og segir svo til um hvað þú vilt! Þú ræður hvað þú kaupir mikið af ostinum. Það má vera ein sneið til að borða á staðnum eða tíu kíló til að taka með heim! S MÁHLUTIR FYRIR OSTA OG SMJÖR. í Osta- búðinni geturðu fengið ýmsa smáhluti til að gleðja ostavini eða bara sjálfan þig. Ef þú vilt getum við útbúið pakkann jyrir þig. Þú ákveður hvað fer í hann - ostur, ostabakki, ostahnífur eða eitthvert annað fínerí. ^^ISLUÞJÓNUSTAN ÞÍN. Ostabúðin sér um veisluþjónustu og þú getur reitt þig á að sú veisla verður okkur báðum til sóma, hvort sem hún er stór eða smá: Skreyttir ostapinnar af mörgum gerðum, gómsætar skinkurúllur, döðlur og paprikur fylltar með osti svo eitthvað sé nefnt. Þú pantar, sækir sjálfur eða lætur senda þér. Ostabúðin býður að sjálf- sögðu upp á úrval af efni svo þú getir útbúið osta- veisluna sjálfur. Auk ostsins geturðu valið um alls konar smáskraut og annað augnakonfekt til veislunnar: Kerti, servíettur, dúka og glasamottur - allt í stíl. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 AUK/SÍA k9d 1-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.