Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 9
iosii 1 i)A( .sikirnR fíandaríkin Þegar vonin ein er eftir Michael Dukakis hyggst hvergi láta deigan síga þótt ekki blási byrlega. En yfirlýsingar stuðningsmanna hans bera œ meiri keim af óskhyggju Michael Dukakis kostar nú kapps um að rífa sig uppúr ládeyðunni og vinna upp það myndarlega forskot sem fylgis- kannanir hafa gefið erkifjandan- um George Bush. Hann verður að hafa hraðar hendur því nú eru aðeins 11 dagar til forsetakosn- inga. Allar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu benda til þess að varaforsetinn eigi sig- urinn vísan þann 8. nóvember og muni leysa húsbónda sinn af hólmi sem húsbóndi í Hvíta hús- inu í byrjun næsta árs. En þótt ekki blási byrlega lætur fylkisstjórinn í Massachusetts ekki deigan síga. Á fundi með kjósendum í fyrradag blés hann á hrakspár og sagði: „I*að eru ekki skipuleggjendur fylgiskannanna sem kjósa - heldur alþýða manna.“ Við upphaf kapphlaups þeirra Dukakisar og Bush hafði sá fyrr- nefndi gott forskot en síðan hefur jafnt og þétt sígið á ógæfuhliðina fyrir honum. Ýmsir fréttaskýr- endur telja orsakir þessa þær að fylkisstjórinn hafí lengst af verið einsog vélmenni á fundum og mannfögnuðum og, sem vita- skuld er alverst, í sjónvarpi. Hann hafi ákveðið í upphafi að höfuðþema kosningabaráttu sinnar skyldi vera hæfni og fæmi hans sjálfs. Honum hafi láðst að skapa hina bráðnauðsynlegu ímynd hins hlýja og mannlega landsföður sem þó væri harður í hom að taka ef þess gerðist þörf. í þeim efnum hafí Bush sýnt heil- mikil tilþrif. Niðurstaðan hafí sem sagt orð- ið sú að frambjóðandi Demó- krataflokksins hafi komið kjós- endum fyrir sjónir einsog hann væri sífellt að verja gjörðir sínar, með tölum, staðreyndum, rök- um, sjaldan gert að gamni sínu og iðulega hrokkið í baklás ef fjöl- skyldu hans sjálfs bar á góma. Og þegar auglýsingamenn hans hefðu loks áttað sig á þessu hefðu þeir mælt fyrir um að hann yrði ögn líflegri í framkomu. Af- leiðing þessa hefðu orðið vand- ræðalegt gervibros í tíma og ótíma, klapp á axlir og ýms annar uppgerðar hressileiki. En þótt vonin ein sé eftir eru fylgismenn Dukakisar hvergi hræddir hjörs í þrá. Nú benda þeir einkum á tvennt sem verða mætti oddvita sínum til uppörv- unar. Annars vegar á þá sögulegu staðreynd að kannanir höfðu spáð því að repúblíkaninn Thom- as Dewey sigraði demókratann Harry Truman örugglega í forset- akosningunum árið 1948. Einsog alkunna er vann Truman nauman sigur. Betur má ef duga skal. Hinsvegar benda þeir á niður- stöðu fylgiskönnunar ABC frétt- astofunnar og stórblaðsins Was- hington Post sem gerð var heyrinkunn í fyrradag' Sam- kvæmt henni hefur varaforsetinn ekki nema 8 af hundraði atkvæða í forskot á fylkisstjórann. Sam- kvæmt könnun sömu aðila sem gerð var viku fyrr hafði Bush 7 prósent umfram fjanda sinn. Þetta vakti allmikla kátínu í herbúðum Dukakisar af þeim sökum að þorri annarra kann- anna var samdóma um það að Bush hefði 13-14 af hundraði í plús. í bækistöðvum varaforsetans eru menn að vonum glaðhlakka- legir en sjálfur höfðingi þeirra varar við kæruleysi: „Kosning- arnar eru eftir. Þið þekkið öll niðurstöður þessara kannana. En ég ætla að segja ykkur nokkuð; ég ætla að berjast einsog ég væri 10 prósent- um á eftir keppinauti mínum.“ Reuter/-ks. Suður-Afríka Allir una glaðir við sitt Ráðamenn í Pretóríu, hægri of- stopamcnn og blakkir bar- áttumenn lýstu yfir ánægju sinni í gær með niðurstöðu allita byggð- astjórnakosninganna í Suður- Afríku sem fram fóru í fyrradag. Fréttaskýrendur telja þó sönnu nær að enginn hafi unnið afger- andi sigur í kjörinu. En enginn skaut öðrum reffyrir rass Maður er nefndur Andrés Tre- umicht, leiðtogi íhaldsflokksins sem er skipaður afturhalds- mönnum og gallhörðum aðskiln- aðarsinnum úr röðum hvítra, mönnum sem blöskrar undan- látssemi og vinstradaður Péturs Bothas og félaga hans. Treurnicht þessi var all drjúgur með sig í gær enda hafði flokkur hans unnið nokkurt fy lgi, þó ekki eins mikið og ýmsir höfðu spáð. Treurnicht kvaðst vera ánægður með úrslitin, liðsmenn sínir hefðu unnið nokkurn áfa asigur sem væri augljóslega forsmekkur frekari velgengni. Forsprakkar Þjóðernisflokks England Var Shakespeare ritþjóhir? Voru Macbeth og Óþelló jarlssynir? Eru leikritin um Amlóða prins og Lé konung höfundarverk Játvarðs de Vere, 17. jarls af Öxnafurðu, og sonnetturnar líka, 137 talsins, allt hingaðtil eignað Vilhjálmi nokkrum Shakespe- are? Þarna er efinn! Brátt munu hefjast réttarhöld um mál þetta á Englandi, í „beinni" útsendingu sjónvarps einsog nærri má geta, og er kvið- dómur þess albúinn að kveða upp úrskurð. Þar er valinn maður í hverju rúmi, einkum þó menntafrömuðir og lögmenn. Til að mynda rithöfundarnir Jeffrey Archer og Germaine Greer og shakespearefræðingurinn Peter Levi frá Öxnafurðu. Þrír lagalor- dar, það er að segja breskir háyf- irdómarar, munu loks að endingu dæma í málinu. Bókmenntafræðingar Kam- bryggju eru náttúrlega á móti þessu tiltæki kollega sinna úr Öx- nafurðunni, þeim finnst heima- manninum Játvarði 17. gert fár- ánlega hátt undir höfði. Réttar- höldin verði því hrein og klár sóun á annars dýrmætum tíma sj ónvarpsun nenda. Þetta er ekki fyrsta sinni að til- raun er gerð til þess að eigna jarli verk Shakespeares. Ýmsum finnst tilgátur í þá veru fjarska ótraustar þó ekki sé nema vegna þess að Játvarður þessi gekk á fund feðra sinna á því herrans ári 1604 en þá voru ýms öndvegi- sverk Shakespeares ósamin. Fleiri en Játvarður hafa í tím- ans rás verið nefndir til sögunnar sem höfundar verka skáldjöfu- rsins. Fremstir þeirra eru ugg- laust þeir Kristófer Marlowe, kollega Vilhjálms, og heimspek- ingurinn Francis Bacon. En í fyrra sögðu þrír bandarískir hæst- aréttardómarar, að undan- gengnum málaferlum, að verk Shakespeares skyldu eignuð hon- um, að minnsta kosti á meðan ekkert benti til annars en að hann hefði samið þau. Reuter/-ks. valdhafa voru ekki síður glaðir og reifir í gær. Sýnt væri að þeim hefði tekist að stemma stigur fyrir flótta hvítra atkvæða yfir í her- búðir íhaldsflokksins. Ennfremur væri það fagnaðar- efni að fjöldi svartra kjósenda skyldi virða áskoranir um að sitja heima að vettugi og greiða at- kvæði. Hvort tveggja væri til marks um gott gengi þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að sníða hægt og rólega ýmsa vankanta af aðskilnaðarstefnunni. Demsond Tutu, erkibiskup og friðarverðlaunahafi Nóbels, tók annan pól í hæðina. Hann hafði verið í fararbroddi fjenda að- skilnaðarstefnunnar og hvatt blökkumenn til þess að hundsa kjörstaði. Tutu kvað kosningarn- ar hafa farið út um þúfur og líkst skrípaleik. Klárlega hefði mikill meirihluti svartra setið heima. „Lyktirnar eru einskonar pattstaða sem gerir öllum kleift að hrósa sigri,“ sagði Robert Schrire við tíðindamann Reuters í gær en Schrire er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Höfðaborg. „Enginn virðist njóta fjöldafylgis til þess að slá í gegn.“ Reuter/-ks NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.