Þjóðviljinn - 28.10.1988, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Qupperneq 18
og skáld á berangri Ævisaga séra Rögnvalds er tilvalið efni í sjónvarpsþætti Á Kúbu setja menn gjarnan eilítið salt út í kaffið, og þeim sið fylgdi Guðbergur Bergs- son þegar hann færði blaða- manni Þjóðviljans kaffibolla í íbúð sinni nyrst í Norðurmýr- inni nú á dögunum. Sá orð- rómur hafði gengið fjöllunum hærra, að ýmissa forvitnilegra tíðinda væri nú að vænta af bókaútgáfu hans og hafði spyrill blaðsins drifið sig af stað þeirra vegna. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fastan samastað,“ sagði Guð- bergur yfir kaffibollanum og horfði yfir látlausa stofuna, þar sem fátt sló huganum á dreif nema nokkur málverk og teikningar, m.a. myndir eftir Vil- hjálin bróður rithöfundarins. „Áður hafði ég alltaf búið um stundarsakir hingað og þangað.“ Samt var hann í þann veginn að yfirgefa samastaðinn og leggja upp til þriggja mánaða dvalar á Spáni í boði opinberrar stofnun- ar, svo að ekki var seinna vænna að inna hann eftir tíðindum. Þú lætur skammt stórra högga á milli: nú er von á nýju smá- sagnasafni eftir þig, þú ert að gefa út fyrsta bindið af ævisögu sr. Rögnvalds Finnbogasonar sem þú hefur skrásett, og svo er á leiðinni þýðing á spænskri skáldsögu... Ég veit ekki hvað þetta eru stór högg. Ég ætlaði ekki að gefa neitt út, en Jóhann Páll útgefandi minn narraði mig til að gefa út þessar smásögur. Ég hef skrifað svo mikið af smásögum sem ég hef ekki birt og ætlaði ekki að birta. Þetta birtist allt einhvern tíma, en mér fannst best að það yrði þegar maður væri dauður. Þá geta bókmenntafræðingar líka dundað sér við að gefa þetta út og laga það. En þar sem ýmsar þess- ar sögur voru að koma út á þýsku, vildi Jóhann Páll einnig birta þær. Þessar sögur, sem nefnast „Mað- urinn er myndavél", eru frá ýms- um tímum og ekki tengdar. Þær eiga þó það sameiginlegt, að margar þeirra eru myndir af samfélaginu og svo koma þar jafnframt fyrir Ijósmyndir af fólki: þær eru bara þarna, kannski á vegg eða í sjónvarpinu, og þær verða hræðilega hreyfðar... Þau tíðindi, að nú sé á leiðinni ævisaga sr. Rögnvalds sem þú hafír skrásett, hafa vakið mikla athygli, og víða virðist sama spurningin brenna mönnum á vörum: er Guðbergur nú farinn að feta í fótspor Þórbergs og byrj- aður að færa í letur nýja „Ævi- sögu sr. Árna“? Það væri því fróðlegt að frétta eitthvað um til- drög þessa rits og gerð þess: er hér á ferðinni ævisaga eða ein- hvers konar samtalsbók? Það var einnig Jóhann Páll sem bað mig að taka þetta verk að mér, og hugsaði ég mig vandlega um. Ég hélt að verkið yrði erfitt, því að ég þekkti manninn ekki neitt. Skáldsögur koma innan frá og fjalla um verur sem eru að flökta um höfuðið á manni, en þetta verk átti að koma frá lifandi veru. En ég ákvað að taka þetta að mér, og talaði þá við sr. Rögnvald. Ég komst fljótlega að því að hann var mjög ólíkur mér á allan hátt, og er það kannske betra: hann er prestur í skjóli, en ég er skáld á berangri. Ég byrjaði að vinna í febrúar og átti verkið fyrst að verða eitt bindi, en efnið var meira en búist var við. Því er það fyrsta bindið sem kemur út nú. En það er alls ekki samtals- bók heldur ævisaga. En svo við víkjum aftur að spurningunni sem ég nefndi áðan: er Guðbergur Bergsson að skrifa nýja „Ævisögu sr. Árna“? Ég geng allt öðru vísi til verks en Þórbergur gerði. Hann var ekki skáldsagnahöfundur, og ég held að hann hafi ekki aðeins skrifað upp eftir sr. Árna, heldur iíka leitað til annarra. Ég fer beint til sr. Rögnvalds og byggi verkið upp - eða öllu heldur hann - sem e.k. „ævisögu-skáldsögu". Ég leita ekki til annarra, því verk- ið er ekki sagnfræði heldur þroskasaga. Spurt er að því hvað verði eftir af bernskunni þegar maður er fullorðinn. Hún verður eftir í huganum og það er hugur- inn sem endurskapar hana. Hvernig var þetta verk þá unn- ið? Þegar maður vinnur svona verk er starfið e.k. fornleifa- fræði: maður grefur í þann haug sem er í huganum. En það er ekki efniskenndur haugur; í honum finnur þú ekki vopnin hans Gunnars á Hlíðarenda. Þú finnur ekki einu sinni reiðhjólið sem sr. Rögnvaldur átti, þegar hann var drengur, heldur minninguna um það. Þannig er reiðhjólið ekki iengur eins og það var þegar hann átti það, heldur er það tengt þeirri sögu hans sem síðar gerð- ist, og því sér hann það frá mörg- um sjónarmiðum. Þessi saga er því ekki sagn- fræði, af því að hún gerist í tíma minnisins og hann fer ekki saman við hinn raunverulega, sagn- fræðilega tíma, þótt hann sé á einhvern hátt tengdur honum. Segja má, að í minninu sé saga mannsins í haug, en svo fer hann að greiða úr því. í þessu verki erum það við sr. Rögnvaldur sem greiðum saman úr flækjunni: það er efnið sem kemur frá honum, en ég raða því eftir lögmálum skáldsögunnar, án þess þó að frá- sögn hans raskist. Þannig kemur eðli minnisins fram í verkinu: það hefur sinn sérstaka tíma af því að þar getur margt gerst samtímis. Þetta eru á vissan hátt hugsana- tengsl. Við skipulögðum verkið áður en við byrjuðum, og þá varð meira úr minninu en við hugðum. Þetta fyrsta bindi, sem heitir Trú- in, ástin og efinn, nær því ekki nema fram til 1957, en það er ekki aðeins saga sr. Rögnvalds, heldur líka saga tímans sem hann lifði í. Hvernig gekk svo samvinnan við sr. Rögnvald? Samvinnan gekk mjög vel. Ég var mikið vestur á Snæfellsnesi og vann verkið þar. Ég reyndi að ná orðfæri sr. Rögnvalds og virða hann á allan hátt. Orðfæri presta er gjarna mótað af biblíunni og trúnni og svo þeim stólræðum sem þeir halda. En það er allt öðru vísi um skáld, þau hafa enga biblíu og engan guð, heldur hlíta þau sínu eigin lögmáli eða lög- máli hvers verks. Fylgdist þú með sr. Rögnvaldi í lífí hans og starfí? Ég hafði engan áhuga á að fylgjast með sr. Rögnvaldi í hans prestsstörfum og fór ekki að skoða neina „sögustaði". Ég vildi láta verkið verða sjálfstætt og ekki tengt neinum ákveðnum jól- um: ég vildi láta það verða sígilt verk um barn sem fæðist og verð- ur að manni. Það er gerólíkt þess- um svokölluðu „íslensku ævi- sögum“, og ég vona að það lifi lengur en sr. Rögnvaldur og ég. Ég hlustaði ekki einu sinni á stól- ræður hans: í þeim kemur fram menntunin, það sem er soðið upp úr biblíunni. En þótt prestur sjóði stólræður upp úr biblíunni, sýður hann ekki sitt eigið líf upp úr henni, og ég skrifa um það líf, þótt hitt lífið hafi líka haft sín áhrif. Nú urðu nokkur eftirmál eftir ævisögu sr. Árna. Ert þú ekkert smeykur um að eitthvað slíkt kunni að henda nú? Raunveruleg persóna getui; ekki búið í nafnlausum heimi, ótt skáldsagnapersóna geti það. þessu verki fer allt annað fólk í gegnum sr. Rögnvald. En ég er ekkert hræddur um eftirmál. Þegar maður er að vinna verk, hugsar hann einungis um það. Ég held líka að íslendingar hafi breyst og siðast síðan Þórbergur skrifaði sína ævisögu. Hvernig leist þú á hlutverk þitt sem skrásetjara? Reyndir þú að draga eitthvað fram úr felum? Nei, það gerði ég ekki, því þá hefði ég verið að skrifa söguna eftir pöntun. Ég leit þannig á hlutverkið, að ég ætti að vinna eins vel úr efniviðnum og ég gæti. Ég væri sem sé skrásetjari þess sem sr. Rögnvaldur vildi segja, sá sem reyndi að gefa því mannlega dýpt. Sr. Rögnvaldur var hins vegar ekki söguefni fyrir mig, eins og ég væri að skrifa skáld- IMUMER 0N Gunnar Ásgeirsson hf. ,. F" SUÐURLANDSBRAUT16

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.