Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Ferðaskrifstofumálið Eimskip stakk undan Þróunarfélaginu Starfsmenn Ferðaskrifstofu ís- lands voru búnir að ræða við okkur í Þróunarféiaginu um langan tíma um að við styddum við bakið á þeim eða kæmum inn í myndina sem hugsanlegir með- kaupendur að hlutabréfunum. En daginn áður en að kaupin fóru fram, barst inn á stjórnarfund hjá okkur, þar sem málið var til ákvörðunar, bréf frá starfsmönn- um sem afþakkaði frekari sam- vinnu við okkur, sagði Gunn- laugur Sigmundsson, fram- kvæmdarstjóri Þróunarfélags ís- lands þegar Nýja Helgarblaðið hafði samband við hann í gær, en þá hafði blaðið frétt af hlutdeild Þróunarfélagsins í málinu. Svo sem greint var frá í Þjóð- viljanum í gær, er sala ríkisins á hlutabréfum Ferðaskrifstofu ís- lands til fyrrum starfsmanna Ferðaskrifstofu ríkisins, nú til rannsóknar í samgönguráðu- neytinu. Ástæða þess er sú að í útlistunum samgöngunefndar Al- þingis á lögum þeim sem veittu fyrrnefndum stafsmönnum for- gangsrétt að kaupunum, kemur skýrt fram að ætlast er til að starfsmenn eigi meirihluta hlut- abréfanna. Þeir standa nú í samn- ingum við Eimskipafélag íslands um sölu á einum þriðja hlutabréf- anna í ferðaskrifstofunni, en spurningin er hvort það stríði ekki gegn anda þeirra laga sem sett voru um málið. Viðræður við Þróunarfélagið Nú hefur hins vegar komið í ljós að starfsmenn Ferðaskrif- stofu ríkisins stóðu í langan tíma í viðræðum við Þróunarfélag ís- lands um hvernig best væri staðið að kaupunum og að íhugaður var sá möguleika að Þróunarfélagið settist við samningaborðið með starfsmönnum til viðræðna við ríkið og að Þróunarfélagið ætlaði hugsanlega að gerast eignaraðili að Ferðaskrifstofu íslands. Starfsmenn slitu hins vegar öllum samskiptum við Þróunarfélagið daginn áður en að kaupunum varð og höfðu þá þegar gert munnlegt samkomulag við Eim- skipafélagið að það kæmi í stað Þróunarfélagsins sem hugsan- legur eignaraðili. Mun það hafa komið Þróunarfélagsmönnum mjög á óvart, en þeir höfðu átt í viðræðum við starfsmenn Ferða- skrifstofu ríkisins í hartnær ár. í viðtali við Tryggva Guðmunds- son, starfsmann Ferðaskrifstofu íslands kom fram það álit að „Þróunarfélagið hefði fallið á tíma“. Rætt hefði verið við Eim- skipafélagið skömmu áður, en' lokafrestur til að taka tilboðinu hefði verð 31. ágúst. Það er þann dag sem Þróunarfélagið hélt sinn stjórnarfund til að taka ákvörðun í málinu. Samkomulag á svig við lög? Það er ljóst samkvæmt bréfa- skiptum starfsmanna Ferðaskrif- stofu íslands við samgönguráðu- neytið að ráðuneytið taldi að Þró- unarfélagið gæti ekki orðið beinn aðili að kaupunum, þar sem starfsmenn voru einu forgangs- aðilar í því máli. Á hinn bóginn gat Þróunarfélagið komið inn með ákveðna fyrirgreiðslu og lánað starfsmönnum nauðsynleg veð, þó svo ríkið hafi í raun lánað starfsmönnum fyrir hlutabréfun- um. Eins var ráðgert að starfs- menn lékju sarria leikinn og nú hefur verið gert með Eimskip Hvaða hagsmunir réðuferð? sem spilafélaga, þ.e. að Þróun- arfélaginu yrði tryggður kaupréttur að hlutabréfunum eftir að starfsmenn hefðu að nafninu til eignast þau. Þetta gat gerst á tvo vegu a.m.k., að starfs- menn seldu þróunarfélaginu bréfin beint og félagið tæki yfir ábyrgðir eða að Þróunarfélagið veitti Ferðaskrifstofunni ábyrgð- ir og tæki hlutabréf sem veð á móti. Trúnaóarbrestur? Sem fyrr segir er talið að menn í samgönguráðuneytinu efist um hvort slíkt standist fyrirætlanir Alþingis og hafi þessar ætlanir verið ljósar samgönguráðneytinu á þeim tíma sem gengið var frá kaupunum, vaknar spurningin um hvort um hafi verið að ræða trúnaðarbrest milli ráðuneytisins og Alþingis. Hvaða hagsmunir réðu? Spurningin sem vaknar er sú, af hverju starfsmenn sneru sér frá Þróunarfélaginu og til Eimskip- afélagsins. Heimildir Nýja Helg- arblaðins herma að Kjartan Lár- usson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins og núverandi forstjóri Ferðaskrifstofu íslands hafi verið því mjög mótfallinn að Flugleiðir kæmu á einhvern hátt inn í þessi kaup. Eimskipafélagið á hins vegar 33% í Flugleiðum og er m.a. meðeigandi með Flug- leiðum í Ferðaskrifstofunni Úr- vali. Hagsmunir þessrara aðila eru augljósir, því Ferðaskrifstofa fslands er enn með einu hótel- keðjuna hér á landi á sínum snær- um, Eddu hótelin, auk þess sem hagkvæmt kynni að teljast að sameina Úrval og Ferðaskrif- stofu íslands. Óhjákvæmilega hlýtur spurningin að vakna hvort starfsmenn Ferðaskrifstofu ís- lands hafi dregið Þróunarfélagið á asnaeyrunum allan þennan tíma, hvort Kjartan Lárusson hafi lent í minnihluta innan hóps starfsmanna eða þá hvort einhver hafi hugsanlega getað beitt þá þrýstingi til að skipta um skoðun. Hafa menn jafnvel velt því fyrir sér hvort sá þrýstingur hafi getað komið frá einhverjum fyrri yfir- mönnum í samgönguráðu- neytinu. phh Bílauppboð Greiðsla við hamars- högg 71 bíll boðinn upp í gær vegna skulda eigenda þeirra við hið opinbera „40 þúsund, 50 þúsund, 60 þús- und, 65 þúsund, 70 þúsund. Býð- ur einhver betur? Fyrsta, annað og þriðja. Bfllinn er seldur á 70 þúsund og er kaupandinn vin- samlega beðinn að koma hingað og borga“. Þannig fórust Jónasi Gústavssyni borgarfógeta orð þegar hann stjórnaði bílauppboði að Smiðshöfða 1 í gær. Vel á annað hundrað manns var mætt á uppstaðinn í ljósskipt- unum í gær þar sem boðnir voru upp 71 bíll vegna vangoldinna skatta og annarra opinberra gjalda eigenda þeirra. Athygli vakti að í fæstum tilfella fylgdu bíllyklarnir með í kaupunum og því undir hælinn lagt hvort hinn Öryrkjabandalagið Góðum ár- angri fagnað Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands um sl. helgi sendi sérstak- ar árnaðaróskir og kveðjur til fatlaðra íþróttamanna í Seoul. Árangur þeirra er glæsilegur og öllum sem að þeim málum standa til mikils sóma, segir í ályktun fundarins. Jafnframt lýsti fundurinn yfir vonbrigðum með fremur litla um- fjöllun fjölmiðla, sérstaklega af hálfu ríkissjónvarpsins. „Benda má á að góður árangur fatlaðra íþróttamanna á alþjóða- vettvangi er mjög góð landkynn- ing, auk þess sem flestallir lands- menn vilja mjög gjarnan fylgjast með viðburðum þar sem landinn er að fullu samkeppnisfær meðal annarra þjóða,“ segir í samþykkt Öryrkjabandalagsins. Á uppboðum hins opinbera geta menn gert góð kaup en hitt er einnig til að menn kaupi köttinn í sekknum. í þeirri kreppu sem nú skekur íslenskt samfélag má búast við, að margur maðurinn sjái eftir bílnum eða öðrum eignum á opinberu uppboði. Mynd: Jim Smart. nýi eigandi gæti keyrt hann í burt ef svo skyldi fara að viðkomandi bíll væri í keyrsluhæfu ástandi. Horft á með leikmannsaugum sýndust nefnilega margir bílanna vera í heldur bágbornu ástandi en inná milli mátti þó sjá álitlega gripi sem margir girntust og buðu þá grimmt í. En þar sem stað- greiða þurfti kaupin, ýmist með peningum eða ávísun fór það eftir fjárráðum bjóðenda á staðnum hvort viðkomandi bíll yrði sleginn honum eður ei. -grh Föstudagur 28. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 11 AUGLÝSING UMINNLAUSNAFIVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RIKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.88-01.05.89 kr. 339,34 1984-3. fl. 12.11.88-12.05.89 kr. 329,54 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.