Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF \ INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR Ao læra að vera góður elskhugi... Mér til mikillar ánægju eru er- lendar rokkstjörnur farnar að kyrja um „safer sex“ eða hættu- laust kynlíf. Til dæmis syngja The I Escape Club „Give me, give me safe sex“ í laginu „Wild, wild west“. Ekki veitir af, því hættu- laust eða öruggara kynlíf eins og ég kýs að kalla það, er kynlíf framtíðarinnar ef svo má komast að orði. Mikilvægasta hugtakið í hættu- lausu eða öruggara kynlífi er að blanda ekki saman líkamsvökv- um. Aðalsmitlerðir alnæmisvír- usins eru með sæði og blóði. Það sem setur fólk í hættu að fá í sig vírusinn fer eftir hegðuninni við kynmök, ekki kynhneigð við- komandi einstaklinga. Astæðan fyrir því að alnæmi smitaðist fljótt á meðal homma í upphafi var einfaldlega sú að slímhúðin í endaþarminum er mjög viðkvæm fyrir hnjaski. Ástæðan fyrir því að alnæmisvírusinn breiddist líka fljótt út á meðal eiturlyfjaneyt- enda er sú staðreynd að þeir deila oft með sér notuðum nálum þeg- ar þeir sprauta sig. Þegar nálinni er stungið í æð á vírusinn greiðan aðgang inní blóðrásina og þarm- eð líkama viðkomandi. Prinsipp- ið í öruggu kynlífi er þá það að hafa ekki óvarðar (án smokks) endaþarmssamfarir, óvarðar leggangasamfarir, ekki gleypa sæði og ekki hafa samfarir í munn. I stuttu máli erum við að hverfa frá því sem ég kýs að kalla „fullnægingarmiðað kynlíf". Þess í stað þurfum við að læra að njóta alls þess sem samlíf hefur uppá að bjóða áður en kemur að samför- um og samfarafullnægingu. í staðinn erum við að læra með hættulausum kynmökum að efla það sem ég vil kalla „ánægjukynj líf“ þar sem áherslan er ekki bara á samfarir og samfarafullnægingu heldur alla upplifunina í sam- bandi við það sem innileg, náin kynni geta gefið manni. Ánægjukynlíf Ánægjukynlíf er það þegar þú ferð með elskhuga þínum uppí sumarbústað eina helgi, þið elsk- ist heitt og innilega alla helgina og uppgötvið á sunnudagskvöld- ið að þið hafið ekki enn haft sam- farir! Einnig er öruggara kynlíf að kenna okkur að verða betri elskhugar. Þegar ég spyr fólk á námskeiðunum sem ég hef haldið um öruggara kynlíf hvað því líki við í öruggu kynlífi, kemur margt forvitnilegt í ljós. í öruggu kynlífi ræðir fólk frekar saman um hvað það vill og vill ekki gera og opnar þannig möguleika á frekari tjá- skiptum. Ein helsta orsök kynlífsvanda- mála er skortur á tjáskiptum þannig að ef fólk viðhefur örugg- ara kynlíf verða allar kynlífsþarf- ir augljósari. Fyrir vikið verður kynlífið mikið nánara og inni- legra. í öðru lagi er ábyrgðin í samlífinu orðin jafnari á báða að- ila. Kvenkynið hefur yfirleitt axl- að meiri ábyrgð í sambandi við getnaðarvarnir og þekkir vel til- finningar í því sambandi. Þegar samlíf er orðið augljós spurning um líf og dauða, ekki aðeins fyrir kvenkynið heldur karlkynið líka, eru þeir etv. farnir að sýna meiri tilburði um ábyrgð fyrst þetta er orðin spurning um eigið skinn. f þriðja lagi þá telja sumir sem hafa kynnt sér öruggara kynlíf að þar séu tilfinningar frekar sýndar. Það fylgir náttúrlega ef tjáskiptin eru orðin opnari. Vegna tvíræðni enska textans í myndinni treystum við okkur ekki til þess að þýða hann, en „safe“ þýðir bæði peningaskápur og öruggt. Kynlífs- rannsóknir Einn karlmaður sem var á námskeiðinu hjá mér í september orðaði það þannig að hann væri ekki „eins tættur" og átti þá við viðbrögð sín í sambandi við skyndikynni. Nú fer fólk sem er meðvitað um öruggara kynlíf ekki á ball til að „veiða einhvern" heldur til að kynnast. Síðastliðnar vikur hef ég verið að heimsækja fjölbrautar- og menntaskóla og tala við krakk- ana um öruggara kynlíf. Þörfin er greinileg en það er spurning hvernig fræðslan nýtist. Ég er sammála Sölvínu Konráðs sem skrifaði nýlega grein þar sem hún fjallaði m.a. um nauðsyn þess að rannsaka kynlífshegðun hér á landi. Það er þreytandi að vera að vitna stöðugt í erlendar rann- sóknir og reyna eftir fremsta rnegni að styðjast við niðurstöður um þær þegar íslenskt þjóðfélag er annars vegar. Ég styð heilshugar alla viðleitni frá hinu opinbera til að fræða almenning um alnæmi og varnir í því sam- bandi. En maðurinn er kynvera og það má ekki gleyma að benda líka á möguleikana sem við höf- um til að njóta náinna kynna. Sannleikurinn er sá að hægt er að lifa öllu því kynlífi sem maður vill, bara ef maður tekur ábyrgð á því. Öruggara kynlíf bendir okk- ur á möguleikana til að efla kyn- ferðisleg samskipti fólks og er stórkostlegt tækifæri til að opna umræðu um kynlíf og þörf á kyn- fræðslu. Að læra listina að elska er ekkert smá mál. Að afloknu heimsbikarmóti „Nú þarf maður að fara að skrifa um loðnuverðið," sagði ónefndur starfsmaður Stöðvar 2 að loknu heimsbikarmótinu í skák. Loðnan og aðrir fiskar sjáv- ar stóðu undir þessum menn- ingarviðburði og öðrum sem allir taka enda einhverntímann. Þar kom að því, að heimsmeistarinn Garrý Kasparov stigi fæti sínum hér á land. Hann ætlaði að slá stigamet Fischers hér, en raunin varð sú, að aðeins einu sinni tókst honum að ná efsta sæti einn, og það var á hárréttum tíma - að lokinni síðustu umferð! Kaspar- ov olli mönnum nokkrum von- brigðum í upphafi, en hann hafði skýringar á þessu öllu saman, og er líða tók á mótið lifnaði hann allur við, tefldi af mikilli grimmd og gaf út frægar yfirlýsingar. Það var jafnvel erfitt að stoppa hann af. Ur teboði sovéska sendiráðs- ins, og áfram í Súlnasalnum að Hótel Sögu, lét hann móðan mása svo að málglöðum mönnum féll allur ketill í eld. Þegar ungir sveinar þustu uppá sviðið í lok síðustu útsendingar Stöðvar 2 til að hylla meistarann og ná undir- skrift hans, var ljóst að mótið hafði lukkast og kannski betur en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Hingað til hefur Skáksamband íslands að mestu séð um skák- mótahald, þar með talin einvígi, en nú brá svo við að fyrirtæki úr einkageiranum tók að sér þetta hlutverk um stund og leysti það vel af hendi. Það fór því ekki hjá því, að skákáhugamenn yrðu var- ir við ýmsar nýjungar á þessu skákmóti, og einmitt þar held ég að þeir Stöðvarmenn hafi unnið stærsta afrekið. Þó obbinn af því fólki sem vann við skipulagningu mótsins hafi ekki komið nálægt skákmótahaldi fyrr, fann það nýjar og ferskar íausnir. Svæðið allt var teiknað sérstaklega og þar var stranglega fylgt skilyrðum sem stórmeistarasambandið setti. Þetta steypumengaða svæði sem var í sumar, breyttist fljótt í vingjarnlegt umhverfi sem féll vel að hinu mikla tækniverki. Það vakti athygli mína að mörg bestu verkin voru unnin af konum, bæði á tæknilega sviðinu og þvf sem laut að almennu umhverfi, aðstöðu fyrir áhorfendur, blaða- menn, veitingar o.s.frv. Glæsileg skáksýningarborö Heimsbikarmótið var lengi í undirbúningi. Það var seinni part síðasta árs sem Páll Magnússon, sem óumdeilanlega er frum- kvöðull mótsins, lagði dæmið upp fyrir fjármáladeildina. Mótið var góð fjárfesting fyrir íslenskt skáklíf, og sýningarborðin sem Stöðin keypti eru það einnig. Með tilkomu þeirra hefur að- staða fyrir áhorfendur stórbatn- að. Óhætt er að fullyrða að ekkert skákmót hér á Iandi hafi vakið eins mikla athygli, enda hlaut það rækilega umfjöllun í blöðum og sjónvarpi. Margsinnis voru áhorfendur yfir þúsund talsins og þá reyndist Borgarleikhúsið of lítið. Góður árangur Jóhanns Hjartarsonar, eftir því sem á leið, jók áhugann, svo og glæsileg framganga heimsmeistarans f lokaumferðunum og í sjónvarps- útsendingum sem voru kapítuli út af fyrir sig. Mörgum fannst Kasp- arov sérkennilegur náungi. Hann er aðdáunarverður fyrir dugnað og kraft og svo örgeðja að Ieitun er að slíkum mönnum. Þegar hann náði að slappa af kom í ljós að þetta er hinn viðfelldnasti náungi, en hann tekur hlutverk sitt alvarlega og á margt ógert. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það mikið happ fyrir skákheiminn að maður eins og Kasparov skuli vera kominn fram á sjónarsviðið. Líkt og Fischer getur hann hrifið fjöldann með sér. Enn heillar „töframaöurinn frá Riga“ Framan af mótinu var það Mikhael Tal sem átti hug og hjörtu áhorfenda með glæsilegri taflmennsku og einkar vingjarn- legri og skemmtilegri framgöngu. Þó er nú ljóst að Tal má muna sinn fífil fegri. Hann er heilsutæp- ur og var lagður á spítala fyrir síðustu umferð. Alvarleg veikindi hafa verið hlutskipti þessa eins mesta skáksnillings sögunnar, og af þeim sökum auðnaðist honum aðeins að vera heimsmeistari í eitt ár. Tal hlaut fegurðarverðlaun fyrir skák sína við Jonathan Speelman, og er þetta annað árið í röð sem Tal hlýtur þau verðlaun á skákmóti hérlendis. Sigurskák hans við Jó- hann Hjartarson á IBM-mótinu f fyrra fór víða og var einróma kjörin besta skák sem tefld var á fyrrihluta síðasta árs. Garrý Kasparov hlaut svo verðlaun fyrir best tefldu skák mótsins, gegn Jan Timman. Margar stórkost- legar skákir sáu dagsins ljós og aðrar auðvitað lakari. Það var vitað að skákmenn á borð við Andersson og Ribli myndu litla hrifningu hljóta, enda skákir þeirra oft á tíðum frámunalega leiðinlegar fyrir áhorfendur. í þessu móti var nýja fyrirkomu- lagið í notkun, en það hentar greinilega betur yngri mönnum. Það gerir miklu meiri kröfur til manna en áður, enda fór svo að þrír keppendur af gamla skól- anum röðuðu sér í neðstu sætin, þeir Kortsnoj, Spasskí og Port- isch. Margeir Pétursson varð neðstur, en bilið milli hans og þessara þriggja var óvrulegt. Margeir vann þrjár skákir, sem er meira en fjölmargir keppendur mótsins gerðu. Hann getur nokk- uð vel við unað, þó neðsta sætið sé nú aldrei eftirsóknarvert. Heimsbikarmótið er ein rósin í hnappagat skákmenningar okk- ar. Það fór vel fram og hnökra- laust, að undanskildum nokkrum rafmagnsbilunum sem urðu í upphafi, enda var „Skúli raf- virki" að störfum og tók batterrí- ið úr sambandi. Sýningarborðin fóru að virka fullkomlega er slak- ir belgískir tæknimenn höfðu ver- ið sendir af landi brott, og síðasta tæknibilunin varð svo er næstum allt landið varð rafmagnslaust. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 28. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.