Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 21
TTFT C AR MFNNÍNriTN Manuel Puig er fæddur áriö 1932 í smábæ í Buenos Aires hér- aðinu, og var við nám í heimspeki og húsagerðarlist í heimaborg sinni þegar hann fékk styrk til náms á Ítalíu. Þar lærði hann kvikmyndaleikstjórn við Cinec- itta kvikmyndaháskólann í Róm, og starfaði sem aðstoðarmaður þekktra evrópskra og argentín- skra kvikmyndaleikstjóra til árs- ins 1962. Um það leyti fór hann að skrifa, því honum fannst „kvikmyndin ekki geta túlkað það sem hægt væri að segja í skáldsögu“. Puig gerðist land- flótta frá Argentínu og settist að f New York. Hann hefur gefið út fjölda skáldsagna og nokkur leikrit, þar á meðal Koss kóngulóarkonunnar, sem hann skrifaði upphaflega sem skáld- sögu. Eftir leikgerð verksins var síðan gerð samnefnd kvikmynd, en hún hefur farið sigurför um heiminn, sem kunnugt er. Manuel Puig, sem er talinn í fremstu röð suður-amerískra, skálda fékk Curzio-Maraparte bókmenntaverðlaunin árið 1986. Hann býr nú í Rio de Janeiro. Koss kóngulóarkonunnar ger- ist í fangaklefa í Villa Devoto fangelsinu í Buenos Aires. Þar eru saman í klefa Luis Alberto Molina, sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afvega- leiða unglinga, og Valentín Arr- egui Paz sem er pólitískur fangi. Valentín hefur setið í gæsluvarð- haldi í þrjú ár, orðið að þola pynt- ingar og á þær stöðugt yfir höfði sér. Leikritið fjallar um samskipti þessara gjörólíku manna sem í byrjun eiga ekkert sameiginlegt nema kaldan og rakan fangaklef- ann og kúgunarvaldið sem hefur læst þá þar inni. Leikendur í Kossi kóngulóar- konunnar eru þeir Guðmundur Ólafsson (Valentín), Árni Pétur Guðjónsson (Molina) og Rúnar Lund (fangavörður). Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir, Gerla gerði ieikmynd og búninga, tón- listin er eftir Lárus H. Grímsson og Árni Baldvinsson hannaði lýs- ingu. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi Kossinn á íslensku. Tveirólíkir heimar mætást Sigrún Valbergsdóttir kveðst hafa séð þá Árna Pétur og Guð- mund fyrir sér í hlutverkum þeirra Molina og Valentíns og vera mjög ánægð með að hafa fengið tækifæri til að setja leikrit- ið upp með sínum óskaleikurum. Pau eru sammála um að Koss Kóngulóarkonunnar sé „fyrst og fremst leikrit um vináttu“. - Puig teflir þarna saman eins miklum andstæðum og vera má, bæði hvað varðar stétt, stjórnmálaskoðanir og kynferð- ismál, þannig að árekstrar hljóta að verða á öllum sviðum. - Molina er dæmdur fyrir kyn- ferðishneigðir sínar og hefur þeg- ar setið inni í ár, á meðan Valent- ín er pólitískur fangi sem lifir í stöðugri óvissu um örlög sín. Hann erekki hryðjuverkamaður, heldur hefur hann verið handtek- inn vegna stjórnmálaskoðana sinna og fyrir að hafa tekið virkan Leikstjórinn og fangarnir tveir: Guðmundur, Árni Pétur og Sigrún. Myndir - Jim Smart Andófs maóurinn og dúllan Sigrún, Árni Pétur og Guðmundur: Valentín er síðasti maðurinn sem ' Molina vildi lenda með á eyðieyju þátt í baráttunni gegn stjórnvöldum með því að hvetja fólk til andstöðu. - En þeir eru ekki einasta í fangelsi af gjörólíkum ástæðum, heldur koma þeir sinn úr hvoru umhverfinu. Molina er glugga- skreytingamaður og greinilega af lægri millistétt, á meðan Valentín er menntaður og tilheyrir efri millistétt. I»að eru þannig, í bók- staflegum skilningi, tveir ólíkir heimar sem mætast þarna í fanga- klefanum, og bæði Molina og Valentín eru greinilegir fulltrúar síns heims. - Molina gengst inn á þá kúgun sem fyrir hendi er. Hann upplifir sjálfan sig sem konu og reynir því að leika það eina kvenhlutverk sem hann þekkir til, hina kúguðu eiginkonu. Það hvarflar ekki að honum að kvenhlutverkið megi leika á einhvern annan hátt. Val- entín er hinsvegar upplýstur, hann hefur hugsjón og reiðubú- inn til að fórna öllu, ef það mætti verða til að breyta ríkjandi ást- andi. í byrjun birtast þeir manni því sem næst sem klisjur, tvær manngerðir sem bjóða upp á sleggjudóma; annar er ýktur hommi og hinn einstrengings- legur pólitíkus. Það er óhætt að segja að við vinnuna höfum við sigrast á ýmsum fordómum sem komu upp í okkur. Innlegg í friöar- baráttuna Er Molina ekki einum of ýktur? - Nei, hann er einmitt dæmi- gerður fyrir undirokaða hópa í kúgunarsamfélögum, þá hafa menn einmitt tilhneigingu til að ofleika hlutverkið, það er þeirra eina leið til að halda fram sínum skoðunum. í byrjun túlkuðum við hann mjög dempað og var- færnislega, en það gekk ekki upp. Molina tekur upp ríkjandi við- horf um stöðu konunnar sem dúllu. Hann er engin rauðsokka heldur sntáborgarafrú, og geysi- lega ómeðvitaður um allt. HvaS með Valentín, finnst ykk- ur hann ekki eiga að vera karl- hetjulegri? - Hann er dæmigerður menntamaður, sem trúir fyrst og fremst á hugmyndirnar, og slíkir menn eru yfirleitt ekki neinar hetjur í útliti eða framkomu. Hann er enginn Rambó, heldur trúir hann á sigur hugsjónarinn- ar. En hann er líka maður sem sér bara eina afmarkaða braut og heldur að það sé hægt að ganga eftir henni. - Það er greinilegt að Valentín er síðasti maðurinn sem Molina vildi lenda með á eyðieyju, hann er svo ólíkur draumsýn hans um manninn sem hann vildi að elsk- aði sig. Það sem gerist svo í leikritinu er að þeir læra að virða hvor annan; Molina verður ástfanginn af manni sem vill deyja fyrir hugsjón, og Valentín lærir að ekki er hægt að útiloka tilfinningar í mannlegu samfé- lagi. En er það ekki það sem yfir- leitt gerist? Fólk er með ein- hverja draumsýn um hvernig sá eða sú heittelskaða eigi að líta út en verður svo ástfangið af hjarta- lagi. Færist þannig frá klisjunni. - í leikritinu leiðir Puig okkur fyrir sjónir að enginn er nákvæm- lega eins og maður heldur að hann sé. Hann gefur öllum mögu- ieika, og það er einmitt það sem gerir leikritið svo gott, og gerir það pólitískt. Hann minnir mann stöðugt á að það er einhver óræður þáttur f sérhverri mann- eskju. Það er alveg sama hvað fóik er ólíkt, allir eiga möguleika á að mætast einhvers staðar og sem slíkt er leikri®ö aiveg jafn sterkt innlegg í friðarbaráttuna, og það er mikils virði í andófi gegn kúgun. -LG Alþýðuleikhúsið hefur hafið sýningar á Kossi kóngulóar- konunnar eftir argentíska rit- höfundinn Manuel Puig. Eins og fyrri daginn er Alþýðu- leikhúsfólk á flakki með sýn- ingar sínar og hefur að þessu sinni fengið inni í kjallara Hlaðvarpans, „sem sennilega er ákjósanlegt umhverfi um þessa sýningu," eins og þau segja, þótt þau geti þess líka að þau geti vel hugsað sér betri aðstöðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.