Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn Okkur hefur orðiö nokkuð tíðrætt um það á liðnum vik- um, að hinar lifandi myndir verða í raun ekki að kvik- mynd, fyrr en í hugarheimi áhorfandans. „Andann grun- ar ennþá fleira en augað sér,“ segir í vísunni, og á það ekki síst við um eiginlegt eðli hinna lifandi mynda. Hlutverk kvikmyndagerðar- mannsins er sem sagt að fóðra áhorfendur á þeim lágmarks upp- lýsingum sem nauðsynlegar eru, til að koma ímyndunarafli þeirra á skrið. Við getum einnig fullyrt, að því meira svigrúm sem við gef- um áhorfendum okkar í þessu til- Iiti, þeim mun ánægðari verða þeir með kvikmyndir okkar og myndbönd. í þessu samhengi er einnig vert að gaumgæfa, að við getum aldrei sett jafnaðarmerki á milli kvik- myndar og raunveruleika. Hversu „hlutlaus" sem við teljum okkur vera, í umfjöllun okkar um nánar tiltekið viðfangsefni, þá setur kvikmyndin sjálf, myndmál hennar, hefðir þess og venjur okkur alltaf vissar skorður: Við komumst ekki hjá því að velja myndhorn, myndskurð og á hvern hátt raða skal hinum ýmsu myndskeiðum kvikmyndarinnar saman. í þessu vali okkar liggur síðan óhjákvæmilega (meðvitað eða ómeðvitað) persónulegt mat okkar og afstaða til viðfangsefn- isins. í raun réttri getum við inn í hið óendanlega logið að áhorfendum okkar. Fengið þá til að trúa nán- ast hverju sem er. Þó að því til- skildu, að við virðum þær hefðir og venjur, sem skapast hafa um myndmál hinna lifandi mynda. ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN 14. hluti Andann grunar fleira en augað sér a. b. Bflar sem streyma fram og aft- ur um myndflötinn. Gangandi vegfarendur sem notast við gangbrautina. í umfjöllun okkar um eðli þessa fyrirbæris úr daglega lífinu, getum við síðan samhliða-klippt milli atburðarásanna tveggja. Samhliða-klipping myndefnis fel- ur í sér, að í kvikmyndum getum við gert grein fyrir tveimur eða fleiri atburðarásum í einu. Ein- faldlega með því að klippa til skiptis á milli þeirra. Getum við þannig lagt áherslu á innbyrðis orsakasamband þeirra, samtímis því að við ákvörðum með klippi-taktinum, hversu hröð stígandi atburðarásarinnar skal vera. Þegar við samhliða-klippum á milli atburðarásanna tveggja hér að framan, þá ákvörðum við sem sagt um leið þann „takt“, sem við viljum að sé einkennandi fyrir umferðarmenningu borgarbúa. Við getum t.d. klippt milli stuttra myndskeiða (helst nær- mynda af t.d. púströrum, fóta- búnaði vegfarenda og götuvitan- um, sem skiptir úr gulu ljósi yfir í rautt) og skapað þannig hraðan takt í klippingunni, sem síðan gefur áhorfendum til kynna, að hér sé um býsna erilsöm gatna- mót að ræða. Lítum á einfalt mynddæmi máli okkar til stuðnings: Hér til hliðar sjáum við nokkur myndskeið úr stuttri kvikmynd, sem við getum klallað „Gang- braut“. Eins og nafngiftin gefur til kynna, fjallar hún um „daglegt líf“ gangbrautar, sem staðsett er á nokkuð erilsömum staðí í miðh- luta Reykjavíkurborgar. Mynd þessi getur aukinheldur skoðast sem ágætis dæmi um, hvemig við getum notast við myndbönd, til eigin persónu- legrar túlkunar og skilgreiningar á fyrirbærum í nánasta umhverfi okicar. Fyrirbærum, sem við fyrstu sýn virðast harla lítilsigld og hversdagsleg, en sem við nán- ari athugun búa yfir eiginleikum, sem henta byrjandanum í greininni ágætlega sem hráefni við æfingar hans í meðförum myndmálsins. Við getum fullyrt, að lífið við gangbraut þessa einkennist af tveimur samhliða atburðarásum. Eða öllu heldur, að þar eigi sér stað tvenns konar flæði myndefn- Ef við hefðum hins vegar ætlað að sýna áhorfendum framá, hversu rólegt og kyrrlátt mann- lífið væri við þessi gatnamót, þá gerðum við best í því að breyta klippi-taktinum. í því tilviki velj- um við s.s. að klippa saman löng myndskeið og heilmyndir af kyrr- stæðum bflum og brosandi veg- farendum, sem bíða rólegir eftir að ljósin skipti um síðir úr rauðu yfir í grænt. Myndmálshefðin gefur okkur ekki einvörðungu möguleika á að leggja okkar eigin persónulegu túlkun á það veruleikasvið, sem við erum að fást við hverju sinni í kvikmyndum okkar. Hún gefur okkur sömuleiðis möguleika á að hreinlega „ljúga“ að áhorfendum okkar, og það á býsna sannfærandi hátt. Hinar lifandi myndir eiga um margt svo sammerkt raunveru- leikanum, að við áhorfendur eigum oft á tíðum erfitt með að átta okkur á, hvaða hluta mynd- efnisins okkur ber að túlka sem heilagan sannleika og hverja ekki. Segjum sem svo, að við viljum breyta kvikmynd okkar um gang- brautina í áróðurshrollvekju. Hrollvekju, sem ætlað er það hlutverk, að koma yngstu dóttur- inni í fjölskyldunni endanlega í skilning um mikilvægi þess fyrir hana sjálfa, að hún virði umferð- arreglur þær, sem við daglangt rembumst sem rjúpan við að þröngva uppá hana. Hún er að öðru jöfnu býsna óvarkár í um- ferðinni. Jöfn stígandi í klippitakti er eitt af megineinkennum kvikmynda, sem byggja allt sitt á spennu og hraða atburðarásarinnar. Þetta nýtum við okkur við gerð gang- brautar-hrollvekjunnar fyrir yngstu dótturina á heimilinu. Að sjálfsögðu leikur hún sömuleiðis sjálf aðalhlutverkið í myndinni: Við hefjum kvikmyndina með rólegum klippi-takti (löng mynd- skeið og heilmyndir, líkt og í síðara gangbrautardæminu hér að framan) og aukum hann síðan smám saman, með töku stuttra myndskeiða og nærmynda. Við vitum einnig, að andann grunar ennþá fleira en augað sér, og að þessi gömlu sannindi eru einn af i homsteinum myndmáls kvik- j myndagerðarlistarinnar. Því tökum við heilmynd af 1 dótturinni, þar sem hún valhopp- ar yfir gangbrautina (að sjálf- sögðu á grænu ljósi í raunveru- leikanum). Við látum hana nema staðar á miðri gangbrautinni, snúa sér að upptökuvélinni og bera hendur fyrir höfuð sér. Um leið zoom-um við snöggt inn í nærmynd af henni. (Sjá mynd- dæmi 2.) Eftir að við höfum sent dótturina heim, tökum við nær- mynd af götuvitanum, sem skiptir úr gulu yfir í rautt, og enn eitt myndskeið af bifreið, sem ekur í áttina að upptökuvélinni. í síðastnefnda myndskeiðinu zoom-um við sömuleiðis snöggt inn í nærmynd af bflnum. (Sjá mynddæmi 2.) Eftir að heim er komið, nýtum við okkur þekkingu okkar á eðli samhliða-klippingar og stígandi í klippitaktinum, til að setja á svið atburð, sem aldrei hefur átt sér stað í raunveruleikanum. At- burð, sem myndmál kvikmynda- gerðarlistarinnar gefur okkur þó möguleika á að lýsa á býsna sannferðugan hátt á skjánum eða , hvíta tjaldinu: Með því að samhliða-klippa þessi tvö myndskeið, líkt og gert er í mynddæmi 2, og skeyta þeim síðan inn í kvikmynd okkar um gangbrautina, höfum við sett á svið umferðarslys, sem í raun hef- ur aldrei átt sér stað. Þó svo að við sjáum aldrei bílinn og dóttur- ina í sama myndskeiði, þá grunar andann fleira en augað sér, og áhorfendur draga því „á sýning- arstundinni“ óhjákvæmilega þá ályktun, að bíllinn hafi ekið á stúlkuna. Eins og dæmin sanna, þá hafa kvikmyndagerðarmenn nánast ótakmarkaða möguleika til að hafa áhrif á skyntúlkun áhor- fenda á því myndefni, er þeir kjósa að leggja fýrir þá á hverjum tíma. Og þ.a.l. jafnvel í vissum tilvikum skoðanamyndun þeirra í einstökum málum. Þeir taka myndir, brot úr raun- veruleikanum, og raða þeim sam- an að eigin geðþótta. Koma þeir síðan þessum kvikmyndum sín- um á framfæri við okkur áhorf- endur, eftir að þeir hafa á þann veg skapað „sína mynd“ af við- komandi atburðarás eða „ástandi mála“. í kvikmyndasögunni eru ótal dæmi þess, hvernig nákvæmlega sömu myndir (t.d. úr seinni heimsstyrjöldinni eða Viet-Nam- stríðinu) hafa verið notaðar, til að skjóta stoðum undir tvær eða fleiri mismunandi „túlkanir“ á raunveruleikanum. Einfaldlega með því að markvisst er ráðskast með hvort tveggja: mynd og hljóð. Fréttatímar sjónvarpsstöðv- anna eru sömuleiðis ótæmandi fjársjóður fyrir þá, sem hafa gam- an af að rannsaka nánar áhrifa- mátt myndmálsins. í raun réttri er ekki til neitt, sem að sönnu mætti kalla „hlutlausan fréttafl- utning“. Þó svo að það sé opinber stefna ráðamanna og ósk okkar allra, að slíku sé framfylgt. Þó ekki væri nema í ríkisreknu fjöl- miðlunum. í þess stað endurspeglar frétta- flutningur sjónvarpsstöðva þau viðhorf, sem ráðandi eru í við- komandi þjóðfélagi á hverjum tíma. Og oftastnær án tillits til viðhorfa þeirra minnihlutahópa, sem e. t. v. eru á öndverðum meiði við ríkjandi hefðir og venj- ur í samfélaginu. Þannig hefur til skamms tíma verið nær útilokað fyrir Gyðinga að koma trúarboðskap sínum á framfæri við fjölmiðla í Sovét- ríkjunum, og sömuleiðis býsna ólíklegt að bandarískir sjón- varpsáhorfendur fái nokkurn tíma að fylgjast með framhalds- þáttum í sápuóperuformi um „ágæti“ hins kommúníska þjóð- skipulags Sovétríkjanna á Stalín- tímanum. ’ Ofangreint sýnir okkur framá hversu miklilvægt er, að við lítum gagnrýnum augum á allt það myndefni, sem nútíma fjjölmiðl- ar hafa uppá að bjóða. Kvik- myndir og sjónvarp eiga aukin- heldur svo sterk sameinkenni með raunveruleikanum, að þar er sérstakrar aðgátar þörf. Að sjálfsögðu skuluð þið einnig lesa það, sem á þessum síðum stendur með gagnrýnu hugarfari. Þessi texti er jú einnig ein tegund fjöi- miðlunar. Honum er jú ætlað að hafa áhrif á ykkur í vissu tilliti. Kannski efist þið um réttmæti þess, sem í honum stendur. Þið viljið e. t. v. gera kvikmyndir á allt annan hátt, en frá er greint á þessum síðum. Ef svo er: Fram- kvæmið hugmyndir ykkar. Myndmálið er jú eins og íslenska tungan, sífelldum breytingum undirorpið. Hér er um að ræða þróun, sem aldrei tekur enda. Hluta af hefð, menningararf- leifð, sem þið eigið að sjálfsögðu ykkar þátt í að skapa. Föstudagur 28. október 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 29 BRIDD „Tala saman í vörninni" hljómar kunnuglega í eyrum handboltaþjóð- arinnar við ysta haf. Það sama gildir í bridgeíþróttinni. Að vísu er bannað að tala í eiginlegum skilningi, en skilaboðum má koma frá sér á annan hátt. Lítum á dæmi: 1097 862 Á109 KG109 43 10754 742 ÁD86 Sagnir höfðu gengið: Norður Austur Suður Vestur 1 spaði pass 1 grand Pass 3 spaðarPass 4 spaðarPass Pass Pass Útspilið er tígulþristur, nían frá blindum og spurning er, hvað gerir þú í Austur? Frá bæjardyrum Austurs er ljóst, að það eina sem ekki má gera, er að félagi spili hjarta, þegar/ef hann kemst inn á tromp. Til að tryggja það, er nauðsynlegt að vanda ígjöfina í tíg- Ólafur russon ulútspilið. Setja sjöuna ef þið kallið hátt, annars tvistinn ef þið kallið lágt. Ef þið kallið ekki í viðkomandi lit í útspili, en notið hliðarköli (Lavin- thal) þá er reglan sú að tveir litir koma til greina aðrir en útspilarinn og, trompliturinn. Hærra spilið bendir þá á þann litinn sem meira gildi hefur og lægra spilið á þann litinn sem lægra gildið hefur. í þessu tilviki hefði sjöan bent á hjartað og tvisturinn í tígli bent á laufið. í spilum sem þessum er al- gengt að félagi „gefi“ spilið með ótím- abæru útspili frá eigin háspilum. Spil- ið allt var svona: 1097 862 Á109 KG109 K8 43 KG93 10754 D853 742 742 ÁDG652 ÁD KG6 53 ÁD86 Tekið úr Partnership Defense (Wo- olsey)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.