Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendur til 4. nóvember. Bókasafn Kópavogs, Þóra Jóns- dóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir til 30. október. Bókasafnið er opið mán- udaga til föstudaga kl. 9-21, og laugardagakl. 11-14. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Ólöf Einarsdóttirog Sigríður Kristinsdóttir opna sýningu á textílverkum á morg- un kl. 14. Sýningin stendur til 13 nóv- ember og verður opin daglega kl. 14- 19. Galleri Borg, Helga Egilsdóttir sýnir olíumálverk. Sýningin stendurtil 1. nóvember og er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, Hafdís Ólafsdóttir opnar sýningu grafíkmynda á morgun. Sýningin stendur til 13. nóvember og verður opin kl. 12-18 þriðjudaga til föstu- daga, og kl. 14-18 um helgar. Gallerf Grjót, Skólavörðustíg 4 A, listamennirnir 9 sem að galleríinu standa sýna ný verk í tilefni fimm ára afmælis Grjótsins. Sýningin stendur til mánaðamóta og er opin virka daga kl. 12-18,og kl. 14-18um helgar. Gallerí List, Skiphoiti 50 b, Jónína Björg Gísladóttir opnar sýningu á handmáluðum silkislæðum á morgun kl. 14. Sýningin stendur til 6. nóvem- ber, galleríið er opið virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Galleri Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Rósa Gísladóttir sýnir höggmyndir unnar í steinsteypu. Sýningin stendur til 6. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Hafnargallerí, sýning á skissum nokkurra fólaga í FAT (Félagi fata- og textilhönnuða) lýkur í dag, 28. októ- ber. Gallerííð er opið á verslunartíma. ' Hótel Selfoss, Elísabet H. Harðar- dóttir sýnir teppi og pappamassa- myndir. Sýningin stendur út mánuð- inn. Kjarvalsstaðlr, Vestursalur, Septem 88, Septem-hópurinn opnarsýningu til minningar um Valtý Pétursson á morgun kl. 15. Austursalur, Guð- mundurÁrmann Sigurjónsson og Kristinn G. Jóhannsson opna mál- verkasýningar á morgun kl. 16. Sýn- ingarnar standa til 13. nóvember, Kjarvalsstaðireru opnirdaglega kl. 14-22. Llstasafn ASÍ, Veiðarfæri í 60 ár, sýning i tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að netagerð varð löggilt iðn- grein og að 50 ár eru liðin frá stofnun Nótar, fólags netagerðarmanna. Sýningunni lýkur á sunnudaginn, 30. október, opið kl. 16-20 í dag og kl. 14-20um helgina. Listasafn Einars Jónssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11- 17. Listasafn íslands, sýning á verkum Kristínar Jónsdóttur verður opnuð á morgun kl. 14 og stendur til 27. nóv- ember. Sýnishorn eldri verka í eigu Nýlistasafnsins verða á efri hæð safnsinstil 13. nóvember. Einnigeru til sýnis íslensk verk í eigu Lista- safnsins. Leiðsögnin Mynd mánaðar- insferframáfimmtudögumkl. 13:30, og er mynd októbermánaðar Sumar- kvöld (Oræfajökull) eftirÁsgrím Jóns- son. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er opinásamatíma. Mokka, Skólavörðustíg, ÁstaGuð- rún Eyvindardóttir sýnir olíumyndir. Sýningin stendurtii 13. nóvember. MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á eftir- prentunum íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trú- arsafnaða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögumkl. 17-18:30. Norræna húsið, Anddyri, sýning á Ijósmyndum sænska málarans Bruno Ehrs. Kjallari, ÓlafurSveinn Gíslason sýnir skúlptúra. Sýningun- um Iýkur6. nóvember. Norræna hús- ið er opið kl. 9-19 virka daga og kl. 12- 19 um helgar, sýningarsalir í kjall- araeruopnirkl. 14-18 daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar Örn opnar sýningu á málverkum og máluðum einþrykkum unnum á þessu ári kl. 14-16 á morgun. Sýning- in stendur til 16. nóvember og verður opin virkadagakl. 10-18, kl. 14-18 um helgar. Nýlistasaf nið, sýning á verkum er- lendra listamanna í tilefni 10 ára af- mælis safnsins stendur til 13. nóvem- ber og er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Safn Ásgrims Jonssonar, Berg- staðastræti 74, sýnina á þjóðsagna- og ævintýramyndum Ásgríms verður opnuð á morgun og stendur til fe- brúarloka 89. Safnið verður opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13:10-16. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur til 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16 alla virka daga. Undir pilsfaldinum, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, málverkasýningu Hall- dórs Dungal lýkur á sunnudaginn, 30. október. Opiðdaglegakl. 14-18. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, aukasýning- ar á laugardagskvöld kl. 20:30 og á sunnudag kl. 16.00. Kjallari Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóarkonunnar, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Eru tígrísdýr í Kongó? Flugleiðahótel- inu í Keflavík á sunnudaginn kl. 12 og 20. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, á sunnudaginn kl. 15. Leikfélag Akureyrar, Skjaldbakan kemst þangað líka, síðustu sýningar í kvöld og annað kvöld 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, i Bæjarbíói á morgun og sunnu- dag kl. 17. Leikfélag Kópavogs, Félagsheimili Kópavogs, Fróði og allir hinir grisling- arnir, frumsýning á morgun kl. 15. Önnursýningsunnudag kl. 15. Leikfélag Mosfellssveitar, Hlé- garði, Dagbókin hans Dadda. Leikfélag Selfoss, gamla Iðnskólan- um, Mávurinn, frumsýning annað kvöld kl. 20:30. Önnur sýning mánu- dagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht og Sköllótta söngkonan eftir lonesco, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Þjóðleikhúsið, Stórasviðið, Marm- ari, laugardagskvöld kl. 20. Ævintýri Hoffmanns, í kvöld og sunnudags- kvöld kl. 20. Gamla bíó, Hvar er hamarinn? sunn- udag kl. 15.____________________ TÓNLIST Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari spila í Eg- ilsstaðakirkju kl. 17 á morgun og í safnaðarheimilinu á Neskaupstað kl. • 17 á sunnudagínn. Á efnisskránni eru verk frá ýmsum tímabilum tónlistar- sögunnar, t.d. eftir Atla Heimi Sveins- son, Hándel, Hjálmar H. Ragnars- son, Pietro Locatelli og Kummer. Jass á Hótel Borg, kontrabassaleik- arinn Peter Herbert heldur tónleika á mánudagskvöldið kl. 21. Auk hans komafram Björn Thoroddsen, Pétur Grétarsson og Skúli Sverrisson. Á efnisskránni verða bæði hefðbundin verk gömlu meistaranna og nýjar tónsmíðar. Óbótónleikar í Norræna húsinu, norski óbóleikarinn Brynjar Hoff held- ur tónleika á sunnudaginn kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Vivaldi, Grieg, de Falla og fleiri. Píanóundir- leik annast Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Píanótónleikar i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, kanadíski píanóleikarinn Walter Prossnitz leikur verk eftir meðal annarra Haydn, Liszt, Alban Berg og Frank Martin í kvöld kl. 20:30. Tónllstarhátíð ungra norrænna ein- leikara: í dag: Listasafn íslands kl. 12:30, Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari flytur verk eftir Handel, Berio, HaukTómassonog J.S. Bach. Undir- leikari á sembal, Anna M. Magnús- dóttir. íslenskaÓperan kl. 20:30, Mic- haela Fukacová Christensen selló- leikari spilar við píanóundirleik Bohu- Sjónvarp með metnað FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Vetrardagskrá Sjónvarpsins hófst um síðustu helgi með því að sunnudagsfréttirnar voru lengdar um helming en að þeim loknum hófst hátíðleg setningarathöfn þeirra Hrafns Gunnlaugssonar og Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Það er fyllsta ástæða til að fagna því sem sá síðarnefndi sagði um staðfastan vilja Sjónvarpsins til að auka hlut innlends efnis í dagskránni, það væri eina rökrétta svarið við þeirri innrás gervihnattasjón- varps í íslenska menningarland- helgi sem þegar er hafin. Markús Örn sagði að Sjón- varpið hefði sett sér það mark að auka hlut íslensks efnis í 43% dagskrárinnar árið 1989 og upp í sléttan helming árið 1990. Þetta er veruleg aukning því undanfar- in ár hefur hlutfallið verið 36- 37%. Að vfsu hefur íslenskum mínútum fjölgað í dagskránni en þar sem hún hefur lengst að sama skapi hefur hlutfallið haldist lítt breytt. Þetta markmið lýsir því lofs- verðum metnaði Sjónvarpsins, ekki síst í ljósi þess hve illa hefur verið þjarmað að því í fjármálun- um undanfarin góðæri. Vonandi tekst nefndinni hans Svavars að finna nógu margar matarholur til þess að hægt verði að standa undir þessum metnaði. Hrafn sagði á sunnudaginn að hafi mönnum fundist vera óvenju lítið um innlent efni í sumar- dagskránni þá sé ástæðan sú að stofnunin hafi verið að safna sér vetrarforða, vetrardagskráin verði þeim mun glæsilegri. Og svo taldi hann upp aldeilis óvenju langan og fjölbreytilegan lista af leikritum, fastaþáttum, stökum þáttum og kvikmyndum sem ætl- unin væri að gæða okkur áhorf- endum á í vetur. Ég hef að vísu engin tök á að bera saman fjölda þátta eða um- fang dagskrárgerðarinnar að öðru leyti en listinn var sannar- lega glæsilegur. Þar voru nokkrir gamlir kunningjar eins og Uglu- spegill, Hemmi Gunn, Maður vikunnar, Stundin okkar, Smell- ir, Poppkorn og Úr ljóðabókinni sem mér finnst sérstök ástæða til að fagna að skuli hafa verið sett á vetur. Svo eru nýju þættirnir farnir að birtast einn af öðrum. Vissulega eru þeir misjafnir. Ómar Ragn- arsson er farinn yfir til Jóns Ott- ars og því varð að finna eitthvað í staðinn fyrir Hvað heldurðu? Að sögn Hrafns efldi þessi þáttur mjög tengsl stofnunarinnar við hinar dreifðu byggðir landsins og því hefði verið ákveðið að setja á dagskrá landsbyggðarþátt en ekki spurningakeppni. Þessi þáttur var á dagskrá í fyrsta sinn að loknu máli Hrafns. Hann heitir Hvað er á seyði? og • stjórnandinn er Skúli Gautason. Skúli hóf leikinn á æskuslóðum sínum á Selfossi og ég verð að vona að honum takist betur upp í framtíðinni. Mér finnst ég búinn að sjá alveg nóg af skemmtiat- riðum sem njóta sín vel í frani- Salome Þorkelsdóttir Hjá mér veröur helgin þannig að ég verð á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum frá klukkan 2 á föstudag, og verð þá nýkomin af Landsfundi um slysavarnir. Þannig að mér sýnist sá dagur skiptast á milli þessara funda, sagði Salome Þorkels- dóttir þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera um helgina. Á laugar- dag verður hún á framhaldsfundi sveitarfélaga á Suðurnesjum og að honum loknum ætlar hún að reyna að kíkja á fund hjá Sambandi sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. „Sunnu- daginn á ég sjálf og þá mun ég svo sannarlega reyna að vera heima hjá lome. Nú orðið væri besta mér og hitta fjölskylduna," sagði Sa- skemmtunin að vera heima. milu Jedlickovu, Olle Persson barí- tónsöngvari syngurvið píanóundir- leik Mats Jansson. Á efnisskránni eru verkeftirGrieg, Schumann, Blake, Martinu, Kochog Ginastera. Laugardagur: íslenskaóperan kl. 12:30, píanótónleikar Leifs Oves Andsness, á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Nielsen, Debussy og Janácek. Háskólabíó kl. 16, einleikur með Sinfóníuhljómsveit Islands, Dan Laurin blokkflautuleikari flytur Kons- ert t C-dúr eftir Vivaldi, Geir Draugsvoll harmonikkuleikari nýtt verk eftir Ivar Frounberg, Jan-Erik Gustafsson sellókonsert eftir Elgar og Anders Kilström píanókonsert í D- dúr eftir Brahms. Stjórnandi er Petri Sakari. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, þrjárstuttarkvik- myndir um Kirgizíu, eitt af Miðasíu- lýðveldum Sovétríkjanna verða sýnd- ar á sunnudaginn kl. 16. Myndirnar eru sýndar í tilefni Sovéskra daga MlR 1988, en þeir verða haldnir fyrstu dagana í nóvember og sérstak- lega helgaðir Kirgízíu. verður sýnd á sunnudaginn kl. 16. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öllumheimill. Afmælisdagskrá í Norræna húsinu í tilefni tvítugsafmælisins á morgun kl. 15: Ávarp Knuts Ödegaard, Erling Blöndal Bengtsson leikurein- leiksverk eftir Bach, Jón Sigurðsson samstarfsráðherra Norðurlanda flytur ávarp, Hakon Randal formaður stjórnar Norræna hússins ávarpar gesti, norski óbóleikarinn Brynjar Hoff leikur á óbó, dr Gylfi Þ. Gíslason flytur hátíðarræðu, Hamrahlíðarkór- inn frumflytur Umþenkingu eftir Atla Heimi Sveinsson og Ek wiwar eftir Þorkel Sigurbjörnsson, undirstjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Allir velunn- arar og gestir Norræna hússins í gegnum árin velkomnir. Basar verður á Hrafnistu í Reykjavík, á fjórðu hæð í C-álmu kl. 13:30-17 á morgun. Borgargleði, skemmtun fyrir börn á öllum aldri á Hótel Borg á sunnudag- inn kl. 15. HljómsveitAndraBach- mann, nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna barna- dansa, suður-ameríska dansa, rokk og sveiflu, trúðurinn Jóki birtist á hjól- askautum, atriði úr hæfileikakeppni Hólabrekkuskóla. Kaffi og borgar- bakkelsi, aðgangseyrir250kr., frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Fjölskyldubingó í Borgum, safnað- arheimili Kársnessóknar á morgun kl. 14. Allirvelkomnir. AA samtökin halda opinn kynningar- fund í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 14. Biblíuerindi í Neskirkju, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessorflyturerindi um Rutarbók í safnaðarheimili kirkjunnar ásunnudaginnkl. 15. Ferðafélag fslands, Búrfellsgjá— Húsafell- Kaldársel, dagsferð á sunnudaginn kl. 13. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna í fyrramálið kl. 10 frá Digra- nesvegi 12. Templarahöliin, Eiriksgötu 5, skemmtikvöldin verða á hverjum föstudegi í vetur. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis velkomnir. Félagsvist hefst kl. 21. Tíglarnir leika fyrirdansi. ÍÞRÓTTIR Karfa Laugardagur: Borgarnes kl. 14.00, Ld.ka. UMFS-Snæfell Eailstaðir kl. 14.00, Ld.ka. ÚIA-Reynir Hafnarfjörður kl. 16.00, Ld.kv. Haukar-ÍR Keflavík kl. 14.00, 1-d.kv. fBK-(S Sunnudagur: Akureyri kl. 20.00, fsl.mót Þór-UMFT Grindavík kl. 20.00, fsl.mót UMFG-fR Hagaskóli kl. 14.00, ísl.mót KR-fS Hlíðarendi kl.20.00, ísl.mót Valur-Haukar Keflavík kl. 20.00, fsl.mót (BK-UMFN Njarðvík kl. 16.00, Ld.kv UMFN-UMFG Hagaskóli kl. 20.00, Ld.ka Léttir-UBK „Myndin um Stein Steinarr er meö betra sjónvarpsefni sem ég hef séö um langa hríð.“ haldsskólum en eiga ekki erindi út fyrir veggi þeirra. Þó voru innan um ágætis atriði, td. leikfé- lagið og Guðmundur Daníelsson rithöfundur. Á þriðjudagskvöldið byrjuðu þau Édda Andrésdóttir og Árni Gunnarsson að moða úr gömlum fréttaannálum Sjónvarpsins. Svoleiðis efni er vandmeðfarið því það er svo auðvelt að detta inn í hlutverk hins þurrpumpu- lega annálaritara. Það forðuðust þau Edda og Árni af mikilli smekkvísi. Þau fléttuðu inn í frá- sögnina nýjum viðtölum við suma þeirra sem voru í sviðsíjós- inu árið 1973 og gáfu þau efninu dýpt og juku skilninginn á því sem hafði gerst. Ég mun örugg- lega fylgjast með þessum þáttum í framtíðinni. Stakir þættir eru einnig farnir að birtast og á mánudaginn sá ég myndina um Stein Steinarr. Hún er með betra sjónvarpsefni sem ég hef séð um langa hríð. Ekki nóg með að manninum og skáld- inu væri komið vel til skila heldur var einnig varpað á hann óvæntu ljósi sem ég hef ekki séð áður. Þar á ég einkum við þanka Þor- geirs Þorgeirssonar um Reykja- víkurskáldin Stein og Tómas. í þessum tveim þáttum lukkað- ist sá erfiði galdur að gæða fortíð- ina lífi með þeim hætti að sam- tíminn auðgast af. Vonandi verð- ur framhald á því í Sjónvarpinu. / 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.