Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR Hvalveiðar Komið að skuldadögum Fjármálaráðherra upplýsir Alþingi um stöðu ríkissjóðs. Friðrik Sophusson segir ráðherrann vera að afsaka þátttöku íríkisstjórn. Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa vitað meira en þeir segi Snarpar umræður urðu utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær þegar Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra gerði grein fyrir stöðu ríkissjóðs eftir ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. Ólafur sagði tekjur ríkissjóðs hafa verið 1,5 miljarði undir áætiunum frá í júní og að rekstr- arafkoman hefði verið 2,04 milj- örðum verri en gert hefði verið ráð fyrir í sömu áætlun. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálf- stæðisflokksins sagði flokkinn ekki hafa vitað af meiri halla á ríkissjóði en 690 miljónir en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði fyrrverandi ríkis- stjórn hafa vitað af allt að 1,4 miljarða halla. I máli fjármálaráðherra kom fram að halli lánahliðar fjárlaga hefði reynst 1,7 miljarðar í stað 290 miljóna samkvæmt júníáætl- un. Innlend fjáröflun hefði verið 1,2 miljörðum undir áætlun, inn- lausn spariskírteina hefði verið 330 miljónum hærri en ætlað var og sala á spariskírteinum hefði verið 850 miljónum lægri í lok september en reiknað hefði verið með. Tekjurríkissjóðs hefðu ver- ið 1,5 miljörðum undir áætlun. Skýringuna á minni tekjum ríkissjóðs sagði Ólafur vera að tekjur af aðflutningsgjöldum hefðu verið hálfum miljarð lægri en ætlað hefði verið, aðallega vegna samdráttar í vöruinnflutn- ingi og óvissunar vegna upptöku nýrrar tollskrár um síðustu ára- mót. Innheimta söluskattstekna væru 900 miljónum undir áætlun. Friðrik Sophusson sagði Ólaf Bókaklúbbur áskrifenda vera með uppákomu sinni að undirstrika að dökk staða ríkis- sjóðs væri Jóni Baldvin að kenna og hann væri að réttlæta þátttöku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn án þess að matarskatturinn væri dreginn til baka og frystingu launa væri aflétt. Fjármálaráð- herra hefði vitað hver staða ríkis- sjóðs var þegar í júlí þó hann léti sem hann væri að uppgötva stöðuna nú og vísaði Friðrik í um- mæli Ólafs í Þjóðviljanum í júli þar sem talað hefði verið um „hrikalega óstjórn“. Spurði Frið- rik hvort Ólafur hefði ekki gengið eftir upplýsingum um Kirkjuþing stendur nú yfir þessa dagana en 30 ár eru lið- in síðan það kom fyrst saman. Fyrir þinginu liggja að venju mörg mál og merk. Ef til vill ber þar hæst frumvarp til laga um skipan prestakalla og prófasts- dæma, sem flutt er af Kirkjuráði, mikill bálkur, ítarlegur og marg- þættur. Frumvarp þetta felur í sér ýms- stöðu ríkissjóðs við stjórnar- myndunina eða hvort Jón Bald- vin hefði haldið þessum upplýs- ingum Ieyndum þá. Jón Baldvin sagði það rangt hjá sjálfstæðismönnum að þeir hefðu einungis fengið upplýsing- ar um 700 miljóna halla. Hann rakti hvernig upplýsingar bárust inn á borð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og sagði að samstarfs- menn hans í stjórninni hefðu haft upplýsingar um 1,4 miljarða halla þegar stjórnin féll. Það hefðu verið mistök stjórnarinnar að gera ekki ráð fyrir meiri tekjuaf- gangi en gert var. Ekkert vit væri ar viðamiklar breytingar á núver- andi skipan prestakalla, m.a. nokkra fækkun þeirra, einkum úti á landi. Ekki munu allir þing- fulltrúar sáttir við frumvarpið eins og það liggur fyrir og m.a. hefur komið fram það sjónarmið að „enginn sú breyting verði gerð á skipan prestakalla og prófasts- dæma nema með meirihlutasam- þykki safnaðar og presta." Sýnt í því að 85% ríkisútgjalda væru lögbundin, þjóðin hefði ekki efni á sjálfvirkri löggjöf um landbún- að og'örlátasta lánasjóðskerfi í heimi fyrir námsmenn. Þjóðin hefði ekki efni á fleiri pólitískum gæluverkefnum eins og flugstöð og hátekjuhópum sem hældu sér að því að komast löglega frá því að borga skatta. Ef hann ætti að gefa núverandi fjármálaráðherra ráð, væru þau þannig: „Vertu miklu harðari en ég var gegn sam- starfsmönnum þínum sem fara fram á aukaútgjöld og lifa í þeim draumaheimi að aldrei komi að skuldadögum. “ -hmp má þykja að Kirkjuþing leggi til að ýmsar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Meðal þeirra mála sem þegar eru komin fram eru: Um framtíð- arskipan bókasafnsins í Skál- holti, um vistkreppu og umhverf- isvernd, um stuðning við Ör- yrkjabandalagið, um menning- armiðstöð á Hólum í Hjaltadal. - mhg. Biðstaða í ríkis- stjóm Ekki er að vænta neinna við- bragða hjá ríkisstjórninni vegna stöðunnar í hvalamálinu fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon Iandbúnaðarráðherra segir að málið sé stöðugt á dagskrá stjórn- arinnar en það hafi verið ákveðið á fundi hennar í síðustu viku að fresta öllum ákvörðunum fram yfir fund í utanríkisnefnd. Steingrímur sagði í gær að eftir kynningu og umræður í utanríkis- nefnd myndi málið fara áfram til ríkisstjórnar. Þau mál sem lægju fyrir Alþingi varðandi málið væru til marks um þann þrýsting sem kominn væri á málið. Opin um- ræða orkaði tvímælis þar sem um væri að ræða mikla viðskipta- hagsmuni og utanríkismál. Hann kysi helst að umræðan færi fram í utanríkisnefnd og innan þing- flokkanna. Það væri hans ósk að sem víðtækust samstaða tækist um málið. Landbúnaðarráðherra sagðist sjálfur hafa miklar áhyggjur af málinu og þeim afleiðingum sem það hefði haft á lagmetisiðnað í hans kjördæmi, Norðurlandi eystra. Hann væri ekki að gagnrýna þá sem væru óþolin- móðir og vildu nota rétt sinn til að ræða málið á Alþingi, en mikil- vægt væri að breið samstaða tæk- ist um það. hmp I.oðna Veiði ef viðrar Stórar og veiðanlegar torfur Bræla var á loðnumiðunum í fyrradag en búist við að hann færi að lægja hvað úr hverju. Ágætis veiði hefur verið í vikunni þegar viðrað hefur og er heildaraflinn orðinn um 42 þúsund tonn. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd hafa 26 loðnu- skip hafið veiðar af þeim 48 sem leyfi hafa til veiðanna. Flotinn hefur að undanförnu verið á mið- unum norður af Kolbeinsey um 90 sjómílur norður af Skaga. Þar er loðnan loksins komin í eðlilegt horf; stórar og veiðanlegar tor- fur. -grh Alþingi Prestaköllum fækki Kirkjuráð leggur til ýmsar breytingar á þeim sem Kirkjuþing er engan veginn einhuga um Þjóðviljans Tilboð vikuna 25.10.-1.11.: Bann við geimvopnum Þingsályktunartillaga um bann við geimvopnum lögðfram ífjórðasinn. Hjörleifur Guttormsson ánœgður með undirtektir utanríkisráðherra Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Útgefandi Mál og menning. Verð kr. 1.850.- (Ver6 út úr búö kr. 2.175—) Þjóðviljinn sími: 681333 ingsályktunartiilaga um bann við geimvopnum var lögð fram í fjórða sinn á Alþingi í gær. Við umræðurnar sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra að það mætti líta á það sem sjálfgefið að þingmenn allra þing- flokka gætu tekið undir þau markmið tillögunnar sem kæmu fram í lok greinargerðar. En þar segir að með henni sé Iögð áhersla á að Alþingi íslendinga leggi sitt lóð á vogarskálina gegn öllum hugmyndum um notkun himin- geimsins í hernaðarskyni nú og í framtíðinni, og að fulltrúar Is- lands fylgi þeirri stefnu eftir á al- þjóðavettvangi. Hjörleifur Guttormsson þing- maður Alþýðubandalagsins þakkaði Guðrúnu Halldórsdótt- ur Kvennalista jákvæðar undir- tektir við tillöguna, en hún vakti athygli á þeirri ógn sem stafað gæti af geimvopnum og lýsti yfir stuðningi sínum við þingsálykt- unina. Sérstaklega sagðist Hjör- leifur fagna því sem kæmi fram í máli utanríkisráðherra, sem hann túlkaði sem vilja til þess að greiða fyrir því að málið fengi þinglega meðferð og afgreiðslu. Þingsályktunin gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum, sem miði við að allar rannsóknir og tilraunir, er tengist hernaði í himingeimnum verði tafarlaust stöðvaðar. Hvers konar hernaðarumsvif og vopn- akerfi til nota í himingeimnum verði bönnuð og að óheimilt verði að Smíða vopn sem geti grandað gervihnöttum og öðrum tækjunvsem tengist friðsamlegri nýtingú himingeimsins. Utánríkisráðherra viðraði hug- mynd um orðalagsbreytingu varðandi tilraunir tengdar geimvopnum og sagðist Hjör- leifur taka vel í að ræða hana í utanríkisnefnd. Flutningsmaður að tillögunni með Hjörleifi er Guðrún Agnarsdóttir Kvenna- lista. -hmp 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.