Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BÁRNÁKOMPAN Það var nú það Nú er veturinn kominn sam- kvæmt almanakinu, fyrsti vetrardagur var síöasta laug- ardag. Þó aö nú sé október og næstum kominn nóvember hefur þessi tími annað nafn. í gamla daga var fyrsti mánuð- ur vetrar kallaður Gormánuð- ur. Nafnið kom til vegna slát- urtíðar því gor er það sem er ómelt innan í vömb jórturdýra þegar þeim er slátrað. Gormánuður var oft nýttur til veisluhalda. í fornsögunum er sagt frá miklum sam- kvæmum sem voru haldin um veturnætur. Slíkar veislur voru haldnar á þessum tíma vegna þess að þá var mikið til af góðum nýjum mat. Þá gat sá sem hélt veisluna boðið fólki nýtt slátur og kjöt. Þannig voru þessar veturnáttaveislur uppskeruhátíð fornmanna. Núna er tími sláturgerðar lið- inn á íslenskum heimilum og sennilega eru sumir búnir að halda sínar sláturveislur. Mörg þjóðtrú tengist slátur- mat. Eyrun á sviðunum máttu menn borða öll nema fjár- markið því þá urðu þeir sauðaþjófar. Málbeini mátti hvorki henda né hundum gefa heldur átti að stinga beininu í veggjarholu, annars var hætta á að ómálga börn lærðu ekki að tala. Þessa þjóðtrú getur verið erfitt að halda þegar borðuð er sviða- sulta og engin veggjarholan finnst í steinsteypuhúsum. BARNAFRÉTTIR Endurútgáfa á Tinna í fullum gangi Varla þarf að kynna teikni- söguhetjuna Tinna eftir Belgíu- manninn Herge. Hann er svo þekktur um allan heim, og þá ekki síður á íslandi, en bókaútgáfan Fjölvi gaf á árunum 1965-75 út alla röðina af Tinnabókunum, um 25 talsins. Þó upplagið væri ris- astórt, seldust þær allar upp og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Fjölvi hefur nú orðið við tilmæl- um fjölda Tinna-unnenda og haf- ið endurútgáfu á Tinna-bókun- um. Nýjasta Tinna-heftið á mark- aðnum er „Eldflaugastöðin", ein allra frægasta Tinna-sagan, segir frá undirbúningi að ferð til tunglsins. Hún þótti merkileg á sínum tíma, vegna þess að Tinni lenti raunar á undan Armstrong á tunglinu. Þar á undan var endur- útgefin „Tinni íTíbet", sem fjallar um dularfulla Yoga-speki í Austurlöndum. Þannig munu Tinna-bækurnar halda áfram að koma reglulega út á næstunni og er bráðlega von á „Svaðilför í Surtsey". Þýðinguna gerðir Loft- ur heitinn Guðmundsson rithöf- undur, en bækurnar eru gefnar út í samprenti hjá Casterman- útgáfunni í Tournai í Belgíu. Smá- saga Einu sinni voru menn sem voru fyrstir að fljúga á heimskautajökul- inn. Þeir fleygðu matarpökkum til vina sinna. Helgi Berg, 9 ára Eldspýtnaþraut 1) Færðu til 4 af þessum eldspýtum svo fram komi 6 jafnstórir þríhyrningar. 2) Færðu til 4 af þessum eldspýtum svo fram komi 3 jafnstórir ferhyrningar. Krossgáta Lárétt: 1) Lítið skip 2) Sett á undan orðin fjarlægð þegar eitthvað er langt í burtu. 3) Notað í stað stiga þegar fólk fer á milli hæða. Lóðrétt: 1) Annað orð fyrir bifreið. 2) Stelpan leit út um gluggann og ... hest. 3) Annað nafn á dýri sem stundum er kölluð lágfóta. 4) Tófa er dýr en sóley er.... 5) Tveir samhljóðar og tveir sérhljóðar. Myndasaga Þessa myndasögu fengum við frá Ármanni 7 ára. Myndirnar lýsa bryggjudorgi og sýna atburðarásina frá því að fiskurinn bítur á og þangað til honum er landað. 1 I 3 Ljóð um skipstjóra Ég vildi að ég vœri skipstjóri, að sigla um hafið blátt. Þetta var nú frábœr ferð og skipið var svo grátt. Eyþór 10 ára 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.