Þjóðviljinn - 28.10.1988, Síða 22
Ævintýri
Hoffmanns
Tónlistargagnrýnandi Þjóð-
viljans verður að játa, að fyrir
sýninguna í Þjóðleikhúsinu hafði
hann aldrei heyrt né séð Ævintýri
Hoffmans eftir Offenbach, þótt
auðvitað þekkti hann nokkur atr-
iði. Hann getur því ekki talað
eins og sá sem vald hefur um sýn-
inguna. En hann lýsir því strax
yfir af sínu litla viti að hann er í
heild hæstánægður. Gagnrýn-
andinn sat við hlið mikils óperu-
áhugamanns sem gjörþekkir
verkið og var hann einnig himin-
lifandi.
SIGURÐUR ÞÓR
GUÐJÓNSSON
Ekki er þó gagnrýnandinn það
vitlaus að hann heyrði ekki á
augabragði að Ævintýri Hoff-
mans er reyndar ekki sérlega
mikil músík. Og verri þegar tón-
skáldið vill vera alvarlegt en
miklu betri þegar það er á léttu
nótunum. En þetta er fyrsta
flokks skemmtimúsík. Nú má
maður víst ekki segja neitt ljótt
um alla þessa andskotans létt-
metis afþreyingu án þess að verða
undireins stimplaður menningar-
viti, en þeir vitar þykja ekki
skærir ljósgjafar sem varla er von
hjá blindri þjóð. Þess vegna segi
ég blákalt já og amen við þessu
öllu saman. Er jafnvel í skýjun-
um yfir því að fyrsta verkefnið
sem íslenska óperan og Þjóðl-
eikhúsið standa að sameiginlega
skuli ekki vera eftir Monteverdi
(snilling snillinganna) eða þá
Cosi van Tutte, Falstaff, Debuss-
yóperan eða Wozzeck, heldur
einmitt hin ótrúlegu og fáránlegu
Ævintýri Hoffmans eftir Offen-
bach.
Þá vill gagnrýnandinn enn og
aftur gera þá aumu játningu að
hann hefur ekki hundsvit á
leikhúsi, en honum fannst þetta
allt fallegt og skemmtilegt. Og
leikurinn fannst honum fjandi
góður. Sviðsmyndin og búning-
arnir í heild það besta af öllu.
Leikstjóri er líka hin ótrúlega
lista-, alþingis- og kvennakona
Þórhildur Þorleifsdóttir sem ég
held að sé ein af fáum konum á
landinu með fullu viti.
Og þá er að vinda sér í verkið
sem Þjóðviljinn borgar gagnrýn-
andanum fyrir (ekki þó alltof dýr-
um dómum) að gera sig breiðan:
flutningi tónlistarinnar.
Það var allt í lagi með hljóm-
sveitina og kórinn en stjórnendur
voru Anthony Hose ög Catherine
Williams.
Garðar Cortez söng Hoff-
mann. Garðar er hár og glæsi-
legur maður. En það hefði nú
ekki verið verra ef hann hefði
verið ljótur dvergur með and-
styggilega kryppu upp úr bakinu,
eins og hinn raunverulegi Hoff-
mann rogaðist með framan í
öllum (líka hinum ódauðlegu
ástmeyjum) meðan hann
þraukaði meðal forfeðranna sem
voru enn hlýlegri við bæklaða
menn en við erum. En sennilega
er þetta raunsæi hvergi í heiðri
haft í heiminum. Enda eru þeir
varla á hverju strái söngvararnir
sem eru ljótir dvergar með ands-
Guðmundur Jónsson og Kristinn Sigmundsson glaðir á góðri stund eftir frumsýningu á Ævintýrum
Hoffmanns, en Guðmundur söng sömu hlutverk og Kristinn í sýningu Þjóðleikhússins árið 1966.
tyggilega kryppu upp úr bakinu.
Garðar var nokkuð góður á
köflum en skorti kraft, en þó fyrst
og fremst húmor og léttleika þar
sem hann átti við. Sigrún
Hjálmtýsdóttir söng dúkkuna Ol-
ympíu skilmerkilega en ekki
brilljant. Signý Sæmundsdóttir
aftur á móti fremur dauf og til-
þrifalítil Giulietta og bátsöngur
hennar með Rannveigu Fríðu
Bragadóttur náði lítilli stemn-
ingu. Rannveig söng Nicklausse
vel og vandlega en hreif mig ekki.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir tók
Antóníu mjög faglega og örugg-
lega. Kristinn Sigmundsson brá
sér í gervi þriggja skúrka og var
stórfínn í þeim öllunr en bestur í
doktor Undra. Viðar Gunnars-
son stóð sig einnig vel. Hann er
vaxandi söngvari og er að komast
yfir stirðleika í röddinni sem hef-
ur háð honum. Sigurður Björns-
son var góður Spalanzani og
hreint frábær Franz. Og þá má
ekki gleyma Guðjóni Grétari
Óskarssyni sem söng Lindorf
með glæsibrag. Það verður sann-
arlega spennandi að heyra hann
syngja almennileg hlutverk. Þá
sungu með sóma John Speight,
Eiður Gunnarsson, Þorgeir J.
Andrésson, Magnús Steinn
Loftsson, Sieglinde Kahmann,
Loftur Erlendsson og Helga
Bernhard.
Og þá vil ég loks hvetja fólk til
að sjá þessa ágætu sýningu. Hún
er fyrst og fremst skemmtun en
ekki mikið drama eða háfleyg
Iist. En við Iifum á hinum léttu og
verulega skemmtilegu tímum,
hinum langsíðustu dögum fyrir
heimsendi. Þess vegna er um að
gera að skella sér í Þjóðleikhúsið
áður en það verður um seinan.
Sigurður Þór Guðjónsson
Að skrifa eða ekki skrifa
Eigi skal höggva. Einar Hákonarson hefur myndskreytt leikritið.
Indriði G.Þorsteinsson. Húðir
Svignaskarðs. Keykholt 1988.
Indriði G. Þorsteinsson hefur
skrifað leikrit um Snorra Sturlu-
son og Heimskringlu. Það er á
þann veg saman sett, að Snorri
Sturluson situr að búum sínum og
svarar efasemdum um það hvort
skrifa skuli bækur og til hvers; um
leið bregst hann við stórtíðindum
Sturlungaaldar og andæfir
norsku konungsvaldi. Inn í flét-
tast svo stórtíðindi úr
Heimskringlu - heitstrengingar
Jómsvíkinga, Haraldur grenski
brenndur inni á kvennafari, trú-
boð og kvonbænir Ólafs Tryggva-
sonar, Svoldarorrusta, Stiklast-
aðarbardagi, viðskipti Haraldar
harðráða og Halldórs Snorra-
sonar og fleira. Þetta er metnað-
arverk - kannski er hér komið
kvikmyndahandritið um Snorra
Sturluson sem aldrei var saman
sett í sögu Jökuls Jakobssonar,
Skilaboð til Söndru.
í Heimskringluinnskotunum
er um of stiklað á stóru til að um
umtalsverða úrvinnslu á þeim
volduga efnivið geti verið að
ræða. Það sem lakara er: fleyg
orð af vörum Heimskringlufólks-
ins stinga einatt óþægilega í stúf
við það bindiefni sem kemur frá
höfundi leikritsins og eigra um í
stílrænni óvissu. Þessi atriði
munu líkast til leita sér réttlæting-
ar í því, að þau sýni að Snorri sé
að skrifa um hliðstæða hluti og
hann lifir sjálfur á þeirri öld ís-
lenskrar sögu sem við ætt hans er
kennd. Hitt gæti svo verið, að
betur hefði höfundur einbeitt sér
að Snorra sjálfum og hans tíma -
og er þetta sagt blátt áfram vegna
þess að í Snorraatriðum leiksins
er einnig stiklað mjög á stóru
með þeim afleiðingum að persón-
urnar verða rýrar í roði.
Réttara væri að segja persónan
- því mennirnir sem Snorri á
orðastað við í leiknum ( oftast eru
það skrifari hans, Sturla Bárðar-
son og Sturla Þórðarson) eru vart
til annars en að leyfa Snorra að
segja það sem höfundur vill að
ÁRNI BERGMANN
fram komi. Og þá er komið að
höfuðverknum: þótt Snorri hafi
oft orðið segir hann ekki margt -
annað en það sem helst mátti bú-
ast við. Hann er friðsemdarmað-
ur, hann vill skrifa bækur, honum
stendur stuggur af norsku kon-
ungsvaldi, hann er lítt hrifinn af
brambolti frænda sinna en harm-
ar fall þeirra í Örlygsstaðabar-
daga. Hann vill út og hann segir
Eigi skal höggva. Höfundur hef-
ur ekki bein í nefi til að nálgast
þennan þjóðardýrling, takast á
við hann, smíða úr þeirri glímu
það drama sem gerðist áleitið við
lesandann, skapa í stað þess að
endursegja.
Snorri er í leiknum frá upphafi
allur þar sem hann er séður, við-
brögð hans við spurningum og
tíðindum eru oftar en ekki ítrek-
un á því sem fyrr heyrðist, fram-
vinda mála berst að utan og inn á
sviðið. Það sem helst gerist í huga
Snorra sjálfs í leikverki þessu er
tengt mati hans á frægðarverki
sínu: sagnaritun. Framan af ítr-
ekar hann með ýmsum hætti þá
gömlu og nýju von skálda og rit-
höfunda, að þeirra íþrótt sé öðr-
um betri vegna þess að „orðstír í
bókum og skáldskap lifir frá kyni
til kyns“. Eða þá að „sagnamaður
sem ritar um samtíma sinn hefur
uppi það lofkvæði sem er kon-
ungsgersemi hverjum manni.“
Og fylgir það með að skrifandi
menn séu vonandi friðhelgir fyrir
ribböldum á skálmöld. En þegar
á líður er sem Snorri sé farinn að
efasr bæði um líftryggingu rit-
höfundarins og ágæti þess að
festa á blað frásagnir sem mestan
part fjalla um glæpaverk höfð-
ingja. Honum finnst að hirð-
kvæðin sem hann hefur sér til
heimilda séu orðin „fordæmi
þeirra sem drepa og myrða og
brenna inni hvern þann mann
sem þeim er ekki að skapi“. Og
„rithelgin" kemur ekki til af góðu
- hann segir „með fyrirlitningu"
við frænda sinn Sturlu Þórðar-
son: „Hetjur verða að eiga sér
sagnaritara“. í lokaatriðinu, þeg-
ar Snorri er höggvinn, er hann að
reyna að koma þessu heim og
saman með þessum orðum:
„Með tvennum hætti lifir höfund-
ur. Hann lifir í verki sínu og hann
lifir samtíma sinn við skrásetn-
ingu á frægðarverkum ribbalda".
Lengra kemst höfundur ekki með
þetta þema og dugir það ekki til
að gefa Snorra Sturlusyni líf í
leikriti.
Arni Bergmann
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ