Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 17 Charlie Parker endurskapaður á hvíta tjaldinu Gömlu beeboppararnir lifa um þessar mundir endur- reisnartíma á hvíta tjaldinu. Fyrst reiö franski leikstjórinn Bertrand Tavernier á vaöiö og tjáöi beeboppinu ást sína í hinni stórkostlegu kvikmynd Round Midnight, þar sem hinn aldni saxófónisti Dexter Gordon sýndi að hann er ekki við eina fjölina felldur sem listamaöur, því auk guðdóm- legs innblásturs í saxófóninn reyndist hann líka leikari af guðs náö. Round Midnight var óður til þeirra horfnu snillinga Bud Pow- ells og Lester Youngs, sem ásamt Dexter o.fl. lyftu jassinum í nýjar hæðir á 5. og 6. áratugnum þegar beeboppið varð til. Fleiri snill- ingar komu þar við sögu einsog Miles Davis, Dizzy Gillespie, John Coltraine, að ógleymdum Charlie Parker, Bird. Nú hefur kúrekahetjan Clint Eastwood gert kvikmynd um hinn síðastnefnda og er titill myndarinnar gæiunafn Parkers, Bird. Þykir útkoman vel heppn- uð og í Time var því lýst yfir að með Bird hefði Eastwood skráð sig á spjöld sögunnar sem einn af athyglisverðari leikstjórum Bandaríkjanna. Kvikmyndin er hátt í þrír tímar að lengd og segir hún frá þremur síðustu mánuðunum í lífi Charlie Parkers. Hún hefst á misheppn- aðri sjálfsmorðstilraun lista- mannsins og lýkur á því þegar hann deyr drottni sínum fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Trompet- leikarinn Clint Eastwood „Ég hef alltaf verið heillaður af tónlist Charlie Parker, allt síðan ég sá hann þegar ég var barn að aldri í Norður-Karolínu,“ er haft eftir Clint Eastwood í viðtali við hann sem birtist í jasstímaritinu Down Beat. Clint segist hafa hrifist af jass- tónlist frá blautu barnsbeini, en fyrstu kynni hans af þessari teg- und tónlistar voru hljómplötur með Fats Waller sem móðir hans átti. Sjálfur lærði hann að leika á trompet og horn. Hann segist reyndar ekki mjög fær á þessi hljóðfæri en þó kunna nægilega mikið til þess að geta dáðst að galdramönnunum. „Ég heyrði af handriti byggðu á ævi Charlie Parker sem Col- umbia var með. Ég fékk að lesa það og komst að því að þetta var mjög gott handrit og gat talið Warner Brothers á að útvega kvikmyndaréttinn á myndinni." Handritið er skrifað af Joel Oliansky og byggt á bók Chan Parkers, eiginkonu Charlie, „Life in E Flat.“ Handritið fylgir bókinni mjög nákvæmlega og að- eins tveimur senum er bætt við til þess að hnýta saman lausa enda. Sem dæmi má nefna að andlát Charlie Parkers í myndinni ber að á nákvæmlega sama hátt og í raunveruleikanum og sjónvarps- þátturinn sem hann horfir á þegar dauðann ber að garði er sá sami og sýndur er í myndinni. Kórdrengurinn Forest Withaker Forest Withaker fer með hlut- verk Charlie Parkers í kvikmynd- inni. Hann er aðeins 26 ára að aldri en hefur þegar getið sér gott orð sem leikari m.a. í kvikmynd- unum „The Color of Money“ og „Good Morning Vietnam“. A menntaskólaárunum söng hann í skólakórnum og auk þess hafði hann lært örlítið á trompet. Withaker hafði hinsvegar aldrei leikið á saxófón en undir dyggri leiðsögn Lennie Niehaus, sem var tónlistarlegur ráðgjafi við gerð myndarinnar, tókst að þjálfa Withaker það vel að þegar horft er á árangurinn er engin leið að sj á að það er Charlie Parker en ekki Withaker sem leikur sólóin. En það var ekki bara Withaker sem þurfti að læra rétta fingra- B vítamín, sem talsvert er af í mjólk eru nauösynleg tilþess að viöhalda heilbrigði taugakerfisins. Próteiniö í mjólk hágæöaprótein og nýtist því vel ístööuga endurnýjun og uppbyggingu líkamans. Beingisnun hefst venjulega um miöjan aldur. Beinin gisna innan frá ogstyrkurþeirra minnkar. Þess vegna eykst hætta á beinbrotum og að hryggjarliðir falli saman. Eldur í æöum? Þegar aldurinn færist yfir er mikilvægt aö muna, aö lífsfjöriö og heilsan eru háð réttri næringu. Rétt næring leggur grunn aö góða skapinu og ásamt hreyfingu hamlar hún gegn beingisnun og hrörnun og blóðið rennur mun léttar um æöarnar. MJÓLK er mikilvægur hlekkur í fæðuhringn- um. Hún er einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Erfitt er aö fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkur eða mjólkurvara. Auövelt er aö velja mjólk og mjólkurvörur meö mismunandi fitumagni eftir þörfum hvers og eins en ráðlagður dagsskammtur fyrir fólk yfir 50 ára aldri samsvarar 2 glösum af mjólk á óag* ‘Margir lelja að kalkþörl aldraðra sé meiri, eða sem samsvarar 3 glösum á dag. MJÓLKURDAGSNEFND Clint Eastwood leikstjóri með leikurunum Forest Withaker og Diane Venora, sem leika Parker-hjónin í Bird. setningu fyrir upptöku því fleiri þekktir hljóðfæraleikarar eru leiknir af mönnum með litla tón- listarþekkingu, Dizzy Gillespie, leikinn af Sam Wright og Red Rodney leikinn af Michael Zeln- iker. Tónlistin leikur vitaskuld stórt hlutverk í myndinni. Með því að nota nútímatækni einangraði Ni- ehaus einleiki Charlie Parkers á gömlu mónóplötunum en undir- leikurinn var tekinn upp aftur. Red Rodney leikur á trompet einsog hann gerði með Parker í þá gömlu góðu daga, Jon Faddis tók að sér að leika sólóþætti Dizzy Gillespie. Aðrir hljóðfær- aleikarar eru pínanóleikararnir Walter Davis Jr., Monty Alex- ander og Barry Harris, bassa- leikararnir Ray Brown og Ron Carter og trommuleikarinn Johnny Guerin. í skjóli myrkurs Kvikmyndin fjallar um síðustu daga Charlie Parker og samband hans við Chan Parker, sem leikin er af Diane Venora. Auk þess er horfið til baka og því lýst hvernig Parker verður frægur og dáður. Jassleikararnir leika af fingrum fram í skjóli myrkurs, það eina sem skiptir máli í þeirra augum er hvernig til tekst í hvert skipti. En fyrir utan skjól myrkursins knýr nútíminn dyra með rokk og ról. Parker stelur saxófón frá kunn- ingja sínum, sem er kominn yfir í rokkið. Hann blæs nokkur jass- riff í hljóðfærið og segir: „Ég vildi bara vita hvort hægt væri að leika fleiri en eina nótu í einu á hljóð- færið.“ Einsog margir skapandi lista- menn var Charlie Parker haldinn sjálfseyðingarhvöt. Kvikmyndin reynir ekki að svara því hvers- vegna svo sé. „Charlie Parker var mjög til- finninganæmur og einsog kam- eljón þegar hann umgekkst fólk. Hann tók sífelldum breytingum eftir því hvern hann umgekkst í það og það skiptið. Það er hægt að kenna ofneyslu áfengis og vímuefna um dauða hans en það sem var hans mesti styrkur var jafnframt hans mesti veikleiki, en það var hversu tilfinninganæmur hann var,“ segir Forest Withak- er, sem þurfti að endurskapa þennan snilling á tjaldinu. Hann sagðist vona að kvik- myndin Bird ætti eftir að hafa svipaða þýðingu fyrir Charlie Parker og kvikmyndin Sting hafði fyrir Scott Joplin. „Charlie Parker breytti nútímatónlistinni og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimurinn var annar eftir að Bird kom fram á sjónarsvið- ið.“ Kvikmyndin var frumsýnd um síðustu mánaðamót. Viðtökur hafa verið góðar og segir t.d. Time að ekki sé fölsk nóta slegin í þær þrjár klukkustundir sem tekuraðsýnamyndina. Gefum leikstjóranum Clint Eastwood síðasta orðið: „Ég hef tengst þeim tveimur listformum, sem eru séramerísk, vestranum og jassinum. Bird er tileinkuð tón- listarmönnum hvar sem er sem leggja mjög hart að sér en virðast aldrei öðlast þá viðurkenningu sent þeir eiga skilið.“ -Sáf B-2 vítamín er nauðsynlegt fyrir augu, húð, negluroghár. Mjólkog mjólkurvörur eru ein auöugasta uppspretta B-2 vitamíns í fæðu okkar fyrir utan innmat. Ef líkaminn fær ekki nægjanlegt kalk úr fæöunni, gengurhann á forða kalkbankans og aukln beingisnun á sérstað. Þeirsem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið betur og hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeir sem hreyfa siglítið. Það erkjörið fyrirþá sem kjósa fituskerta mjólkað neyta einnig lýsis, sem erríkt af fituleysanlegum vítamínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.