Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 5
Borgin í hundana Laumulegar kosningar. Þátttakamjög drœm. Gœtiorðið erfittaðtúlkaniðurstöðuna. Hundumfjölgar stöðugt. Hreinrœktaðir hundar seljast dýrt. Magnús L. Sveinsson: Bann leysir engan vanda Á að leyfa hundahald í þéttbýli eða ekki? Fyrir nokkrum árum skipti þessi spurning Reykvíking- um í andstæðar fylkingar og fór mikið fyrir hnútukasti milli þeirra. Þá var hundahald undan- tekningarlaust bannað í bænum en margir höfðu samt bannið að engu og töldu sjálfsagt að brjóta lög. Albert Guðmundsson og tíkin Lúsi urðu heimsfræg og lög- reglan í Reykjavík var kynnt heimsbyggðinni sem hópur blóð- þyrstra manna sem færi um bæ- inn og skyti hunda á færi. En árið 1984 ákváðu borgaryfirvöld að veita mætti undanþágu frá banni við hundahaldi. Fjórum árum síðar eru Reykvíkingar spurðir hvort þeir vilji leyfa hundahald með þeim skilyrðum sem gilt hafa síðustu fjögur árin. Bráðabirgðaákvæðið Samkvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit geta sveitarfélög gert samþykktir um bann eða takmarkanir um hunda- hald. Borgarstjórn Reykjávíkur gerði slíka samþykkt fyrir fjórum árum og í henni er hundahald bannað í borginni nema til þess sé aflað sérstaks leyfis og farið eftir ákveðnum reglum. Þeir Reykvík- ingar, sem þótti súrt í broti að leyfðar skyídu undanþágur frá hundabanni, gátu glatt sig við að samþykktinni fylgdi ákvæði til bráðabirgða um að málið skyldi tekið upp aftur innan stutts tíma: „Leitað skal eftir afstöðu borg- arbúa til hundahalds í Reykjavík með því að bera mál þetta undir atkvæði allra atkvæðisbærra borgarbúa, þegar nokkur reynsla er fengin af framkvæmd sam- þykktar þessarar, þó ekki síðar en 4 árum eftir gildistöku hennar. Þeir einstaklingar, sem þá hafa leyfi til að halda hund, skulu sæta þeim ákvörðunum, sem teknar kunna að verða í framhaldi af slíkri atkvæðagreiðslu." Máttur tískunnar Hundum í Reykjavík hefur fjölgað mjög síðustu árin. Mörg- um þykir fínt að eiga hund, það er „in“. En þá dugar ekki að eiga einhvern ómerkilegan kynblend- ing. Hundurinn verður að vera hreinræktaður og helst þarf að fylgja honum ættartafla sem sýnir að forfeður hans í marga ættliði voru hreinræktaðir. Fyrir um 30 árum keypti Kan- adamaður nokkur síðustu ein- tökin af gamla íslenska smala- hundinum og flutti úr landi. Talið var að allir hundar, sem þá voru eftir í landinu, væru einhvers konar bastarðar. Nú eru til í landinu ýmiss konar hundakyn hreinræktuð. Hundaræktarmenn og hundasölumenn selja hvolpa dýrum dómum, einkum ef þeir eru af tegundum sem eru í tísku. frskir setter-hundar seljast t.d. á mjög háu verði. En hvaðan komu þessir hreinræktuðu hundar? Margir telja að stór hluti þeirra eigi ættir að rekja til hunda sem fluttir hafa verið ólöglega inn í landið. Þrátt fyrir strangar reglur láti menn sig hafa það að smygla hundum inn í landið. „Þetta er mjög einfalt,“ sagði maður nokkur sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Maður kaupir hvolp úti, gefur honum eitthvað róandi og geymir hann í vasanum meðan gengið er í gegn- um tollinn. Það er ágætt að leyfa honum að sleikja súkkulaði af Fámenniskosning Nú fer fram atkvæðagreiðsla um hundahald í Reykjavík. Kos- ið er í anddyri Laugardagshallar- innar. Kosning hófst á mánudag- inn var og hefur þátttakan verið með eindæmum dræm. í dag verður kjörstaðurinn opinn í þrjá tíma, milli 16 og 19, en á morgun og á sunnudag milli 14 og 20. Heyrst hafa gagnrýnisraddir um framkvæmd þessara kosninga eða skoðanakönnunar. Menn hafa bent á að lítið hafi farið fyrir kynningu. „Það er eins og stefnt sé að því að sem fæstir taki þátt í þessu,“ sagði kona sem vildi meina að hún hefði beðið í fjögur ár eftir að fá að greiða atkvæði á móti hundahaldi. „Til að tryggja mikla þátttöku hefði auðvitað átt að hafa þessar kosningar sam- hliða forsetakosningunum í sumar. Svipað og gert var í Borg- arnesi og í Höfn í Hornafirði þar sém kosið var um opnun áfengis- útsölu. Það hefði tæpast verið tal- in móðgun við embætti forseta lýðveldisins að reyna að tryggja sem mest lýðræði.“ Hvernig á að túlka niðurstöðuna? Skoðanakönnunin hefur einn- ig verið gagnrýnd fyrir það að ekki sé nokkur leið að túlka niðurstöðuna. Spurningin á kjörseðlinum sé í reynd tvíþætt og því ekki unnt að svara henni með einföldu jái eða neii. Spurn- ingin er þannig: „Viljið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrðum sem gilt hafa síðustu fjögur árin?“ Sá, sem svarar neitandi, gæti verið samþykkur hundahaldi að því tilskildu að skilyrðunum, sem gilt hafa síðustu 4 árin, verði breytt. Hann gæti líka verið á rnóti því að leyfa hundahald, al- veg sama á hvern veg leyfið yrði skilyrt. Aldrei bannað litla fingrinum á manni meðan maður er í flugstöðinni, þá er pottþétt að hann er rólegur.“ Þrír starfsmenn Eftirlit með hundahaldi í Reykjavík annast Heilbrigðiseft- irlit Reykjavíkur. í skýrslu þess til borgarráðs kemur fram að í árslok 1987 hafa verið 815 hundar á skrá. Á yfirstandandi ári hafa um 150 hundar bæst á skrána. í fyrra bárust 161 kvörtun um hunda til heilbrigðiseftirlitsins. Fólk snýr sér einnig til lögregl- unnar og í fyrra fékk hún 39 kvartanir vegna hunda í Reykja- vík. Hundaleyfisgjald er nú 5.400 krónur á ári og samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu hefur gengið frekar illa að inn- heimta það. Gjalddagi er 1. mars og enn eiga allmargir eftir að greiða. Hjá heilbrigðiseftirlitinu eru 3 starfsmenn sem sjá um að reglum um hundahald sé framfylgt, tveir hundaeftirlitsmenn og einn skrif- stofumaður. um hundahald en í því segir að málið skuli borið undir atkvæði allra atkvæðisbærra borgarbúa. „Ég held,“ sagði Magnús, „að það megi í raun halda því fram að það sé einmitt vakin alveg sérstök athygli borgaranna á þessari skoðanakönnun með því að framkvæma hana eina sér, í stað þess að hún fari fram samhlið al- mennun kosningum. í borgar- stjórn kom aldrei fram sú hug- mynd að könnunin færi fram samhliða forsetakosningunum." Magnús taldi að spurningin í könnuninni væri síður en svo loð- in, hún væri í góðu samræmi við bráðabirgðaákvæðið. Og hvað gera svo borgaryfirvöld ef meiri- hluti þeirra, sem þátt taka í könnuninni, segir nei? „Þá þyrfti borgarstjórn að endurskoða samþykktina um hundahald. Það leysir ekki málið að banna hundahald. í því sam- bandi verða menn að líta til þess sem áður var, menn héldu hér hunda þrátt fyrir bann. En það yrði að herða reglurnar. Og sér- staklega yrði að gæta þess að þeim yrði fylgt betur eftir en nú er gert. Það verður að leggja meiri áherslu á aukið hreinlæti. Fólk verður t.d. að skilja að það verð- ur að hreinsa upp saurinn eftir hunda sína.“ Vandinn minni nú En hví ekki einfaldlega að banna að hafa hunda í borginni og framfylgja banninu betur en gert var áður en núverandi reglur voru settar? „Það verður að líta til þess sem áður var,“ sagði Magnús. „Þá voru vandamálin margfalt meiri. Lögreglan treysti sér ekki til að láta til skarar skríða enda ekkert grín að fara inn á heimili fólks, taka þar hund og fara með hann burt til þess að lóga honum.“ En gæti borgin ekki ráðið sér- staka menn í þetta eins og hún hefur nú ráðið sérstaka menn í að fylgjast með að farið sé eftir regl- um um hundahald? „Það leysir ekki málið að banna þetta,“ sagði Magnús. „Það sér hver sjálfan sig í því að ganga fram af hörku í að aflífa hunda. Það er ekki framkvæman- legt.“ ÓP „Það er nú ekki enn útséð með hver þátttakan verður," sagði Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar þegar hann var spurður hvort þessi skoðana- könnun gæti verið í samræmi við bráðabirgðaákvæði við samþykkt Hluti borgarbúa gerir stykkin sín úti á víðavangi. Það er undir hælinn lagt hvort þau eru fjarlægð. Mynd: Jim Smart Föstudagur 28. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.