Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 13
[ / / x AÐ LOKUM Mál og menning gefur út síðustu kvæði Olafs Jóhanns Sigurðssonar Þaö er mikiil sómi fyrir Mál og menningu að hafa fengið að gefa þessa bók út, sagði Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar, en í gær kom út kvæðabókin „Að lokurn" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þegar Ólafur lést sviplega síðla á liðnu sumri skildi hann eftir sig handritið að þessum kvæðum. Pað var þá fullbúið til prentunar að tveimur kvæðum undan- skildum, sem birt eru í bókinni með þeim fyrirvara, að höfundur hafði ekki lokið þeim að fullu. - Við ákváðum að birta kvæðin tvö að vel athuguðu máli en látum þess getið að þetta séu brot, sagði Ólafur Jóhann Ólafs- son, sonur skáldsins, en hann bjó handritið til prentunar og skrifar einnig eftirmála. Par kemur fram að Ólafur Jóhann hafði ekki gefið Jón Reykdal myndlistarmaður, Anna Jónsdóttir, ekkja Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, og sonur hans Ólafur Jóhann fylgdu í gær úr hlaði bókinni „Að lokum“ sem hefur að geyma síðustu kvæði Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Mynd Jim Smart. bókinni nafn þegar hann féll frá. „Nafnið Að lokum er tekið úr handriti hans að bókinni, en það hafði hann gefið fjórða og síðasta hluta hennar. Pykir okkur í fjö}- skyldu hans nafnið hæfa bókinni allri, enda runnið úr penna hans sjálfs," segir Ólafur í eftirmálan- um en þar kemur líka fram að röð kvæðanna í bókinni er hin sama og í handriti. Við erum í alla stað mjög ánægð með hvað Mál og menning hefur staðið vel að þessari útgáfu; bókin er mjög smekkleg og er það ekki sfst að þakka fallegum myndum Jóns Reykdals sem hef- ur gert eina mynd fyrir hvern kafla, en Ólafur hélt mikið upp á Jón sem myndlistarmann, sagði Anna Jónsdóttir, ekkja skáld- sins. í bókinni er að finna 21 kvæði og skiptist hún í fjóra hluta. Yrk- isefni Ólafs Jóhanns eru sem fyrr íslensk náttúra og samkenndin með henni, svo og hlutskipti mannúðar og mannlegra verð- mæta á viðsjárverðum tímum. í síðasta hlutanum yrkir hann um forgengileika mannlegrar tilveru, hugurinn hvarflar til liðinni daga og þeirra endaloka sem í vændum eru. Eftir Ólaf liggja nokkrar ljóða- bækur, og fyrir þær hlaut hann bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1976. Hinn nýstofnaði Bókaklúbbur Pjóðviljans býður áskrifendum blaðsins þessa nýju kvæðabók Ólafs til kaups á mjög hagstæðu verði. -sg [LEÍllKlfflSaÐCfKílQD® DD Œ STTOÐ B'= M ® B® OÐ E tffi M 0 (I) Atvimiiirekendiir fríinitíðarínnar athugið! láDD©8já)®(D17 Œ)@8'SQÐ[r=Kl®[r©(D[rO®lB(l]lII er tekinn til starfa og hann hefur aðsetur sitt á Rauðarárstíg 25 á annari hæð. Pósthólf 5410,125 Reykjavík. Sími: (91) 25 1 33 Telefax: (91) 29 0 44 ★ Sjóðurinn er norrænn að uppruna en athafnasvæði hans eru Færeyjar, Grænland og ísland eða þau lönd sem, nefnd eru Vestur-Norðurlönd. ★ Sjóðurinn veitir lán til þróunarverkefna í öllum atvinnugreinum á athafnasvæði sfnu og eru samvinnuverkefni milli landa æskileg en þó ekki skilyrði. ★ Sjóðurinn veitir lán með góðum vaxtakjörum í þekktustu gjaldmiðlum enda ber að endurgreiða lánin í sama gjaldmiðli. ★ Lengd lána miðast við þarfir og markaðsgildi verkefna en áhersla er lögð á það að verkefnin nái að gefa arð á lánstímabilinu. ★ Lánaumsækjendur þurfa að meta verkefnin fjárhagslega og leggja fram allar upp- lýsingar sem verkefninu eru viðkomandi. ★ Afgreiðsla lánaumsókna er skjót og í samráði við stjórnarmenn.þegar lánaumsókn hefur verið fullunninn hjá umsækjanda með aðstoð sjóðsins. ★ Trygging fyrir láninu þarf að vera fyrir hendi annaðhvort í formi veðs í góðri fasteign eða bankaábyrgðar. Hafíð þið til dæmis góðar hugrnyndir sem geta orðið að útflutnings- framleiðslu eða bættri þjónustu með sparnaði? Þá látið það ekki bíða lengur að hafa samband við okkur. í Maður kveður að haustlagi Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Föður og móður barstu braut, bróður minn, vin og förunaut, upp yfir Brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Gáta þín óræð elti mig, eins þótt ég hefði sætzt við þig og vellirnir, kjörrin, vötnin ströng veitt mér í þrautum ilm og söng. Ófst þá í hug mér hvert eitt blóm og hver einn smáfugl með tæran óm, hjarta míns titran, hröð og gljúp, við himinstjarnanna regindjúp. Af flestu því hef ég fátt eitt gert sem fólki hér þykir mest um vert, en ef til vill sáð í einhvern barm orði sem mildar kvöl og harm. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Ólafur Jóhann Sigurdsson VETRAR DEKKIN Nú er veturinn tramundan og tímabært að búa bílinn til vetraraksturs. Athugaðu vel kosti þess að aka á ónegldum vetrarhjólbörðum. Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum. Farðu varlega! I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.