Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 24
Þú veist í hjarta þér Um ljóðagerð Þorsteins Valdimarssonar skálds sem fæddist fyrir 70 árum Áning heitir síðasta ljóðið í síð- ustu ljóðabók Þorsteins Valdi- marssonar, Smalavísum. Eins og oft áður vitjar hann í þessu ljóði bernskuheimkynna sinna með trega og gleði í senn. Hann ávarp- ar fallhvítan bæjarlækinn: Veit mér þína gleymdu vístiafró og hvíld und hárri himinbreiðu, meðati veglúnir vindar stugga til Skúmdala skýja hjörð. Ljóðabókin Smalavísur kom út haustið 1977, nokkrum vikum eftir að Þorsteinn Valdimarsson lést aðeins 59 ára gamall. Þetta var áttunda ljóðabók hans og hafði hann lagt síðustu hönd á gerð bókarinnar fyrir dauða sinn. Vel má vera að Áning sé einskon- ar kveðjuljóð skáldsins þótt það sé endurgerð eldra kvæðis. í ljóð- inu búa mörg einkenni skáld- skapar hans: styrk málkennd, ljóðræn kveðandi með innbor- inni tónlist og rík, rómantísk náttúrukennd. Með nokkurri einföldun má segja að yrkisefni Þorsteins Vald- imarssonar séu aðallega af tvenn- um toga: annarsvegar ljóðræn náttúrukvæði og hinsvegar ljóð af vettvangi þjóðmála, friðarbar- áttu og pólitískra viðhorfa en oft eru þessir þræðir ofnir saman í ljóðunum. í raun er þessi ein- falda greining afar ófullnægjandi nema henni fylgi útlistun á máln- otkun, stfl og tjáningu tilfinninga í Ijóðunum. Fyrsta Ijóðabók Þorsteins Valdimarssonar, Villta vor, kom út á stúdentsárum hans, 1942. í þessum æskuljóðum birtast til- finningasamar geðsveiflur, ýmist þunglyndislegar eða glaðværar í flestum blæbrigðum nýróman- tíkur. í næstu bók, Hrafnamál- um, sem kom út 10 árum síðar, birtist Þorsteinn sem fullþroska skáld og er við hæfi að meta skáldskap hans fyrst og fremst frá og með þeirri bók. Aðrar Ijóða- bækur Þorsteins eru: Heimhvörf 1957, Heiðnuvötn 1962, Limrur 1965, Fiðrildadans 1967, Yrlyur 1975 og Smalavísur 1977. Skynjun náttúrunnar og af- staða til hennar er víða með róm- antískum einkennum í kveðskap Þorsteins Valdimarssonar. Nátt- úruljóð hans minna um margt á kvæði tveggja listfengustu skálda okkar á rómantíska skeiðinu, Jónasar Hallgrímssonar og Stein- gríms Thorsteinssonar. Sam- kennd við náttúruna er mannin- um dýrmæt, náttúran veitir hvíld, hugsvölun og frið, og með því að ganga henni á hönd öðlast maður hlutdeild í guðdómnum, algyði- sveröld, og þar má öðlast eftir- sóknarvert sæluástand. En skylt er að geta þess strax að trúhneigð í merkingu biblíufestunnar fyrir- finnst ekki i ljóðum Þorsteins. Dæmi um guðdóm náttúrunn- ar og endurlausnarmátt hennar er Ijóðið Dýjamosi í Heiðnu- vötnum. í skóginum leitar maður dýjamosans „sem stillir þrá / og stöðvar ekka, / græðir og huggar/ í sinni grænu mildi.“ Og þegar hann er fundinn gefst kostur á að skírast af sora jarðlífsins í faðmi náttúrunnar í einskonar trúar- legri athöfn: Og þú krýpur innan stundar í kyrrð og ró dýpst í hinum skuggsœla skógarleyningi við altari, gjört af ókunnri hendi - gljúpt, svalt og glitrandi flos, lífsangan vatnsúðans frá lindarkerinu, návist mildinnar, mýkt, fró og tœr Ijóminn sem leikur um þig. Síðan snýrðu aftur hina sömu leið; en sársauka dagsins, beiskju og þunga lœturðu eftir, umbreytt í altarisljómanum - óþekkjanleg frá grœnni dögginni. Minni guðdóms og helgisiðir náttúrusældar birtast einnig í geysimögnuðum Ijóðabálki sem heitir Sprunginn gítar (Hciðnu- vötn) þar sem hellt er úr nægta- horni ólgandi tilfinninga. Svið ljóðsins er Hallormsstaðarskógur að næturlagi. Náttúrufegurð, veraldargleði og goðkynjuð öfl sameinast í tónaflóði og leiftrandi myndum þessa ástríðufulla ljóðs sem er mjög frjálslegt að formi. Þar segir m.a.: Upp af goðumþekktri dreypifórn spretta gullsteinbrjótar á klapparnefinu; og gestafullið af kubbuðum stút signir óséð hönd sem festarminni tíma og eilífðar - í ljóðum Þorsteins er glöggt auga fyrir hinu smágerva í náttúr- unnar ríki: steinum, jurtum, mýr- agaukum, músum og kóngulóm og öllum þeim fögru smávinum sem Jónas Hallgrímsson gerði sér líka títt um forðum. í slíkum ljóð- um verður náttúran stundum svo nærkvæm að ilm leggur í vit og bragð á tungu. í Hrafnamálum hefst fyrsta ljóðið á þessu erindi: Holtasægjur, sætukoppar, lúsamiðlingar, moldarber, aldrei hverfur bragðið ykkar úr munni mér í fjölda ljóða yrkir Þorsteinn Valdimarsson sig heim til bernsku og átthaga og jafnan eru þessar tregafullu bernskuminn- ingar umvafðar náttúru heimkynnanna í sveitinni og hug- myndum um fagurt mannlíf þar. Ljóðinu Kvöldmál (Yrkjur) lýk- ur með þessu erindi: Ég lagði mig í lyngið við Lindarsel - í líðandi dvala mig bar heimveg og draumveg á barnsins báruskel, brotinni’ og týndri fyrir löngu, glataðri’ og gleymdri fyrir löngu Þáttur í þessari átthaga- og bernskuheimþrá eru smalaljóðin með rómantískum meiningum um frjálst líf smaladrengs við fjallanna skaut. í öllum bókum Þorsteins eru ljóð af þessu tagi og í þeirri síðustu, sem heitir raunar Smalavísur, hefur smalinn að auki fengið rismeira hlutverk en áður í ljóðinu Gullfoss. Fossinn er hópur fjár og sóiin er smalinn sem stuggar kvíafénu fram af bergveggnum og „hallast fram / á geislastafinn“. Ástarkennd og kvenmyndir eru jafnan í umgerð náttúrunnar; þar bregður fyrir fasbjartri flótta- hind, koparfextri unghryssu, þokkadísum, skógardrottningu með lendavængi og við sjáum fagurhvíta arma, sveigmjúkar herðar og einnig tvo stálmandi klasa kvenlíkamans í draumsýn smalans. Ástin er ekki fyrir- ferðarmikil eða hávær í ljóðum skáldsins; einnig hún hlítir róm- antískum sjónarmiðum og er hluti af náttúru algyðisins, fögur og heillandi, en bruna hennar haldið í fjarlægð: Dokaðu við meðan duliðsrökkrið sœla hnígur yfir krossgötur hjartna okkar, kemur að veifa dísarhendi í draumi okkar og breyta okkur í fjallaljós sem blakta og sveigjast tvö á einum kveik (Vorstef á Ýli, Heiðnuvötn) Kveðskapur Þorsteins Valdim- arssonar stendur traustum fótum f íslenskri menningu, þjóðlífi og bókmenntum. Margoft sækir skáldið ljóðum sínum yrkisefni, minni og málfar í goðsögur, eddukvæði og önnur fornrit. t ljóðinu Skinfaxi í Heiðnuvötnum er samkenndin við goðsöguna engu minni en við náttúruna. Táknmynd goðsögufáksins líður inn í tilfinningalíf og tilveru nú- tímans í upphafinni skynjun og hrífandi tungutaki. Ljóðinu Iýkur svo: og arar tóku að gjalla, hindir að renna hjá - og ég grúfði mig að reistum maícka þínum til að líða með þér á skýjagötuna, hleypa þér eftir regnboganum hvert sem þú kynnir að bera mig, ó! heitur þyturinn í brimandi faxi þínu — Þúsundára saga hins frum- stæða sveitabúskapar verður ljós- lifandi í kvæðinu Pórður í Haga í Smalavísum. Návígið við engja- heyskapinn, keldur, múga og amboð, er slíkt að maður getur næstum þreifað á þessu öllu og skynjað jafnframt stritandi mannlífið. Fyrsta erindið er svona: Þorsteinn Valdimarsson skald Engjavikumar fimmtíu’ og fjögur! Farvegur dægra í skorðum alda, - bruni á vöngum, vindar í hári, votir múgar á kvíslarbökkum, silfur á vatni, sorta í keldu, sólgulir kólfar í stararbeðju, veður í Ijáum, leikur í hrífum, Ijóð í skára, hending í brýnu, vœrð í þreytu, hljóð í hlátri, Heiðreksgátur við regn á tjaldi. Af framangreindu má ljóst vera að náttúran, fegurð hennar og lífsgildi, streymir um æðar þessara ljóða. Lífsfirring er fjarri hugarheimi skálds sem hefur svo sterka lífstrú og engin ástæða að yrkja um hana sérstaklega þótt varað sé við henni t.d. í ljóða- flokknum Myndvarp atómsól (HeiSnuvötn) með dæminu um „Sjálfsíngesti“ en það er fólk tíð- arandanssem „. . . týndilækjun- um / úr lífi sínu.“ En því fer fjarri að Þorsteinn Valdimarsson gangi eingöngu á ljóðrænum náttúruvegum í kvæðum sínum. í þeim birtast einnig einörð viðhorf til þjóð- skipulags, strfðs og friðar og ann- arra mannfélagsmála. Mest ber á hinum pólitísku ljóðum í Hrafn- amálum, enda kom sú bók út í kjölfar örlagaríkra atburða í al- þjóðamálum og íslenskum stjórnmálum. Með ljóðum sínum þá og síðar leggur skáldið lið bar- áttunni gegn vígbúnaði, hemaði, kúgun og auðsdýrkun. Hann tal- ar máli undirokaðra og ofsóttra og hvetur ótrauður til samhygðar allra jarðarbúa. Sjálfstæði ís- lands og þjóðfrelsismál eru hug- stæð í þessum ljóðum. í kvæðinu Hrafnamál varar hann við því að þjóðin verði felld „í fjötra gulls / og land í hers hendur“. Aðild ís- lands að hernaðarbandalagi telur hann svik við landið og hvetur til árvekni og baráttu, t.d. í Draumvísu: Vaki þjóð þorni stungin, viti gjörr vits, sú er Surtar bál að sjálfri magnar. Um þetta efni er þó þekktast kvæðið. Pú veizt í hjarta þér sem er „kveðið Keflavíkurgöngunni" eins og segir í Smalavísum en við það kvæði samdi Þorsteinn einnig lag sem náð hefur vinsældum víðar en í Keflavíkurgöngum. Fyrsta erindi kvæðisins er svona: Pú veizt í hjarta þér, kvað vindurinn, að vegur drottnarans er ekki þinn, - heldur þar sem gróandaþytur fer og menn þerra svitann af enni sér og tár af kinn. Þegar Limrur komu út fékk gagnrýnin í ljóðum Þorsteins nýj- an stíl sem hann beitir eftir það, einkum í fimmlínu-háttum sín- um. Framsetningin verður írón- ísk og hinn alvöruþrungni boð- skapartónn hverfur. Undirlimru- hætti er t.d. smáljóðið Blygðun í Fiðrildadansi: Pað ákvað að erlendum sið, hið íslenzka viðreisnarlið, að frelsi sé stál og farsœld sé ál; - aðeins flibbarnir roðnuðu við. Ádeilukvæðin búa yfir þungri alvöru og einurð nema fimmlín- urnar sem einkennast af kald- hæðni og góðlátlegu skopi. En flest ljóð Þorsteins fjalla um lífs- hamingju og tjá með orðum og myndum heitar tilfinningar sem jafnan eru trúverðugar og aldrei fjálglegar. Það er lífsfögnuður sem ljómar frá þessum ljóðum, fögnuður yfir vorkomunni, Jóns- messuvindinum, leikjum bam- anna, fuglasöng, heiðríkju, regnskúr á tjaldi. Eitt þessara ljóða heitir blátt áfram Gleðin: Gleðin erfífill í garði manns og Ijóð sem vaknar á vörum hans - vaknar af leiknum liðlangan dag, þegar fífillinn sofnar um sólarlag (Smalavísur) Ljóðstíll Þorsteins Valdimars- sonar er sérstæður og einkennist af styrkri málkennd og óvenju- legri leikni í brag og rími. Þó að efnistök hans í náttúruljóðunum minni oft á rómantík, þá gegnir öðru máli um málfarið. Það er að vísu gjarnan upphafið og skáld- amálslegt en samt nútímamál og þau aðföng máls, sem sótt eru í forna sjóði, lagar skáldið að máli samtíðar þannig að það verður aldrei fyrnt. f fyrstu þremur bókunum er orðfærið í stöku ljóðum nokkuð samanrekið og setningaskipun langdregin. Há- tíðlegt, upphafið ljóðmál hefur leikið Þorsteini á tungu en með tímanum agar hann það og fágar og bregður oft á létta strengi. Megineinkenni ljóðmálsins er þó skyldleiki þess við tónlist. Það kemur t.d. glöggt fram í áður- nefndum ljóðabálki Sprunginn gítar og skáldið getur þess í skýr- Þorsteinn Valdimarsson skáld hefði orðið sjötugur næstkomandi mánudag ef honum hefði enst aldur en hann lést árið 1977 tæpra 59 ára. Til minningar um skáldið birtir Þjóðviljinn grein eftir Eystein Þorvaldsson um ljóðagerð Þorsteins 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ, Föstudagur 28. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.