Þjóðviljinn - 25.11.1988, Side 3
Herkostnaður
siðferðisins
Bíla- og vélanefnd ríkisins
heitir nefnd sem heyrir undir
fjármálaráðuneytiö og hefur
það hlutverk að sjá um fram-
kvæmd reglugerðar um bif-
reiöamál ríkisins. Hefur
nefndin m.a. með það að gera
hvaða bíltegundir ríkið kaupir
og þarf því að fylgjast nokkuð
vel með á því sviði. Bifr-
eiðaumboðin hafa hingað til
verið nokkuð viljug til að að-
stoða þá Gunnar Gunnars-
son, lögfræðing og formann
nefndarinnar, Kristin Ólafs-
son tpllgæslustjóra og
Bjarna Ólafsson yfirdeildar-
stjóra við að kynna sér ágæti
einstakra bíltegunda á er-
lendri grund og hafa jafnvel
borgað kostnað fyrir nefndar-
menn af því tilefni. Nú hefur
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hins vegar
tekið fyrir þessar ferðir og
neitaði nefndinni nú um dag-
inn um að þiggja boðsferð á
vegum Toyota-umboðsins til
útlanda. Hefur ráðherrann
væntanlega talið það vega
þyngra að ekki váeri hægt að
segja að embættismenn hans
þægju „greiða" af aðilum með
beina hagsmuni í húfi, en að
horfa í þann aukna kostnaö
sem af því hlýst að fjármála-
ráðuneytiö borgi slíkar „kynn-
isferðir" undir bílanefndar-
menn... ■
Ríkissjónvarpið
í fararbroddi
Það vakti nokkra athygli, þeg-
ar Markús Örn Antonsson
útvarpsstjóri tók á sig rögg um
daginn og krafðist úrskurðar
menntamálaráðuneytisins
um hvort heimilt væri að hafa
auglýsingaskilti í bakgrunni
þegar sjónvarpað væri öðru
efni en auglýsingum. Mennta-
málaráðuneytið kvað upp
sinn úrskurð sem reyndar
kom fyrst og fremst við Stöð 2
í þessu tilfelli, en framtak
Markúsar var talið sýna
tvennt: annars vegar áhuga
hans á að farið væri eftir sett-
um reglum og svo hins vegar
að þau eru mörg gráu svæðin
þegar kemur að auglýsingum
og aðskilnaði þeirra frá öðru
sjónvarpsefni. Það hefur vak-
ið athygli sjónvarpsáhorfenda
að Sjónvarpið virðist óneitan-
lega farið að róa á hin gráu
mið eftir að ellefu-fréttum var
hleypt af stokkunum. Sýning-
artíma kvikmynda er nú nán-
ast undantekningarlaust hag-
að þannig að gera þarf hlé til
að auglýstur fréttatími fái
staðist. Það er athugunarefni
út af fyrir sig, en til að bæta
gráu ofan á svart þá er
auglýsingatíma skeytt framan
við fréttirnar inni í miðri bíó-
mynd. í þriðju grein reglu-
gerðar um auglýsingar í út-
varpi segir: „Auglýsingatím-
um skal jafnan hagað þannig
að ekki leiði til afbökunar á
dagskrárefni eða verulegrar
röskunar á samfelldum flutn-
ingi." Sennilega er það fras-
inn „skal jafnan hagað...“
sem gefur gráa litinn, en.
óhætt mun að fullyrða að
þarna sigli sjónvarpsstjóri á
„gráu svæði“ og spurning
hvort Stöð 2 gjaldi honum ekki
rauðan belg fyrir gráan, með
því að leita úrskurðar mennta-
málaráðuneytisins um lög-
mæti þessarar tilhögunar...B
í Betlehem
Það verður eflaust til að
gleðja þá sem fagna því þegar
Jón Baldvin lætur sig hverfa
af landinu, að mikið mun
verða um brottfarir hjá Jóni á
næstunni. Þannig fer Jón
þann 27. nóvember til Genfar
á EFTA-fund, fer þaðan til
Malmö í Svíþjóð og eftir stutt-
an stans hérna heima verður
haldið á NATÓ-fund í Brussel
8. og 9. desember. Þaðan fer
hann til Parísar og loks í opin-
bera heimsókn til Póllands
12. til 14 desember. Heimildir
Nýja Helgarblaðsins telja afar
ólíklegt að Jón Baldvin muni
dvelja á íslandi yfir jólahátíð-
ina heldur eru allar líkur taldar
benda til að hann muni dvelja í
Betlehem...B
Sr. Gunnar og
munnsöfnuðurinn
Því hefur heyrst fleygt að
nokkrar þeirra bóka sem T ákn
sf. fyrirhugar að gefa út nú
fyrir jólin eigi lögbann yfir
„höfði“ sér. Þannig munu að-
standendur Óla Ket. íhuga
lögbann á viðtalsbók Guð-
mundar Daníelssonar „Á
miðjum vegi í mannsaldur" og
jafnvel Prentsmiðja Suður-
lands líka. Ástæða þess er að
Prentsmiðja Suðurlands gaf
út á sínum tíma Spítalasögu
Guðmundar Dan. og í Ólafs
sögu Ketilssonar sem T ákn er
nú að gefa út er að finna
heilan kafla, sem er nánast
orðrétt endurprentaður úr
Spítalasögunni. Þá hefur
sem jafn gaman er að gefa og þiggja
N
JL ^ úna er tími jólakortanna, tíminn til að senda
ættingjum og vinum ljúfar jóla- og nýárskveðjur.
Fallegt jólakort með skemmtilegri ljósmynd af
„uppáhalds“ fólkinu þínu er sannarlega ein gleðilegasta jólagjöf sem völ er á.
FUJI framköllunin við Eiðistorg býður stór og litrík íslensk
jölakort,ætluð fyrir ljósmyndir, ásamt umslagi á aðeins 28.-kr.
Við framköllum litljósmyndir og göngum frá kortum með mynd
sé þess óskað. Tilbúið kort með mynd og umslag kostar 45 - kr.
FUJI framköllunin, Eiðistorgi 15. Síminn er (91)-611215.
EIÐISTORGI
Tákni borist hótanir um lög-
bann á bók þeirra llluga og
Hrafns Jökulssona um Nas-
ista á íslandi og munu það
fyrst og fremst vera áhyggju-
fullir aðstandendur fyrri fylgis-
manna þeirrar stefnu hér-
lendis sem að þeim standa.
Loks munu nokkrir meðlimir í
Fríkirkjusöfnuðinum íhuga að
setja lögbann á bókina Séra
Gunnar og Fríkirkjusöfnuður-
inn, vegna þess meinta
munnsöfnuðar sem sr. Gunn-
ar kvað þar viðhafa um sum
sóknarbarna sinna. Reyndar
er þegar farið aö skíra þá bók
upp á nýtt og kallast hún nú
manna á meðal Sr. Gunnar
og munnsöfnuðurinn...B
J a, h ver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur á laugardag!
Láttu ekki
þrefalt happ úr hendi
sleppa!
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Kynningarþjónustan/SÍA