Þjóðviljinn - 25.11.1988, Side 4
A BEININU
Sveifla
vinstri
36. þingi Alþýðusambandsins lýkur í dag,
en á þessi þingi hefur orðið veruleg
uppstokkun í forystu sambandsins. Tveir
nýir varaforsetar og 8 nýir
miðstjórnarmenn. Þingfulltrúar hafa haft
nóg að starfa síðustu daga, og ekki þá
síst þeir sem sitja í kjörnefnd þingsins.
Benedikt Davíðsson formaður
kjörnefndar er á beininu í dag en hann
sagði í samtali við Þjóðviljann kvöldið
fyrir forsetakjör, að oft hefði verið erfittað
ná endum saman í kjörnefnd, en aldrei
sem nú. Hvers vegna?
- Það eru gerðar svo ríkar
kröfur frá bæði samböndunum,
starfsgreinunum og auðvitað
kynjakvótinn líka, gerir þetta
mjög erfitt. Auk þess er vitað að
þessi mál eru sífellt að verða
flóknari, vegna þess að við erum
að sinna fleiri og fleiri
málaflokkum í okkar starfsemi.
Við þurfum að taka tillit til
manna sem eru sérstaklega á
sviði vinnuverndarmála, sérstak-
lega í fræðslumálum, sérstaklega
í tryggingarmálum og þannig má
halda lengi áfram.
Hvað með pólitískar línur,
skipta þær ekki líka höfuðmáli?
- Eins og þið blaðamenn hafið
verið að skrifa um, þá eru þær
línur óskýrari nú en oftast áður.
En auðvitað er það svo að hér
ræður pólitískt tillit líka miklu.
Það er alveg klárt, enda tel ég að
það sé ekki hægt að ganga fram
hjá því. Það koma ábendingar
fram frá félögum og samböndum
með tilliti til pólitískrar samsetn-
ingar sambandanna.
Hefur orðið einhver riðlun í
pólitíska munstrinu innan
hrey fingarinnar nú á þessu þingi?
- Það er kannski erfitt að svara
því, en hitt er víst að pólitísku
mörkin eru orðin óskýrari en
áður var.
Margir þingfulltrúar segja nú
eftir stjórnarkosningar, að þrátt
fyrir að svokallað „gráa svæði“ sé
mun stærra en áður, þá sé þetta
allt undir stjórn kjörnefndar.
Tillögur hennar hafi meira og
minna farið óbreyttar í gegnum
þingið.
- Ég vil ekki segja, að það sé
vegna þess að þeim sé svo
nákvæmlega raðað pólitískt,
heldur vegna þess að kjörnefnd
hefur tekist í meginatriðum að
gæta þeirra meginsjónarmiða
sem ég gat um áður. Ég held að
það þýddi lítið að stilla upp
einhverjum pólitískum tillögum
sem ekki tækju tillit til þessa. Það
er grundvallaratriði.
Fyrstu þingdagana var greini-
leg forystukreppa og
þingfulltrúar voru mjög ósáttir
við hvernig málum var komið.
Mikil óvissa og þingstörf meira og
minna í samtölum úti um alla
ganga. Forsetinn gaf ekki skýr
svör fyrr en á síðustu stundu. Er
ekki óheppilegt að mæta til þings
við þessar kringumstæður?
- Ég held að oft höfum við
mætt til þings við svipaðar
kringumstæður. Kannski ekki
varðandi forseta, en um
samsetningu miðstjórnar. Mér
finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt
við þessi þingstörf. Það hefur
áður gerst að við höfum ekki
verið með eina ákveðna tillögu
um forseta fyrir þing. Það er hins
vegar nýtt að það liggi ekki klárt
fyrir þegar þing hefst, hvað
sitjandi forseti ætlar að gera.
Halda áfram eða ekki. Það lá
ekki fyrir fyrr en á öðrum degi
þings.
Ymis nöfn voru á lofti um
hugsanlega varaforseta en tillaga
kjörnefndar um Örn Friðriksson
sem 2. varaforseta, virtist koma
mörgum þingfulltrúum ánægju-
lega á óvart. Kom hans nafn ekki
til fyrr en á síðustu stundu?
- Jú, það höfðu ýmis nöfn verið
nefnd í kjörnefndinni, m.a. nafn
Arnar, enda er maðurinn
þekktur í gegnum áratugi fyrir
störf sín í hreyfingunni.
Margir þingfulltrúar tala um
hann sem framtíðarforystumann
hreyfingarinnar. Hvað finnst þér
um það?
- Ég er ekki í nokkrum vafa um
það, hann er framtíð-
arforystumaður. Hann er
kominn mjög framalega í okkar
hreyfingu sem formaður eins
landssambandanna og varafor-
seti sambandsins.
Hann gæti hugsanlcga orðið
næsti forseti ASÍ?
- Ég vil engu spá um það, við
ljúkum bara þessu þingi núna.
Hvað finnst þér um núverandi
forystusveit sambandsins, þar
sem tveir nýir fulltrúar eru í
varaforsetastólum?
- Ég held að það sé æskilegt að
yngja upp í forystusveitinni og
með þessari forystu er einnig
verið að fara yfir á nýtt svið með
Erni, sem er málmiðnaðurinn og
á ekki síst stóriðjan sem hann
efur sérstaka þekkingu á,
einkum samningamál og
samskipti við stóriðjufyrirtækin.
Ég held að það sé mikilvægt að
það sé einhver í fremstu röð
samtakanna sem búi yfir þessari
þekkingu og reynslu og sé um leið
í stakk búinn að taka þátt í
markvissri umræðu um hugsan-
legar breytingar sem gætu orðið
vegna samskipta við
Efnahagsbandalagsins. Ég tel að
Örn sé mjög vel til þeirrar
umfjöllunar fallinn.
Er þetta ný vinstri forysta í
Alþýðusambandinu?
- Ég skal ekki segja. Það er
auðvitað að Björn Þórhallsson
hefur verið forystumaður í
Sjálfstæðisflokknum en enginn
núverandi forseta er kenndur við
Sjálfstæðisflokkinn. Út frá því
sjónarmiði má segja að þetta sé
sveifla til vinstri.
Hátt í helmingur miðstjórnar-
manna eru nýliðar í þeirri stjórn.
Er svona mikil uppstokkun
heppileg?
- Það held ég já, ef svona
skipting er líka í grunneiningun-
um. Það er auðvitað mjög
mikilvægt að sjónarmið
forystusveitar sambandanna eigi
talsmenn inni í miðstjórninni.
Það hefur verið gangrýnt
nokkuð hér á þinginu að
kynjakvótinn í forystusveitinni
væri ekki í samræmi við
samþykktir þingsins um sem
jafnast hlutfall kynjanna. Hver er
ástæðan?
- Já þetta hefur verið gangrýnt
og þá á báða bóga. Aðalmenn í
miðstjórn eru að 2/3 karlar og
varamenn eru sömuleiðis að 2/3
konur. Það er rétt að viðurkenna
það að kynjaskiptingin hefur
verið víkjandi sjónarmið fyrir
faglegu sjónarmiðunum, ef þarf
að takast á um þau mál. Á hitt
má benda, að konur lögðu mikið
upp úr því, að halda sínum hlut,
sem þær stórjuku á þinginu 1984.
Það hefur tekist og vel það, þar
sem þær hafa sama töluhlut í
aðalstjórn, auka við sinn hlut í
varastjórn og hafa að auki 1.
varaforseta í stað 2. áður.
Hvað finnst þér um stöðu
verkalýðshreyfingarinnar í dag?
Samningsréttur hefur verið
afnuminn, en er hreyfingin
tilbúin í kjarabaráttu um leið og
samningsrétturinn fæst aftur?
- Ég held að umfjöllunin á
þessu þingi, bendi eindregið til
þess að allir hafi skilning á því, að
mikil þörf sé á því að samhæfa
kraftana til að hrinda af sér þessu
oki. Menn eru ekki að tala um
það að búa til eitthvert
allsherjarsamflot um nýja
kjarasamninga, heldur að sam-
hæfa hreyfinguna gagnvart
stjórnvöldum, til að tryggja að
því sem hreyfingin nær fram verði
ekki hrundið með einhverjum
aðgerðum þriðja aðila.
En telur þú að í þeirri stöðu
sem margir sjá fyrir sér í vetur,
hugsanlegu . atvinnuleysi, nái
hreyfingin fram einhverjum
málum, án þess að vera samstíga
um ákveðna kröfugerð?
- Ég er ekki viss um að það
þurfi að vera sameiginleg
kröfugerð, en ég held að það væri
mjög æskilegt að hún væri
samræmd. Þannig að menn vissu
hverjir af öðrum og ég held að
það væri ákaflega mikilvægt að
menn tækju tillit hver til annars.
Þó að .allir þurfi að ná fram
einhverjum leiðréttingum og þá
verði þeir sem eru betur settir að
sýna ákveðna tillitssemi.
Hefur þú trú á því að
Alþýðusambandið nái að verða
meira forystuafl hreyfingarinnar
nú á næstunni en það hefur verið
síðustu árin?
- Mér sýnist að það sé ýmislegt
sem ætti að vera grundvöllur til
þess. Vegna aðgerða stjórnvalda,
bæði í fyrravor og aftur núna í
haust, og vegna óttans um að
áfram verði haldið á einhverri
slíkri braut af hálfu stjórnvalda
þegar stíflan brestur í vetur, þá
muni sá ótti stuðla að einingu í
hreyfingunni. Menn sjái nauð-
synina fyrir einhug í
hreyfingunni, segir Benedikt
Davíðsson.
-Ig-
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ|Föstudagur 25. nóvember 1988