Þjóðviljinn - 25.11.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Page 6
Búsetabyltingin er hafin. Nýr valkostur í félagslega íbúðakerfinu þar sem eingöngu er farið eftir númeraröð við úthlutun. Kerfi þar sem séreignastefnunni er gefið langt nef. Húsnæðiskerfi sem gerir ráð fyrir því að allir einstaklingar séu ekki steyptir í sama mótið, heldur kjósi sumir að eyða lífi sínu í annað en að eignast eigin steinkastala, þótt þeir vilji fá að búa við öryggi í húsnæðismálum, sem hlýtur að vera sjálfsögð mannréttindakrafa í velferðarþjóðfélaginu. Búseti hefur mætt harðri andstöðu, einkum þeirra afla sem vilja slá skjaldborg um séreignastefnuna. Ákveðnir einstaklingar hafa staðið þar í broddi fylkingar og lagst gegn öllum úrbótum sem hefðu getað opnað fyrir búsetakerfið. Halldór Blöndal, þingmaður íhaldsins, hefur verið þar fremstur í flokki og ætíð séð rautt þegar minnst var á þetta húsnæðisform og hefur Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel verið tilbúinn að rifta stjórnarsamstarfi, einsog bæði Alexander Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa orðið að reyna, þegar þau sem félagsmálaráðherrar voru tilbúin að Ijá búsetakerfinu eyra. Þrátt fyrir það virðist Búseti nú vera að vinna sinn fyrsta sigur eftir fimm ára þrotlausa baráttu, sem oftast virtist vonlaus. Húsið er risið í Grafarvogi og f jörtíu og sex búsetafjölskyldur flytja inn í desember. Og þegar eru hafnar framkvæmd- ir við næstu búsetaíbúðirnar, sem rísa munu í Hafnarfirði. Akureyringar, Selfys- singar og Borgnesingar hugsa sér einnig tii hreyfings og sveitarstjórnarmenn víða á landsbyggðinni sjá búsetakerfið sem vænlegasta húsnæðiskost fyrir landsbyggðina núna. Það var kaupleigukerfi Jóhönnu Sigurðardóttur sem opnaði glufu fyrir Búseta. Búseti stakk löppinni inn í rifuna og virðist nú vera kominn inn í hið íslenska húnæðiskerfi, að öllum líkindum til þess að vera, því þeir þrír flokkar sem mynda ríkisstjórn nú hafa allir lýst yfir stuðningi við þetta húsnæðisform. -Sáf Húsnæöissamvinnufélagiö Búseti verður fimm ára á morgun, laugardaginn 26. nóvember. Sama dag veröur haldinn hundraöasti stjórnar- fundur félagsins. Og meira stendur til því á morgun mun verktakafyrirtækið Hagvirki afhenda blokkina að Frosta- foid 20 í Grafarvogi í Reykja- vík, fullfrágengna og 46 bú- setafjölskyldur fá afhent fram- tíðarhúsnæöi sitt. Draumur- inn sem fæddist á haustdög- um 1983 hefur ræst þrátt fyrir ýmislegt andstreymi undan- farin ár og harða andstöðu margra stjórnmálamanna. Og framundan er áfram- haldandi uþþbygging á veg- um Búseta. Fyrsta skóflu- stungan hefur þegar verið tekin við fjölbýlishús í Suður- hvammi í Hafnarfirði en í því húsi verða 16 íbúðir og er stefnt að því að það hús verði fullbúið að ári liðnu, þó sá fyrirvari sé hafður á fram- kvæmdahraðanum, að hann ráðist af fjármögnuninni. Þá hefur Búseti tryggt sér 72 íbúða áfanga í Kolbeinsstað- amýrinni á Seltjarnanesi og verða báðir þessir áfangar byggðir á aðalverktakasamn- ingi við Hagvirki. Þá hefur landsbyggðin tekið við sér og hafa þeir Guðni Jóhannesson, formað- ur landssambands Búseta og Reynir Ingibjartsson, starfs- maður Búseta ferðast vítt og breitt að undanförnu og kynnt húsnæðissamvinnufélög. Þegar eru Búsetafélög starfandi á Akureyri, í Borgar- firði og í Árnessýslu en víða annarsstaðar eru undirbún- ingshópar starfandi. Búseturéttur Hvað er búseturéttur? Guðni Jóhannesson, verkfræðingur var inntur eftir því. „í húsnæðissamvinnufélagi eru byggðar íbúðir fyrir félagsmenn og þær afhentar með þeim hætti að félagsmaður greiðir við af- hendingu íbúða svokallað búset- uréttargjald, sem er ákveðinn hluti af byggingarkostnaði. Þetta gjald ákvarðast af mismun bygg- ingarkostnaðar og langtíma fjármögnunar, sem í boði er. Þessvegna getur búseturéttargj- aldið aldrei orðið minna en 15% af byggingarkostnaði, sem er mismunur láns Húsnæðisstofn- unar og byggingarkostnaðarins. Fasteignin er og verður um ó- komna framtíð eign húsnæðiss- Búsetablokkin í Grafarvogi vígð áfimm ára afmœlifélagsins Guðni Jóhannesson: Mikill áhugi á landsbyggðinni amvinnufélagsins sem byggir réttur við úthlutanir hjá öðrum hana. Um hverja fasteign er húsnæðissamvinnufélögum þeg- myndað búsetufélag, sem er armennflytjastámillistaða. Það er ábyrgt fyrir rekstri og viðhaldi fasteignarinnar. f því félagi eru eingöngu íbúar hússins. Þetta fé- lag tekur ákveðið leigugjald, sem við köllum búsetugjald, af þeim sem búa í íbúðunum. Þetta gjald Guðni Jóhannesson: Á lands- fundi Búseta um síðustu helgi lét ég þau orð falla að við hefðum ekki bara byr, þetta væri fána- blástur. á að standa undir kostnaði við fjármögnun og rekstur bygging- arinnar. Sá sem hefur fengið búseturétt1 öðlast ótfmabundinn afnotarétt af íbúðinni meðan hann stendur skil á búsetugjaldinu. Búseturétt- urinn er ekki framseljanlegur samkvæmt þeim reglum sem Bú- seti hefur sett sér, heldur gengur hann aftur til félagsins á verði sem í grófum dráttum er upphaf- legt búseturéttargjald upp- reiknað með gildandi vísitölu. Hinsvegar er hægt að erfa búset- urétt.“ Númeraröðin ræður Eftir hverju er farið þegar íbúðum er úthlutað? „Við inngöngu í húsnæðissam- vinnufélag fá menn félagsnúmer og reglan er sú að húsnæðinu er úthlutað eftir þessari númeraröð, að vísu með hugsanlegum tak- mörkunum sem lög gera ráð fyrir, t.d. um tekjumörk ef um er að ræða lán til félagslegs húsnæð- is. Sá sem fær íbúð úthlutað held- ur áfram sínu númeri þannig að möguleikarnir á að skipta um íbúð innan kerfisins við úthlutan- ir á nýjum íbúðum eru ótakmark- aðir. Eins er það fyrirkomulag víða fyrir hendi á Norðurlöndum að mönnum er tryggður ákveðinn markmið okkar að koma slíku fyrirkomulagi eftir því sem starfsemin eflist í kringum landið." Á síðasta þingi voru samþykkt lög um kaupleiguíbúðir, en þið byggið búseturéttaríbúðir og fáið fyrirgreiðslu í kaupleigukerfinu. Er búsetakerfið bara eitt form af kaupleigunni? „I raun og veru ef lögin um kaupleigu, sem sett voru sl. vor eru skoðuð, þá kemur glögglega í ljós að kaupleiga einsog hún er skilgreind f þessum lögum, nær ekki einungis yfir það form þar sem íbúðir eru leigðar út með kauprétti, heldur er kaupleigan samheiti yfir mismunandi form milli eignar og leigu einsog t.d. hlutareign og þar með talið bú- setaréttarformið. Þegar lögin voru sett þá voru ákveðnar takmarkanir í þeim sem útilokuðu hlutareignarform- ,ið úr hinum félagslega hluta lag- anna. Nú er í undirbúningi frum- varp sem opnar fyrir búseturétt- aríbúðir, bæði innan almennrar og félagslegrar kaupleigu. Það sem sárlega vantar, þrátt fyrir að fjármögnun verði tryggð með lögum, eru lög um húsnæð- issamvinnufélög og búseturétt þannig að réttarstaða félaga í húsnæðissamvinnufélögum, og ekki síst þeirra sem hafa fengið búseturéttaríbúð, verði tryggð. Þetta er afar brýnt.“ Alverktakan reynist vel Hversu margir eru félagar í Búseta núna? „Skráðir félagar í Reykjavík eru rúmlega 2.800, en Reykjavík- urfélagið nær yfir allt höfuðborg- arsvæðið, þar með talið Hafnar- fjörð, Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ. Það má eiginlega segja að það hafi verið gerð innrás á félagaskrána eftir að byggingin í Grafarvogi fór að rísa.“ Nú hafið þið haft samvinnu við Hagvirki og hefur sú samvinna verið í mjög nýstárlegu formi, svokölluðu alverktakaformi. Viltu skýra það nánar? „Þessi samvinna við Hagvirki hefur reynst mjög vel og því höld- um við henni áfram bæði í Hafn- arfirði og á Seltjarnarnesi. Reynslan af því að ráða alverk- taka er mjög góð af þessu fyrsta verki. Þar sem verð á íbúðum var ljóst frá upphafi þá var hægt að kynna væntanlegum íbúum hvaða fjárhagslegar skuldbind- ingar væru því samfara að fara þarna inn og ekki síst að með því að gefa verktakanum færi á að aðlaga hönnun hússins að þeim byggingaraðferðum sem eru hag- stæðastar fyrir hann, þá hefur náðst veruleg lækkun á bygging- arkostnaði einsog íbúðaverðið ber með sér.“ Hentar á landsbyggð- inni Þú ert nýkominn úr ferð um landsbyggðina þar sem húsnæðis- samvinnuhugmyndin hefur verið kynnt. „Já við Reynir Ingibjartsson höfum ferðast víða að undan- förnu til þess að ræða við heima- menn sem hafa haft áhuga á að fá okkur á sinn fund. Það hefur ver- ið skemmtilegt fyrir okkur að finna þann mikla áhuga sem er fyrir þessu, þá ekki síst meðal forráðamanna og sveitarstjórnar- manna, sem margir líta á þennan kost sem vænlegastan til þess að leysa húsnæðisvanda byggðarl- agsins. Svo merkilegt sem það nú er, þá háttar þannig víða til að at- vinnutækifærin eru fyrir hendi á stöðunum. Það er skortur á vinn- uafli. Fólk sem vill flytjast á stað- inn getur hinsvegar ekki hugsað sér að verða þínglýstir eigendur að fasteignum á staðnum áður en það hefur nokkra hugmynd um það hvort það mun festa þar ræt- ur. Nú eru undirbúningsnefndir, sem eru að vinna að stofnun húsnæðissamvinnufélaga, starf- andi á Ólafsfirði, Húsavík, Akra- nesi, Neskaupsstað, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Höfn og í Vest- mannaeyjum. Víða úti á landi hafa menn sótt um til bygginga kaupleiguíbúða og lánsloforð frá Húsnæðisstofn- un eru þegar fyrir hendi. Það get- ur því í raun og veru farið svo að bygging búseturéttaríbúða hefjist fyrr en varir í þeim byggðarlögum þar sem enn hafa ekki verið stofnuð félög ef forráðamenn sveitarfélaganna láta lánsloforð- in í hendur á húsnæðissamvinn- ufélögum á staðnum. Félögin í Borgarnesi, á Akur- eyri og í Árnessýslu eiga inni sjálfstæðar umsóknir hjá Hús- næðisstofnun sem verða af- greiddar á næstu mánuðum. Ef fjármögnun hefst eru menn til- búnir að hefjast þegar handa við byggingar íbúða.“ Búseti er sem sagt kominn á fullan skrið. „Það er óhætt að segja að við séum komnir á fulla ferð. Á Landsþingi Búseta um síðustu helgi Iét ég þau orð falla, að við hefðum ekki bara byr, þetta væri fánablástur.“ -Sáf Hið glæsilega fjölbýlishús Búseta að Frostafold 20 í Grafarvogi í Reykjavík. 6 SÍÐA _ NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.