Þjóðviljinn - 25.11.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Side 9
FOSTUDAGSFRETTIR Einn af handhöfum forseta- valds, Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar, hefur keypt 1440 flöskur af áfengi, aðallega vodka en einnig nokkuð af viskí, það sem af er Jþessu ári. Áfengið var keypt hjá ATVR á svokölluðu „diplómataverði“ og ekki greitt nema 120 krónur fyrir hverja flösku. Þetta var uppiýst í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Ólafur Kagnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að hann hefði látið athuga þetta alvarlega mál en vildi ekki ræða einstök atriði þess að svo komnu máli. Hann hefði fengið upplýsingar um mál- ið hjá Guðrúnu Helgadóttur for- seta sameinaðs þings og haft síð- an samband við forstjóra áfengis- verslunarinnar. Upplýsingar um málið munu hafa borist Guðrúnu Helgadóttur frá Ríkisendurskoðun. Má gera því skóna að ný boðleið hafi opn- ast í kerfinu þegar ákveðið var að Ríkisendurskoðun skyldi heyra beint undir alþingi. Ólafur Ragnar sagðist myndu láta athuga áfengiskaup opin- berra starfsmanna. Vín ætti ekki að selja með þessum kjörum nema til sendiráða og til ráðu- neyta vegna opinberra veislu- halda á þeirra végum og einnig til alþingis sem stofnunar vegna móttökuathafna. Handhafar forsetavalds ættu ekki að geta keypt vín á þessum kjörum nema um væri að ræða opinberar veislur sem þeir héldu þá sem Það eru ekki allir sem þurfa að standa í biðröðum í þau skipti sem buddan leyfir að þeir kaupi sér vodkaflösku fyrir 1.400 krónur eða meir. Sumir geta notað sér tækifaerið þegar forseti lýðveldisins er í útlöndum, fá þá marga kassa senda heim og greiða ekki nema 120 krónur fyrir flöskuna. hópur, nokkurs konar forseta- veislur að forsetanum fjarstödd- um. Ólafur sagðist ekki vita til að slíkar veislur hefðu verið haldn- ar. Ásamt forseta hæstaréttar eru forsætisráðherra og forseti sam- einaðs þings handhafar forseta- valds. Einu embættisverk hand- hafa forsetavalds hafa verið að undirrita lög þegar forsetinn hef- ur ekki verið á landinu og verður að ætla að allir hafi verið ódrukknir við þá athöfn. Eftir Magnúsi Thoroddsen er haft að hér sé um einkamál hans að ræða og að hann hafi verið í fullum rétti til að kaupa vín á þessu verði. Hann mun hafa spar- að sér hátt í 2 milj. króna með að fá þessar 1440 flöskur á diplómat- aprís. Álitið er mjög óh'klegt að nokkur maður hafi getað drukkið allt þetta vín aleinn, þ.e. tæpar 5 flöskur hvern einasta dag. Flest- um dugar miklu minna magn til að vita hvorki í þennan heim né annan og í því ástandi yrði flest- um um megn að skera úr við- kvæmum deilumálum sem varð- að geta líf og heill margra manna. ÓF Diplómatavm Fimm flöskur á dag Flaskan ál20 kall. Forseti hæstaréttar fékk 1440flöskur afsterku. Magnús Thoroddsen í vínkaupum sem einn af handhöfum forsetavalds. Keypt til einkanota meðanforseti lýðveldisins var erlendis. Afsláttur um 2 miljónir Hvalveiðar Atök við verslanir Aldi Grœnfriðungar loka Aldi-verslunum í Þýskalandi. Nasco hf.: Hefur tapað umtalsverðum sölusamningum aflagmeti ogfrystum sjávarafurðum í Þýskalandi vegna hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda Grænfriðungar voru með kröftug mótmæli gegn hval- veiðum íslendinga í gær. Fjöldi Grænfriðunga raðaði sér fyrir framan dyr verslana Aldi- verslana og meinaði fólki inngöngu. Kom til átaka við nokkrar verslanir. „Ég met stöðuna þannig að þetta sé tapað áróðursstríð og að við ættum að snúa við blaðinu með stæl og segja við Grænfriðunga: Strákar verið ekki með þessi læti. Við erum hættir hvalveiðum í vís- indaskyni,“ sagði Egill G. Jóns- son framkvæmdastjóri Nasco hf. North Atlantic Seafood. Fyrirtækið hefur ekki farið varhluta af baráttu þýskra Græn- friðunga gegn hvalveiðistefnu ís- lenskra stjórnvalda í Þýskalandi. Umboðsmenn og fiskfram- leiðendur þar hafa kippt að sér höndum í viðskiptum sínum við Nasco hf. að undanförnu vegna hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda sem mælast afar illa fyrir meðal almennings ytra. Egill sagði að samkvæmt sínum heimildum frá Þýskalandi væru íslendingar og hvalveiðar þeirra settir á sama bekk og ógnarstjórn hvítra í Suður Afríku. Sölustofnun lagmetis hafa bor- ist óskir um að hætt verði að geta þess á umbúðum íslensks lag- metis, að það komi frá íslandi. Verslunarkeðjan Aldi er einn að- ilanna sem hefur óskað eftir þessu. En fyrirtækið kaupir lag- meti fyrir tugi miljóna á ári frá íslandi. Theodór Halldórsson framkvæmdastjóri Lagmetisins segir þessar óskir fyrirtækjanna sýna hve alvarlegt ástandið er í Þýskalandi. En auðvitað verði ekki hægt að láta undan þessum óskum, ekki sé hægt að sigla undir fölsku flaggi á erlendum mörkuðum. En nafnið ísland hefði tvímælalaust neikvæða merkingu í huga margra Þjóð- verja. Áð sögn Egils G. Jónssonar var Nasco með umtalsverðan sölusamning af lagmeti í burðar- liðnum við þýska kaupendur sem ekkert varð af vegna áróðurs Grænfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum. Þá hefðu einnig tapast sölusamningar á hátt á annað hundrað tonnum af fryst- um afurðum ss. ufsaflökum, grá- lúðu og sólkola. Egill sagði erfitt að meta tap fyrirtækisins í beinhörðum peningum en sagði að það væri umtalsvert. „Áróður þýskra Grænfriðunga gegn íslenskum afurðum er miklu meiri en almenningur hér heima gerir sér grein fyrir. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta hermd- arverkasamtök sem einskis svíf- ast í aðgerðum sínum og eru geysilega vel skipulögð,“ sagði Egill G. Jónsson. Grænfriðungar í Þýskalandi segjast mjög ánægðir með árang- urinn af aðgerðum sínum. Á skrifstofu þeirra í Hamborg var fullyrt að mótmælin sem höfð voru uppi í 58 borgum fyrir viku síðan, hefðu skilað miklum ár- angri. Grænfriðungar væru ekki í stríði við íslensku þjóðina heldur hvalveiðistefnu stjórnvalda. -grh/hmp ASÍ Bima vara- maður í miðstjóm Öll samtök riðluðust við kjör varamanna Á þingi Alþýðusambandsins var í gærmorgun tilkynnt um úr- slit í kjöri 9 manna í miðstjórn. Kosning fór fram í fyrrakvöld og stungu þá þingfulltrúar upp á 12 mönnum til viðbótar þeim sem kjörnefnd hafði gert tillögu um. Birna Þórðardóttir, baráttujaxl af vinstri vængnum, náði þá kjöri sem 8. varamaður, en hún sat á þinginu sem 14. varamaður Verslunarmannafélags Ryíkur. Varamenn sem voru kjörnir: 1. Karitas Pálsdóttir, 2. Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, 3. Guð- rún Gísladóttir, 4. Guðrún Ólafs- dóttir, 5. Þorbjörg Samúelsdótt- ir, 6. Friðrik Jónsson, 7. Sigrún Clausen, 8. Birna Þórðardóttir, 9. Leifur Guðjónsson. Ap

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.