Þjóðviljinn - 25.11.1988, Page 13
Hundraðasta
ártíð
morðingjansog-
fórnarlambanna
fimm.
Hvervar hann?
Af hverju
eru glæpirhans
svonafrægir? Og
hvernigdóhann
sjálfur?
Kobbi
særður
fram
Montaguejohn Druitt,
lögfræðingur í London,
krikketleikari, einn afhommunum
í „Postulunum“, öðru nafni „Jack
the Ripper“
Herrar mínir og frúr, - Jack the Ripper, frægasti fjöldamorö-
ingi sögunnar, kolgeöveikur kvenhatari, raunverulegu nafni
Montague John Druitt lögfræöingur, einn hommanna í
„Postula-klúbbnum" í London, kunningi krónprinsins og skóla-
bróðir aðstoðarmanns innanríkisráöherra, krikketthetja og yfir-
kennari drengjaskólans í Blackheath.
Það fullyrða að minnsta kosti
höfundar einnar af sex nýjum
enskum bókum um Kviðristu-
Kobba, einsog nafnið hefur ný-
lega verið þýtt full-kumpánlega á
íslensku. „The Ripper Legacy“
heitir bókin, - og tilefnið er
auðvitað að í haust er rétt öld
liðin frá morðunum fimm.
Bæði brjóst afskorin, vinstri
handleggurinn og höfuðið héngu
við líkamann á húðinni einni, nef
og eyru sniðin frá andlitinu, höf-
uðleðrið rist frá ennisbeinunum,
andlitið sundurstungið og nœr
óþekkjanlegt. Kjötið hafði verið
skorið af lœrunum og fótleggjun-
um inn að beini...
Þetta er hluti af lýsingu
tímaritsins „Illustrated Police
News“ í London á líkamsleifum
Mary Jane Kelly, 24 ára írskrar
stúlku, sem var drepin fyrir rétt
rúmri öld í Whitechapel-hverfinu
í East End, London. Og menn
hryllti við, bæði lýsingunni og
þeirri geðsýkisgrimmd sem að
baki verknaðinum lá.
Mary Jane Kelly var fimmta og
síðasta fórnarlamb kvennamorð-
ingjans. Þær voru allar vændis-
konur, og þær fjórar sem fyrr
féllu voru mun eldri en Mary
Jane, yfir fertugt og æskublóm-
inn fölnaður einsog menn geta
ímyndað sér um þennan tíma og
þennan stað, verstu fátækra-
hverfin í Lundúnaborg. Flestar
þeirra heyrðu til allra lægsta
hópnum meðal vændiskvenna,
voru portkonur í þess orðs eigin-
legu merkingu, og allar (nema
ein) voru þær limlestar á hinn
hræðilegasta veg.
Blöðin notuðu stærstu fyrir-
sagnaletur sín, og ekki dró úr
hryllingnum við bréf sem morð-
inginn sendi lögreglunni:
„Mér er illa við mellur og held
áfram að rista þœr upp þangað til
þið náið mér... Hnífurinn minn er
svo góður og beittur að mig langar
að komast strax að verki aftur...
Yðar einlœgur, Jack the Ripper. “
Lík í Thames
En eftir að lík Mary Jane Kelly
fannst illa útleikið að morgni 9.
nóvember 1888 varð fullkomið
grun töldu honum til styrktar
þann einkennileik að ekkert var
minnst á þessar blóðvikur í ævi-
minningum James Monros, sem
var æðsti lögreglumaður í innan-
ríkisráðuneytinu á tímum kvið-
ristnanna og síðar lögreglustjóri
Lundúnaborgar.
Melville Macnaghten, hægri
hönd Monros, minnist hinsvegar
þessara tíma í sinni sjálfsævisögu.
„Ég hallast að þeirri skoðun, “
segirsör Macnaghten „að einstak-
lingurinn sem hélt Lundúnum í
skelfingargreipum ... hafiframið
sjálfsmorð hinn 10. nóvember
1888 eða þarumkring."
Þessar vísbendingar leiddu
með öðru til þess að ýmsir töldu
að yfirmenn lögreglu hafi leynt
nafni morðingjans af tillitssemi
við fjölskyldu hans eða félaga, og
næsta skref í röksemdafærslunni
er auðvitað að „Jack the Ripper“
hafi verið stórenskur yfirstéttar-
lát á opinberum athöfnum bréf-
ritarans. Viðbúnaður var þó mik-
ill næstu vikur, bæði af hálfu lög-
reglu og almennings í East End, -
og þegar lögregla dró úr styrk sín-
um í borgarhlutanum í byrjun árs
1889 varð nokkur kurr meðal
íbúa þarsem engan veginn þótti
sýnt að Kviðristu-Kobbi væri
sestur í helgan stein.
Einn af þeim sem fór til lög-
reglu að kvarta var Albert nokk-
ur Bachert, forystumaður í eins-
konar hverfisvarnarnefnd sem
stofnuð var í Whitechapel vegna
Ripper-morðanna. I skrifum
sem hann lét síðar eftir sig segist
hann hafa fengið þær viðtökur að
hafa verið látinn sverja eið að.
þagmælsku áður en honum var
tjáð að ekki væri þörf frekari lög-
regluaðgerða. Þegar væri uppvíst
um raunverulegt nafn morðingj-
ans, sem sjálfur væri í öruggri
vörslu: hefði fyrir skömmu verið
slæddur uppúr Thamesá liðið lík.
Nafnið fékk Bachert hinsvegar
ekki.
Sjötta moröið
— sjálfur hann?
Og það fékk fljótt byr undir
vængi að yfirmenn lögreglu vissu
meira um morðin en uppi var
látið. Þeir sem höfðu þennan
Þrjú af fórnarlömbum kviðristumorðingjans: Annie Chapman, Polly Nichols og Elizabeth Stride. Limlesting-
arnar héldu Lundúnabúum í skelfingargreipum svo vikum skipti.
Montague John Druitt lögfræðingur og krikkettleikari. Var hann drep-
inn af vinum sínum Postulunum?
maður, og allsekki ruglaðurslátr-
aralærlingur úr austurbænum,
pólskur gyðingur, eða geðveikur
læknir frá Rússíá, einsog dag-
blöðin gátu sér til um í miklum
forsíðuuppsláttum.
Böndin
aö Buckingham
Alla þessa öld hafa sjálfskipað-
ir rannsóknarmenn athugað
helstu kandídatana meðal gæð-
inga yfirstéttarinnar í Lundúnum
fyrir hundrað árum og hefur
jafnvel sjálf Buckingham-höll
ekki sloppið undan vökulum
augum. Lengi hafði verið hvíslað
um einhverskonar hneyksli tengt
konungsfjölskyldunni, en það
var ekki fyrren um 1970 að uppá
yfirborðið komst. Þá var sett
fram sú tilgáta að Kviðristu-
Kobbi hefði í raun verið Albert
Victor prins, barnabarn Viktor-
íu, sonur Alberts Edwards þess
sem við tók af gömlu konunni
árið 1901 og varð þá Játvarður
sjöundi. Prinsinn var áður dáinn
úr lungnabólgu 28 ára gamall og
tók því ekki við ríki af Játvarði.
Albert Victor þótti ágætis-
kostur í hlutverkið á þeim
efasemdar- og uppreisnartímuin
þegar tilgátan var fram sett. Hon-
um er lýst sem veiklunduðum og
heldur væskilslegum, og þykir
sannað að hann hafi helst kosið
samneyti annarra ungra karl-
manna, - sem kölluðu prinsinn
Eddy. Því er einnig haldið fram
að Albert Victor hafi krækt sér í
sárasótt á ferðalagi um Karabíska
hafið og á sóttin að hafa skekkt í
honum geðheilsuna. Hér gætu
sumsé verið komin ýmis
leikklæði morðingjans hroða-
lega, en því ntiður, - Eddy prins
hefur pottþétta fjarvistarsönnun
NÝTT HELGARBLAÐ KYNNIR:
Kviðristu-
Föstudagur 25. nóvember 1988 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13