Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 16
Trúin, ástin og efinn nefnist fyrsta bindi endurminninga séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað, sem Guðbergur Bergsson skráði og Forlagið gaf út fyrir skömmu. I bókinni rifjar séra Rögnvaldur upp æsku sína í Hafnarfirði, námsárin í guðfræðideild Háskólans. I þeim brotum úr bókinni sem hér birtast, segir séra Rögnvaldur frá fyrstu námsárum sínum í háskóla. í meginatriðum voru háskólap- rófin samt af sama toga og þau sem maður hafði verið að taka, allt upp úr barnaskóla, gegnum gagnfræðaskóla og menntaskóla, - það reyndi mest á minnið. En sjálfstæð dómgreind var ekki vel séð. Yfirleitt átti nemandinn að tileinka sér viðhorf bókanna, og bækurnar voru valdar af kennur- um sem kusu það sem þeim þótti girnilegast, var í samræmi við anda þeirra og skoðanir. Þannig fór allt í ósköp mannlegan farveg, lokaðan hring, kannski vítahring andans. Sem ég, hinn ungi leitandi maður, var í vissri and- stöðu gegn og vildi opna fyrir ný- jum anda, nýjum skilningi og veita inn í eilífri æsku. En eitthvað svipað mun þetta vera enn í dag í hinum húmanísku fræðum. Hver tíð hefur sína stefnu, sinn skóla sem gjarnan lítur smáum augum á fortíðina og brosir góðlátlega að barnaskap þeirra, sem gengnir eru, og því liðna. Menn halda á hverjum tíma að þeir séu að höndla sann- leikann hverju sinni, þótt ekki þurfi ýkja mörg ár til að sýna fram á það að þeir hafi vaðið í villu og svima. Og þetta sann- leikslögmál gildir ekki síður um raunvísindin og þeirra „sann- leik“. Tíminn leið. Og dagarnir, sem maður kveið, voru komnir yfir mann fyrr en varði. Og þeim var líka lokið fyrr en varði. Dagarnir eru þannig. Ég átti aðeins eitt eftir, það var prófprédikunin. Mér var úthlut- að eða ég var látinn draga um bæði hvar ég yrði í röðinni og hvaða texta ég fengi til að Ieggja út af. Ég man að ég dró verkefnið „Góði hirðirinn". Það er úr tí- unda kafla Jóhannesarguð- spjalls. Og af okkur fimm átti ég að ganga fyrstur í prédikunarstól. Ekki bætti það úr skák. Prédikunina samdi ég á dags- stund. Ég reyndi að vanda mál mitt, fága þessa smíð, fylla hana af anda, gæða hana lífi sem væri sprottið frá guði, af íslenskri tungu, úr texta ritningarinnar og kæmi frá minni innri leynd og gæfi í skyn andagift verðandi hirðis. Nú var aðeins eftir eitt - að flytja hana. Það skyldi gert á þar tilteknum degi, í háskólakapell- unni. Viðstaddir voru ýmsir menn sem létu sig kristindóm hinna verðandi presta einhverju máli skipta, og svo þeir aðstand- endur sem gáfu sér tóm til að koma og hlusta á okkur. Ekki man ég hverju ég klædd- ist. Það var venja að búast sínu besta pússi, en ég átti engin kjól- föt og held að ég hafi bara verið í stúdentssmókingnum mínum. Þarna var ég kominn í prédikun- arstól með undarlegan þurrk í munninum og fannst, eins og svo oft síðar, að hér ætti ég ekkert erindi, ég væri að fara inn í helgi- dóm sem stæði mér ekki opinn, ég væri eins og þjófur eða ræningi í annarra manna húsi. Framsögn mín varð því eftir þessu. Tungan varð skyndilega þurr og gómurinn og munnurinn líkur brenndum leir. Ég þorði ekki að dreypa á vatni, sem var í glasi við hliðina á mér, af ótta við að ég mundi annað hvort missa það niður eða mér svelgdist á. Það var jafnvel enn óbærilegri hugsun en það að ég stamaði orð- in fram úr þurrum munninum. Engu að síður lauk ég prédikun- inni og fékk, að mig minnir, fyrstu einkunn. En mér duldist ekki að framsögn mín og prédik- unarmáti höfðu ekki verið í nógu góðu samræmi við það sem ég tlutti, að hvort tveggja hefði dregið mig niður. Svona getur mat manns sjálfs verið ólíkt mati annarra og hin innri kvöl öðrum hulin. Kannski heillar það mest sem af hrjáðum huga sprettur. - 0 - Ég man ekki lengur hvernig fundum okkar séra Sigurbjarnar Einarssonar bar saman. En brátt varð ég heimilisvinur hjá honum. Hann bauð mér oft heim og var mér mjög hjálpsamur og vildi greiða götu mína í hvívetna, með- al annars með því að hleypa mér í próf, þótt ég væri að dómi Ás- mundar aðeins að byrja í fræðun- um eða eins og hann sagði: Þér eruð nú rétt að byrja hjá okkur. Sigurbjörn var barnmargur. Þau hjónin bjuggu í húsi við Freyjugötuna. Barnahjörðin var að vaxa úr grasi, allt elskulegir krakkar og skemmtilegir. Sjálfur var Sigurbjörn einstaklega heill- andi persónuleiki og orðhagur, hnyttinn í svörum, og þess vegna sá kennari sem ég hafði mest dá- læti á í deildinni. Ef til vill fannst mér hann standa mér nær en aðrir kennarar deildarinnar af því hann kom úr svipuðu umhverfi og ég, var af fátæku fólki kominn og vissi hvað fátækt og basl var. Hann hafði ekki Iöghelgaðar embættismannastéttir að baki sér né auð í garði. í þokkabót var hann hlýr og skemmtilegur, hafði lag á að hæna unga menn að sér og koma til móts við þá á annan máta en hinir gömlu. Én hann átti það til að vera dálítið partiskur á köflum, eins og viss tegund af ís- lenskum vitmönnum, og reyndar ákveðin tegund af kjánum líka. Þeir eiga til í sér þetta sama, svo í þessu verður stundum ekki greint á milli vits og kjánaláta. Hann var þess vegna ekki jafnheillandi fyrir þá sem hann hafði horn í síðu á eða voru andsnúnir honum í guðfræðilegum efnum. Af mannlegum sjónarhóli séð kann það að orka tvímælis að and- skotast við menn fyrir það eitt að hafa önnur sjónarmið í trúar- legum efnum en maður sjálfur, því guðshugmyndirnar eru jafnmargar okkur, leitandi mönnum. Sigurbjörn var mikill ræðu- maður, en snilld hans fólst kannski í listrænum umbúnaði fremur en í innihaldinu eða rök- hugsun og uppbyggingu ræðunn- ar. Enda getur tungan og lipurð hennar og vald á málinu oft orðið þrándur í götu raunverulegs gáfn- afars og rýrt innihald orðanna. í þessu sambandi minnist ég orða Magnúsar skálds Ásgeirs- sonar, sem hann lét falla eitt sinn þegar við vorum að ræða um skáldskap Jóhannesar úr Kötlum: Hann Jóhannes á svo létt með að ríma að það verður stundum á kostnað hugsunarinnar. Þetta viðhorf til ræðulistar Sig- urbjarnar kemur fram í grein sem Gunnar Benediktsson skrifaði, að ég held í bókinni Hinn gamli Adam í oss. Þar tekur hann fyrir eina ræðu Sigurbjarnar og fer hörðum orðum um það siðleysi er hún spegli. Kannski stafaði gagnrýni Gunnars að einhverju leyti af pólitískri andúð á Sigur- birni eða af afbrýðisemi. Hvað um það, núna held ég að skipuleg bygging stólræðu beri kannski ekki alltaf vitni um nálægð við eðli guðdómsins eða óbiluga trú, vegna þess að trú og einlægni finnst tíðum í því sem er veikt, óljóst og þokukennt. Sigurbjörn átti ekki aðeins að- dáendur meðal stúdenta heldur líka í prestastétt, svo ýmsir vildu frama hans meiri en þann að hann væri dósent. Þeir ætluðu honum að taka við ríkinu í fyll- ingu tímans og verða biskup, sem hann varð. Kannski hefur hann sjálfan dreymt um slíkan frama. Én hvað sem draumum hans hef- ur liðið var hann kosinn biskup með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, þannig að hann hefur náð út fyrir óskir sínar eðá getað gert þær og drauma sína að óskum annarra, sjálfum sér í hag, þjóð- inni og vonandi trúnni í landinu líka, með því að beita persónu- töfrum og viti. Og þá er allt fullkomnað. Mér skildist ekki fyrr en löngu síðar, hversu löng leið kann að vera frá biskups- dómi að heilagleika. Eins og oft vill verða þá breytti embættið og valdið Sigurbirni. Við biskupskjörið gerðist það sem er undarlegt en mannlegt, meira að segja hjá prestum, að maður sem hafði verið dáður af nemendum sínum í guðfræði- deildinni féll í áliti hjá mörgum, eftir að þeir voru orðnir prestar en hann biskup. Þessú var öfugt farið með Ásmund. Af þessu má ef til vill þann lær- dóm draga, að eitt er að vera góð- ur kennimaður og annað að vera gegn biskup. Það var ýmislegt sem fór leynt í persónu Sigurbjarnar og hann lumaði á en tók síðan fram við hentugleika, eins og þörf fyrir píslarvætti. Eftir að hann hafði haldið þrumandi ræður gegn hernum og Atlantshafsbanda- laginu, sneri hann skyndilega við blaðinu. Mér er ekki grunlaust um að það hafi verið vegna þess að hann hafi fengið ábendingu um það frá þeim sem ætluðu að styðja hann til biskupskjörs, að hann yrði að hætta öllum af- skiptum af stjórnmálum, ef hann ætlaði að gera sér vonir um að verða kosinn til biskups. Annað var líka talandi tákn þessa tíma, en það var sú nauðsyn fyrir hægriöflin í landinu, að margir „iðrandi vinstrisinnar“ kæmust í háar valdastöður. Þar var þeim síðan miskunnarlaust veifað sem fyrrverandi villuráf- andi sauðum framan í það lið sem sat eftir í rauðum vinstrisyndum sínum en þráði þó kannski ekkert heitar en það að hverfa frá þeim til syndlauss lífs í Sjálfstæðis- flokknum og helst að komast á framabraut. Þannig eru einstaklingar gerðir að leiksoppum, jafnvel bestu menn, sem átta sig hvorki á sjálf- um sér né þjóðfélagsöflum hvers tíma. Þess vegna kæmi mér það Séra Rögnvaldur á Staðastaó meó Guöbergi Bergssyni sem skráir sögu hans. 16 StÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.