Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 19
irinn
ræðir við Nýtt Helgarblað um
lóp, herstöðina og margt fleira
krossgötum að líkaminn og and-
leg heilsa segja; hingað og ekki
lengra. Þá er annað hvort að
dópa sig í hel eða hætta. Þetta
gekk upp og ofan hjá mér. Ég var
edrú fyrst í góðan tíma og sprakk
og dópaði aftur í nokkra mánuði
en komst svo að því að þetta gekk
ekki.
Var það persónulegur ósigur
að springa?
Nei, nei ég held að það sé mjög
eðlilegur hlutur að alkóhólisti
hræri í efnum og áfengi. Þetta var
ekki persónulegur ósigur, af og
frá. Kannski vegna þess að þetta
varði ekki svo lengi. Áfallið var
hins vegar að skilja það endan-
lega að ég gæti þetta ekki. Ég er
mikill keppnismaður og þegar ég
uppgötvaði að ég myndi alltaf
tapa fyrir vímugjafanum, hann
myndi alltaf slá mig niður, varð
ég alveg sáttur við að hætta. Og
þetta var sigur þó maður viður-
kenndi um leið veikleika sinn. En
til að byrja með sætti ég mig illa
við að viðurkerina að dópið réði
yfir mér, það var erfitt að kyngja
því.
En þegar ég prófaði þetta aftur
og sá að allt fór í nákvæmlega
sama horfið, öðlaðist ég frelsi við
að gefa dópið upp á bátinn full-
sáttur og til að langa ekkert í
þetta meira.
Ertu hamingjusamur maður í
dag?
Já og nei. Ég er hamingju-
samur, það eru góðir tímar í mínu
lífi og það koma líka niður-
sveiflur í mínu lífi og allt það. En
eins grunnt og ég þekki mig þá er
ég hamingjusamur.
Ertu búinn að gera „stóra verk-
ið“ í lífinu?
Ég hugsa ekki þannig. Ég
hugsa stundum til þess með undr-
un og gleði og er stoltur af því, að
ég er búinn að vera á toppnum í
þessum bransa í öll þessi ár. Ég
held að það sé stóra verkið sem
alla dreymir um, að halda því. í
dag er það bara það verk sem
maður vinnur að hverju sinni sem
skiptir máli. Það má vel vera að
ég eigi eftir eins og Dylan segir
„að mála meistaraverkið“.
Kannski er ég búinn að því, ég get
ekki dæmt um það.
Þú sagðir mér áðan að þú værir
að semja texta sem heitir „Sagan
endurtekur sig“. Þegar þú komst
fram á sjónarsviðið gerðir þú það
með hvelli og gekkst á röðina og
löðrungaðir liðið. Ertu hræddur
um að sagan endurtaki sig á þér?
Það má vel vera og það hefur
verið gert. En sérðu til, munur-
inn er sá að ég sem mína texta og
tónlist sjálfur. Ég kom þversum
inn í þennan bransa á sínum tíma.
Ég löðrungaði þá sem ég löðr-
ungaði vegna þess að þeir báru
ábyrgð á því hvað íslenski popp-
bransinn var lágkúrulegur og lé-
legur. Ef menn ætla að löðrunga
mig fyrir það þá er það vindhögg.
En ég skil það ósköp vel að
ungir menn komi upp og það sé
töff og kalt að gefa skít í Bubba.
Annað væri óeðlilegt enda hef ég
svarað því áður. En ég verð að
segja það af fullri einlægni og
hreinskilni að mér er nákvæm-
lega sama. Ef ég lít yfir farinn veg
þarf ég ekkert að skammast mín
Herstöðin er hérna vegna þess að nokkrar fjölskyldur og fyrirtæki hafa af henni óhemju pening, - segir Bubbi meðal annars hér í viðtalinu. Mynd Jim
eða stressa mig á einu eða neinu
sem ég hef gert. Ég vil meina að
ég hafi tekið þátt í nýsköpuninni í
íslenskum poppbransa og ef
menn vilja löðrunga mig fyrir það
geta þeir allt eins löðrungað
sjálfa sig. Þetta hljómar kannski
hrokafullt. En ég er ekki að
syngja kóperaða músík eða mús-
ík eftir aðra og tel mig hafa gert
mikið af góðum hlutum og lagt
mitt lóð á vogarskálina til hins
betra og er óhræddur við dóm
poppsögunnar.
Herstööin
ekkert einkamál
Herstöðin hefur lengi verið
eitur I þínum beinum, fínnst þér
rætur hennar styrkjast?
Hún er orðin hefð, því miður.
Hún er eitt af stóru málunum á
öllum mínum tónleikum og er
búin að vera það í 8 ár. Sjáðu tii,
það skiptir ekki máli hvort það
eru Danir, Englendingar, Þjóð-
verjar eða Bandaríkjamenn sem
hafa hér herstöð. Málið er að
þetta skiptir okkur öll máli sem
búum í landinu. Þetta er ekki
einkamál Péturs Péturssonar út-
varpsþular eða Árna Björns-
sonar þjóðháttafræðings og ann-
arra sem telja að herstöðvarmál-
ið sé einkamál þeirra í kaffi-
samsætum. Sama gildir um Amn-
esty International. þeir sem
stj órna þar eru elítan, mennta- og
menningarelítan. Þetta skiptir
Jón á eyrinni jafnmiklu máli og
þetta fólk þó svo það hafi lesið
meira. Við Bjartmar ætlum að
gera herstöðvarandstæðinga-
plötu sem á að koma út l.maí á
næsta ári í tilefni þess að 40 ár eru
liðin frá því að þjóðin var svikin.
Ég er hissa á því að herstöðvar-
andstæðingar skuli ekki hafa
beitt sér meira og reynt að vinna
að þessum málum af meiri elju og
krafti. Ég lýsi því yfir að Alþýðu-
bandalagið sé hjóm og hjóm eitt
og sá flokkur verður aldrei annað
en aulaflokkur í mínum augum
þar til ég sé fastar tekið á þessu
máli. Ég vil herstöðina úr landi
og það sem fyrst. Þetta er rauður
þráður í gegnum mína tónlist og *
mína tónleika og eini hluturinn
sem ég hef endurtekið aftur og ,
aftur er að herstöðin sé af hinu
illa. Við erum ekki frjáls þjóð á
meðan herstöð er í landinu. Þeir
taka meira og meira af þessu
landi í sínar hendur.
Eftilvill hefur herinn svo sterk
ítök að það gengur ekki lengur
upp að tala um þessa hluti, sam-
anber stjórnmálamennina. Ég
skil þetta ekki og á erfitt með að
sætta mig við þetta. Herstöðin
hyglir og ákveðnar ættir og fyrir-
tæki hafa óhemju pening út úr
þessu, þess vegna er hún hérna.
Mér verður eiginlega orða vant
þegar ég hugsa um þessa hluti
vegna þess að ég verð svo vond-
ur.
Frelsi til sölu var að stórum
hluta um herstöðina og ég hef
verið trúr minni sannfæringu í
þessum málum. Það er meira en
hægt er að segja um þennan
blessaða flokk sem virðist ætla að
sætta sig við það að herstöð verði
héma þangað til bomban fellur.
En að menn skuli ekki sýna sög-
unni meiri sóma en það að kyngja
þessum hlutum er ömurlegt og
menn geta alveg eins hætt að tala
íslensku. Herinn getur sett upp
ratsjárstöðvar sem sagðar eru til
að bjarga drukknandi sjó-
mönnum sem auðvitað er helber
lygi. Og að fólk skuli trúa því að
þeir séu hér til að vernda okkur er
slík fásinna og geggjun að það
jaðrar við að vera geðveiki. Þetta
sýnir hvernig Morgunblaðið og
stjórnmálaflokkar geta logið og
villt um fyrir þjóðinni.
Ég trúi því til dæmis ekki að hér
skuli vera herstöð án kjarnorku-
vopna, þegar hernaður meira og
minna snýst um þau. Hafið allt í
kringum okkur er líka kraumandi
af kjarnorkuvopnum. Það að
ungu fólki í dag stendur meira á
sama um herstöðina er bara eðli-
leg þróun þegar 60% af útvarps-
efni í frjálsu stöðvunum er á
enskri tungu, meirihluti mynd-
banda er á ensku og meirihluti
kvikmynda eru á ensku. Tískan
kemur frá enskumælandi löndum
og allt þetta spilar inn á unglinga.
Þegar það er ekkert forvarnar-
starf í þessum efnum er þetta
eðlileg þróun.
Tíminn leið hratt og Bubbi
hafði annað og meira að gera en
spjalla við blaðamann. Þegar
blaðamaður yfirgaf hús hans var
hann að gera sig kláran í lík-
amsræktina. Hollustan er greini-
lega komin í fyrirrúm hjá Bubba.
-hmp
Föstudagur 25. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19