Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 21
HEIX, ARM ENNINGIN Mér tókst aldrei að verða norskur Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við Hannes Sigfússon í tilefni afnýrri ljóðabók Hannes Sigfússon Hannes Sigfússon er fluttur heim til íslands eftir aldarfjórð- ungs fjarveru. Hann er sestur að á Akranesi og minnir rækilega á sig á jólamarkaði með tveim bókum, þýðingu á verðlaunasögu norsku skáldkonunnar Herbjarg- ar Wassmo sem gisti ísland í haust, Húsið með blindu gler- svölunum, og nýrri ljóðabók, Lágt muldur þrumunnar. Auk þess er hann að þýða bók eftir Söru Lidman fyrir Ríkisútvarpið og ætlar að lesa hana sjálfur eftir jól. Hannes hefur fallega rödd og það er tilhiökkunarefni að fá að hlusta á hann lesa í útvarpið. Ný ljóðabók frá Hannesi telst til stórtíðinda, því rétt tíu ár eru liðin síðan síðasta ljóðabók hans kom út. f>að var Örvamælir, 1978. Áður komu Dymbilvaka (1949), þegar Hannes var ungt at- ómskáld, Imbrudagar (1951), skáldsagan Strandið (1955), Sprek á eldinn (1961) og Jarteikn (1966). Fyrir fáeinum árum gaf hann svo út ævisögu sína í tveim bindum (1981 og 1985) og Ljóða- safn hans kom út 1982. Hannes var kvæntur norskri konu, Sunnu, sem hann missti snemma á þessu ári. Ég tók mér fari með Akraborg til að heimsækja hann og spyrja nánar um framlag hans á jóla- bókamarkaðinn. í nýju Ijóðabókinni þinni tal- arðu í einu Ijóðinu um framtíðina sem ósnortna eyðimörk, og það er kvíðablandin eftirvænting í Ijóð- unum sem þú yrkir áður en þú leggur af stað heim. Hvers vegna vildirðu koma heim? Mér fannst svo tómt í kringum mig þarna úti. Ég bjó í húsi þar sem við Sunna höfðum verið bæði, vanur nánu samlífi og allt í einu orðinn einn. Ég hafði gert svolitlar tilraunir til að verða norskur, til að mynda skrifaði ég fyrra bindið af ævisögunni minni upphaflega á norsku, en forleggj- arar sögðu eins og eðlilegt var að ég væri óþekktur maður í Noregi, þessa bók ætti að gefa út á Is- landi. Hefði ég náð fótfestu sem norskur rithöfundur hefði málið horft öðruvísi við, en mér fannst ég aldrei geta þýtt ljóðin mín á norsku. ísland hélt áfram að vera „heima“ - þó fannst mér ekki ár- ennilegt að fara heim - í líki marglyttu með blóðugar rætur svífandi í fallhlíf milli himins og hafs! eins og segir í ljóðinu „Upprisa" sem þú vitnaðir í áðan. En hvernig var svo að koma heim? Það lífgaði mig ansi mikið að finna hvað mér var vel tekið. Mér fannst líka lofa góðu hvað bók- menntum og listum er sinnt vel í fjölmiðlum. Svo eru allir að spyrja mig um Reykjavík, en mér finnst Reykjavík ekkert hafa breyst, það hefur bara teygst úr henni, langt út í eyðimörkina! ísland Wagner- túlkandi Þú segir í nýju bókinni að ís- land sé mikill Wagnertúlkandi. Hefurðu kannski skipt um skoðun á Wagner - í gamla daga kallaðirðu hann loddara? Nei, ég hef ennþá sömu skoðun á Wagner. Ég er að nokkru leyti að hugsa um veðrið í þessari ljóðlínu en líka um belg- inginnílöndum mínum! Þeirhafa svo hátt um allt, þeir eru alltaf bestir í öllu þangað til það kemur í ljós að þeir eru ekki eins góðir og þeir héldu! Við erum mikil ævintýraþjóð, íslendingar, fullir af hugmyndum, sjáðu hvernig þeir fjárfesta um leið og góðærið kemur. Þetta var ég að meina. Líst þér ekkert sérstaklega vel á land og þjóð? < Bæði og. Þjóðin er náttúrlega þróttmikil og bjartsýn yfirleitt en fjárhagurinn er í öngþveiti sem vonandi rætist úr. Mér finnst þessi þjóð vera í deiglunni. Við erum alltaf að nema land. En hvernig erum við í saman- burði við þjóðina sem þú kvadd- ir? íslendingar eru miklu opnari og frjálslegri en Norðmenn, ekki vafi á því. Auðvitað er munur á fólki í Norður- og Suður-Noregi, það er miklu formfastara í um- gengnisvenjum fyrir sunnan. En fyrir norðan þar sem umhverfi og lífsskilyrði eru svipuð og hér, þar er fólk miklu líkara okkur. Svo það er ekki hægt að alhæfa um Norðmenn - og auðvitað ekki um íslendinga heldur þó að mikið beri á vissum einkennum, flauta- þyrilshætti, lítilli formfestu - en það er gott líka. Það er miklu skemmtilegra að umgangast fólk sem er þannig heldur en mjög formfast fólk sem situr að gamalli menningu og hefðum og tekur sjálft sig nokkuð hátíðlega. Ertu að yrkja um þetta í Ijóðinu „Svikamyllur“? Þar er ég að yrkja um það hvað fólk er undarlega þröngsýnt. Það ferðast Um allan heiminn, það hefur möguleika á að sjá heiminn í einni heild, hafa hann í hendi sér ef svo má segja, skynja hann sem veruleika sinn. En um leið og það er komið heim aftur þá „tekur allt kynlegum hamskiptum. Þeir sjálfir. Útsýnið. Garðholan stækkar. Limgerðið vex.“ Þetta verður mikilvægara en allt ann- að. „Heimurinn bútast sundur í laus blöð úr landafræðinni sem þeir lásu í bernsku.“ Það sem þeir hafa farið á hálfum sólarhring verða nú fjörutíu dagleiðir. Menn eru svo fastir á grunnum sjónarmiðum að þeir fá enga heimssýn hvernig sem þeir ferð- ast um. Og þeir verða minni og minni menn við hverja svika- myllu sem þeir koma sér upp. Herbjörg kann listina að segja frá Hvers vegna þýddirðu Húsið með blindu glersvölunum? Vegna þess að mér fannst það góð bók. Ég var orðinn leiður á að lesa flóknar skáldsögur og fannst hún kunna listina að segja frá. Andrúmsloftið og umhverfið þekkti ég frá íslandi og hélt að þessi bók ætti erindi við íslenska lesendur. Hún er auðvitað grimm og fjallar um hlut sem er að koma meir og meir upp á yfirborðið, misnotkun á börnum, en mér fannst hún einmitt tímabær þess vegna. Og það var ekki svo erfitt að þýða hana, ég hef þýtt hrika- legri bækur. Mér datt í hug að Herbjörg hefði lent í svipaðri reynslu sjálf af því hvað hún lýsir þessu vel, en hún þvertekur fyrir það. Aftast í Ijóðabókinni cru lfka þýdd Ijóð. Já, mér fannst nauðsynlegt að þessi ljóð kæmu út undir mínu höfundarnafni þó að nokkur þeirra hefðu komið út í safnritum sem aðrir gáfu út. Þarna er ljóðið „Fimm mínútna leið frá bænum“ eftir Vitezslav Nezval sem ég þýddi áður en ég orti Dymbil- vöku og sem opnaði mér leiðina til að yrkja. Það opnaði mér nýj- an ljóðheim. í nýju bókinni eru fleiri þýdd ljóð frá næstu árum á eftir sem féllu utan verksins Nor- ræn ljóð vegna þess að þau eru eftir eldri norræna höfunda en þar áttu að vera eða eftir skáld utan Norðurlandanna. Ertu hættur að þýða ljóð? Já. Ég hef ekki þýtt ljóð síðan ég lauk við Norræn íjóð árið 1971. Það var erfitt verk. Lágt muldur þrumunnar er persónulegri bók en fyrri ljóða- bækur þínar. Losuðu minninga- bækurnar um einhver höft? Það getur verið. En svo skynj- aði ég líka allt í einu hvað ég er orðinn gamall. Er ekki viss eftir- sjá í bókinni? Hún var sennilega kveikjan að því að ég fór að yrkja aftur eftir svona langt hlé. Ég hafði ekki ort kvæði síðan ég sendi Örvamæli frá mér í ársbyrj- un 1977 þegar ég fór allt í einu að yrkja árið 1986. Fyrsta kvæðið sem ég orti var „Á leiðarenda" - þú sérð stemninguna í því. Það er um granna mína í bænum sem við Sunna vorum nýflutt til, mjög hefðbundið kvæði að ýmsu leyti. En síðasta línan bjargar því: Allt þettafólk er á svipuðu reki og ég úr nálœgri fortíð sem mun vera löngu liðin. Mér finnst þú vera að lýsa dorgi á skáldskaparmiðum í Ijóð- inu „Fyrirburður úr djúpinu“. Já, kannski það. En það er líka rökrétt lýsing á veiðiferð, lýsir því nákvæmlega þegar maður veiðir með fingri, vegur upp og niður og fær svo allt í einu fisk! Þá lýstur mann gleðin. Silja Aðalsteinsdóttir Fyrirburður úr djúpinu Fœrið á fingri þínutn Og furður djúpsins sem þú rennir grtm i Sökkan halíjleytt flögrandi undir Ijósmál attgans með gulhvitt agn í taumi Sofandi haf Bijandi kyrrð Hálft tungl í roft Og armur þinn vegur og vegur lóð efatis... Þá lýstur þig gleðitt! Föstudagur 25. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.