Þjóðviljinn - 25.11.1988, Side 22
Biskups saga
Sigurður A. Magnússon. Sigurbjörn
biskup. Ævi og starf. Setberg 1988
Nú eru prestajól í bókum eins
og fjölmiðlar hafa klifað á. Og ef
að líkum lætur mun drjúgur hluti
þeirrar forvitni sem prestabækur
vekja beinast að þeirri ævisögu,
sem Sigurður A. Magnússon hef-
ur saman sett um Sigurbjörn Ein-
arsson biskup, þann mann sem
íslensk kristni á okkar öld á flest
að þakka, svo vel hefur hann
fram gengið gegn römmum
freistingum lágkúrunnar og hins
notalega skoðanaleysis.
Hið persónulega
og hið opinbera
Petta er ekki samtalsbók. Sig-
urður A. Magnússon ber ábyrgð
á textanum, hann leitar heimilda
(þó ekki í þeim mæli að ævisagan
sé reist á sannkölluðum rann-
sóknum) og hann hefur fulltingi
Sigurbjarnar sjálfs og sækir til
hans í samræðum. Sá galli fylgir
þessari tilhögun, að ekki verður
alltaf ljóst hver á hvað í bókinni,
en oftast nær er hún þokkalega
virk.
Sigurbjörn Einarsson kemur
það víða og mikið við sögu, að
það hlýtur að vera ærinn vandi að
blanda saman í „réttum" hlutföll-
um hinum persónulegri þáttum
ævisögunnar og hinum „opin-
beru“. Þau hlutföll eru best í fyrri
hluta bókarinnar, fram að Skál-
holtsmálum og biskupsdómi. En
þá verður frásögnin bæði losara-
legri og daufari en hún áður var,
m.a. vegna þess að stíll yfirlits,
skýrslugerðar um embættisverk
og fleira þesslegt, verður helst til
frekur og fyrirferðarmikill. Hér
bregst Sigurði A. Magnússyni
líka bogalistin í tveim greinum. í
fyrsta Iagi: eins og hann tekur
fram réttilega er Sigurbjörn bisk-
up afbragðsgóður penni og ívitn-
anir í texta hans kærkomnar . En
ívitnanalistin bregst Sigurði m.a.
í því, að þegar hann leggur fyrir
okkur heilar tíu síður af texta Sig-
urbjarnar þá er þetta blaðagrein
um meintar hákirkjuhneigðir
biskups (ætlar maðurinn að
teyma okkur aftur í pápísku?). f
annan stað lætur Sigurður A.
Magnússon í þessum hluta sög-
unnar fullmikið undan hrifningu
sinni af biskupi og lofar hann
ótæpt fyrir andagift, ritsnilld og
marga kosti aðra. Það er að
sönnu góður eiginleiki að kunna
að hrífast - en í þessum efnum
gildir það blátt áfram að betra er
aö segja færra en fleira. Þessi les-
ari hér hefði fagnað öðrum
ÁRNI BERGMANN
áherslum í þá veru, að höfundur
hefði unnið meira úr því sem Sig-
urbjörn hafur lagt til þess vanda
að leggja „að vera kristinn“ á
okkar tíma, þar er af miklu að
taka
Sálarháski,
þjóðarháski
Ekki svo að skilja: margt er ágætt
um þessa bók og fróðleg má hún
reynast hverjum eftir hans for-
vitni. Þessum lesara hér þótti
mikið til þeirra kafla koma sem
segja tíðindi úr sálarháska. Fyrst
sex ára drengs sem sá guð í líki
brosmilds unglings sem var að
dunda sér við að skapa í mýrinni
fyrir sunnan bæinn hjá afa og
ömmu. En lét sér samt til hugar
koma að guð hefði útskúfað sér
og seldi sig þá djöflinum með há-
tíðlegri yfirýsingu rétt sem ein-
hver Fást úr fornri bók. Enn
merkari er vissulega sálarháski
menntaskólaunglings, sem fjar-
lægist Krist sinnar bernsku, tekur
trú á geimlíffræði Helga Pjeturss,
gerist meira að segja heiðinn
áróðursmaður, drekkur og
drabbar - allt þar til hann verður
fyrir merkilegri reynslu sem verð-
ur upphaf að breyttri lífsstefnu. í
köflum sem þessum tekst einkar
vel bæði að fylgja eftir hug-
myndafræðilegum freistingum á
duttlungafullum ferli þeirra og
nálgast þær um leið með
skynsamlegum skýringum. Þess-
ari skilgreiningargáfu er og vel til
skila haldið þegar metnar eru síð-
ar í bókinni hræringar eins og Ox-
fordhreyfingin með hennar tví-
eggjuðu þvingun til að vitna opin-
skátt eða þá hin sérkennilega og
og vinsæla lítilþægni spíritismans.
Félagsmálakaflarnir draga
einnig til sín þakkláta athygli les-
andans. Fyrst sá sem segir frá því
hvernig stórpólitísk stríð
heimsins endurspeglast í átökum
um og við menntaskólarektor í
höfuðborg íslands. Og síðar kafl-
inn um þjóðvarnarmálin, þátt
Sigurbjarnar í andófi gegn her-
stöðvum og Atlantshafsbanda-
lagi á fyrstu árunum eftir stríð. Sá
þáttur er bæði vel fróðlegur þeim
sem seint fær nóg vitað um þann
örlagatíma og ágætlega prýddur
brotum úr ræðum Sigurbjarnar
um smáþjóð í meir en viðsjár-
verðum heimi - en um þá hluti
hafa aðrir menn ekki betur skrif-
að.
Þessi lesandi hér gat aftur á
móti ekki fest hugann við barátt-
una fyrir endurreisn Skálholts,
sem Sigurbjörn Einarsson átti
mikinn hlut að. Ég skal ekki lasta
Skálholtsdrauminn þótt ýmislegt
sé í honum óljóst og þverstæðu-
kennt, en hér er komið að dæmi-
gerðu íslensku fjármála - og
nefndaþófi sem erfitt er að láta
ekki smækka sig (eða textann):
„Komin var mikil stemming
kringum málið og þar var Sigur-
björn helsti áhrifamaður. Hann
mátti náttúrlega ekki halda þeirri
kórónu. Hún var betur komin
annarsstaðar...“
Að lokum þetta: á tímum
glannaskapar í meðferð einka-
mála er það þakkarvert hve gæfu-
lega er farið með þá hluti í þessari
bók. Og það er líka gott til þess
húmors að vita sem stingur upp
vinsamlegum kolli hér og þar í
textanum - eins og þegar Sigur-
björn hugsar til þess þegar hann
fer í eilífðinni að bera saman
raunir sínar í starfi við þrautir
fyrirrennara sinna á biskupsstóli
og hefur á þá þetta tromp hér:
„Þið þurftuð aldrei að r ,sa í
sjónvarpssal !“
2
Stór
og smár
Þjóðleikhúsið svnir
STÓR OG SMAR eftir Botho Strauss
Leikstjóri: Guðjón Pedersen.
Þýðandi og aðstoðarleikstjóri: Hafliði
Arngrímsson.
Leikmynd og búningar: Grétar
Reynisson.
Tónlist: HjálmarH. Ragnarsson/
Langi Seli og Skuggarnir.
Lýsing: Asmundur Karlsson.
Leikendur: Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Guð-
laug María Bjarnadóttir, Ellert Ingi-
mundarson, Arnar Jónsson, Bryndís
Petra Bragadóttir, Guðrún Stephen-
sen, Árni Tryggvason, Kristbjörg
Kjeld, María Sigurðardóttir, Sigurð-
ur Skúlason, Róbert Arnfínnsson.
Það var tími til kominn að ís-
lenskir leikhúsgestir kynntust
verkum Botho Strauss, jafn fyrir-
ferðarmikill og hann er orðinn í
leikbókmenntum Evrópu nútím-
ans. Og það lýsti talsverðri
dirfsku þótti manni, þegar það
var tilkynnt á liðnu hausti, að
Guðjóni Pedersen skyldi falið
það verkefni að koma einu
stærsta verki hans, STÓRUM
OG SMÁUM, á aðalsvið Þjóð-
leikhússins, einkum fyrir þá sök
að þessi ungi leikstjóri hefur ekki
fyrr tekist á við svo stórt verk á
svo stóru sviði. En vogun vinnur,
vogun tapar. Og sýningin er
sannanlega með ánægjulegri við-
burðum í leikhúslífi okkar á
þessu hausti og minnir mann
óneitanlega á þá skyldu Þjóðleik-
hússins að kynna þjóðinni það
frambærilegasta sem er að gerast
í leikmenningu nútímans.
En eins vel og til tekst, þá er
ekki sömu sögu að segja af kynn-
ingu leikhússins á sýningunni.
Varla er hægt að hugsa sér
klaufalegri kynningu en fréttir af
seinkun á frumsýningu leiksins af
því tilefni að hún væri of löng. Nú
veit það hver maður sem kynnt
hefur sér sýningarsögu þessa
leiks að hann tekur að jafnaði um
fjórar klukkustundir í sýningu,
oftar lengur. Og líka að þennan
texta stytta menn ekki auðveld-
lega. Þá má spyrja hvað hafi vald-
ið taugaveiklun á stjórnarskrif-
stofum Þjóðleikhússins? Ekki
var að sjá á frumsýningu að nein
tæknileg atriði væru óhrein, enn
síður að leikarar væru vanbúnir
eins og oft má greina á frumsýn-
ingarkvöldum hérlendis. Hættan
er sú að með þessari töf hafi
leikhúsið kynnt sýninguna á nei-
kvæðan hátt, og þegar við bætast
aðrar neikvæðar fréttir af rekstri
og stöðu hússins á síðustu vikum,
geti það ómaklega dregið úr að-
sókn. Nú þegar skammt er til há-
tíða og leiknum skammtaðar níu
sýningar til jóla, býður manni í
grun að það verði látið nægja og
sýningin strax tekin af fjölunum.
Sem væri synd og skömm.
f leiknum fylgjumst við með
ferð Lottu um samtímann. Lotta
er Sérhver, einstaklingurinn sem
í kynnum sínum leiðir okkur um
heima mannfólksins, sýnir okkur
hvar við erum stödd. Það hljómar
klisjulega þegar sagt er að leikur-
inn fjalli fyrst og fremst um sam-
Kirkjunnar
Tónlistardögum Dómkórs-
ins í Reykjavík lauk sunnu-
daginn 13. nóvember. Þáflutti
kórinn kantötuna Heilagan
Nikulás eftir Benjamin Britten
ásamt Skólakór Kársness
undirstjórn ÞórunnarBjörns-
dóttur, félögum úr Sinfóníu-
hljómsveitinni og belgíska
tenórsöngvaranum Louis De-
vos. Stjórnandi var Johann
Duijck fráBelgíu.
Þessi kantata Brittens er ein-
læg og falleg tónsmíð. Hún er
eiginlega barnamúsik. Flutnin-
gurinn tókst ágætlega í heild.
Fullorðni kórinn hljómaði fagur-
lega en öryggið var þó ekki
fullkomið. Barnakórinn var stíl-
hreinn og látlaus og þrír litlir
drengir sungu einsöng eins og
englar. Hljómsveitin stóð sig
einnig ágætlega. Veiki hlekkur-
inn var hins vegar sjálfur Nikulás
eftir að hann varð fullorðinn og
heilagur í söng Louis Devos.
Hann var gamall, slitinn og geð-
stirður. Þessi Nikulás var ekki
heilagur fremur en ég er heilagur.
Texti kantötunnar er annars
ekki til að spauga með og varla
börnum bjóðandi. Þar er til að
mynda sagt frá tveimur óþægum
strákum sem voru saltaðir niður í
tunnur í þeirri góðu meiningu að
verða síðan étnir eins og hvert
annað saltkjöt með baunum. En
svo kom Nikki á síðustu stundu
og reisti saltstólpana til lífsins.
Urðu þá margir hungurmorða.
Og nú langar mig til að setja upp
velvakandavandlætingapredik-
unarandlitið og spyrja: Er ekki
fyllsta ástæða til að trúarleiðtogar
bregðist hinir verstu við svona
barnaguðsþjónustum í kirkjum
Við fáum þéttan biskup á velli ef Heimir Steinsson verður valinn,
Mynd - SÁF.
22 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988