Þjóðviljinn - 03.02.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Qupperneq 18
Ég hét Kitty Grande - Það er ég semvar númer sex.... Heimsstyrjöldin síðari skildi eftir sig djúp sár í sál norsku þjóðarinnar, svo djúp að það er erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja hvað raunverulega gerðist. Það hefur líka verið erfitt að tala um það við Norðmenn; eldri kynslóðin er enn á valdi sterkra tilfinninga og kynslóðin sem er fædd á stríðsárunum hefur fengið að heyra svo mikið um þessar til- finningar foreldranna að hún þol- ir ekki meira. Sagnfræðingar jf þeirri kynslóð kastast stundum ut í hinar öfgarnar, eru ofurgagn- rýnir á hetjusögur foreldranna, gera lítið úr þjáningum þeirra, lýsa eftir svikurunum og henti- stefnumönnunum - það voru ekki allir hetjur á þessum árum þó að þeir segi það eftir á. Smám saman, síðustu árin, hafa menn þó byrjað að taka til umræðu viðkvæm mál eins og meðferðina á stúlkum sem lögðu lag sitt við Þjóðverja og börnum þeirra - um það skrifar Herbjörg Wassmo í Húsið með blindu gler- svölunum sem kom út á íslandi fyrir jólin. Fórnarlömb (fórnar- lambanna) fá nú að segja sögu sína opinberlega, en saga böðl-, anna... hvernig skyldi hún vera? Ég hét Kitty Grande... Sænskur sjónvarpsmaður, Björn Fontander, hefur rannsakað stríðsárin í Noregi og í fyrra var sýndur þáttur eftir hann sem hét Djöfullinn í Þrándheimi og fjallaði um hinn svokallaða Rinnan-hóp sem í augum Norð- manna er eitt það viðbjóðsleg- asta sem stríðið fæddi af sér. Henry Rinnan var skósmiðs- sonur, greindur alþýðumaður, skaddaður á marga lund. Þegar stríðið kom safnaði hann kring- um sig hóp ungs fólks, þar á með- al nokkrum fallegum konum, og undir hans stjórn njósnuðu þau um andspyrnuhreyfinguna, ljóstruðu upp um fólk og fram- seldu Þjóðverjum. Þegar frá leið, eftir 1943, náði geðveiki Rinnans meiri og meiri tökum á honum. Honum var ekki nóg að framselja fólk heldur tók hann sjálfur að sér aftökur og pyntingar sem stóðu Gestapo ekkert að baki í hugkvæmni og djöfulskap. Rinnan og hinn harði kjarni í hóp hans voru handtekin á flótta til Svíþjóðar, réttarhöld voru haldin 1946 og tíu dauðadómar kveðnir upp, jafnmargir og eftir réttarhöldin í Núrnberg! Eftir að þessi þáttur hafði verið sýndur í sænska sjónvarpinu hringdi síminn hjá Birni Font- ander og norsk kvenmannsrödd sagði: Ég var að horfa á þáttinn þinn. Ég hét Kitty Grande og það er ég sem er númer sex á ákæru- bekknum í Rinnan- réttarhöldunum. Kitty Grande hefur búið í Sví- þjóð síðustu þrjátíu og sex árin og hún féllst á að segja sögu sína í sænska sjónvarpinu. Viðtalið sá ég og tekst ekki að gleyma því. Ung móðir Kitty og maður hennar stóðu með nasistum þegar stríðið braust út, fyrir þeim var nasism- inn eðlilegt framhald og útfærsla á þjóðernisrómantíkinni sem var svo sterk og útbreidd á árunum milli stríða og náði miklum ítökum í Noregi - og á íslandi. Maður Kittýjar gerðist sjálf- boðaliði á austurvígstöðvunum. Hún sat í Þrándheimi með ungan son þeirra þegar Rinnan- hópurinn hafði samband við hana og bað hana að vinna fyrir sig. Verkefnið var að uppræta fjarskiptanetið sem andspyrnu- hreyfingin hafði komið upp með- fram hinni löngu strandlengju Noregs. Bretar vissu nákvæm- lega hvar þýsku skipin voru, þeir skutu þau niður og skutu meira að segja á mennina í sjónum. Það varð að stöðva þetta, fannst Kittý, það var í þágu Noregs. Hvers vegna? Landið var stjórnlaust, sagði hún í viðtalinu. Konungur, ríkis- stjórn og þjóðarbankinn voru flúin. Quisling gerði það sem hann og við töldum rétt, myndaði stjórn, reyndi að stýra landinu gegnum stríð sem við og sterkasta herveldi í heimi hlutum að vinna. Ég hefði aldrei hætt lífi mínu eins og ég gerði hvað eftir annað ef ég hefði ekki verið alveg sannfærð um að ég væri að berjast fyrir landið mitt. Kittý hélt að Rinnan-hópurinn berðist við hlið nasista á þjóð- legum forsendum og hún stað- hæfði í viðtalinu að hún hefði ekki vitað að nasistarnir stóðu að baki Rinnan og að hann væri þjónn þeirra. Þegarhún komstað því, árið 1942, eftir hálfs árs sam- vinnu, aðvaraði hún hóp sem var á hennar vegum í Tromsö og ann- an hóp kommúnista sem sömu- leiðis var í neti hennar. Stuttu seinna kom Gestapo og sótti hana. í Ravensbruck Kittý var send til Ravensbruck og flokkuð sem NN (Nacht und Nebel) fangi, þ.e. fangi sem nótt- in og gleymskan eiga að geyma. Þar sat hún í nokkra mánuði en þá vaf hún send heim til Noregs aftur. Enginn getur vitað hvers vegna þeir tóku mig, sagði Kittý, og enginn getur vitað hvers vegna ég var látin laus aftur. Hún lét að því liggja í viðtalinu að Rinnan kynni að hafa staðið á bak við þetta - en vissi það ekki. Þegar hún kom aftur til Noregs fékk hún að vita að sonur hennar litli væri dáinn. Hún var tuttugu og fjögurra ára Kittý fór ekki aftur til starfa hjá Rinnan - en hún giftist Ivar Grande, hægri hönd Henrys Rinnan. Hjónabandið var stutt, andspyrnuhreyfingin skaut hann árið 1944 og í lok stríðs var Kittý tekin föst og varpað í dýflissu þá í Þrándheimi sem nasistar höfðu notað nokkrum mánuðum áður. Fangavist og dómur Meðferðin hjá andspyrnu- mönnunum var ekki ósvipuð og hjá nasistunum, það var stigs- munur en ekki eðlis-, sagði gamla konan. Fangaverðirnir voru alltaf að koma til að líta eftir okk- ur og þá urðum við að spretta á fætur, standa teinrétt, segja nafn- ið okkar og bæta við „Rinnan- glæpon“. Verðirnir komu með vini og vandamenn, jafnvel drukkið fólk á næturnar, til að sýna okkur. Við urðum að sækja um að fá að fara á klósettið með orðum: Ég sæki hér með um að fá að fara á klósett. Ef við stóðum ekki nógu þráðbein, vorum við látin endurtaka umsóknina þang- að til við pissuðum á okkur. Einu sinni heyrði ég að þýskur generáll sem var fangi á gangin- um sagði við varðmann: „Þér öskrið eins og prússneskur undir- liðsforingi“ - og vörðurinn tók þetta greinilega sem hól vegna þess að hann sagði lágt og feimnislega: „Takk, takk fyrir“. Hér greip Svíinn fram í fyrir henni í viðtalinu og stoppaði hana með því að segja að það lægju fyrir heimildir um slæma meðferð á stríðsglæpamönnum í Noregi, en sú gamla tók aftur af honum orðið og sagði: Já, en þetta var fyrir réttarhöldin, m.ö.o. fyrir vitnaleiðslur, sann- anir, dóm. Dómurinn Kitty Grande var dæmd til tutt- ugu ára fangelsisvistar. Fyrir hálft ár með Rinnan-hópnum fékk ég jafn langan dóm og Al- bert Speer, sagði hún. Hún var látin laus eftir sex ár og flutti til Svíþjóðar. Barn þeirra Ivars Grande hafði verið tekið frá henni og sett á munaðar- leysingjahæli og í raun mátti hún þakka fyrir að hafa ekki fengið dauðadóm eins og vinkona henn- ar, Inga, sem var skotin. í dómn- um var það talið henni til máls- bóta að báðir eiginmenn hennar hefðu haft óholl áhrif á hana (?), að hún hefði aðvarað andspyrnu- menn og að hún hefði ekki unnið með Rinnan eftir 1943, eftir að hópurinn tók aftökurnar sjálfur að sér. Réttarhöldin voru skrípa- leikur, sagði Kittý, ég var saklaus dæmd. Kittý Ég iðrast einskis, sagði hún. Hefði ég núna sömu upplýsingar og ég hafði þá og sannfæringuna sem ég hafði, myndi ég gera það sama í dag. Ég vissi ekki annað en ég væri að vinna fyrir land mitt og þess vegna var ég saklaus dæmd, ég var enginn landráðamaður, enginn föðurlandssvikari. Björn Fontander sagði í viðtali áður en þátturinn var fluttur að Kittý Grande væri greind kona, hörð og bitur og hefði haft sterk áhrif á sig. Hún hafði sterk áhrif á mig líka. Hún var hörð, köld og mjög greindarleg, en mér fannst hún ekki bitur. Að vera bitur er að vera reiður, ásakandi vegna þess að maður hefur verið órétti beittur. En þessi kona ásakaði engan. Stríð var eyðileggjandi fyrir alla, sagði hún hlutlaust. Éólk gerir hluti sem það myndi Fáir menn voru meira hataðir af norsku andspyrnuhreyfingunni en Quisling, sem er annar frá vinstri á stóru myndinni, Gönner Terboven (3. fr. v.) og Himmler (4. fr. v.). Á mynd- inni sem felld er inní er Kitty Grande. Myndin var tekin við réttarhöldin yfir henni í stríðslok. annars ekki gera eða m.ö.o. fólk breytist í skepnur. Allir. Það var undarlegt að horfa á hana segja þetta. Kittý Grande er hvíthærð kona, sjötug á þessu ári, ennþá falleg, jafnvel glæsileg. Hún sagði sögu sína hlutlaust, málefnalega, stundum svolítið háðsk, en án nokkurra sjáanlegra geðshræringa. Hún ásakaði eng- an, en hún hefur engu gleymt og ekkert „fyrirgefið“. Hún viður- kennir enga sekt hjá sjálfri sér og hefur þar af leiðandi enga sekt- arkennd og það sama gildir fyrir hina líka. I stríði breytast allir í skepnur. Ég horfði á hana og hlustaði á hana og fékk það æ sterkar og óhugnanlegar á tilfinn- inguna að eitthvað óendanlega mikilvægt hefði dáið í þessari konu fyrir meira en fjörutíu árum. Kannski hún sjálf. Bannsvæðið Það stóð ekki á viðbrögðun- um. Daginn eftir töluðu Norð- menn um viðtalið, það voru eink- um þeir eldri sem höfðu horft á það og þeir voru bæði reiðir og hneykslaðir. Kittý Grande var „að öllum líkindum" send til Ravensbruck sem njósnari, að hún skuli dirfast ... að hún skuli fá að segja sögu sína si sona án athugasemda frá andspyrnu- hreyfingunni ... að spyrjandinn skyldi ekki reka lygaþvæluna öfu- ga ofan í hana þýðir að hann hef- ur samúð með nasistum ... osfrv. Svona voru viðbrögðin. Og stað- festa það sem sagt var hér í upp- hafi: sárin eftir stríðið eru ekki enn gróin í Noregi og stríðskyn- slóðin á ennþá erfitt með að horf- ast í augu við það sem gerðist. Sumir eiga kannski erfitt með að horfast í augu við það sem þeir gerðu. Þá síðastnefndu er ekki bara að finna í Noregi heldur á íslandi líka svo vísað sé til nýútkominna bóka um nasistana okkar og skoðanasystkini þeirra. Dagný Kristjánsdóttir, Osló. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.