Þjóðviljinn - 03.02.1989, Síða 19

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Síða 19
á skjótan og árangursríkan hátt í Tölvuskóla Einars J. Skúlasonar hf. k Námskeió sem i boöi lect (Töflureiknir) fyrir byTjendur Lengd. * - 12 klst, 3 dagar. jSSSSSSSSNSSSSxWvV Efni. \WvMV® Fariö veröur I uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar ásamt valmyndum. Æfingar i töflum og reikniltkönum og tenging viö WordPerfect. Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 Hvergi eru djöflamir fleiri en í Vatíkaninu ítalskur jesúíti, sérfróður í Djöflinum, lýsir skilningi sínum á Satan Djöfullinn er andleg vera, eða réttara sagt djöflarnir því nota ber fleirtölu: guð skapaði af örlæti sínu miljarð djöfla, sem eru upphaflega englar sem af fúsum og frjálsum vilja snerust á sveif með hinu illa. Þeir gerðu, ef svo mætti segja, fyrstu tilraunina til valdaráns í sögu alheimsins. Svo mælir ítalskur jesúíta- klerkur, Carrado Balducci, sem hefur skrifað mikið rit um Djöf- ulinn, þar sem hann leggst mjög gegn hugmyndum samtímaguð- Fimm dæmi af þúsund Balducci kveðst sjálfur hafa Iagt stund á sálarfræði og fleira þesslegt til þess að geta greint á milli geðrænna truflana og atvika sem ekki verði skilin með öðrum hætti en þeim, að einhver tiltekin manneskja sé haldin djöflum. Hann er sjálfur bersýnilega ejck- ert gefinn fyrir það að fjölga þéim dæmum meir en hann telur efni standa til. Hann hefur komið sér upp aðferð, sem á að greina á milli raunverulegs djöfulgangs og ímyndaðs eða falsks, og segir að af þúsund tilfellum séu kannski ekki nema fimm dæmi um að djöflar séu ótvírætt að verki. Blaðamanninum sem við Cald- ucci ræðir þykir þetta ekki mikið og spyr hvort djöfullinn sé þá kannski alls ekki eins máttugur og margir halda? Sá fróði klerkur Calducci svar- ar með því að vitna í kristinn djöflafræðing, Thyreus, sem uppi var snemma á sautjándu öld. En hann skrifaði: „Djöfullinn getur ekki einu sinni dillað rófunni án þess að guð vilji.“ Partur af gangverkinu Og sú afstaða hlýtur reyndar að draga nokkuð úr ófrýnileik Balducci: þeir vilja afneita djöflin- um með því að gera hann að tákni einu saman.... fræðinga um að Satan sé aðeins einskonar táknmynd hins illa. í nýlegu viðtali við vesturþýska vikublaðið Spiegel segir Balducci nokkuð frá hugmyndum sínum. Enginn skortur á djöflum Balducci telur sem fyrr segir, að djöflarnir séu margir og að þeir séu fallnir englar. Hvers vegna telur hann að þeir séu t.d. miljarður að tölu? Það sprettur, segir hann, af mjög einföldum vangaveltum. Þegar guð skapaði heiminn var hann mjög örlátur, hann skapaði ofgnótt af öllu. Og ef til er miljarður stjarna, þá hlýtur guð að hafa verið enn ör- látari þegar hann sköp óefnis- kenndar verur eins og engla. Spiegel vildi vita hvort djöflar væru liðfleiri á sumum stöðum jarðar en öðrum. Ástæðan er sú að páfinn hefur nýlega varað borgarbúa í Torino við Satan í sérstakri orðsendingu. Balducci segir, að þetta hafi páfi gert vegna þess að vitað sé um amk fjörtíu þúsund áhangendur Sat- ansdýrkunar ýmiskonar í þeirri borg og því ærin ástæða til við- vörunar. (Satansöfnuðir hafa reyndar verið að breiða úr sér allvíða í Evrópu að undanförnu eins og við röktum hér í Helgar- blaðinu ekki alls fyrir löngu þegar dæmi var tekið af áhangendum mykrahöfðingjans í Vestur- Þýskalandi). En, sagði Balducci ennfremur: ég get upplýst það hvar djöflarnir eru flestir: það er í Vatíkaninu. Einmitt þar, í sjálfum höfuð- stöðvum heimskristninnar, hitta djöflarnir fyrir sérlega margar sálir sem þeir vildu til sín draga. Ranghugmyndir, villukenningar Balducci víkur í bók sinni að ýmsum þeim hugmyndum um djöfulinn sem hann telur rangar og úreltar. Til dæmis þær, að hann geti líkamnast og fundið til holdlegrar girndar. En eins og blaðamaður frá Spiegel bendir á, þá höfðu þessar hugmyndir hinar skelfilegustu afleiðingar fyrr á öldum: þær urðu m.a. til þess að þúsundir kvenna voru brenndar fyrir að hafa haft holdlegt sam- ræði við andskotann. Balducci segir ekki margt um þetta mál. Hann tekur svipað til orða og rosknir kommúnistar sem inntir eru eftir ýsmu misjöfnu í fari Sta- líns karls: „Hér var um hræði- legar öfgar að ræða,“ segir hann. Eins og menn vita greinir guð- fræðinga mjög á um stöðu og eðli Djöfulsins í heimsmyndinni. Kaþólska kirkjan hefur meiri aga á sínum mönnum og leggur sig meira fram um samræmingu hug- mynda en mótmælendakirkjur. En engu að síður - eins og kemur fram í viðtalinu - eru þeir kaþólskir guðfræðingar nú uppi, sem telja að trúin á persónulegan djöful hafi skelfilegar afleiðingar (sbr. galdrabrennur) og sé í raun- inni andkristileg. Balducci hefur að sínu leyti verulegar áhyggjur af slíkum viðhorfum. Hann segir meðal annars: „í fyrsta skipti í 2000 ára sðgu kirkju okkar er upp komin innan hennar stefna, sem afneitar til- veru djöfulsins. Þessir guðfræð- ingar eru ekki margir, en allt of margir prestar hafa drukkið af þeirra lindum. Þessir guðfræð- ingar vilja ekki sjá annað í djöfl- inum en tákn hins illa. Með þeim hætti gera menn hann að afstrakt hugtaki. Menn neita hans áþreifanlegu tilveru. andskotans: með henni er djöfsa komið rækilega fyrir innan ramma hins guðdómlega gang- virkis heimsins. Hendur hans eru bundnar fyrirfram. Maður gæti látið sér detta í hug að rifja upp formálann að Faust Goethes: Þar kallar Drottinn á fjandann Mef- istó og sendir hann til að freista Fausts með þeim orðum, að mennirnir þurfi á hinu hrekkja- glaða liði Satans að halda sér til ögrunar og hvatningar til baráttu og dáða. Og Drottinn veit náttúr- lega fyrirfram að hann muni vinna veðmálið um sái Fausts - enda veit hann best sjálfur hvað hann hefur í það sálartetur lagt. * ÁB tók saman Djöfullinn á sér langa sögu í myndlist og bókaskreytingum: þessi hér er í senn háðskur heimsmaður og einskonar hirðfífl. Hirðfífl Drottins kannski? Grunnnámskeið I fyrir byrjendur Lengd. . • 6 klst, 1 dagur. . \\\ Efni. Fyrir byrjendur I tölvunotkun. Fjallað er um Victor PC-tölvuna, MS-DOS stýrikerfiö kynnt ásamt ýmsum jaöartækjum t.d. prentara, mús, módemi o.fl. fyrir lengra komna. Lengd. 8 klst, 2 dagar. Elnl.^^^N Fariö er ( algengustu skipanir MS-DOS stýrikerfisins meö æfingum. Ahersla á haröan disk, öryggisafritun, gerö skipanaskráa o.fl. Kynning á WordPerfect ' (Orösnilld) og PlanPerfect. Windows (skel) fyrir byrjendur. Lengd 6 klst, 1 dagur Fariö er I undirstöðuatriöi gluggaforritsins Windows. Helstu fylgiforrit eru kynnt og geröar æfingar. WordPerfect I. (Orðsnilid) fyrir byrjendur. Lengd. 16 klst, 4 dagar Efni. Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Fariö I allar helstu skipanir i WordPerfect. Æfingar með áherslu á upsetningu og útlit texta, leiðréttingar meö notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun. WordPerfect II (Orðsnilld) fyrir lengra komna. Lengd. 12 klst-,,,3 dagar. Efni. Kafaö enn dýpra i ritvinnsluna WordPerfect t.d. er farið I sámsteypur, teiknun, reikning, textadálka, fjölva, kaflaham o.s.frv. WordPerfect ABC (Orðsnilld) fyrir lengra komna. Lengd. 3x4 klst. 3 dagar. A: Samsteypa, Röðun og Fjölvar. Þetta námskeið hentar þeim sem nota mikiðnafnalistat.d. tilaögeralimmiöa eða i bréfhaus. B: Textadálkar, Reikningar og Oröasafn.' Þetta námskeiö hentar þeim sem þurfa aö setja upp reikning, vinna að skýrslugerö ársreikninga og gera skilagreinar. C: Efnisyfirlit/Skrá/Atriðaskrá, Orðstöðulykilsskrá, Kaflahamur, Neðanmálsgreinar/Aftanmálsgreinar og uppsetning bréfa á Laserprentara. Þetta námskeiö hentar þeim sem vinna við textaumbrot og útgáfu- starfsemi. fyrir lengra komna. Lengd. 3x4 klst, 3 dagar A: Gröf og graflsk útprentun. B: Tölfræðileg vinnsla. C: Vaxta og áætlanareikningar. Laun (Launabókhald) Tfengd. 'J ' ' — 12 klst. 3 dagar. Efni. Fariö er I uppbyggingu launaforritsins frá Rafreikni/ EJSog raunhæfðverkefni gerðísambandiviðvinnslu launa. DBASE III +(Gagnagrunnur) Lengd. 16 klst. 4 dagar. Efni. Kennd veröur uppsetning gagnasafna, skráning gagna og úrvinnsla, samsetning gagnasafna, út- reikningar, prentun o.fl. . UNIX (Unix stýrikerflð) fyrir léngra komna. Lengd. 20 klst, 5 dagar. Efni. Markmiö námskeiösins er aö gefa yfirlit yfir upp- bygginguog notkun UNIXstýrikerfisins. Fariðveröuri sögu UNIX stýrikerfisins, uppbyggingu og helstu skipanir skráarkerfis, notkun á EMACS (editor) og forritun I skel o.fl. Allar nánari upplýsingar .. og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasd. Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, simi 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.