Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 23
Sinfónían og Kammer-
sveit Reykjavíkur
Nú verður greint frá síðustu
sinfóníutónleikum þótt seint sé.
Þeir voru 19. janúar. Stjórnandi
var sá ágæti Frank Shipway. Tón-
leikarnir hófust á frumflutningi á
nýju verki Áskels Mássonar er
hann nefnir Impromtu. Það er
sérlega áheyrilegt, bæði mjúkt og
hart ef svo má segja, nýtískulegt
og þægilega gamaldags. Og ágæt
stúdía í hljómsveitarútsetningu,
skýrt og klárt. Verkið var ágæt-
lega spilað svo eiginleikar þess
nutu sín vel.
Næst sinfónía nr. 5 eftir Schu-
bert. Þessi áhyggjulausa, lýríska
og fallega músik fannst mér þó
ekki komast of vel til skila. Það
skorti þessa rómantísku Schu-
bertglóð, sem er reyndar mjög
tempruð í þessari sinfóníu er
minnir á Mozart, hina dulúðugu
stemmningu sem gerir Scubert að
Schubert.
Einleikari kvöldsins kom síð-
astur fram á sjónarsviðið. Var
það ágæt tilbreyting í stað hins
venjulega þegar hann er fyrir hlé.
Þetta var Ralph Kirshbaum sell-
isti. Hann lék konsertinn eina og
sanna fyrir selló, þann eftir Dvor-
ák. Og spilaði mjög rómantískt
og yndislega. Hljómsveitin líka.
Kammersveit Reykjavíkur
hélt svo konsertinn sinn, sem
frestað var vegna óveðursins
mikla, á fimmtudaginn var í Óp-
erunni. Flytjendur voru Signý
Sæmundsdóttir sönkona, Guð-
ríður S. Sigurðardóttir píanó,
Impromtu Áskels Mássonar er sér-
lega áheyrilegt, bæði mjúkt og hart,
nýtískulegt og þægilega gamaldags.
fc i \
-i Z O »- éÉM/ M
SIGURÐUR ÞÓR
GUÐJÓNSSON
Selma Guðmundsdóttir píanó,
Rut Ingólfsdóttir fiðla, Eva Mjöll
Ingólfsdóttir fiðla, Sarah Bucklet
víóla, Inga Rós Ingólfsdóttir
selló, Richard Korn kontrabassi,
Martial Nardau flauta og Eiríkur
Örn Pálsson trompet. Dagskráin
var auðvitað frönsk eins og vera
ber á frönsku ári. Fyrst var
leikinn septettinn op. 65 eftir
Saint-Saéns. Hann fór þó hálf-
partinn í vaskinn vegna trompet-
istans sem fretaði svo ámátlega í
lúðurinn.
Næst kom stórvinur minn Ga-
briel Fauré en hann er einn af
miklu meisturunum. Og ekki
finnst betra dæmi um hámenn-
ingu og últra siðfágup í músik.
Það liggur við að hún nálgist úr-
kynjun. Menn eins, ^og Fauré
verða aldrei vinsaélir. £5st hans er
fyrir hina næmustu, fáguðustu og
háþróuðustu smekkmenn og
verður að hafa það þótt þetta
þyki hrokafull kenning. Sönglög
Fauré eru hreinustu dýrgripir.
Nú komu þrjú þeirra í flutningi
Signýjar og Guðríðar. Signý olli
mér vonbrigðum með meiri æs-
ingi og ójafnvægi en góðu hófi
gegnir. En sama verður ekki sagt
um söng hennar í Changons Mae-
décasses eftir Ravel. Hann var
stórfínn í sérkennilegri og fallegri
tónsmíð.
Að lokum var hinn meistara-
legi píanókvintett eftir César
Franck. Og það var hápunktur
tónleikanna. Spilamennskan
verulega falleg; hæfilega munúð-
arfull í stíl við tónlistina, en einn-
ig sterk og kraftmikil. Tónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur
voru sólskinsblettur í þessu ein-
stæða hávetrarveðrahelvíti. En
nú er skammdegið búið.
Sigurður Þór Guðjónsson
ar kassa og kraft. Persóna Jóa er
flott hjá honum, tökin á Danna
föst framanaf, en losna svo og
hann verður vandræðalegur.
Ólafur er í tvennu, karikatúr-
um (löggu, hársýningarkynni,
Nidge) sem hann leysir prýði-
lega, og svo Nash, háskólakenn-
ara á BA stigi í enskum bók-
menntum og kunnuglegur sem
slíkur, þótt persónan væri nokk-
uð veikluleg hjá honum. Má enn
spyrja leikstjórann hvort ekki
hafi verið ástæða til að skerpa þar
samband milli meistara og
kvennemanda sem hringar sig um
nýjan pól í lífinu.
Sigurþór er Kevin og Ruben,
atvinnuleysingi á leið á bísann og
efrimillistéttargaur. Það vantaði í
Sigurþór alvöru, látalæti og stæl-
ar persónanna báru hann ofur-
liði, aldrei varð lát á. Hann fór
vel af stað og náði á iokafundi
þeirra Kevin og Alice fallegri ein-
lægni sem var í algerri mótsögn
við persónuna fyrr.
Og mærin fór í dansinn... er
hressileg leiksýning, ágætlega
unnin, bráðskemmtileg og
spennandi. Hópurinn skilar
henni vei til okkar. Hann skortir
þjálfun, en aldrei til baga. Hann
er jafnstilltur og samsamar sig
vel. Og leiksýningin er þannig
prýðilega vel heppnuð.
Ovitar
Þjóðleikhúsið sýnir
OVITAR eftir Guðrúnu Helgadóttur
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikmynd og búningar: Gylfi Gísla-
son.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikendur: Þór Tulinius, Halldór
Björnsson, María Ellingsen, Sigrún
Waage, Guðlaug María Bjarnadóttir,
Helga E. Jónsdóttir, Randver Þor-
láksson, Örn Árnason, FIosi Ólafs-
son, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
Haukur Karlsson, Vaka Antonsdótt-
ir, Torfi F. Ólafsson, Sigríður
Hauksdóttir, Erla Gunnarsdóttir,
Grímur Hákonarson, Hlín Diego,
Linda Marteinsdóttir, Hildur Eiríks-
dóttir, Helga Sigmundsdóttir, Freyr
Ólafsson, Alfrún Helga Örnólfsdóttir,
Oddný Arnardóttir, MelkorkaÓsk-
arsdóttir, Bergur Sigurðsson, Orri
Helgason, Helgi Páll Þórisson,
Hrafnkell Pálmarsson, Oddný Ingi-
marsdóttir.
Snilldin á bak við Óvita Guð-
rúnar Helgadóttur er einföld
hugmynd, svo snjöll að hver
maður getur sagt: þetta gat mér
dottið í hug. Líkt og er gjarnan
með snjallar hugmyndir.
Hún hefur endaskipti á veru-
leikanum, lætur mannfólkið fæð-
ast stórt og minnka, börnin taka
að sér hlutverk hinna fullorðnu,
fullorðna leika börn. Hún grípur
þannig kjarnann í leik allra
barna, sífellda eftiröpun á heimi
hinna fullorðnu og tekur unga
áhorfendur föstu taki og nýtir sér
samsömunarhæfileika þeirra,
fullorðnir sjá sig aftur sem börn.
Ekki ný hugmynd. Má ég
minna á Monkey Business eftir
Howard Hawks þegar Gary
Grant gengur í bárndóm. Holly-
wood hefur í seinni tíð tekið þetta
þema upp aftur í Big og fleiri
myndum. En það breytir engu
um snilld hugdettu og útfærslu
Guðrúnar.
Oft hef ég undrast að Óvitar
.skuli ekki hafa náð út fyrir skerið
og komist á erlend svið. Líkastil
vantar Guðrúnu umboðsmann.
Ég get ekki ímyndað mér betri
fulltrúa til að fylgja því máli eftir
en Brynju Benediktsdóttur sem
leikstýrir verkinu og láta hana
setja verkið upp sem víðast. Óvit-
ar eru eitt fárra dæma um íslensk
leikrit sem gætu verið til útflutn-
ings - með eða án Brynju.
En rétt eins og hugdettan er
aðal verksins og skapar okkur
óendanlega ánægju, þá fann ég
öðru sinni fyrir því á sýningu
verksins að höfundur tönglast um
of á of fáum dæmum um fáfengi-
leika þessara hamskipta. Og þeg-
ar texti leiksins er grannt skoðað-
ur þá hvílir verkið harla mikið á
orðræðu, framvindan ræðst ekki
af átökum, er harla mikið bundin
samtölum. Þegar Guðrúnu tekst
að tengja framvinduna athöfn,
leikstjórinn glæðir texta sýning-
arinar smáum leikrænum at-
riðum, þá er mest garnan. Og þar
tekst þeim stöllum oft yndislega
vel upp.
Börnin stela senunni gersam-
lega í þessari sýningu sem hinni
fyrri. Ojöfnuðurinn skín í augun
og þessir ungu listamenn skáka
starfsmönnum hússins illilega.
Brynja hefur valið skynsamlega í
hlutverkin, börnin eru skýrmælt
og leika uppá kraft. Sum eru
hreint óborganleg í smáum hlut-
verkum, Melkorka Óskarsdóttir í
sveitakonu, Orri Helgason í
öskukalli, Álfrún Helga Órnólfs-
dóttir í ömmunni. Önnur
traustari og halda lengri vakt með
miklum ágætum: Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir þar fremst
meðal jafningja.
Innanum þetta lágvaxna fólk
verða leikararnir hálf hjárænu-
legir: systkinin Þór Tuiinius og
María Éllingsen voru samt hreint
ágæt, þótt túlkunin hlypi dálítið
mikið í lappirnar á þeim báðum.
í flestu gengur sviðsetning
Brynju ljómandi vel upp. í hraða
fjöldaatriða verður stundum
nokkurt kraðak úr, en leikurinn
veltur jafnt og þétt að takmarki
sínu þá týndi sonurinn snýr heim
og okkur eru færð heim þau sann-
indi að fullorðið smátt
mannfólkið læri ekkert í flónsku
sinni.
Leikmynd Gylfa Gíslasonar er
afbragðsgóð, búningar enn betri.
Lýsing Ásmundar þokkaleg, en
sárt sakna ég að þessari sýningu
skyldu ekki búin stef.
Óvitum eru sköpuð þau örlög
að koma aftur og aftur á sviðið
fram eftir þessari öld. Kostir
verksins eru slíkir og hver ný kyn-
slóð á rétt á að sjá þetta fjögra
dægra leiftur Guðrúnar Helga-
dóttur á sviði.
Egill Helgason
Gósenlandið
Fyrir nokkrum dögum sat ég á
veitingahúsi með blaðakonu frá
Ameríku. Hún var að safna efni í
greinar um þau íslensk stórtíðindi
sem hún hélt að amerískir rit-
stjórar vildu helst kaupa:
Kvennalistann, B-daginn og
Keflavíkurstöðina. •
Henni lék hugur á að vita allt
um áhrif Keflavíkurstöðvarinnar
á íslenskt þjóðlíf.
Ég sagðist halda að líklega
hefðu áhrifin verið einna hörmu-
legust á íslenska karlmenn sem
lftilsvirtir og kokkálaðir horfðu
upp á íslenskt kvenfólk elska am-
eríska karlmenn heitar en þá. Sá
trúnaðarbrestur yrði lengi í
minnum hafður. Annars væri
þetta eiginlega fyrir mína tíð.
Keflavíkurstöðin væri enn á sín-
um stað, en núorðið væru flestir
búnir að gleyma henni.
Ég vitnaði í sjónvarpsviðtal við
fræga poppstjörnu af Suðurnesj-
um. Poppstjarnan var spurð að
því hvað hefði verið svona sér-
stakt við að alast upp í túnfæti
Keflavíkurstöðvarinnar. Mér er
minnisstætt að maðurinn tók
ofan sólgleraugun þegar hann
svaraði:
„Ja, þeir höfðu svo margt sem
við höfðum ekki. Dósagos og
svoleiðis..."
Á þeim árum var sjoppuhangsi
unglinga og Keflavíkursjónvarp-
inu kennt um hérumbil allt sem
fór aflaga í íslensku menningar-
lífi. Og það þótti góð og gild
skoðun að Suðurnesjamenn,
þetta harðduglega fólk, væri ó-
merkilegasta skítapakk á ísiandi
- einfaldlega vegna þess að þeir
bjuggu steinsnar frá Keflavíkur-
beisnum og höfðu greiðan að-
gang að þeim óbeislaða kúltúr
sem honum fylgdi: dósagosi,
poppmúsík, sápuóperum, frat-
mat og bjór. Eða máski var þetta
ekki annað en geðvonskan í hæl-
bítunum sem ekki komust í
kjötkatlana í offiséraklúbbnum
og leikhúsi Andrésar, heldur
máttu lifa við kórsöng, ung-
mennafélagsrómantík, molakaffi
og vondar bókmenntir.
Þá var nefnilega allt skammtað
úr hnefa á íslandi, en gósenland
suður í Keflavík.
En núorðið þætti sá íslending-
ur meira en lítið skrítinn sem
héldi sig hafa eitthvað að sækja á
Völlinn sem hann fær ekki í alls-
nægtum hér í Reykjavík. Það
hafa orðið algjör endaskipti á
hlut landans og Kanans: Hnípnir
og umkomulausir Texaspiltar á
frívakt flökta eins og skuggar upp
og niður Laugaveginn, flóttalegir
til augnanna. Við þeim hlær eng-
inn kvenmaður lengur. Þeir eiga
enga Kringlu á Vellinum. Það er
gert grín að þeim íslendingum
sem geta ekki gleymt þeirri hug-
sjón að skrúfa aftur frá Kefla-
víkursjónvarpinu.
Hins vegar er erfitt að hrekja
þá kenningu að hér hafi verið
sama og engin afþreying áður en
Kaninn kom suður á Völl og opn-
aði fyrir sjónvarpið.
Nema kannski að komast vel
að orði. Það er heppni að hafa
ekki verið uppi á þeim tíma.
Hér var fásinni og grámyglu-
grámi. Útvarpið var reyndar
stofnað 1930 og þótti ágæt dægra-
stytting framan af; en nú líta af-
komendur kynslóðanna sem
fluttu á mölina í tímans elg og sjá
með hrollblandinni vorkunnsemi
að fyrstu fimmtíu árin flutti út-
varpið ekkert nema erindi, sin-
fóníur, barnatíma og þjóðlegt
stagl. Þetta er í senn hlægilegt og
grátlegt; grátbroslegt.
En náttúrlega var það ekki
nema brot af þjóðinni sem hafði
Keflavíkursjónvarp. Þeirsem sáu
ofsjónum yfir sjónvarpsbláman-
um í gluggum hinna útvöldu
stofnuðu samtök, söfnuðu undir-
skriftum og settu það ekki fyrir
sig að fara í langar kröfugöngur
til að knésetja sjónvarp dátanna á
Vellinum.
Það er kynlegt en líklega satt
að á þessum árum, þegar Kefla-
víkursjónvarpið barðist fyrir til-
veru sinni og íslenskt sjónvarp
tók að mjakast inn á efnaheimili
þessa lands, færðist almennur
gestagangur frekar í aukana en
hitt. En eðli þessara tíðu
heimsókna hafði hins vegar ger-
breyst. Enginn knúði lengur dyra
í von um að geta sníkt molakaffi.
Þeir sem áttu sjónvarp sátu
heima og hreyfðu sig varla út;
þeir sem áttu ekkert sjónvarp
voru komnir á hálfgerðan ver-
gang og leituðu hús úr húsi að
griðastað, afdrepi þar sem þeir
gætu horft á sjónvarpið.
Sumir vilja meina að fyrir þá
sem áttu sjónvarp hafi þessi
gestagangur verið mesta heimilis-
plága sem hefur geisað á íslandi.
Barn var ég gestkomandi (for-
eldrar mínir voru nátttröll og á
móti Keflavíkurstöðinni) á heim-
ili í Ljósvallagötu. Þangað vandi
líka komur sínar maður að nafni
Hreinn, fastur morgunmaður í
Sundlaug Vesturbæjar og starfs-
maður í áhaldahúsi úti á Granda.
Hann vandi ekki bara komur
sínar í þetta hús, það var þálátur
ávani; Hreinn kom öll kvöld
nema fimmtudagskvöld.
Hreinn knúði fyrst dyra í Ljós-
vallagötunni eitt haustkvöld,
síðla árs 1966. Á því er engin
önnur skýring en sú að hann hafi
einfaldlega runnið á sjón-
varpsblámann í glugganum.
Hreinn spurði eftir húsbóndan-
um á heimilinu, sem kom aðvíf-
andi og kannaðist ekkert við gest-
inn. Hreinn spurði hvort hús-
bóndinn, Sigurður (hann hefur
líklega lesið nafnið á dyrabjöll-
unni), myndi ekki eftir sér, þeir
hefðu brallað margt saman í
barnaskóla, í Miðbæjarskólan-
um. Sigurður þóttist viss um að
hann þekkti manninn ekki neitt,
en vildi samt ekki eiga það við
samvisku sína að reka gamlan
skólabróður út á guð og gaddinn.
Hreini var boðið inn. Það var
kveikt á sjónvarpinu. Undir
miðnættið var skipt yfir á Kefla-
víkurstöðina.
Það kom fljótlega á daginn að
Hreinn var einstæðingur, ó-
kvæntur og barnlaus, og þarna
átti hann sitt annað heimili í sex
ár. Nema á fimmtudagskvöldum.
Þá fór hann eitthvað annað og
enginn vissi hvert.
Því fór fjarri að Hreinn væri
neinn aufúsugestur. Svo var
aldrei. Það var einkum börnun-
um á heimilinu sem var lítið um
hann gefið, enda var hann með
allra leiðinlegustu mönnum.
Hann var fljótlega búinn að slá
eign sinni á stól sem enginn annar
mátti sitja í; hann sagði aldrei
neitt skemmtilegt, heldur þusaði
í sífellu yfir því að sjónvarpið
klippti myndir sem væru sýndar
óklipptar í kananum og yfir
Magnúsi Bjarnfreðssyni, sem
hann þóttist þekkja úr skóla
(samt ekki úr Miðbæjarskólan-
um). Hann var manna sólgnastur
í kaffi og kökur, en lét aldrei neitt
í staðinn, nema hvað á tveggja
ára fresti kom hann með Macint-
oshdós sem hann fékk hjá hálf-
bróður sínurn sent var í sigling-
um. Þá borðaði hann alla bestu
molana sjálfur, en skildi eftir
vondu karamellurnar í appelsínu-
gula bréfinu.
Það voru liðin sex ár þegar
Hreinn sagði upp úr eins manns
hljóði að háöldruð móðir hans
væri komin með sjónvarp.
Kvöldið eftir bólaði ekkert á
honum, né þarnæsta kvöld, og
síðan hefur ekkert til hans heyrst
eða spurst í Ljósvallagötunni.
En ameríska blaðakonan; ég
held satt að segja að hún hafi ver-
ið engu nær.
Egill Helgason
Föstudagur 3. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23