Þjóðviljinn - 03.02.1989, Síða 29
MEÐ GESTS AUGUM
Telst dægurtónlist til menningar?
Allan janúarmánuð hefur
Þjóðviljinn verið að meta afla-
verðmæti síðustu jólabókavertíð-
ar út frá ýmsum mælikvörðum.
Við frágang fjárlaga fannst blað-
inu markverðast að Thor Vil-
hjálmsson missti af heiðursverð-
launum listamanna. Þegar talið
barst að þeim pennum sem hafa
skrifað um fjölmiðladagskrá og
sitthvað annað, varð einum
kunningja mínum að orði að
Þjóðviljinn væri orðinn útibú frá
Máli og menningu.
Þjóðviljinn hefur tekið upp
þann ágæta sið að kynna einn les-
anda blaðsins í hverri viku, og
þeir eru spurðir í þaula um lestr-
arvenjur sínar og smekk á
bókum. Hins vegar gerir íhalds-
málgagnið Mogginn bókum,
myndböndum og plötum jafn
hátt undir höfði, þegar það spyr á
sinn stuttaralega hátt hvað menn
hafi síðast notað af þessum
menningarafurðum. Það er því
sennilega til marks um borgara-
leg viðhorf og hin mesta goðgá,
miðað við ráðandi ritstjórnar-
stefnu Þjóðviljans, að ég skuli
ætla mér að skrifa um dægurtón-
list. eins og í þessum pistli.
Eg hef enn ekki séð endan-
legan lista yfir söluhæstu plötur
ársins 1988, en hann mun þó líta
nokkum veginn svona út: í. 1.
Bítlavinafélagið, 2. Sykurmol-
arnir, 3. Bubbi/Megas, 4. Valgeir
Guðjónsson, 5. Síðan skein sól.
Þessar plötur ‘munu allar hafa
selst meira en nokkur innflutt
plata. Þegar tíllit er tekið til þess
að á örfáum árum hafa verið af-
numdir 75% tollar og 40% vöru-
gjald af plötuinnflutningi, má
fullyrða að innlend framleiðsla
hafi staðið sig furðuvel, sbr. til
dæmis fataiðnað og húsgagnaiðn-
að. Þrátt fyrir þennan samanburð
fer því fjarri að íslenskar met-
söluplötur séu ófrumleg iðnað-
arframleiðsla, heldur eru þær yf-
irleitt í góðu meðallagi hvað gæði
snertir. í þeim býr töluverð list-
ræn sköpun og frumleiki um leið
og þær sinna vel afþreyingarhlut-
verki dægurtónlistar. Undan-
tekningarnar eru annars vegar
Sykurmolarnir sem hefja sig hátt
upp yfir alla meðalmennsku og
hins vegar Bítlavinafélagið sem
er langt fyrir neðan. Það er þó
tæpast erfitt að skilja hvers vegna
plata Bítlavinafélagsins er svona
vinsæl, þar sem þeir flytja nokkur
vinsælustu dægurlög 7. áratugar-
ins sem flest hafa verið ófáanleg
um margra ára skeið. Til að gera
þetta skiljanlegt bókmennta-
mönnum má líkja plötunni við
það tilbúna dæmi að meistara-
verk Laxness hefðu ekki verið
fáanleg um áratuga skeið, en síð-
an hefði Halla Linker gefið út
éndursögn á helstu köflum
þeirra.
Það er hins vegar gamalkunn
staðreynd að íslenskar metsölu-
bækur eiga sjaldnast neitt skylt
við bókmenntir, heldur líkjast
því sem í tónlistarheiminum er
kallað muzak - dósatónlist sem er
ætluð til að örva söluna í stór-
mörkuðum. Sé litið á metsölu-
lista platna og bóka hlið við hlið
blasir við sú ályktun að íslenskir
plötukaupendur séu miklum mun
gagnrýnni á það sem er á mark-
aðnum en bókakaupendurnir.
Samt fá þeir síðarnefndu ótal góð
ráð og leiðbeiningar frá menning-
arskriffinnum á Þjóðviljanum og
fleiri fjölmiðlum, en plötu-
kaupendurnir verða að styðja sig
við „ótalandi plötusnúða“ ef
marka má skrif menningarskrif-
finnanna. Þetta ætti reyndar ekki
að koma á óvart því að það er eðli
dægurtónlistar að þar er skemmri
leið á milli frumlegrar sköpunar
og vinsælda en í heimi bók-
mennta.
Þessi staðreynd hefur stundum
leitt menntamenn sem lítið vita
um dægurtónlist til að draga upp
þá mynd af dægurtónlist að stór
og gírugur skemmtanaiðnaður
framleiði bæði dægurtónlistina
og vinsældir hennar. Fyrir utan
það hvað þessi hugsun lýsir mik-
illi mannfyrirlitningu, er hún al-
röng. Staðreyndin er nefnilega sú
að langflestar nýbreytingar og öll
meiriháttar sköpun í dægurtónlist
hefur orðið í andstöðu við
skemmtanaiðnaðinn. Hins vegar
hefur þessi sköpunarstarfsemi
ekki dregið sig í hlé frá iðnaðin-
um, heldur bæði notað þætti úr
honum og knúið hann til að að-
laga sig að nýjum straumum.
Sköpun og söluvæðing búa í mun
nánara sambýli en til dæmis í
bókmenntum, en það merkir
ekki að í því séu minni mótsagnir.
Þótt rithöfundur sitji við skriftir
fjarri markaðstorgunum, jafnvel
á opinberum styrk, er hann undir
áhrifum tíðaranda, tísku og
markaðskrafna og vill yfirleitt
„slá í gegn“. Hins vegar er al-
gengara að rithöfundurinn geri
sér ekki grein fyrir þessari mót-
sögn í starfi sínu eða hræsni um
hana út á við en poppstjarnan
sem er í stöðugu návígi við mót-
sögnina.
Ég ætlaði mér ekki að fremja
allsherjar samanburð á bók-
menntum og dægurtónlist, þótt
ríkjandi ritstjórnarstefna Þjóð-
viljans hafi knúið mig til að fara
nokkrum orðum um hann. Þótt
þessi samanburður sýni fljótt að
poppið er ekki eins ómenningar-
legt og venjulega er gefið í skyn,
þá dylst hitt ekki heldur að sköp-
un-ar-starf-semi á undir högg að
sækja á þessum vettvangi eins og
víðar. Einn munurinn á dægur-
tónlist og öðrum listgreinum er
hins vegar sá að hún nýtur engra
ríkisstyrkja.
Pönkbylgjan fyrir tæpum ára-
tug var ein stærsta vítamín-
sprauta í sögu íslenska rokksins,
og lífseigasta afsprengi hennar er
Sykurmolarnir sem nú auglýsa ís-
lenska menningu víðar og betur
en þau Thor, Linda og Jón Páll
samanlagt. Pönkbylgjan fjaraði
fljótt út, meðal annars vegna
bágborinna starfsskilyrða hljóm-
sveitanna. Síðan hefur borið
mest á gleðipoppi í dægurtónlist
landsmanna, en þó hefur alltaf
komið fram ein og ein leitandi og
skapandi hljómsveit, sem því
miður hafa sjaldnast orðið lang-
lífar. Af þeim sem enn starfa er
hægt að nefna til dæmis Risaeðl-
una, Ham og S/H draum eða
Bless. Þessar hljómsveitir hafa
haft ótrúlega léleg starfsskilyrði
hérlendis; spilamennska og tekj-
ur af plötusölu skila sjaldnast upp
í kostnað við hljóðfæri og plötu-
upptökur þannig að listamenn-
irnir fá ekkert greitt fyrir sitt fra-
mlag. Það stærsta sem hefur verið
„gert fyrir“ þessar hljómsveitir,
var þegar Sykurmolarnir tóku
þær hverja af annarri með sér til
útlanda í hljómleikaferð sína í
haust.
Það er kannski kominn tími til
að opinberir aðilar geri eitthvað
fyrir hina skapandi dægurtónlist í
landinu? Ég held samt ekki að
henni yrði neinn styrkur í því að
poppurum væru veitt heiðurs-
laun, þó að til dæmis væri Megas
vel að þeim kominn. Starfslaun
til skapandi listamanna myndu
koma að betra gagni, til dæmis ef
einni eða fleiri hljómsveitum væri
árlega gefið tækifæri til að helga
sig algerga tónlist sinni í nokkra
mánuði til að semja, æfa og gera
plötu. Að mínu mati væri þó hægt
að gera þessari tónlist mest gagn
með því að gefa hljómsveitunum
betri tækifæri til að spila fyrir
fólk. Eins og ég hef sagt áður
dafnar þessi tónlist best í „víxl-
verkun framleiðslu og neyslu“, á
stöðum þar sem ungt fólk fær að
skapa sinn menningarheim. Auk
þess legg ég til að reist verði
æskulýðshús í öllum stærri pláss-
um og æskulýðshöll í Reykjavík.
Hún má þess vegna rísa á grunni
hitaveitutankanna í Öskjuhlíð og
hluti hennar má snúast í hringi.
Aðalatriðið er að unga fólkið geti
sjálft mótað starfsemi sinnar
æskulýðshallar og að hjartaslög
hennar verði sú tónlist sem ungt
fólk spilar fyrir ungt fólk.
Fljótt flýgur Fiskisagan
Fiskurer nefndur Wanda. Sambland af „TheLadykillers“, „Fawlty Towers“ og Monty Python
Aðalleikararnir eru jafnt bandarískir sem breskir: Micf.ael Palin, John
Cleese, Kevin Kline og Jamie Lee Curtis.
Samfélög Bretlands og Banda-
ríkjanna eru um margt ólík og má
segja að menningarleg gjá ríki á
milli þjóðanna. Þetta er einkum
áberandi á kvikmyndasviðinu,
sem lýsir sér m.a. þannig að þær
myndir sem ná velgengni austan
hafs ganga yfirleitt ekki vel vest-
an og öfugt. Ein elsta grein kvik-
myndanna, kómedían, hefur alla
tíð verið undir þessari gjá komin
og eru breskar gamanmyndir
gerðar fyrir Breta en bandarískar
að sama skapi aðallega fyrir
Kana.
Það kom því mörgum mjög á
óvart þegar nýjasta mynd eins
forsprakka Monty Python-
hópsins breska, John Cleese, sló í
gegn í Bandaríkjunum og stefnir í
um 50 miljón dollara hagnað af
henni í Bandaríkjunum. Myndin
kallast „A Fish Called Wanda“
og er væntanleg í reykvískt kvik-
myndahús innan tíðar.
Allir þættir gam-
anmyndanna
„Wanda“ er, eins og flestar
góðar kómedíur, byggð á ill-
kvittnislegum húmor, eða eins og
leikstjóri myndarinnar, Charles
Crichton, kemst að orði, „Wanda
er mjög illkvittnisleg, ómannúð-
leg, lostafull og sadísk. í stuttu
máli, gædd öllum megin þáttum
gamanmyndanna. “
Crichton er af gamla skóla
kvikmyndanna og veit hvað hann
syngur enda þótt hann hafi ekki
haft bein afsícipti af kvikmynda-
gerð í nær aldarfjórðung. Eftir
hann liggja margar athyglisverð-
ar myndir, eins og „The Lavend-
er Hill Mob“ (1951) og The Titfi-
eld Thunderbold“ (1952) en sam-
starf hans við John Cleese hófst
árið 1983. Þá kom Cleese með þá
hugmynd að þeir ynnu saman að
bíómynd en skömmu síðar varð
Crichton bakveikur og þeir frest-
uðu öllu saman.
Þeir byrjuðu síðan á nýjan leik
og það tók þá yfir tvö ár að semja
grunninn að sögunni. Eftir það
fóru 18 mánuðir í handritsgerð en
handritinu var breytt 13 sinnum
áður en lokaútfærslan varð til.
Myndin segir í stuttu máli sögu
nokkurra glæpamanna og sam-
skipti þeirra við lögfræðing nokk-
urn er Cleese leikur. Eftir vel-
heppnað skartgriparán þeirra
hafnar sá eini er veit hvar góssið
er falið í steininum og reynir þá
hin undirförla unnusta hans að
hafa uppi á fengnum í gegnum
lögfræðinginn. Klækjakvendið
leikur Jamie Lee Curtis en tveir
stærstu gangsterarnir eru leiknir
af Kevin Kline og Michael Palin.
Góð blanda
Þessi undarlega samsuða
leikara og aðstandenda er Iíklega
lykillinn að vinsældum myndar-
innar en hún þykir vera eins kon-
ar blanda af „The Ladykillers",
„Fawlty Towers“ og Monty
Python-myndunum. Til glöggv-
unar má minna á að „The Ladyk-
illers“ er ein grátbroslegasta
gamanmynd sögunnar, með Alec
Guinnes og Peter Sellers í aðal-
hlutverkum og John Cleese lék
einmitt hótelstjórann í „Fawlty
Towers“, eða Hótel Tindastól
eins og Sjónvarpið kallaði þætt-
ina.
John Cleese er sammála Cric-
hton í því að stutt sé á milli ill-
kvittninnar og húmorsins.
„Hlutir geta veri< fyndnir á hvíta
tjaldinu án þess að vera broslegir
í raunveruleikanum. Bókstaf-
strúarmenn sjá kannski ekki mun
þar á en allt skynsamt fólk skilur
að hægt er að hlæja að hugmynd-
um sem ekki eru hót fyndnar í
veruleikanum,“ sagði Cleese
m.a. í viðtali við Films and Film-
ing fyrir stuttu.
„Eg held að fyrri höfundar
gamanmynda hafi ekki verið með
vægari húmor en við. Hvað voru
t.d. margir drepnir í „Kind He-
arts and Coronets“? (Gaman-
mynd m. Alec Guinnes, innsk.)
Það voru níu og sex dóu í „The
Ladykillers“. Fólk tók bara ekki
eftir því vegna þess hvernig þeir
fóru með það.“
John Cleese hefur sumsé með
þessari nýjustu mynd sinni loks-
ins náð að höfða til bandarískra
bíógesta. Á undan „Wöndu“ lék
hann í „Clockwise" sem varla var
dreift í Bandaríkjunum en gerði
mikla lukku í Bretlandi eins og
reyndar flestar þær myndir sem
hann hefur leikið í.
Myndir Monty Python-hópsins
hafa þegar skipað sér sess í kvik-
myndasögunni og er samstarf
þeirra enn í fullum gangi. Sá er
yfirleitt var titlaður leikstjóri
myndanna, Terry Jones, er nú að
vinna að „Eric, the Viking" og
leikur John Cleese einmitt aðal-
hlutverkið í myndinni. Örugg-
lega mikill fengur fyrir unnendur
góðra gamanmynda, en áður en
að því kemur skulum við hafa
augun opin fyrir fiskisögum. Sér-
staklega sögu af fiski kölluðum
Wanda.
Þorfínnur Ómarsson.
Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29