Þjóðviljinn - 17.02.1989, Síða 27
KYNLIF
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR
Þurr leggöng
Kœra Jóna.
Ég þakka þér greinar þínar,
framtak og frœðslu í kynferðis-
málum, sem flestir þurfa á að
halda, en flestir fara með sem
pukurmál. Þú átt heiður skilið
fyrir hugrekki þitt. Mikil þörf
vará slíku hér.
Við hjón erum komin af léttasta
skeiði, - tœplega sextug. - Spurn-
ing: Hvaða smyrsl er best að nota
við upphaf samfara? Þ.e.a.s.
skaðlaus. Þetta er farið að há okk-
ur, að líkindum vegna aldurs.
Með bestu kveðjum,
K.H.999
Svar: Ég þakka ykkur fyrir hlý-
leg orð í minn garð.
Ég geri ráð fyrir að þið eigið við
að kynfæri konunnar blotni ekki
nóg og hvað sé þá til ráða. Eitt
greinilegasta merki um að konan
sé byrjuð að örvast kynferðislega
er blotnun leggangnanna. Við
aukið blóðflæði til kynfæravefj-
anna þrútna kynfæravefirnir en
við það „lekur“ bleyta út um
veggina í leggöngunum. Margir
halda þess vegna að ef kynfæri
konunnar eru rök að þá sé hún
„tilbúin“ fyrir samfarir en það
þarf ekki að vera. Að hún sé orð-
in blaut er aðeins byrjunarmerki
um kynferðislega örvun. Áfram-
haldandi kelerí eða forleikur
(segir ekki orðið til um hvað aðal-
atriðið er!) er nauðsynlegt áður
en konan er nálægt fullnægingu.
Staðreyndin er nefnilega sú að
langflestar konur fá ekki
fullnægingu með samfaraörvun
eingöngu. Örvun á ytri kynfæri -
þá aðallega snípinn þarf yfirleitt
að koma til. Að kona geti fengið
fullnægingu með samfaraörvun-
inni eingöngu er svipað og ef
karlmaður ætti að fá fullnægingu
ef kona togaði létt í forhúð
karlsins og hreyfði hana með
tveimur fingrum fram og aftur.
Þannig að ein ástæðan fyrir þurr-
um leggöngum getur hreinlega
verið of lítil eða stutt örvun.
Þessu atriði er alltof oft horft
framhjá. En því miður verður
það að segjast að þó svo karlinn
vildi vera blíður og tillitssamur
við hana og gæla vel við hana
áður en samfarir hefjast þá finnst
sumum konum óþægilegt að fá
athygli lengur en „venjulega".
Þetta getur valdið kvíða og þar er
örugg leið til að drepa niður kyn-
svörun líkamans. Þannig neita
sumar konur sér um þá örvun
sem þær þurfa og langar í. Það
sem málið er þá farið að snúast
um er sjálfstraust konunnar - að
henni finnist hún eiga það alveg
skilið að fá þessa væntumþykju
og athygli.
Munnvatn
og smyrsl
Margar aðrar ástæður geta
valdið þurrum leggöngum. Það
er rétt hjá ykkur að hár aldur get-
ur valdið minni blotnun. Eftir tíð-
ahvörf minnkar oft framleiðsla
estrogen kvenhormóma en það
getur valdið breytingum í legg-
angnaslímhúðinni. Einnig missa
veggirnir í leggöngunum nokkuð
af teygjanleika sínum í ellinni og
gefa leggöngin ekki eins vel eftir
við samfarir. Þetta eru eðlilegar
breytingar í líkamanum. Við
þessar aðstæður þarf konan
jafnvel enn lengri tíma en áður til
Konur þurfa góða örvun.
örvunar svo hún blotni nóg. Ef
aukin örvun nægir ekki bregða
sumir á það ráð að nota
munnvatn sem sleipuefrii, en ef
ykkur langar ekki til þess er hægt
að kaupa rakasmyrsl. K-Y raka-
smyrslið er ágætt en það fæst í
flestöllum apótekum, er vatns-
leysanlegt og talið skaðlaust til
notkunar. Ég mæli ekki með að
nota vaselín - það er fituleysan-
legt og getur eyðilagt gúmmí sem
það kemst í snertingu við eins og
t.d. smokka. Ef hvorki aukin ör-
vun, munnvatn eða rakasmyrsl
duga geta estrogen leggangastflar
kannski hjálpað en þá þarf kven-
sjúkdómalæknir að ganga úr
skugga um nauðsyn á þesskonar
úrræði. Ýmis lyf s.s. ofnæmislyf
eða róandi lyf, sjúkdómar einsog
sykursýki og leggangasýkingar
geta einnig valdið leggangaþur-
rki.
Ég vona að þessar upplýsingar
geti hjálpað ykkur við að skoða
hvað sé að í ykkar tilviki og hvað
þið getið gert til að gera ykkar
samlíf ánægjulegra.
Hafi lesendur áhugaá að fá svör
við ýmsum spurnlngum um kynlíf
geta þeir sent inn bréf undir dul-
nefni. Bréfið skal merkt: Kynlíf,
Nýtt Helgarblað, Þjóðviljinn, Síðu-
múla 6,108 Reykjavík.
Timman, Karpov, Speelman og Jusupov komust átram.
Timman komst áfram
á síðasta snúningi
Jan Timman, Anatoly Karopv,
Johathan Speelman og Arthur
Jusupov komast áfram í næstu
hrinu áskorendakeppninnar eftir
síðustu tíðindi. Lengi vel var út-
litið annað en bjart fyrir Jusupov
og Timman en heilladísirnar voru
á þeirra bandi. Spragett veitti
Jusupov harðvítuga mótspyrnu.
Hann komst yfir í einvígi og eftir
átta skákir var staðan jöfn, 4:4. í
hraðskákunum reyndist Jusupov
sleipari. Hann vann strax og
komst áfram og má það teljast
verðskuldað því Spragett var í
áskorendakeppninni sem gestur
og þess ekki vænst að hann gerði
slíkan usla sem raun varð á. Jus-
upov hefur verið í öldudal upp á
síðkastið og er ekki búist við að
hann veiti Karpov harða keppni.
Einvígi Portisch og Timman
var e.t.v. það skemmtilegasta.
Timman setti niður vænlegar
stöður í þrem af fyrstu fjórum
skákunum en í fimmtu skákinni
sneri hann dæminu við, vann og
síðan einnig lokaskákina. Tim-
man ætti að eiga betri möguleika
gegn Speelman í sumar en þessi
tvö einvígi fara fram samhliða í
London. Það borgar sig hinsveg-
ar ekki að afskrifa Speelman.
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
Honum var ekki spáð of háu 14. b4 Rc8 29. Rf2 Da4
gengi gegn Short og Seirawan en 15. Dd3 Dc7 30. g3 a6
getur státað af 75% vinningshlut- 16. Be2 e5! 31. b6 Hdc8!
falli í þessum einvígjum. 17. bxc5 dxc5 32. b7 Hxc6
Hér kemur fimmta skák Port- 18. f4 b5 (Hvítur hefur algerlega
isch og Timman, skákin sem í 19. Hxb5 Rd6 þráðinn.)
raun réði úrslitum: 33. Da7 Hxb7
(Öflug skiptamunsfórn sem 34. Dxb7 Hcl
5. einvígisskák tryggir hvítum yfirburðastöðu. 35. Df3 Dd4
Lajoc Portisch - Jan Timman Staðan er þó viðkvæm og flókin 36. Kg2 Hel
Kóngsindversk vörn og taugar Ungverjans þola ekki 37. Rdl Bf8
spennuna.) 38. Df2 Dd5+
1. Rf3 g6 20. e5 Rxb5 39. Kgl Hxfl +
2. e4 Bg7 21. cxb5 Da5 40. Kxfl f6
3. d4 d6 22. d6 Dxa2 41. exf6 Bxd6
4. c4 Bg4 23. Dc4 Db2 42. De3 Kf7
5. Be2 Rc2 24. Bf3 Hab8 43. Ke2 Bc5
6. Be3 eS 25. Bc6 Hed8 44. Dc3 De4+
7. d5 Bxf3 26. DxcS d3 45. Kfl Dhl+
8. Bxf3 Rd4 (Betravar26. .. Dc3. Núgetur 46. Ke2 Dxh2+
9. Bxd4 exd4 Portisch tryggt vinningsstöðu 47. Kf3 Dhl+
10. Ra3 Re7 með27. Re3 t.d. 27. ,.d228. Rc4 - og Portisch gafst upp.
11. 0-0 c6 o.s.frv.) Þessi sigur gaf Timman
12. Hbl 0-0 27. Rb4 d2 sjálfstraust og hann vann
13. Rc2 c5 28. Rd3 Db3 skákina næsta auðveldlega
Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27