Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 7
um og það er í Súðavík hjá fyrir- tækinu Frosta hf. f þorpinu búa um 270 íbúar og á síðasta ári voru útflutningstekjur á hvern íbúa um 2,1 miljón króna. Þá nam velta fyrirtækisins í útgerð og fiskvinnslu samtals 575 miljónum króna sem var 28% aukning frá fyrra ári. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins Ingimars Halldórs- sonar hefur það verið happ þess að hafa ekki staðið í neinum fjár- festingum að undanförnu og því ekki um neinn fjármagnskostnað að ræða hjá fyrirtækinu. Að öðru leyti sé staða þess ekki betri en annarra að því leyti að núna skröltir það á núllinu og enginn rekstrarafgangur í sjónmáli á þessu ári. Hráefnisskortur á Króknum þrátt fyrir togarakaup Eins og frægt varð á seinni hluta síðasta árs keyptu Skagfirð- ingar 2 togara Hraðfrystihúss Keflavíkur í skiptum fyrir fryst- itogarann Drangey. Henni var ætlað að gera það gott með því að heilfrysta djúphafsrækju en þeg- ar til átti að taka var sýnt að meiri þörf var á hefðbundnum ísfisk- togara á Sauðárkrók til hráefnis- öflunar fyrir vinnsluna en heilfrysta rækju. Þrátt fyrir áköf mótmæli Suðurnesjamanna höfðu Skagfirðingar sitt fram. Það sem af er þessu ári hafa þessir 2 togarar ekki landað ugga á Króknum en þess í stað landað öllum afla erlendis og núna eru um 85 manns atvinnulausir á Sauðárkróki. Atvinnulausum hefur því fjölg- að þar frá því í lok janúar. Þá voru á atvinnuleysiskrá á Sauðár- króki 69 manns, 95 manns á Siglufirði, 3 á Drangsnesi, 5 á Hólmavík, 49 á Hvammstanga, 45 á Blönduósi, 15 á Skagaströnd og 17 á Hofsósi, en þar eru taldir með aðliggjandi hreppar. Að sögn Jóns Karlssonar for- manns verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki eru orsakir atvinnu- leysisins fyrst og fremst vegna hins almenna samdráttar sem orðið hefur í þjónustugreinum við nærliggjandi sveitir og vegna stopullar vínnu í fiskvinnslunni vegna hráefnisskorts. Jón sagði að fiskvinnslufyrirtækið Skjöldur á Sauðárkróki hefði fengið neikvæða afgreiðslu frá Atvinnu- tryggingarsjóðnum og væri búið að sameina það Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Aftur á móti hefði Fiskiðja Sauðárkróks fengið já- kvæða afgreiðslu. Jón sagði að eftir að nýju togararnir kæmu úr núverandi klössun og færu að afla hráefnis til fiskvinnslunnar ætti enginn hörgull að verða á hráefni til hennar. Að öðru leyti væri það happ fýrir atvinnulífið á Krókn- um hversu fjölbreytt það væri og ekki eins háð þeim sveiflum sem geta orðið í sjávarútveginum. Jón sagði að núna væri at- vinnuástandið einna verst á Hvammstanga þar sem rækju- vinnslan Meleyri væri búin að loka og 30 manns atvinnulausir þar af þeim sökum. Á Hofsósi hefði verið stopul vinna vegna hráefnisskorts. Atvinnuástandið á Skagaströnd væri hinsvegar mun betra. Dauft atvinnu- ástand á Siglufirði Að sögn Kolbeins Friðbjarnar- sonar varaformanns verkalýðsfé- lagsins Vöku á Siglufirði eru þar núna 65 manns á atvinnuleysis- skrá og hafa ekki svo margir verið þar án atvinnu frá því í byrjun 8. áratugarins. Þar af eru um 30 manns vegna lokunar Sigló hf. sem ekki hefur verið starfrækt frá því um miðjan desember. Guð- mundur Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að fyrirtækið mundi hefja starf- semi að nýju um miðjan mánuð- inn þegar djúphafsrækjuvertíðin byrjar. Lokunin núna sé vegna þess hve erfitt sé að hafa ein- göngu til vinnslunnar frosna rækju til lengri tíma. Þá er fyrir- tækið að hefja mulning og þurrk- un á rækjuskel til fiskeldisfóðurs í samvinnu við danska aðila og er talið að sú vinnsla muni auka veltu fyrirtækisins um 20 - 25 miljónir á ársgrundvelli. Kolbeinn sagði að að öðru leyti væri orsök atvinnuleysis sá al- menni samdráttur sem væri í atvinnulífi bæjarins um þessar mundir. Stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins, Þormóður rammi hf. hefði fengið jákvæða afgreiðslu frá Atvinnutryggingarsjóðnum og þrátt fyrir samdrátt í botnfisk- afla á árinu stæði það ekki til að leggja einhverjum af togurum fyrirtækisins. Aðspurður hvernig efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar kæmu honum fyrir sjónir sagði Kol- beinn að þær væru í eðli sínu þær sömu og aðrar ríkisstjórnir hefðu gripið til frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er að þrengja lífskjör þess fólks sem eingöngu vinnur á kauptaxta. Allt væri þetta á sömu bókina lært og niðurstaðan ávallt sú hin sama. Dökkt útlit á Ólafsfiröi Á Ólafsfirði eru um þessar mundir 93 á atvinnuleysisskrá og hafa sumir hverjir verið án at- vinnu frá því í lok september í fyrra. Fyrir þann tíma var lítið sem ekkert atvinnuleysi í bænum. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og Hraðfrystihús Magnúsar Uamal- íelssonar hafa ekki verið starf- rækt um tíma og hafa ekki fengið lánafyrirgreiðslu frá Atvinnu- tryggingarsjóði. Viðræður hafa verið milli þeirra um sameiningu en þær fara hljótt og fá bæjarfull- trúar ekki einu sinni að vita hvernig þær standa þrátt fyrir að atvinnuleysi bæjarbúa sé aðal- lega vegna rekstrarörðugleika þeirra. Að sögn Ágústar Sigurlaugs- sonar formanns verkalýðsfélags- ins Einingar á Ólafsfirði er það með ólíkindum hversu það fólk sem hefur verið atvinnulaust í marga mánuði, tekur þessu með miklu jafnaðargeði á ytra borði, að þurfa að framfleyta sér á 35 þúsund krónum á atvinnuleysis- bótum á mánuði. Ágúst segir enga launung vera á því að hon- um finnst lítill skilningur vera hjá stjórnvöldum í atvinnuleysismál- um. Enda ekki að undra þegar þess er gætt að kerfiskarlarnir hafa í vikulaun það sem sá atvinnulausi hefur á mánuði sér Ólafsfjörður og sínum til framfærslu. Þegar hafa 2- 3 dottið út af bótaskránni sökum þess að þeir hafa verið atvinnulausir lengur en í 180 daga. Skilningur í orði en ekki í verki Á Akureyri eru um 200 manns á atvinnuleysisskrá og hefur þeim fjölgað urn 10 frá því í janúarlok. Þá voru 38 á atvinnuleysisskrá á Dalvík en engir í dag. Á Húsavík er atvinnuástandið slæmt og í lok janúar voru þar 138 manns atvinnulausir. Þar hefur hrun lag- Húsavík metismarkaðarins í Þýskalandi haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir HIK hf. sem varð að segja upp öllu sínu starfsfólki um 40 manns. í Hrísey hafa allir atvinnu og vantar frekar fólk en hitt til fisk- vinnslustarfa, gott ástand er í Grenivík, 6 án vinnu á Þórshöfn, 18 atvinnulausir á Kópaskeri og 3 á Raufarhöfn. Að sögn Þóru Hjaltadóttur forseta Alþýðusambands Norð- urlands fer atvinnuástandið á Akureyri mikið eftir því hvernig málin ganga fyrir sig hjá verk- smiðjum Sambandsins. Gangi þær illa kemur það niður á at- vinnuástandinu og svo öfugt. Þá er Útgerðarfélag Akureyringa hætt að geta bætt við sig fólki og eins hefur orðið fækkun í starfs- liði K. Jónssonar vegna hval- veiðistefnu stjórnvalda, en fyrir- tækið er með þeim stærstu á sviði lagmetis í landinu. Þóra sagði að stjórnmála- mennirnir töluðu nógu andskoti fallega þegar þeir væru á fram- boðsfundum en þegar til kast- anna kæmi væri annað upp á ten- ingnum. Hún sagði að þá vantaði þá nauðsynlegu yfirsýn yfir stöðu atvinnumála sem að gagni mætti koma fyrir íbúa viðkomandi staða. Þá væri það með öllu óhæft að útgerðarmenn kæmust upp með þá ósvinnu að flytja óunninn fisk út sem gagnaðist engum nema samkeppnisaðilum okkar. Þá þyrftu forráðamenn útflutn- ingsfyrirtækja að bera meiri ábyrgð á gerðum sínum því ljóst væri að hjá mörgum væri stjórn- un ábótavant sem bitnaði á íbú- um viðkomandi byggðarlaga á meðan þeir hefðu allt sitt á þurru. Ljóst væri að mörg sjávarútvegs- fyrirtæki þyrftu að fá inn aukið fé og ljótt væri þegar fólk talaði niðrandi um Hlutabréfasjóðinn, sem væri sá vonarneisti sem margur maðurinn horfði til eftir að Atvinnutryggingarsjóðurinn væri búinn að vísa frá umsóknum illa stæðra fyrirtækja. Þóra sagði á sama tíma sem fólk þyrfti að láta sér nægja at- vinnuleysisbætur til framfærslu hækkaði verð á hita, rafmagni, matvælum og öðru. Hún sagði að ef ríkisstjórnin tæki ekki á þessu vandamáli og stöðvaði frekari verðhækkanir yrði það hennar banabiti. - Svo er verið að gera allskyns kannanir um fjölskyldu- tekjur af hinum og þessum stofn- unum. Niðurstaða þeirra er oft á tíðum í hrópandi mótsögn við þann veruleika sem við þekkjum hér norðan heiða. Hér eru fjöl- skyldutekjur á bilinu 80 - 90 þús- und á mánuði en niðurstöður margra kannana segja að þær séu um 200 þúsund sem er algjörlega fáranlegt dæmi fyrir okkur,“ sagð ’óra Hjaltadóttir. Út meö f iskinn, ella förum viö á hausinn - Atvinnuástandið hér á Fá- skrúðsfirði er búið að vera hreint út sagt ömurlegt frá því í nóvem- ber í fyrra og ekki útséð hvernig því reiðir af á næstunni. Gleggsta dæmið um hvernig öfugþróunin er orðin er að fyrirtæki eins og Pólarsíld og Sólborgin láta báta sína frekar sigla með aflann utan, fremur en að vinna hann hér heima þegar 40 manns eru á atvinnuleyssiskrá. Séu þeir spurðir afhverju þetta sé gert svara þeir því til að að öðrum kosti fari fyrirtæki þeirra á hau- sinn,“ segir Eiríkur Stefánsson formaður Verkalýðs- og sjóm- annafélagsins á Fáskrúðsfirði. Á Austurlandi í lok janúar voru 35 á atvinnuleysisskrá á Seyðisfirði, 4 á Neskaupstað, 41 á Eskifirði, enginn á Höfn í Horna- firði, 2 á Bakkafirði, 24 á Vopna- firði, 30 í Bakkagerði, 48 á Egils- stöðum, 34 á Reyðarfirði, 48 á Fáskrúðsfirði, 29 á Stöðvarfirði, 40 á Breiðdalsvík og 1 á Djúpa- vogi. Að sögn Eiríks er ástandið núna sýnu verst á Stöðvarfirði sem er nánast í rúst atvinnulega séð. Á öðrum stöðum sem atvinnuleysi var á í fjórðungnum í janúar hefur það minnkað að mun eftir að atvinnulífið fór í gang eftir stoppið eftir áramótin. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar er skuldum vafið og í greiðslustöðv- un. Verði fyrirtækið ekki búið að greiða úr skuldum sínum eftir að greiðslustöðvuninni lýkur má bú- ast við gjaldþroti fyrirtækisins. Þegar er fólk farið að flytja í burtu án þess að geta selt íbúðir sínar. Þá varð plássið fyrir öðru áfalli á dögunum þegar annar togari fyrirtækisins Álftafellið stórskemmdist þegar það strand- aði fyrir austan. Hraðfrystihúsið hefur enga aðstoð fengið hjá At- vinnutry ggingarsj óði. Þá er ástandið ekkert skárra á Breiðdalsvík. Þar eru núna um 30 - 40 manns atvinnulausir og aflinn sem þangað berst er að mestu fluttur út í gámum. Á sama tíma og margir íbúanna eru á atvinnu- leysisbótum eiga þeir yfir höfði sér rafmagnslokanir vegna þess að þeir geta ekki staðið í skilum með greiðslu rafmagnsreikninga. - Sú staða sem þetta fólk er sett í er með ólíkindum. Það er ekki nóg með að sjálfsvirðing þess hafi beðið hnekki með því að vera atvinnulaust, heldur er því núið um nasir að vera óskilafólk að ósekju,“ sagði Eiríkur Stef- ánsson. Atvinnulausum fjölgar á Suöurlandi Samkvæmt yfirliti vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins voru 50 manns á atvinnu- leysiaskrá á Selfossi í lok janúar, 26 í Hveragerði, 77 í Þorláks- höfn, 16 í Vík í Mýrdal, 34 á Hvolsvelli, 30 á Hellu, 10 í Þyk- kvabæ, 64 á Stokkseyri, 33 á Eyrarbakka, 5 í Kirkjubæjar- hreppi, 6 í Fljótshlíðarhreppi og 27 í Vestmannaeyjum. Eins og kunnugt er hætti Meitillinn hf. í Þorlákshöfn starf- semi í haustbyrjun í fyrra og er enn lokaður. Búið er að ráða sér- stakan starfsmann til að vinna að sameiningu Glettings og Meitils- ins en verkið gengur seint. Hrað- frystihúsið á Stokkseyri er lokað og óvíst hvenær það verður opn- að að nýju. Enn er í fersku minni harkalegar innheimtuaðgerðir rafmagnsveitunnar í þorpinu þegar rafmagnið var fyrirvara- laust tekið fyrst af íbúðarhúsnæði framkvæmdastjórans og síðan af Hraðfrystihúsinu þegar vinnsla var þar í fullum gangi. Aðgerðin heppnaðist að því leyti að skuldin var greidd til helminga. Sjómenn og landverkafólk á Suðurlandi fékk óþyrmilega að kenna á ótíðinni sem var til lands og sjávar í ársbyrjun og allt fram í síðustu viku þegar ekki gaf á sjó nema endrum og eins. Strax og gæftir urðu betri hefur aflast vel hjá Þorlákshafnarbátum og var heildaraflinn í síðustu viku rúm þúsund tonn. í aðalverstöð landsins Vest- mannaeyjum hefur verið næg atvinna eftir að gæftaleysinu lauk. Á síðasta ári var fisk- vinnsluhúsi FIVE lokað í hag- ræðingarskyni fyrir aðrar vinns- lustöðvar. Eyjamenn hafa haft þann vafasama heiður að vera fremstir allra í gámaútflutningi þó það þjóni engum fremur en samkeppnisaðilum íslendinga í Evrópu sem byggja upp sinn fi- skiðnað á hráefni héðan. Mesta atvinnuleysi á seinni tímum Óhætt er að fullyrða að það atvinnuleysi sem nú hrjáir íbúa þessa lands sé með því mesta sem hér hefur verið í 20 ár þegar um 3 þúsund manns voru atvinnulausir á landinu öllu í janúarmánuði. Á mörgum stöðum þar sem ekkert atvinnuleysi er um þessar mundir standa mörg atvinnufyrirtæki á brauðfótum og ef rætist ekki úr með rekstur þeirra alveg á næst- unni getur ástandið versnað að miklum mun frá því sem það er núna. Atvinnutryggingarsjóður hefur með skuldbreytingarlánum sínum framlengt líf margra fyrir- tækja en ekki allra. Þau fyrirtæki sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum hans verður reynt að bjarga með aðstoð Hlutabréfa- sjóðs þegar hann verður að lögum. Fyrir íbúa margra staða skiptir mestu að viðkomandi fyrirtækjum verði hjálpað því ella blasir stórfellt hrun við með til- heyrandi byggðaröskun. Síðan er það ærið umhugsunarefni hvern- ig hægt var að klúðra öðru eins góðæri og hér ríkti til lands og sjávar til skamms tíma með öðr- um eins hætti eins og raun hefur orðið á. -grh Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.