Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 18
„Ég mun halda þar stuttan fyrirlestur um alnæmi og forvarn- ir gegn alnæmi og svara fyrir- spurnum." Landsnefnd um alnæmisvarnir var stofnuð í september sl. og Sig- ríður er eini starfsmaður nefndar- innar. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðgefandi fyrir forvarn- arstarf gegn alnæmi og í nefnd- inni situr fólk víðsvegar að og ræðir hvaða verkefni verða sett í forgang og hvernig forvarnir skuli skipulagðar. Starf Sigríðar felst svo í því að sjá um að hrinda hlutum í framkvæmd og hún sér um að hafa samband við fólk og fyrirtæki. í rúmt ár hefur Sigríður einnig starfað sem alnæmis- fræðari á vegum landlæknisemb- ættisins. Hún fer á vinnustaði og í skóla og heldur fyrirlestra um alnæmisvarnir og svarar fyrir- spurnum. Oft er Alþýðuleikhús- ið með í för og flytur leikritið „Eru tígrísdýr í Kongó?“ sem fjallar um alnæmi. Leikritið er á léttum nótum og að sögn Sigríðar vakna oft spurningar út frá því. Háð fjölmiðlum Erþessum málum sinnt nóg hér á landi? „Ég er nýbúin að hitta starfs - bræður og-systur á Norðurlönd- unum, sem sinna fræðslu og mér finnst allir hafa svipaða sögu að segja t.d. varðandi áhuga fjöl- miðla á þessum sjúkdómi. Fjöl- miðlar hafa fyrst og fremst áhuga á nýjum fréttum en það hefur ekkert nýtt komið fram um al- næmi mjög lengi. Við erum stöðugt að fást við sömu hlutina og þar af leiðandi eru þeir ekkert mjög spennandi. Ég heyrði á fólki á þessari ráðstefnu að það hefur mikinn áhuga á að hafa fjölmiðlana meira með sér. Við erum mjög háð þeim.“ Hefur svona forvarnarstarf eitthvað að segja? „Ég er sannfærð um að það hefur mikið að segja. Forvarnar- starf felst fyrst og fremst í upp- fræðslu og hún skilar sér þannig að fólk veit allavegana að þessi sjúkdómur er til, hvernig hann smitast og hvernig það getur var- ist honum. Pað sem hefur háð okkur er að það er ekki svo auðvelt að komast að fólki utan áhættuhópanna, sem samt til- heyrir þeim. Það er yfirleitt talað um áhættuhópa en við viljum frekar ræða um áhættuhegðun. Þótt hegðunin sé bundin við á - kveðna hópa, samkynhneigða karlmenn og fíkniefnaneytendur sem sprauta sig, þá er líka fólk fyrir utan þessa hópa sem getur verið í hættu, karlmenn sem enn eru í felum t.d. Þessi sjúkdómur smitast fyrst og fremst með kynmökum. Þótt sjúkdómurinn smitist fyrst og fremst með kynmökum karl- manna þá getur hann líka smitast með kynmökum karls og konu. Rætt við Sigríði J akobínudóttur, starfsmann landsnefndar um alnæmisvarnir að var ekki auðvelt að finna glufu í dagbók Sigríðar Jakobínudóttur til þess að rabba við hana, en Sigríður er starfsmaður landsnefndar um alnæmisvarnir. Hún var nýkomin frá Dan- mörku þar sem hún sat þing norrænna alnæmisráð- gjafa og þegar komin á fullt hér heima. Þó fannst stund á milli stríða á sjálfan bjórdaginn. Klukkan ellefu árdegis gat hún hitt undirritaðan en rúmum klukkutíma seinna þurfti hún að rjúka af stað til þess að ná Akraborginni, því hún átti að vera með fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Vesturlands upp úr há- degi. Smit breiðist líka út til gagnkynhneigðra. Við viljum hefta útbreiðsluna, bæði innan áhættuhópa og einnig að sjúk- dómurinn breðist út og verði al- mennur. Fólk spyr oft hvort þetta hafi nokkuð að segja, hvort við séum ekki alltaf með sömu gömlu tugg- una. Við erum náttúrlega sannfærð um að þetta skili á- rangri en það er erfitt að meta þann árangur. Það er líka erfitt að meta hættuna á útbreiðslunni. Við höfum þó eina leið til þess að komast að þessu, en það er að 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.