Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina?
Elsa Þorkelsdóttir
framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
Ég ætla að taka daginn snemma á morgun og fara með drenginn
minn í íþróttaskóla, síðan skelli ég mér auðvitað í morgunkaffi hjá
Alþýðubandalaginu í Kópavogi. Húsþrif eru á dagskrá eftir hádegi, en
veðurguðirnir fá að ráða hvort eitthvað verður úr þeim. Kvöldinu ætla
ég svo að verja í góðra vina hópi og það kæmi mér ekki á óvart þótt
opnuð yrði bjórdós.
Teikningar Rosu Liksom frá Finn-
landi í andyri Norræna hússins,
hefst Id. 15.00, opið 11-18 nema
mánud., lýkur 27.3. Rosa les upp á
bókakynningu 16.00.
Leifur Breiðfjörð sýnir pastel- og
oliuverk í Gallerí Borg, opið virka
10-18, helgar 14-18., lýkur 14.3.
Kristján Steingrímur sýnir mál-
verk í Nýlistasafninu Vatnsstíg,
opin virka 16-20, helgar 14-20,
lýkur 12.3.
Edda María Guðbjörnsdóttir
sýnir 28 olíumálverk í Hafnarborg
Hfirði, opin dagl. nema þd. 14-19,
Iýkur12.3.
Málverk e. Jonas Viðar í Gamla
Lundi Ak. Hefst Id. 16.00, opin virka
16-22, helgar 14-22. Lýkur sd.
Grafíksýning í Fjölbrautarskola
Vesturlands Akranesi, 56 verk
sem skólinn hefur keypt, þar á með-
al 10 verk e. Vigni Jóhannsson.
Opinföd. 16-20.30.
Björg Örvar sýnir 14 málverk í Ný-
höfn, Hafnarstræti, opið virka 10-
18, helgar 14-18, lýkur 15.3.
Dúkristur Guðbjargar Ringsted i
Alþýðubankanum Akureyri, lýkur
10.3.
Sigurður Örlygsson sýnir í FÍM-
salnum, Garðastræti 6, hefst Id.
17.00, opið 13-18 virka, 14-18
helgar, Iýkur14.3.
Elsa Rook frá Svíþjóð sýnir í Gallerí
List 24 akrýlverk. Opið dagl. 10.30-
18, sd. 14-18.
Listasafn Einars Jónssonar, opið
Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarð-
urinndagl. 11-17.
Listasafn íslands. Salur 1: Jón
Stefánsson, Jóhannes Kjarval,
GunnlaugurScheving. Salur2:
Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur
Jónsson. Aðrirsalir: Nýaðföng.
Leiðsögn sd. 15.00. Opið nema
mánud. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns,
14-17 um helgar.
Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi)
sýnir Ijósmyndir úr ferðum sínum á
Mokka v/ Skólavörðustíg.
Gallerí Gangskör, opið þd.-föd.
12-18, verk gangskörunga til sýnis
og sölu.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74,27 vatnslitamyndir
Ásgríms til maíloka, dagl. 13.30-16
nema mánu- og miðvd.
SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti,
verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson,
opið virka 9.15-16 nema föstud.
9.15-18. Lýkur31.3.
TONLIST
Kammertónleikar Islensku hljóm-
sveitarinnarsd. 16.00Gerðubergi,
Sigurður I. Snorrason (klarinett)
og Anna Guðný Guðmundsdóttir
(píanó), verk e. Draskóczy, Takács,
Pendewrecki, Lutoslawsky, Jettel,
Berg og Pál P. Pálsson.
Gunnar Björnsson leikur einleik á
selló í FÍM-salnum Garðastræti 6
Id. 16.30 svitur e. Bach.
Langi seli og skuggarnir á tón-
leikum í Casablanca fdkvöld frá,
650 kr.
Strax og Sniglabandið í T unglinu
Idkv.
Tónleikar Tónlistarskóla Hafnarf-
jarðar í Hafnarborg Id. 15.00, kór,
lúðrasveit, strengir.
Guðni Franzson (klarinett) og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson (píanó) í
Ytri-Njarðvíkurkirkju Id. 16.00og i
Hafnarborg Hfirði sd. 16.00, verk e.
Brahms, Debussy, Saint-Saéns,
Satieo.fl.
Guðni Franzson (klarinett) og
Þorsteinn Gauti Sigurðsson (pí-
anó) í Hafnarborg Hfirði sd. 16.00,
verke. Brahms, Debussv, Saint-
Saéns, Satie o.fl.
Ljóðatónleikar í Gerðubergi mád.
20.30. Kristinn Sigmundsson
syngur við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar lagaflokka e.
Vaughan Williams og Mahler og
ballöðure. m.a. Sibelius, Löweog
Schubert.
Finnur Eydal og Helena Eyjólfs-
dóttir djassa í heita pottinum Duus-
húsi sdkv. frá 21.30 með T omma R.
og félögum.
Skólalúðrasveit Mosfellssveitar
25ára, tónleikarsd. 15.00.
LEIKLIST
Tóm ást e. Sjón hjá Herranótt MR í
Tjarnarbæ föd., sd. 20.30.
Saumastofan e. Kjartan Ragnars-
son hjá Skagaleikflokknum á Akra-
nesi ld.. Leikstjóri Þórunn Magnea
Magnúsdóttir (frumsýning).
Slettirekan e. Jack Popplewell hjá
Leikhópnum Veru á Fáskrúðsfirði,
frumsýn. íSkrúðföd.kv.
Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd.
14.00.
Brestirálitlasviði Þjlh. sd. 20.30.
Allt í misgripum, Leikfélag Hfjarð-
ar sýnir í Bæjarbíó Id. 20.30.
Hver er hræddur við Virginíu
Wolf?LAföd.,ld. 20.30.
Háskaleg kynni, Þjlh. föd., Id.
20.00.
Emil í Kattholti hjá LA, sd. 15.00.
Óvitar í Þjlh. Id., sd. 14.00.
Sjang-Eng í Iðnó ld., föd., Id. 20.00.
Sveitasinfónían í Iðnó ld., sd.
20.30.
Dýrin í Halsaskogi hjá Leikfélagi
Hveragerðis í grunnskólanum
frums. Id.
HITT OG ÞETTA
Pólitík á laugardegi, hádegisfundir
Þjóðviljans og ABR Id. 11 -14 Hverf-
isgötu 105 efstu hæð. Gestir
spjallfundarins: Kvennalistakon-
urnar Guðrún Agnarsdóttir þing-
maður og Elín G. Ólafsdóttir borg-
arfulltrúi.
MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00.
„Móðir María“ frá ‘84, leikstj. Serg-
ei Kolosov. Enskurtexti. Ókeypis
inn.
Félag eldri borgara, opið hús í
Tónabæ laugard. frá 14.00, dans-
kennsla 14.30-17.30. Opið hús sd.
í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil
og tafl frá 14, dansað 20-23.30.
Opið hús ÍTónabæ mánud. frá
13.30, félagsvist frá 14.00. Ath. Gó-
ugleði ÍTónabæ 11.3, miðarfást á
skrifstofu(s.28812).
Laugardagsganga Hana nú, lagt af
stað 10.00 frá Digranesvegi 12.
Samvera, súrefni, hreyfing.
Ferðafélagið, sd. 1) 10.30 Litla
kaffistofan-Marardalur-
Þing vallavegur, 5 tíma skíöa:
ganga. Verð 600 kr. 2) 13.00 Öxar-
árfoss í klakaböndum, 800 kr. 3)
13.00 Skíðaganga á Mosfells-
heiði, 600 kr. (frítt undir 15). Brott-
för austanvið Umfmst.
Útivist, sd. 1) 10.30 Gullfoss í
klakaböndum - Geysir, 1400 kr., 2)
13.00 Sjötta landnámsganga,
Saltvík-Kléberg. 3) 13.00 Skíð-
aganga austan Grímmannsfells að
Borgarhólum. Hvorferð600kr.
Brottför vestanvið Umfmst, fritt f.
börnm.full.
Finnsk bókakynning í Norræna
húsinu Id. 16.00, gestur Rosa Liks-
om sem les úr verkum sínum og
spjallar um finnskar bókmenntir.
Umbi sýnir Kristnihald undir
Jökli í Stjörnubíó 5,7,9 og 11,
leikstj. Guðný Halldórsdóttir, aðall.
SigurðurSigurjónsson, Baldvin
Halldórsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir.
FramhaldsfélagsvistBreiðfirðing-
afélagsins í Sóknarsalnum Skip-
holti50Asd. 14.30.
Góublót Átthagasamtaka Hér-
aðsmanna í Domus medica Id. frá
19.00.
Frönsk byltingarvika í Regnbog-
anum, sd. Danton e. Wajda 14.30,
Quatre aventures de Reinette et
Mirabelle e. Rohmer 21.00,23.15,
md. Marie-Antoinette e. Delannoy
21.00, Lárgent e. Bresson 23.15.
Hvað hafði Platón eiginlega á móti
skáldskap? Eyjólfur Kjalar Emils-
son talar hjá Félagi áhugamanna
um bókmenntirld. 14.00stofu 101
Odda.
Fundur í Hinu íslenska sjórétt-
arfélagi um endurskoðun laga-
ákvæða um farmsamninga, dr. Kurt
Grönfors prófessor í Gautaborg
ræðir um efnið á ensku Id. 14.00 st.
103 Lögbergi.
Kvikmyndaklúbburinn: Karl-
menn e. Doris Dörrie, þýskgaman-
mynd, Regnboganum Id. 15.00.
Víkingar í Jórvík og Austurvegi, í
Norræna húsinu og Þjóðminjasafni,
oþin dagl. nema mánud. 11-18.
Christine Fell prófessor í Notting-
ham talar um „The Viking irnage"
sd. 17.00.
ÍÞRÓTTIR
Handbolti. 1 .d.ka. sd. 14.00 UBK-
Stjarnan Digranesi, 14.00 Valur-
ÍBV Hlíðarenda, 20.00 FH-Víkingur
Strandgötu, 20.00 Fram-KA Höll-
inni. 1 .d.kv. föd. 20.00 ÍBV-
Stjarnan, 20.15 FH-Víkingur, 21.00
Fram-Þór, Id. 15.00 Valur-Þór.
2.d.ka. föd. 20.00 Þór-lH, 20.00
IBK-UMFN, 20.00 ÍR-Ármann.
2.d.kv. föd. 21.15 ÍR-UBK.
Karfa. Flugleiðadeild sd. Þór-
UMFN, UMFG-Valur, KR-ÍBK, ÍR-
Haukar, allir 20.00.
Badminton. sd. MeistaramótTBR
öðl./æðstafl. TBR-húsi.
FJÖLMIÐLAR
ÞROSTUR
HARALDSSON
Blaðamenn í jólaskapi
Bjórinn hefur valdið ýmsum
hræringum í íslensku mannlífi
undanfarna daga og vikur. Um-
fjöllun Nýs Helgarblaðs í síðustu
viku um bjórinn var tekin sem
dæmi í Þingsjá Sjónvarpsins um
blaðamennsku þar sem til-
hlökkunin hefði tekið völdin af
blaðamönnum. Og Svavar Gests-
son líkti blaðamönnum við börn
sem teldu dagana fram að jólum.
Og svo var bitist nokkuð um
auglýsingar. Eigendur nýrrar öl-
kráar á Seltjarnarnesi fengu inni
með auglýsingu í Morgunblaðinu
þar sem birtar voru myndir af
öllum þingmönnunum sem
greiddu atkvæði með bjórfrum-
varpinu og þeim þakkað fyrir
stuðninginn.
Þetta þótti mörgum gróft og á
Rás 2 upplýsti einn þingmanna,
Salóme Þorkelsdóttir, að hún
hefði ekki verið spurð leyfis
vegna myndbirtingarinnar. Aug-
lýsingastjóri Moggans varði
auglýsinguna með þeirri röksemd
að þingmenn hefðu sagt sitt álit
og því væri hver sem er í fullum
rétti til að vitna í þá opinberlega.
Sólveig Ólafsdóttir lögfræðing-
ur og framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa
sagði að auglýsingin bryti klár-
lega í bága við siðareglur Alþjóða
verslunarráðsins sem samdar
voru fyrir rúmlega hálfri öld og
hafa verið í fullu gildi hér um ára-
tuga skeið. Þar segir í 8. grein að
ekki megi í auglýsingu sýna eða
minna á einstaklinga án ieyfis
þeirra sjálfra. Vitnisburður Sal-
óme tekur af öll tvímæli um að
þessi regla var brotin í auglýsing-
unni í Mogganum. Eins og Sól-
veig benti á þá er munur á því
hvað má birta í grein eða umfjöll-
un blaðamanns annars vegar og
greiddri auglýsingu hins vegar.
En það voru fleiri sem vildu
hafa áhrif á bjóráróðurinn.
Heilbrigðisráðuneytið sendi frá
sér fréttatilkynningu þar sem
minnt er á lagaákvæði sem banna
áfengisauglýsingar. Tilgangur
ráðuneytisins var ma. sá að koma
í veg fyrir að framleiðendur áf-
engs öls gætu laumað inn bjór-
auglýsingum í skjóli þess að þeir
væru í raun bara að auglýsa
venjulegan pilsner sem fyrir al-
gera tilviljun bæri sama nafn og
rammáfeng framleiðsla sama
auglýsanda. Nú er auglýsendum
gert skylt að taka skýrt fram að
um óáfengt öl sé að ræða.
í sömu tilkynningu segir að
ekki sé leyfilegt að sýna áfengis-
neyslu í tengslum við aðra þjón-
ustu sem verið er að auglýsa.
Þarna telja auglýsendur að ráðu-
neytið gangi heldur langt í túlkun
laganna og vitna í hæstaréttar-
dóm yfir tímaritinu Samúel fyrir
nokkrum árum en þá var blaðið
sýknað af ákæru um að birta dul-
búna áfengisauglýsingu í formi
greinar um tiltekna áfengisteg-
und. Það er líka hætt við að flest-
ar sólarlandaauglýsingarnar sem
nú tröllríða fjölmiðlunum séu ó-
löglegar ef þessi túlkun ráðuneyt-
isins stenst.
Og vitanlega reyndi á mörk
auglýsinga og blaðamennsku í
öllu bjórtalinu. Blaðamenn DV
gerðu neytendakönnun á fjöl-
mörgum þeirra bjórtegunda sem
verða á boðstólum í Ríkinu og
birtu niðurstöður með til-
heyrandi einkunnagjöf. Þetta
mun vera leyfilegt svo fremi að
ekki sé hægt að sanna að bjór-
m
I ' :» M *
f e's }!
ll
§Éil|Við skálum fyrir þeim.
framleiðendur hafi greitt blaðinu
fyrir að gera könnunina.
Þannig var tekist á um mörk
hins leyfilega og leikurinn barst
öfganna á milli. Annars vegar
blaðamenn og bjórunnendur
með glýju í augum og í jóla-
stemmningu. Hinsvegarþeirsem
vildu banna alla umfjöllun um
bjór, hverju nafni sem hún
nefndist, vegna þess að hún ýtti
undir drykkjuskap.
Ég lenti í deilum við talsmann
síðastnefnda sjónarmiðsins og
hélt því ma. fram að með sömu
rökum mætti í raun banna um-
ræðu um allt sem talist getur af
hinu illa í manniegu samfélagi.
Enda hefur þessu iðulega verið
veifað framan í blaðamenn sem
taka á viðkvæmum málum, svo
sem sjálfsmorðum og eiturlyfja-
neyslu.
Ég hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að best sé að höfða til
skynseminnar hjá fólki. Ég sé
ekki hvernig blaðamenn sem
taka hlutverk sitt alvarlega og
vilja standa undir þeirri ábyrgð
sem starfi þeirra fylgir geta annað
en reynt að leggja staðreyndir á
borð lesenda og treysta þeim svo
sjálfum til að draga ályktanir.
Við eigum hvorki að þegja hluti í
hel né þvinga viðhorfum upp á
lesendur.
Það má hins vegar vera að þeir
blaðamenn sem fóru í jólaskap á
miðvikudaginn líti öðruvísi á
málin.
30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989