Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 9
• # Arnarflug Malbikað yfir skuldimar? Innan þröngs hóps Arnarflugsmanna er nú rædd ný ogfrumleg hugmynd til bjargarfélaginu. Verktakafyrirtækið Hagvirki leggi vegi upp í skuld við ríkið og allir verði sáttir essi leið gæti bjargað öllu fyrir okkur, verði hun farin, sagði Kristinn Sigtryggsson, for- stjóri Arnarflugs þegar Nýja Helgarblaðið bar undir hann ný- stárlcga hugmynd til bjargar Arnarflugi. Þessi hugmynd, sem Kristinn viðurkenndi að hefði verið rædd í þröngum hópi innan stjórnar félagsins, gengur út á að verktakafyrirtækið Hagvirki, sem er einn af stærri hluthöfum í Arnarflugi geri samning við ríkið um vegaframkvæmdir sem gangi upp í skuldir félagsins við ríkið. Gangi þessi hugmynd upp nær Hagvirki að slá tvær flugur í einu höggi, fyrirtækið tryggir að hlut- afjáreign þess í Arnarflugi haldi verðgildi sínu, það verður ekki gengið að því í gjaldþrotaskiptum Arnarflugs og síðast en ekki síst nælir það sér í nauðsynleg verk- efni, sem er mikilvægt á tímum vaxandi samdráttar. En hvernig verður þessi hug- mynd útfærð og hvaða líkur eru á að ríkið fallist á hana? Hugmynd- in yrði sennilega útfærð einfald- lega á þann hátt að í „pakkatil- lögu“ Arnarflugs yrði ákvæði þess efnis að Hagvirki sé reiðubú- ið að taka að sér ákveðnar vega- framkvæmdir og leggi fyrirtækið fram fjárhagsáætlun þar að lút- andi. Fyrirtækið taki ekki beina greiðslu fyrir af hálfu ríkisins, heldur gangi unnið verk upp í skuldir Arnarflugs við ríkið. Innan Arnarflugs semji aðrir hluthafar síðan við Hagvirki um skiptingu kostnaðar Hagvirkis og verður eflaust auðveldara að semja þar innanhúss um trygg- ingar og annað, heldur en verið hefur við ríkið. Gætu aðrir hlut- hafar jafnvel greitt Hagvirki í hlutabréfum ef allt um þrýtur þó þar séu „fjársterkir" aðilar hlut- hafar, en í stjórn Arnarflugs sitja nú auk Jóhanns Bergþórssonar, forstjóra Hagvirkis, þeir Hörður Einarsson frá DV, Axel Gísla- son, fyrrum aðstoðarforstjóri SÍS og núverandi framkvæmdastjóri að er fullkomlega eðlilegt að við förum með mikilli varúð í þessum málum og okkur er skylt að athuga mjög náið hver áhrif þessarar áætlunar verða, segir Hjörleifur Guttormsson sem ásamt öðrum fulltrúum sósíalísku flokkanna á Norðurlandaráðs- þingi, sat hjá við afgreiðslu ráðs- Vátryggingafélags íslands - áður Samvinnutryggingar og Bruna- bót, Guðlaugur Bergmann í Karnabæ, Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells og Gunnar Bernhard og Sigurjón Helgason. Það er hins vegar alls ekki gefið að ríkið eða samgönguráðuneyt- ið sérstaklega sé tilbúið að fallast á slíka lausn. í fyrsta lagi hefur Hagvirki áður gert ríkinu tilboð um að leggja slitlag á stóran hluta vegakerfisins, en því tilboði hafn- aði ríkið með tilvísun í að þar með væru aðrir verktakar settir hjá á óréttmætan hátt. Ekki er víst að samgönguráðherra féllist á að greiða á þennan hátt götu ins á Efnahagsáætlun Norður- landa til 1992. Megintilgangur ályktunarinn- ar er að að koma á jafnvægi milli Norðurlandanna í efnahagsmál- um, auka efnahagsleg tengsl landanna og styrkja Norður- löndin gagnvart umheiminum og Hagvirkis, jafnvel þó þar kynni að felast lausn á vanda Arnar- flugs, af þeirri ástæðu að blandað væri tveimur óskyldum málum saman og Hagvirki væri þarna að koma sér inn um bakdyrnar hjá ríkinu að verkefnum sem því hefði áður verið hafnað um. Ekki væri rétt að Hagvirki gæti með öðrum orðum nýtt sér þá pressu sem er á samgönguráðuneytið til að hagnast á. Á hinn bóginn getur verið í þessari hugmynd fólgin lausn sem samgönguráðuneytið gæti fallist á. Ef Arnarflug yrði með þessu lífvænlegt fyrirtæki að nýju næð- ust ákveðin markmið sem sam- gönguráðherra væru hugnanleg. þá sérstaklega Efnahagsbanda- laginu. Hugmyndin felur m.a. í sér að vörur, fjármagn og ými- skonar fjármálaþjónusta s. bankastarfsemi eigi greiðari að- gang milli landanna og stjórnvöld á Norðurlöndum losi um ýmsar hömlur í þeim efnum á næstu tveimur árum. - Áætlunin er í sjálfu sér ekki bindandi að öðru leyti en því að ríkisstjórnirnar eiga að stefna að því að draga úr hindrunum, opna fjármálaþjónustu og opna þar með leið fyrir erlenda banka að starfa á íslandi og stunda fjárfest- ingar. Ég vil hins vegar undir- strika fyrirvara ríkisstjórnarinnar á samþykkt efnahagsmálanefnd- arinnar, sagði Hjörleifur í samtali við Þjóðviljann í Stokkhólmi í gær. - Þessi fyrirvari er sérstaklega varðandi 5. kaflann um fjár- magnsmarkaðinn og breytingar Flugfélögin yrðu áfram tvö, ríkið losnaði við veruleg fjárútlát vegna hugsanlegs gjaldþrots fé- lagsins og þyrfti hugsanlega að leggja minna með félaginu en nú er talið og þau fyrirtæki sem standa að Arnarflugi losnuðu við þann fjárhagslega skell sem gjaldþroti fylgir. Hagvirki er eitt stærsta verktakafyrirtæki lands- ins, en má vart við tugmiljóna tapi vegna gjaldþrots flugfélags- ins nú á tímum samdráttar í verk- legum framkvæmdum. Það styrktist þvert á móti fengi það samning við ríkið um vegafram- kvæmdir og landsmenn fengu á móti betri vegi. Hvort sem þessi hugmynd varðandi fjárfestingar, fjár- magnshreyfingar og fjármagns- þjónustu milli landanna. Þessi fyrirvari er almenns eðlis, vegna þess að ísland þarf að gaumgæfa vel þessi mál. Staða okkar er sér- stök að því leyti að efnahagslíf okkar er smátt í sniðum og hind- ranir því eðlilega verið miklar í efnahagskerfinu varðandi þátt- töku erlendra aðila. Á þinginu hefur komið fram óánægja þing- fulltrúa Alþýðubandalags og Framsóknarflokks með þá ræðu sem Jón Sigurðsson hélt í umræð- um á þinginu. Hann hafi farið full geyst í því að taka undir breyting- ar á íslenska efnahagskerfinu. Breytingar sem ekki séu fullræddar né full samstaða um innan ríkisstjórnarinnar. Ástæða væri til að staldra við og skoða málin betur, en fara ekki jafngeyst og viðskiptaráðherra. -K/Stokkhólmi. verður að veruleika eða ekki, sýnir hún ljóslega að Arnarflugs- menn eru orðnir örvæntingarfull- ir í tilraunum sínum til bjargar fyrirtækinu og tilbúnir í „allt nema sjálfsmorð", eins og stund- um er tekið til orða. Enn sem komið er hefur þessi hugmynd ekki náð út fyrir þröngan hóp Arnarflugsmanna og því engra viðbragða að vænta frá sam- gönguráðherra eða ríkisstjórn- inni. Spurningin er líka hvort staða Árnarflugs sé ekki orðin slík að jafnvel svona frumlegar hugmyndir eins og að koma flugfélagi til bjargar með vega- gerð, fái litlu um niðurstöðu málsins ráðið. phh Grœnfriðungar Fiskveiðar íslendinga til fyrirmyndar Grænfriðungar segja að nýhaf- in herferð þeirra gegn ofveiðum á fískstofnum beinist fyrst og fremst gcgn ofveiðum í Barents- hafi. Grænfriðungar vilja leggja á það ríka áherslu að það er ekki nýting á fískveiðistofnum okkar sem gagnrýni þeirra beinist að. Þeir segja að nýting á fiski- stofnunum hér við land, sé til fyr- irmyndar, en þeir vilja vara við því að erlend fiskiskip sem stunda miðin við Barentshaf og Norður- sjó færi sig æ nær íslenskri land- helgi. Engu að síður munu samtökin halda áfram að berjast gegn hval- veiðum hér við land, sem sé sér- mál. Svo lengi sem ríkistjórn ís- lands haldi áfram hvalveiðum í trássi við samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins muni Grænfriðungar halda áfram að berjast gegn því að neytendur erlendis kaupi ís- lenskar fiskafurðir. . BSRB Rlkisstjómin tillitslaus Ríður á vaðið með gegnd- arlausar verðhœkkanir Stjórn BSRB fundaði í gær og í kjölfar þess fundar sendi hún frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn BSRB mótmælir harð- lega þeim verðhækkunum sem nú dynja á landsmönnum og vekur athygli á að ríkisvaldið he|ur þar forgöngu. í kjölfar langvarandi frystingar launa og í upphafi samningaviðræðna við BSRB og aðildarféiög þess ríður ríkis- stjórnin nú á vaðið með taxta- hækkanir til stofnana sinna og er þetta síst til þess fallið að bæta andrúmsloft þeirra samningavið- ræðna sem nú standa yfir. Þolinmæði launafólks eru tak- mörk sett og það er kominn tími til að ríkisstjórn íslands átti sig á því að heimilin í landinu sætta sig ekki lengur við gegndarlausar verðhækkanir og tilitsleysi í garð landsmanna.“ Afengisvarnir 10 miljónir til SÁÁ Fjármálaráðherra sagði að það væri táknrænt að færa SÁÁ þetta fé daginn eftir slíkan tekju- dag sem fyrsti bjórdagurinn var. I fyrradag seldist bjór fyrir 30 miljónir. Þórarinn Tyrfingsson tók við fénu fyrir hönd samtak- anna, en viðstaddir voru margir meðlimir SÁÁ. Hér er ekki um nýja fjár- veitingu að ræða, henni aðeins flýtt, og nemur hún tveim þriðju af þeirri upphæð sem SÁÁ fær samkvæmt fjárlögum. Fjár- málaráðherra vildi með þessu minna á hið framúrskarandi starf sem SÁÁ hefur unnið til bjargar þeim er orðið hafa áfenginu að bráð. eb Nýtt dagheimili. Hafnfirskt ungviði hélt daginn í gær hátíðlegan þegar fulltrúar þeirra í tugatali tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju og glæsilegu dagvistarheimili sem rísa á við Hjallabraut í Norðurbæ. Á heimilinu verður rými fyrir 118 börn á aldrinum 2-6 ára á tveimur dagvistardeildum og tveimur leikskóladeildum. Byggingin var boðin út í svokölluðu alútboði og kom lægsta tilboðið frá Hagvirki uppá 22 miljónir. Smíði heimilisins á að vera að fullu lokið eftir aðeins 6 mánuði. Norðurlandaráð Enn víðtækarí efnahagssamvinna Sósíalísku flokkarnir sátu hjá við afgreiðslu Efnahagsáœtlunarinnar Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.