Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 19
kynnast betur kynhegðun fólks. Það hefur mikið verið rætt á Norðurlöndum og víðar." Kynhegðun Norðmanna Norðmenn hafa gert mjög ná- kvœma skýrslu um kynhegðun landsmanna. Varsúskýrsla kynnt á ráðstefnunni? „Já en ekki nógu rækilega. Það var sendur út spurningalisti sem snertir kynhegðun til tíu þúsund manna á aldrinum 18 ára til 60 ára. Spurningarnar voru bæði al- menns eðlis og einnig spurningar sem voru mjög viðkvæmar fyrir marga, t.d. hvernig kynlífi fólk lifir. Tilgangurinn er m.a. sá að reyna að komast að því hvort það er meira um samkynhneigð en al- mennt er álitið. Fólk sem starfar við þessi mál hefur ýmsar getgát- ur í kollinum, óljósa vitneskju um ýmsa hluti, en hinsvegar ekk- ert fast í höndunum fyrr en fólk hefur svarað.“ Geturðu greint frá niðurstöð- um þessarar könnunar? „Nú hef ég ekki kynnt mér þær svo rækilega. Ég veit það eitt að niðurstöður hennar hafa verið skoðaðar mikið og þar kemur í ljós að samkynhneigð er þessi sem menn áttu von á og að það er töluvert um að fólk hafi einhverja reynslu af samkynhneigð þótt það lifi ekki sem slíkt.“ Hverju áttuð þið von á? „Það má ætla að 10% karla hafi einhverntíma á ævinni eða eigi eftir að hafa einhverja reynslu af samkynhneigð, en ég vil ekki láta bendla þetta við niðurstöður könnunarinnar, því þeim er ég ekki nógu kunnug." Alnæmi er kynsjúkdómur En afhverju ersvo mikilvægt að kortleggja kynhegðun, er ekki verið að ryðjast þarna inn í einka- líffólks? „Þetta er mikilvægt vegna þess 'að alnæmi er kynsjúkdómur og kynlíf er stór hluti af lífi allra. Af því að alnæmi er kynsjúkdómur og við vitum að hann dreifist bæði við kynmök karla og einnig við kynmök konu og karls, þá er eng- in vitleysa að ætla að þetta geti orðið mjög stórt og alvarlegt heilsuvandamál. Okkur vantar svör við spurningum einsog t.d. hversu algeng ákveðin tegund af kynmökum, sem skapar meiri hættu, er. Þegar slík niðurstaða liggur fyrir þá er hægt að nýta hana við að skipuleggja fræðslu sem beinist af ákveðnum hlutum eða hegðun til þess undirbúa og betrumbæta velferð og annað.“ Eru íslendingar að hugsa um að gera svipaða könnun á kyn- hegðun fólks og Norðmenn gerðu? um 60% og nú eru Norðmenn að gera aðra könnun meðal unglinga á aldrinum 17-19 ára.“ Fjólubláa auglýsingin Það sem horfir við almenningi varðandi þessa alnæmisherferð landlæknis, eru einkum sjón- varpsauglýsingarnar og smokka- 'herferðin sem fólk hefur orðið vart við. Fjólubláa auglýsingin hefur verið gagnrýnd töluvert fyrir að hún geri kynlíf að ein- hverjum hryllilegum verknaði. Þarna er fallegt fólk í eðlilegum kynmökum en á eftir er kveðinn upp dauðadómur. Gagnvart ungu fólki getur það horft svo við að það sé stórhœttulegt að kela. „Ég hef orðið vör við þessa gagnrýni. Ef við skoðum fyrst hver tilgangurinn var með þessari auglýsingu, þá var hann í fyrsta, öðru og þriðja lagi að vekja at- hygli á því að alnæmi er kynsjúk- dómur, að fá umræðu um það að alnæmi smitast með kynmökum. Kynmökin þurfa ekki að vera neitt óeðlileg til þess að hægt sé að smitast af alnæmi. Við getum aldrei vitað í raun og veru, hver er smitaður og hver er í hættu. Þótt við sjáum þetta breiðast meira út meðal vissra hópa þá er þetta möguleiki sem allir verða að hafa í huga. Stóra markmiðið með auglýsingunni var að tengja vitund manna við að þetta er kyn- sjúkdómur og skapa umræðu um alnæmi sem kynsjúkdóm. Mér fannst landlæknir svara þessari gagnrýni á fjólubláu auglýsinguna ágætlega. Ef einu vandræðin sem maður á eftir að eiga við að glíma gagnvart börn- unum sínum er að útskýra fyrir þeim að það að kela er ekki hættulegt, þá geta þeir foreldrar verið ánægðir með sinn hlut. Þeg- ar krakkinn er orðinn 17 ára veit hann mjög vel að kynlíf er ekki hættulegt.“ Hefur komið umrœða í kjölfar auglýsingarinnar? „Já, það finnst mér. Auglýs- 'ingin hafði sitt gildi að allir tóku eftir henni. Ég held að það sé ekki nokkur maður sem veit ekki að alnæmi smitast með kyn- mökum. Við fengum þá miklu umræðu sem við vildum. Það má alltaf velta því fyrir sér hvort hægt hefði verið að gera það á annan hátt. Mér finnst það aukaatriði." Samtökin 78 Samtökin 78 hafa gagnrýntþað að landlæknisembættið hafi ekki tekið almennilega við sér fyrr en Ijóst var að það voru ekki bara hommar sem áttu á hættu að smit- ast. „Þetta er alrangt. Eitt af því fyrsta sem gert var hjá landlækn- isembættinu var að hafa samstarf við Samtökin 78 og það hefur ver- hinsvegar að við séum öll sam- taka í því að reyna að finna góða leið til þess að koma þeim upplýs- ingum til skila sem þurfa nauðsynlega að komast á fram- færi.Það er fulltrúi frá Samtökun- um 78 í þessari landsnefnd sem fjallar um alnæmi. Það er verið að reyna að fá sjónarmið allra inn í myndina." Sprautufólkió Er vímuefnaneytandi sem notar sprautur í nefndinni? „Nei.“ Það hefur fyrst og fremst verið talað um hommana í sambandi við alnœmi en það er annar hópur sem einnig er í mikilli hœttu, það er sprautufólkið. Hefur verið starfað jafn mikið með því? „Því miður hefur það ekki ver- ið gert. Það þyrfti vissulega að gera stórt átak þar. Við erum nú að setja niður áætlun fyrir næstu þrjú árin og setjum þar viss verk- efni í forgang. Þar tökum við fyrir hegðun hópa einsog fíkniefna- neytenda sem sprauta sig. Það hefur verið í gangi fræðsla fyrir þá en hún hefur ekki verið nógu markviss, heldur meira samferða hinni almennu fræðslu, að óhreinar nálar og sprautur geti borið smit á milli, þ.e.a.s. blóð- ið.“ Smitleiðir Hvað hefur mestan forgang í þessari áætlun semþú talaðir um? „Það er verið að vinna í þessu núna en í grófum dráttum er það áframhaldandi fræðsla. Við vilj- um gjarnan hafa hana markviss- ari og beina sjónum meira að ákveðnum smitleiðum. Smit berst áberandi mest milli sam- kynhneigðra karla og meðal vím- uefnaneytenda sem sprauta sig. Einnig getur smit borist milli karla og kvenna við samfarir. Við viljum gjarnan vera með fræðslu sem tekur fyrir allar þessar smit- leiðir, en auk þess getur smit bor- ist milli móður og barns í móður- kviði og við blóðgjöf, en líkur á því eru hverfandi núorðið, þar sem blóðið er mótefnaprófað. Við kynmök getur smit bæði borist á milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra en það eru viss- ar kynlífsathafnir sem eru hættu- legri en aðrar. Það eru mök í endaþarm, hvort sem þau eru milli samkynhneigðra karla eða konu og karls. Það er meiri hætta á að fólk blóðgist. Slímhúðin er þynnri í endaþarminum. Inní þetta spila líka aðrir kynsjúk- dómar. Við viljum taka alnæmi sem einn af þessum kynsjúkdóm- um, einkum meðal ungs fólks. Smitleiðin er fyrst og fremst kyn- mök og það er hægur vandi að verja sig.“ Hvernig þá? 48 greinst með alnæmi Hversu margir hafa greinst með alnæmi hér á landi? „Ég er með tölur frá því í sept- ember. Þá höfðu 22 greinst smitaðir en einkennalausir, 16 með forstigseinkenni og 10 með alnæmi á lokastigi, þar af voru 5 látnir. Samtals eru þetta 48 ein- staklingar.“ Erþetta hlutfallslega svipað hér og á hinurn Norðurlöndunum? „Já útbreiðslan hér virðist mjög svipuð og á hinum Norður- löndunum. Útbreiðslan virðist þó ívið meiri í Danmörku en ann- arsstaðar á Norðurlöndum." Alnæmi lítið smitandi Mest öll fræðslustarfsemin virðist ganga útáþað að vara fólk við smitleiðum en er ekkifull þörf á að frœða fólk um það hvernig umgangast beri það fólk sem þeg- ar hefur sýkst af alnæmisveir- unni? „Jú, svo sannarlega. Því miður verða þessir einstaklingar fyrir mjög óréttmætri meðferð af hálfu umhverfisins. Ég vil taka það skýrt fram að enginn þarf að ótt- ast alnæmissjúkling. Þessi sjúk- dómur er alls ekki mjög smitandi. Hann smitast bara við kynmök og við blóðblöndun. Flestir aðrir sjúkdómar eru miklu meira smit- andi. Þrátt fyrir það eru miklir fordómar og mikil hræðsla í þjóðfélaginu við þennan sjúk- dóm og þessir fordómar gera al- næmissjúklingunum mjög erfitt fyrir. Það er vitaskuld mjög erfitt fyrir einstakling að fá þann úr- skurð að hann sé sýktur af al- æmisveirunni. Það er ekkert ósvipað því og fá þann úrskurð að þú sért með krabbamein á háu stigi. Þetta er slæm vitneskja. En í viðbót við þá vitneskju kemur hræðslan gagnvart umhverfinu. í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið reynt að skapa sem best umhverfi fyrir þetta fólk. Þá hef- ur mikið verið gert til þess að koma þeim upplýsingum á fram- færi að almenningi stafi ekki hætta af alnæmissjúklingum. í öllum bæklingum sem við höfum gefið út um sjúkdóminn er komið inn á hvernig alnæmi smitast og hvernig það smitast ekki. Þá vil ég geta leikritsins „Eru tígrisdýr í Kongó?“ f því er mikið komið inn á félagslegar aðstæður alnæmissjúklinga. Sömuleiðis kem ég ætíð inn á þetta í fyrirlest- rum mínum. Samt er aldrei nóg gert og það væri kannski ráð að taka þetta fyrir í sjónvarpsauglýs- ingu því slagkraftur þeirra er mikill einsog við höfum orðið vör við.“ Hvað með stuðning ríkisins til við höfum úr svo litlu að spila verðum við að vanda valið og því höfum við sett ákveðin verkefni í forgang. Ég vildi gjarnan að við gætum komið upp sterkari símaþjón- ustu. Þegar ég var í Kaupmanna- höfn heimsótti ég svona alnæm- issímalínu. Þangað var mikið hringt og mikil ráðgjöf veitt.“ Hvernig er háttað símaþjónustu hér? „Það er símaþjónusta hjá sam- starfsnefnd Landspítala og Borg- arspítala, sem er staðsett í Borg- arspítalanum. Sá sími er einungis opinn tvo tíma á dag. Þangað hringir fólk til þess að forvitnast um alnæmisprófið og hvort það eigi að fara í próf, ganga úr skugga um það hvort ástæða sé til þess að óttast. Þá eru Samtökin 78 með síma, sem er mun meira notaður. Það eru ekki eingöngu hommar sem hringja þangað, því þangað hringir allslags fólk til þess að forvitnast um sjúkdóm- inn. f Kaupmannahöfn hringja skólakrakkar mikið í símalínuna til þess að fá upplýsingar um sjúk- dóminn. Hann var nýttur á mjög skemmtilegan hátt og þeir sem svöruðu í símann höfðu verið þjálfaðir í að gefa góðan stuðning og réttar upplýsingar. Þetta er eitt af því sem ég hef mikinn áhuga á að efla hér á landi. En þetta kostar allt peninga.“ Notið smokkinn Nýverið voru stofnuð Samtök áhugamanna um alnœmisvand- ann. „Já, þau voru stofnuð í des- ember sl. Þessi samtök ættu að geta látið margt gott af sér leiða. Félagið samanstendur af fólki, sem einhverra hluta vegna hefur áhuga á að leggja þessu máli lið, hvort sem það tengist því eða ekki. Svona félag er mjög þarft, einmitt til þess að koma með nýj- ar og aðrar hugmyndir. Besta lausnin er alls ekki að allir séu sammála. Sjálf er ég meðlimur í þessu félagi.“ Hvað kom til að þú fórst að starfa við þetta? „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt. Ég hafði verið í barn- eignafríi. Svo kom að því að mig langaði að fara að vinna hluta- starf og ég sá auglýst fræðslustarf. Ég hef lengi haft áhuga á heilsu- gæslu. Ég sótti um starfið og þá reyndist það vera landlæknir sem var að leita að fræðslufulltrúa um alnæmi. Mér fannst málefnið áhugavert og dembdi mér í það. Ég er búin að vera með þessa fræðslu í rúmt ár en í september bættist við að ég varð starfsmaður nefndarinnar, en er áfram með vinnustaðafræðsluna.“ Þú ert móðir? „Ég er tveggja barna móðir.“ Heldurðu að það verði ekki leiðinlegt hjá börnunum þínum i „Við höfum rætt það og höfum áhuga á því og það kann vel að vera að úr því verði en þetta er enn á umræðustigi. Við vitum ýmislegt um kynhegðun. Sérhver fullorðin manneskja veit ýmislegt um kynlíf. En við vitum ekki fyrir víst hvað er algengt og hvað er sjaldgæft?" En er fólk tilbúið að svara slíku? „Það var mjög góð svörun í könnun Norðmanna. Það var fullkomin nafnleynd. Spurning- arnar voru vel upp settar en mjög nærgöngular oft. Svörunin var ið gott samstarf. Við höfum unn- ið með þeim auk þess sem þeim hefur verið veittur beinn stuðn- ingur. Ég held að þessi umræða skapist vegna þess að fjölmiðlum þótti á sínum tíma fréttnæmara þegar ein kona smitaðist við blóðgjöf heldur en þegar einn samkynhneigður karl smitaðist. Það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um það hvernig eigi að haga fræðslu innan ákveðinna hópa. Við erum ekki öll á einu máli, hvorki innan heilbrigðis- ráðuneytisins né í þessari nefnd, hvað þá fólk úti í bæ. Ég held „Með því að nota smokk. Og líka með því að forðast kynmök um endaþarminn. Það verður að leggja áherslu á það hvernig fólk getur varist smiti. Ekki að vera með prédikun um lifnaðarhætti fólks þótt það fljóti oft með. Það kann að hljóma þannig þegar við erum að hvetja fólk til þess að nota smokka og að sofa ekki hjá mörgum. En þetta er það sem eykur hættuna á smiti. Fólk þarf ekki að breyta um lífsstíl. Það getur notað þær varnir sem fyrir hendi eru, einsog t.d. smokk- inn.“ forvarnarnarstarfsemi. Er hann nægur? Stuðningur ríkisins „Hann er aldrei nægur. I ár fengum við fjárveitingu upp á 8,2 miljónir króna, sem ekki er mikill peningur því það er dýrt að láta búa til auglýsingar og prenta bæklinga. í fyrra fengum við 10 miljónir króna, þannig að fjár- veitingin í ár er lægri í krónutölu en í fyrra. Þetta er mun minna en í nágrannalöndum okkar. Þar sem þegar þau verða unglingar? Allur Ijómi farinn af kynlífinu. „Nei. Það efast ég um. Ég vil ekki koma á staði sem einhver kynlífshrellir. Heldur reyni ég að segja ungum krökkum að það sé einfaldur hlutur til þess að tryggja það að maður smitist ekki, ekki bara af alnæmi heldur líka af lekanda, sífilis og öðrum kynsjúkdómum, að nota smokk- inn. Það er hægt að lifa mjög svip- uðu kynlífi og áður. Hver kýs sér sinn veg. Það litla sem þarf að bæta við er að nota smokkinn." -Sáf Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.