Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 11
McPherson í Heita pottinum Tveggja daga afmælishátíð Heiti potturinn í Duus-húsi, djassklúhbur Reykjavíkur, er tveggja ára um þessar mundir. Hann hóf göngu sína í mars 1987 þegar mikil ördeyða hafði verið um tíma í framboði á lifandi djasstónlist í höfuðborginni. í þessi tvö ár hefur verið leikinn djass í Heita Pottinum á hverju sunnudagskvöldi og stundum verið bætt inn í auka- kvöldum. Peir tónleikar sem haldnir hafa verið eru því komnir vel á annað hundraðið. Á eins árs afmælinu í fyrra kom hingað bandaríski píanóleikarinn Kenny Drew og hélt þrenna tónleika. Á þeirri afmælishátíð sem nú er fram- undari kemur fram landi hans, saxófónleikarinn Charles McPherson, sem nefndur hefur verið hraðasti altóistinn í bíboppi eftir Charlie Parker. Afmælistón- íeikarnir verða miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. apríl, að sjálfsögðu í Heita Pottinum. Með McPherson spila þeir Árni Sche- ving (víbrafón), Egill B. Hreins- son (píanó), Tómas R. Einarsson (kontrabassi) og Birgir Baldurs- son (trommur). Charles McPherson fæddist í Joplin, Missouri árið 1939 og verður fimmtugur á þessu ári. Þegar hann var níu ára flutti hann til Detroit og ólst þar upp á sjötta áratugnum. Þar bjó þá harðsnúið lið djassmúsíkanta, Elvin Jones, Paul Chambers, Tommy Flanag- an, Pepper Adams og Barry Harris svo nokkrir séu nefndir. McPherson fékk sinn fyrsta sax- ófón þegar hann var tólf ára gam- all og þremur árum síðar gerðist sá atburður sem mestu skipti í lífi hans - hann sá Charlie Parker spila. Þótt McPherson nefni aðra áhrifavalda á leik sinn einnig, er Parker þar í 1. til 5. sæti. „Allur tónlistariðnaðurinn hefur orðið fyrir áhrifum frá músík Parkers. Michael Jackson t.a.m. hvort sem hann veit það eða ekki, Qu- incy Jones enn frekar, hann er gamall Parker-aðdáandi,“ sagði McPherson nýverið í viðtali við breska tímaritið WIRE. 19 ára gamall fór hann til fyrir- heitnu borgarinnar, New York, og innan skamms var hann kom- inn í hljómsveit kontrabassa- leikarans og tónskáldsins Ming- usar. Með Mingusi spilaði hann frá 1959 til 1972, þótt hlé yrði þar stundum á. Á þessu tímabili hélt hann einnig úti eigin sveit og lék töluvert með bíbopppíanistanum Barry Harris. Á síðustu tveimur áratugum hefur hann ferðast um sem sólisti eða komið fram með eigin hljómsveit. Auk þess að hafa leikið inn á nokkra tugi platna undir eigin nafni, er hann að finna á ótal Mingusar-plötum og þá hljóðritaði hann einnig með Lionel Hampton, Kenny Drew, Art Farmer, Toshiko Aki- yoshi omfl. Charles McPherson Á síðustu tveimur árum hefur McPherson verið mjög í sviðs- ljósinu vegna þátttöku sinnar í kvikmyndinni um Charlie Park- er, Bird. Þessi fræga kvikmynd sem leikarinn Clint Eastwood gerði, hefur verið nijög umrædd meðal djassfólks. í henni spilar McPherson nokkur laga Parkers og leikur minna hlutverk. Eitt af því sem í árdaga ■ bí- boppsins skelfdi minni spámenn og heillaði áheyrendur var hið hraða spil þeirra Parkers og Gill- espies. Þótt Charles McPherson geti vissulega spilað ballöður af nærfærni og innlifun þá er því ekki að neita að honum þykir gaman að spretta úr spori og reynir þá nokkuð á fingralipurð og þol meðspilara. Það gæti því hitnað töluvert í kolunum í Heita Pottinum á afmælistónleikunum 26. og 27. apríl. Þeir hefjast kl. 21.30 eins og aðrir tónleikar Heita Pottsins. Tómas R. Einarsson tosí STRÁkuR HEÍTlR. 6l\ . ÞAB ER BANHAí) AB STRÍBA HONDNA. HAHN KANN EKKl AÐ LHA, EN m'o ÆILUN\ OLl AE> HjAlPA HONUM AE) ÍMA Aí> LESA % SS\U&. t>AÐ SEM HANN -T" Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.