Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Adólf frændi Ég, Skaöi, hefi þegar sagt ykkur frá mörgum frændum mínum og þó er sú upptalning hvergi nærri tæmandi. Það er svona að vera af smáþjóð, maður er skyldur þessu öllu, hommum og kommum og hvað þeir allir heita þessir smáflokkar. En ég kvarta ekki, ég er hress eins og sjónvarpsþættirnir, eigi skal haltur ganga, eins og kerlingin sagði eftir að hún valt niður stigann. Ég á líka frænda sem heitir Adólf. Hann er nú fæddur mörgum árum áður en Adólf Hitler komst til valda í sínu landi, en samt fékk hann þetta nafn í heilagri skírn. Og það var svolítið undarlegt og eiginlega spá- dómslegt. Því það var eins og við manninn mælt - um leið og Adólf Hitlertók völd í Þýskalandi var þessi frændi minn orðinn kræfur nasisti og bæði barði og beit með tann sem slíkur. Þetta hefur lengi verið hálfgert feimnismál í fjölskyldunni svo ég segi ykkur alveg eins og er. Enda er það mála sannast, að Adólf hefur aldrei fengist ofan af því að trúa á nafna sinn Hitler, löngu dauðan og brenndan í bensíni ef Rússar þá ekki stálu skrokknum á sínum tíma eins og þeirra var von og vísa. Verstur er hann í apríl á ári hverju, en þá er afmælisdagur Hitlers. Þá lokar hann sig inni með bjórkassa og brennivín og skoðar gömlu myndaalbúmin sín og einkennisbúningana og spilar 78 snúninga plöturnar með Horst Wessel og allt jaað. Og þá lætur hann sig dreyma um þann glæsilega sess meðal þjóðanna sem fagrir og sterkir og glæsilegir Islendingar hefðu fengið í Nýrri Evrópu Hitlers þarsem búið væri að drepa alla homma og komma og júða og það pakk alltsaman. Ég ber, sem gamall og góður Sjálfstæðismaður, að sönnu bæði virðingu fyrir þjóðerninu og svo vissri staðfestu í skoðunum, en samt get ég ekki að því gert, að mér finnst þetta heldur svona ópraktísk pólitísk þrjóska hjá frænda mínum. Og þegar ég rakst á hann á Snorrabrautinni á dögunum, þar sem hann var að kaupa brennivín fyrir aldarafmæli Hitlers, þá sagði ég si sona: Þú drekkur enn út á Adólf, frændi. Auðvitað geri ég það, Skaði, sagði frændi minn. Ég er ekkert að dingla þetta út í loftið með mína sannfæringu. Ég er sá sem ég er. Geturðu ekki fundið þér einhvern félegri til að trúa á en þennan glæpon Hitler? spurði ég. Glæpon segirðu? sagði Adólf.Segðu mér eitt: hver er ekkiglæpa- maöur þegar allt kemur til alls? Ekki þú og ég að minnsta kosti, svaraði ég. Kannski ekki. Og það er þá bara af því við erum svo miklir aumingjar að við þorum ekki að vera glæpamenn, sagði Adólf. Svo eru þetta svo úreltarog vitlausar hugmyndir hjá Hitler, sagði ég. Úreltar? sagði hann. Ónei lagsi. Hitler hafði rétt fyrir sér. Vertu ekki að þessu þrugli maður, sagði ég, Skaði. Þrugli? Nei þú skalt aldrei standa mig að þrugli góði. Hugsaðu þig betur um. Hitler sagði að negrar væru óæðri kynstofn - nú og sjáðu bara þessa svokölluðu sjálfstæðu Afríku þar sem allt er í sukki og eymd og ekki hægt að treysta póstþjónustunni fyrir bréfi á milli húsa. Hitler hafði sfnar meiningar um slóttugheit gyðinganna - og sjáðu bara hvernig þeir fara með aumingja arabana. Eg vissi nú ekki að þú hefðir samúð með aröbum, sagði ég. Nei, þeir eru lúsugt skítapakk, en ég leyfi engum júðum að ráðskast með þá fyrir því. Þetta verður allt að gera vísindalega. Hitler sá fram á að það fæddist alltof mikið af óþörfu fólki í heiminum og það þyrfti að losna við það. En í staðinn fyrir að ganga hreinlega til verks eins og hann, þá gera menn þetta með dæmigerðri engilsaxneskri hræsni skal ég segja þér. Hvernig þá ? spurði ég. Hvernig þá? Þeir lána fátæklingunum í þessum svokallaða þriðja heimi meiri peninga en þeir geta borgað og láta þá svo veslast upp af hungri í vaxtasúpunni. Þetta er að sönnu snjallt en mér finnst það eitthvað lummó og óheiðarlegt samt. Jæja, sagði ég. Ekkert jæja með það Skaði. Og vildi Hitler kannski ekki sameina Evrópu gegn kommunum? Ekki veit ég betur. Fékk bágt fyrir — en svo fóru allir að stæla hann. Stofnuðu Nató og Evrópubandalag og allt þetta sem er náttúrlega komið frá Hitler, þótt það sé dálítið útþynnt í útfærslu. Nei Skaði, þú kemst ekki frá því, karlinn varspámaður. Hann sá meira að segja fyrir heilsubótarbyltinguna löngu fyrir tímann, át gras og hafra og drakk mjólk, og hann lét teikna mikið ráðhús í Berlín löngu á undan Davíð. Ég segi bara þetta Skaði, hvers vegna kann mannkynið aldrei að meta sína bestu menn? SA- RÐINUM EFÞETTA VÆRINÚ SKRIFAÐ MEÐ Y! Sprengiveisla í tippinu. íþróttafrétt í DV EKKIEINU SINNI TIL BESSASTAÐA Af ritstjórnarstóli Morgun- blaðsins liggja engar leiðir upp á við í íslenskum metorðastiga. Heimsmynd ÉGERGULLOG GERSEMI Heimurinn verður að vita að ísland er til og að hér býr yndis- legtfólk. Heimsmynd STALÍN ER EKKI HÉR-EN STEINGRÍMURER Ég veit það þýðir ekki að benda þeim 249.000 framsóknar- mönnum sem byggja þetta land á þá staðreynd, að heppnist verð- stöðvun orsaki það vöruskort. DV ENGINN VERÐUR ÓBARINN BISKUP Ég þykist líka vita að mikill meirihluti þessarar illa upplýstu og vanþróuðu þjóðar sefur ekki á nóttunni fyrr en Framsóknar- flokkurinn er búinn að leiða yfir okkur nýtt hafta- og ófrelsistíma- bil, verra en hið fyrra. DV ENNERVON.... Karlmenn eru í meirihluta á fjölmiðlum. Þar með erekki sagt að þeir styðj i allir Albert. DV OG ENNERUAFREK FRAMIN... Foreldrar hennar afneituðu henni þegar hún var þrettán ára og þá hafði hún sofið hjá flestum karlmönnum í Hannover. - Þar búa 600 þúsund manns, sagði Wagner hugsi. Heldurðu að þú ýkir ekki svolítið? Tíminn ERÞETTAUMFER- TUGSAFMÆLI NATÓ? Ef eg lendi í austanbyl öllu verð eg feginn Það er þó skárra af skömminni til að skíta vestanmegin. Tíminn HINN ÓTTTALEGI LEYNDARDÓMUR Hvers vegna lýgur D V? Fyrirsögn í DV FISKURINN HEFUR FOGUR HLJÓÐ Borgaraflokkurinn var ekki stofnaður á sínum tíma eins og aðrirflokkar. Hvorki af hópi fólks kringum einn mann, né af einum manni um hóp fólks. Ásgeir Hannes Eiríks- son í DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.