Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 4
Yngvi Örn Kristinsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna, er á beininu Viljum fá betri tryggingar en BSRB-samningarnir gáfu. Hef samúð með kröfum og verkfalli BHMR. Munum ekki standa gegn hagræðingu í bankakerfinu þó það þýði fækkun starfsfólks, en viljum fá að fylgjast með og hafa áhrif á með hvaða hætti slíkri fækkun er náð. Stjórnmálamenn ættu að líta í eigin barm áður en þeir ráðast á bankastarfsmenn með sleggjudómum. Nú er tími til endurmats á bankakerfinu. Yngvi Örn Kristinsson, hag- fræðingur og forstöðumaður pen- ingadeildar Seðlabanka íslands var kjörinn formaður Sambands íslenskra bankamanna á þingi þess í vikunni. Hann er sennilega með yngri verkalýðsforingjum á landinu, fæddur 1956 og stýrir fé- lagi þar sem 75% félagsmanna eru konur. Nú ert þú nýkjörinn formaður SIB. Hvernig samtök eru það sem þú stýrir? „Þetta eru samtök starfsmanna í bankastofnunum og ýmissa þjónustufyrirtækja bankanna og annarra stofnana á fjármagns- markaðnum, t.d. fjárfestingar- lánasjóða, Glitnis og Visa svo dæmi séu tekin. Þetta eru um 3800 manns sem eru í SÍB og af því eru um 75% konur. SÍB fékk síðan samnings- og verkfallsrétt með 1977. Aður höfðu banka- ráðin sett svokallaðar launa- reglugerðir þar sem þau ákváðu nánast einhliða kaup og kjör. Fé- lagið hefur einu sinni staðið í verkfalli, en það var árið 1980 og stóð það í 5 daga.“ Þið standið í samningavið- ræðum við bankana þessa dag- ana, hverjar eru ykkar helstu kröfur og hvernig miðar viðræð- unum? „Okkar helstu kröfur eru launakröfur fyrst og fremst með einum eða öðrum hætti. Þróunin í samningaviðræðunum hefur mótast talsvert af samningum BSRB og ríkisins, þetta eru lág- launasamningar. Við höfum ver- ið að skoða hvernig við getum útfært þá samninga að okkar launakerfi, sem er reyndar tals- vert frábrugðið kerfi BSRB. Við erum starfsgreinafélag, þ.e. við höfum innanborðs alla sem starfa við banka, fyrir utan banka- stjóra, aðstoðarbankastjóra og útibússtjóra. Þannig að við erum með breiðan hóp, meðan BSRB er orðið þrengra félag en áður var. Skipulag SÍB er meira í ætt við hugmyndir um breytt skipu- lag verkalýðshreyfingarinnar, þ.e. að verkalýðsfélög verði skipulögð meira sem vinnustað- afélög en starfsgreinafélög.“ Hvernig metur þú samninga BSRB? „Okkur sýnist vera ljóst að tryggingar varðandi kaupmátt, verðtryggingu og vegna gengis- fellingar í kjölfar samningsins, vera mjög ófullkomnar. Við höf- um óskað eftir því við bankana að fá skýrari línur hvað þessar tryg- gingar varðar í okkar samningi, hver viðbrögðin verða veit ég ekki.“ Hvaða launastefnu vilt þú móta fyrir SÍB? „Megináherslan í launastefnu SÍB á undanförnum árum hefur verið tvíþætt. í fyrsta lagi tryggja ákveðin lágmarkslaun sem teljist viðunandi, en jafnframt hefur verið lögð áhersla á að semja um laun allra félaga SÍB, þ.e.a.s. að launaskalinn spanni það svið sem þarf vegna þeirra starfskrafta sem vinna í bönkunum. Þetta er að verulegu leyti frábrugðið því sem verið hefur í öðrum félögum, svo sem VR þar sem taxtinn er óraunhæfur fyrir ákveðinn hluta félaganna. Af þeim sökum höf- um við knúið í gegn talsvert háa taxta til að ná utan um þetta. Þetta teljum við mikilvægt því við viljum ekki að SÍB verði lág- Iaunafélag sem semur kannski í raun og veru fyrir aðeins brot af sínum félagsmönnum. Lægstu taxtar í SÍB eru um 40 þúsund en þeir hæstu um 122 þúsund krón- ur, en meðallaun félaga SÍB er nálægt 72 þúsundum á mánuði. í okkar samningum eru fólki svo tryggð ákveðin lágmarkslaun, þ.e. 48.500 krónur eftir þriggja ára starf og rúmlega 57 þúsund krónur eftir sjö ára starf.“ Hvað metið þið að kröfugerð ykkar gefi í prósentuhækkun yfir línuna? „Kröfugerðin var nokkuð opin, þannig að við höfum ekki tölur yfir það, en ég geri ráð fyrir að hún verði sambærileg við BSRB-samninginn, verði hann ráðandi." Hvernig metur þú kröfugerð BHMR og þeirra verkfall? „Ég hef mikla samúð með kröfum BHMR að því leyti til að mér er ljóst að dagvinnulaun eða taxtalaun BHMR-félaga eru miklu lakari en á einkamarkaðn- um. Þarna er hins vegar þörf á mjög verulegum breytingum og að því leyti þykir mér skynsam- legt að það verði gert eins og lagt hefur verið til, á löngum tíma. Þannig að ég hef mikla samúð með þeirra málstað og þeirra verkfalli." Mun SIB lýsa yfir stuðningi við BHMR í þeirra kröfum? „Ég er nú svo nýtekinn við að það hefur enn ekki komið til um- ræðu og fyrsti stjórnarfundurinn verður í byrjun næstu viku, þann- ig að það er kannski fullsnemmt að spyrja að því.“ Bankamenn hafa einu sinni far- ið í verkfall, en nú stofnuðuð þið sérstakan verkfallssjóð í fyrsta skipti og lögðuð í hann sex miljón- ir. Eru samtökin svona stöndug og hvaðan koma þessir peningar? „Það var til sjóður áður sem hét Kjaradeilusjóður og í honum voru um 1,7 miljónir króna. Sá sjóður átti engan markaðan tekjustofn í okkar félagsgjöldum og nú var ákveðið að breyta þessu og koma formlegra skipulagi á sjóðinn, sem jafnframt breytti um nafn og heitir nú Vinnudeilu- sjóður. Þær rúmu fjórar miljónir sem lagðar voru í sjóðinn til við- bótar þessum sautjánhundruð þúsundum eru peningar sem sambandið átti í spariskírteinum. Ég held ekki að SIB sé ríkt félag, því miður.“ Telur þú líkur á að þið farið í verkfall núna? „Ég þori ekkert að segja til um það.“ Nú hefur mikið verið rætt um sameiningu banka og væntan- legan sparnað í mannahaldi í framhaldi af því. í fyrsta lagi, hvaða kröfur gerið þið til með- ákvörðunarréttar í sambandi við sameiningu bankanna og í öðru lagi hvaða stefnu hafið þið mótað með tilliti til atvinnuöryggis bankamanna? „Það eru ákvæði í okkar kjar- asamningum að bankar skuli hafa samráð við starfsmannafélög við- komandi banka og SÍB, þegar skipulagsbreytingar eigi sér stað. Það er á grundvelli þessa sem við gerum kröfu um að fá að fylgjast með, auk þess sem að þing SÍB ályktaði í síðustu viku alveg sér- staklega um þetta. En við höfum ekki fengið neinar fréttir af því sem er að gerast og vitum ekki hvort raunverulegar viðræður eru í gangi eða hvort þær eru bara í fjölmiðlunum." En ef þetta er í samningum ykk- ar og þið hafið samt ekki fengið að fylgjast með, hvað ætlið þið að gera í því máli? „Þingi SÍB lauk um síðustu helgi og það er verið að koma samþykktum þess á framfæri við bankana og engin viðbrögð hafa fengist enn. En á þinginu var líka ákveðið að skipa nefnd sem færi ofan í saumana á þessum málum m.a. lagalega og kynnti sér reynslu erlendis frá og á hún að vera sambandinu til styrktar í þessu máli.“ En nú hefur verið talað um að hugsanleg sameining banka eigi að spara mikið í mannahaldi. Hvernig rnunuð þið taka á því máli út frá atvinnuöryggi ykkar starfsmanna? „Við getum ekki lagst gegn hagræðingu í bankakerfinu en við ætlum okkur að fylgjast með hvað gerist og reyna hafa áhrif á hvernig það verður gert. Það má framkvæma fækkun starfsmanna á margan hátt og á löngum tíma. Það má m.a. ná fram fækkun á starfsfólki með því að ráða ekki í þær stöður sem fólk hættir í og hagræða þá um leið. Þetta hefur verið gert því okkur hefur fækkað sennilega um rúmlega 100 manns frá því í október. Við gerum kröf- ur til að fá að fylgjast með breytingum af þessu tagi þegar á undirbúningsstigi, en munum ekki standa gegn fækkun starfs- fólks svo framarlega sem það sé gert með ákveðnum hætti.“ Er ekki hætta á að slík barátta ykkar muni njóta lítils skilnings vegna þeirrar almennu umræðu sem orðið hefur um margum- rædda útþenslu í bankakerfinu, sem iðulega er tekin sem dæmi um einhvers konar óþurftarfjölg- un iðjuleysingja, sbr. 150 blýantsnagara í Seðlabankanum? „Þessi umræða hefur verið all- sérkennileg að undanförnu, vegna þess að bankarnir hafa ver- ið teknir sérstaklega út og fjárm- álageirinn til að ráðast á. Eg er hræddur um að það þurfi fleiri atvinnugreinar en bankastarf- semi endurskipulagningar við og þá ekki síst „undirstöðuatvinnu- vegirnir". Það er einnig sérkenni- legt að það skuli ráðist á einstaka starfsmenn einstakra stofnana, sem er mjög óeðlilegt því það eru stjórnendur bankanna sem ráða ferðinni um fjölda starfsmanna og þau verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur og því kannski eðli- legra að stjórnmálamenn og aðrir beini spjótum sínum þangað. Síð- an er það sérkenni á íslensku bankakerfi að stjórnmálamenn hafa ráðið miklu um það hvernig það hefur þróast, því stærsti hluti þess er í eigu ríkisins og lítur for- ræði þess. Stjórnmálamenn ættu því kannski að líta fyrst í eigin barm áður en þeir fella svona sleggjudóma, en kannski skýrast þessar yfirlýsingar að einhverju leyti af atkvæðaveiðum einstakra stj órnmálamanna. “ En ertu þeirrar skoðunar að bankakerfið sé illa rekið? „Ég held að það megi án efa hagræða í bankarekstrinum. Bankakerfið hefur stækkað mikið og fjölgað um u.þ.b. 2000 manns á síðustu 8-9 árum. Jafn- framt hafa bankarnir bætt við sig mörgum verkefnum einkum á sviði greiðslumiðlunar, en nánast öll greiðslumiðlun í landinu fer í gegnum bankana. Jafnframt hef- ur færslufjöldi margfaldast á þessum árum sem verður að hafa í huga þegar litið er á fjölgun starfsfólks. En eftir svona þenslu- skeið eins og átt hefur sér stað, held ég sé tími til að setjast niður og reyna að átta sig á hvað gerst hefur og hvert skal stefna. Þar eru aðstæður til þess.“ Að iokum, 75% félaga SÍB eru konur, af hverju er ekki kona í formannssæti? „Ég á nú erfitt með að svara því, það væri frekar að þingið sem kaus mig svaraði því. Ég er auðvitað karlmaður og get ekki breytt því, en mér finndist mjög eðlilegt að kona væri formaður SÍB.“ phh Eðlilegt að, foimaður SÍB sé kona 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.