Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 mi Katalana menningu og þar með katalönsku þjóðerni. Götur voru skírðar upp á spænsku, spænsk örnefni sett í staðinn fyrir katalönsk, það var meira að segja bannað að letra á legsteina á katalönsku, það var bannað að prenta á móðurmálinu og öll opinber notkun þess var bönnuð. í skólum var að sjálf- sögðu ekki kennt á öðru en spænsku. Ef við strákarnir tölu- ðum saman á katalönsku í návist einhverrar persónu frá því opin- bera, fengum við að heyra slettur eins og: „Talið ekki eins og hund- ar, heldur kristinna manna mál.“ Skil Retórómana og Rúmena „En það var reynt að halda þetta út. Sem strákur var ég í kat- alanskri skátahreyfingu, sem lagði það fyrir sig að skrá niður katalönsk örnefni, svo að þau féllu ekki í gleymsku. En auðvit- að varð það að fara leynt. Franco reyndi líka að kæfa þjóðernið með því að skipuleggja innflutn- ing fólks, svo að nú eru um 30% íbúa Katalóníu aðfluttir. En sumir afkomenda innflvtiend- anna hafa farið að líta á sig sem Katalana. Katalanskan er á margan hátt ólík kastilíönsku. Framburður- inn er ólíkur, ég held að verulegu leyti vegna þess, að kastilíanskan varð hvað það snertir fyrir svo miklum áhrifum frá arabísku. Katalanskan hefur þar að auki minnabreystfrálatínunni. Égget til dæmis talað við fólk, sem hefur retórómönsku, gamalrómanskt mál sem talað er á vissum svæð- um í Sviss, að móðurmáli, án þess að hafa nokkuð í því máli lært, og sama er að segja um rúmensku.“ „Hvernig stóð á því að þú skyldir lenda alla leið hingað upp til íslands? „Þegar ég hafði komist til full- orðinsára, fannst mér komið að einskonar tímamótum í lífi mínu. Það stóð sumpart í sambandi við það að ég er Katalani, og mér fannst að nú væri að því komið að ég gerði það upp við mig, hvort ég yrði um kyrrt í ættlandinu og reyndi að aðlagast ástandinu, eða færi úr landi. Eg kynntist um það leyti Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, sem þá var í Barcelona, hún sagði mér margt um land sitt ogm.a. að þar væri auðvelt að vinna sér inn peninga í síld. Mér fannst þetta spennandi og sérstakt og það varð til þess að ég kom hingað. Svo kynntist ég Kristjönu minni og niðurstaðan varð sú að ég sett- ist hér að. Baltasar. Mynd: Jim Smart. Um tíu aldir eru liðnar frá því að greifinn af Barcelona gerðist óháðurFrakkakonungi. Katalónía hefur lengi verið mikilvægasta svæði Spánar efnahagslega séð og nýtur sín vel í Evrópubandalaginu niður. Sú viðureign, sem háð var er lýðveldisstjórnin hafði sem mest að vinna gegn her Francos, átti ásamt með öðru þátt í að svo fór sem fór í því stríði. Einræðisstjórn Francos reyndi eftir bestu getu að útrýma menn- ingu þjóðernisminnihluta, svipti Katalóníu allri sjálfstjórn og harðbannaði alla opinbera notk- un máls þeirra. Þeim gamla var sérlega mikið áhugamál að hafa fullt taumhald á Katalönum, sökum þess hve mikilvægt land þeirra var efnahagslífi Spánar. Katalanskur brandari frá þeim árum er á þessa leið: Salazar, ein- ræðisherra Portúgals um langan aldur samtíma Franco, á eitt sinn að hafa stungið upp á því við kol- Iega sinn að þeir skyldu sameina ríki sín. Franco tók vel í það, þó með einum fyrirvara: „Fyrst verð ég að spyrja Katalóníumennina hvort þeir hafi nokkuð á móti því að vinna fyrir ykkur líka.“ Aö breyta steinum í brauð Sjálfsímynd Katalana er sem sé nokkuö onnur en Spánverja í þrengstu merkingu orðsins, það er að segja Kastilíumanna, sem horfa stoltir til forfeðra, er ruddu márum út af Pýreneaskaga, og konkistadóra er lögðu undir sig Ameríku. Þjóðarerfð Katalana er fremur tengd iðnaði, verslun, sjómennsku. I efnahagslegri og félagslegri þróun hafa þeir frem- skiptust í stórjarðeigendur og snauða leiguliða. Um dugnað Katalana, einkum í atvinnu- ■ rekstri og efnahagsmálum, er til vitnis eftirfarandi orðtak á spæn- sku: Catalan de las piedras hacen pan (Katalanar breyta steinum í brauð). Þeir hafa orð á sér fyrir að vera praktískir og lagnir og í þaráttu sinni fyrir auknu sjálfræði hafa þeir verið hófsamari en ekki siöur haft erindi sem erfiði en Baskar. Gamalt og nýtt í Katalóníu. Lengst til vinstri: Vatnsgeymir forn í kirkju- stíl, er hefur verið endurnýjaður og gerður að sýningarsal. Má þar skoða teikningar og módel viðvíkjandi fyrirhuguðum framkvæmdum í Barcelona, ekki síst í sambandi við Ólympíuleikana 1992. Til vinstri: Sant Climent i Taull, 12. aldar málverk. Fyrirofan: Hús stjórnar Katal- óníu, La Generalitat. ur verið samferða iðnaðarsvæð- um Vestur-Evrópu en öðrum hlutum Spánar. Þar hefur lítið farið fyrir aðli, en stórborgara- og millistéttir verið þeim mun sterk- ari. Landbúnaðurinn hefur eink- um verið rekinn af stöndugum sjálfseignarbændum gagnstætt því sem algengast var annarsstað- ar á Spáni, þar sem sveitamenn Blómleg fagurmenning í fagurmenningu hafa Katalan- ar einnig getið sér góðan orðstír. Antoni Gaudí, sem sett hefur mikinn svip á Barcelona, er í röð fremstu arkítekta sögunnar, listmálararnir Salvador Dalí og Miró voru Katalanar og meðal þekktustu núlifandi listmálara er Katalaninn AntoníTapíes. Pablo Picasso ólst upp í Barcelona og mótaðist þar. Casals, sellistinn heimsfrægi, var Katalani og svona mætti lengi telja. Þegar Franco var allur fékk Katalónía sjálfstjórn að nýju, víðtækari en á 4. áratugnum, og er t.d. nálega einráð um fræðslu- mál sín. Frá því að sjálfstjórn var komið á 1979 hafa þrennar kosn- ingar farið fram þarlendis og vann í öll skiptin þjóðernissinnað flokkabandalag undir forustu Jordis Pujol, forseta stjórnar Katalóníu, sem á katalönsku heitir Generalitat de Catalunya. Spánn á nú við ærna efnahags- örðugleika að stríða og atvinnu- leysi er þar rneira en í nokkru öðru Vestur-Evrópuríki. En Kat- alónía virðist klára sig tiltölulega vel á þeim vettvangi sem oftar; þannig kvað hagvöxtur þar vera fyrir ofan meðallag Evrópuband- alagsins sem heildar. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.