Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 3
Dagur í heild Nýtt helgarblaö hefur hler- að að von sé á heildarsafni Dags Sigurðarsonar í haust, þessa fyrrum „enfant terrible" í íslenskri Ijóðagerð. Skyldi hann samþykkja silfraðan kjöl? Það er Mál og menning sem gefur út og eru jafnframt líkur á nýjum Ijóðabókum það- an eftir Gyrði Elíasson, Ingi- björgu Haraldsdóttur og Sigfús Bjartmarsson. Langt komin í vinnslu er svo ný Ijóð- abók eftir Stefán Hörð Gríms- son sem ber heitið Yfir heiðan morgun...B Samtök um útgáfu á Söngvum Satans Til að dreifa áhættunni sem fylgir því að gefa út Söngva Satans eftir Salman Rushdie ætla margir útgefendur að standa saman að þýsku þýð- ingunni og líka þeirri frönsku, sem eiga að koma út í haust. Einnig hefur komið til tals að PEN, alþjóðleg samtök rithöf- unda, verði meðútgefendur að þýðingunum sem koma út af skáldsögunni í haust - og þá einnig þeirri íslensku...B Landbúnaðar-1 ráðherra í vanda Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra lenti í klemmu á fundi í Miðgarði í Skagafirði sl. sunnudag þeg- ar bóndinn í Árgerði í Sæm- undarhlíð sþurði hann hvort ríkissjóður myndi bæta skaða af því að varp hefði dottið nið- ur í hænsnabúi hans eftir að búfjártalningamenn mættu í hænsnahús hans til að telja fiðurfénaðinn. Ráðherranum varð svarafátt. í fréttablaðinu Feyki sem gefið er út á Norð- urlandi vestra er sagt frá þessum atburði. Þar segir að rúmlega helmingur hænsn- anna, sem eru 600 talsins, hafi hætt að verpa og að varp- ið sé enn á niðurleið. Þá óttast bóndinn að tapa markaðin- um. Talningarmennirnir eru að sjálfsögðu leiðir yfir þessu. Sólveig Arnórsdóttir hrepp- stjóri í Útvík sem var í fylgd talningarmannsins segir að þeim hafi verið vel tekið af húsfreyjunni í Árgerði en bóndinn varfjarverandi. „...og við fórum eins rólega í þetta eins og okkur var unnt og síður en svo með atgangi." Ragnar meðal "^^^mmNmmm^mNmmmmmmimmmmmmm rithöfunda Meðal nýrra félaga sem inntökunefnd Rithöfunda- sambandsins hefur mælt með að aðalfundur félagsins síðar í mánuðinum samþykki, er Ragnar Arnalds alþingis- maður og leikritaskáld. Alls sóttu 22 um inngöngu að þessu sinni og hlutu 19 um- sóknir meðmæli nefndarinn- ar, þar á meðal frá leikurunum og rithöfundunum Guðmundi Ólafssyni, Guðrúnu Ás- mundsdóttur og Valgeiri Skagfjörð og ungskáldunum Guðmundi Andra Thors- syni og Sigurlaugi Elías- syni.B j| BÍLASTÆÐASJÓÐUR Velkomin í Kolaport Kolaport er opið frá 07:30-19.00 mánudaga - föstudaga. Gjaldið er 40 kr. fyrir hverja klukkustund. Mánaðarkort eru seld í varðskýli á 4000 kr. einn mánuð í senn. Skilatrygging mánaðarkorts er 1000 kr. Hægt er að fá bíla geymda fyrir kr. 1600 pr. viku. Unnt er að fá peningum skipt í varðskýli. Símasjálfsali er á staðnum. GATNAMÁLASTJÓRI mroM———CTMB——BggaMMBMggBEBtCMBBaMBB——BBmB - HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMIUS ALDRADRA SJÓMANNA EFLUM STUDNING VID ALDRADA MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRADAN SAFNAR MAKIÞINN SKULDUM? Ef svo er, hafðu þá í huga að fjðlda hjónaskilnaða og sam- búðarslita má rekja til þess að annar aðilinn safnaði skuldum en hinn fylgdist ekki með. Dæmi um þetta eru fjölmörg. Á ÞEYTINGI MILLI LÁNAST0FNANA? Sumir þræða lánastofnanir, án þess að maki hafi hugmynd um. Stundum er þetta vegna draumóra um skjótan gróða, stundum vegna rangra fjárfest- inga sem komnar eru í óefni og svo kemur jafnvel fyrir að fólk tekur á sig skuldir vina og vandamanna. BERÐ ÞÚ EKKI LÍKA ÁBYRGÐ? Þið berið bæði ábyrgð á fjár- málum heimilisins, og því er al- veg sjálfsagt að fylgjast vel með þeim. Of seint er að setja sig inn í málin eftir á. Stuðlaðu að því að treysta sambúðina við maka þinn og fylgstu því með hvaða skuldum hann eða hún safnar. Þið berið sameiginlega ábyrgð á velferð fjölskyldunnar. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASTOÐ HUSM/UÐISSTOFNUNAR Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.