Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 5
Umhverfis- ráðuneyti ógnar sérhags- munum Um tvennt er að velja: skammsýni skyndigróðans eða lífsskilyrði 21. ald- arinnar Allir eru á einu máli um nauð- syn mengunarvarna og nátt- úruverndar svo fremi þeir og þeirra hagsmunir séu stikkfrí þegar til kastanna kemur. Menn eru stoltir af landi sínu hreinu og fögru en viðurkenna þó að vá sé fyrir dyrum í mengunarmálum og vilja óspjölluðu umhverfi sínu allt hið besta að því tilskildu að það rekist ekki á skammtímahags- muni þeirra sjálfra. En það gengur bara ekki lengur, menn verða að horfa fram á veginn, og það ber brýna nauðsyn til að skilja á milli stjórnkerfisaðilja er hafa auðlindavernd á sínum snærum og þeirra sem skipu- leggja nýtingu auðlinda. Hinum fyrrnefndu verði komið fyrir í hinu væntanlega umhverfisráðu- neyti en þeir síðarnefndu sitji hér eftir sem hingað til í fagráðuneyt- unum. En á miklu veltur að sátt og samlyndi ríki á milli sjónar- miða verndar og nýtingar. Þetta var kjarninn í máli Stein- gríms Hcrmannssonar forsætis- ráðherra þegar hann svaraði gagnrýni úr ýmsum áttum á frum- varp til laga um umhverfismál á alþingi á þriðjudagskvöld. Eink- um höfðu sig í frammi til and- mæla ýmsir þingmenn sem öðr- um fremur bera hag bændastétt- arinnar fyrir brjósti og telja hættu steðja að henni flytjist gróður- og landverndarmál úr landbúnað- arráðuneyti og í umhverfisráðu- neyti. Lagabálkur um nýtt ráðu- neyti umhverfismála er sem kunnugt er hryggjarstykki frum- varps þessa, gamalt baráttu og hjartans mál Alþýðubandalags og Kvennalista. Hver eru þau, þessi umhverfismál? Allir stjórnmálaflokkar á ís- landi virðast á einu máli um nauðsyn þess að færa stjórn og skipulag umhverfismála í betra horf. Þótt menn séu ekki að öllu leyti sammála um hvað telja beri til umhverfismála þá heyra þó málaflokkar sem enginn ágrein- ingur er um að skilgreina til 8 eða 9 ráðuneyta. Afleiðing þessa er glundroði, ringulreið og óstjórn sem við öllum blasir og allir vilja ráða bót á. Því er það svo að í vetur hafa verið flutt tvö frum- vörp til laga um umhverfismál og „samræmda stjórn þeirra“, hið nýja stjórnarfrumvarp og frum- varp 7 Sjálfstæðismanna, og ein þingsályktunartillaga (Kvenna- listinn; um stofnun umhverfis- ráðuneytis). Alkunnugt er ákvæði í stjórnarsáttmála núríkj- andi stjórnar um að hún muni „fela einu ráðuneyti að samræma starfsemi hins opinbera að um- hverfismálum og komi það til framkvæmda innan árs.“ Hinn málefnalegi ágreiningur snýst um tvennt: Skilgreiningu á því hvaða mál séu umhverfismál og hvort stofna skuli sérstakt ráðuneyti um málaflokkinn eður ei. Umkvartanir hagsmunaaðilja sem annað tveggja eru uggandi um lífsbjörg sína, og verður vita- skuld að hlýða á, eða „hrópa upp- úr hagsmunaholum ráðuneyta", svo vitnað sé í borgara Bcncdikt Bogason, eru af öðrum toga. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er málamiðlun (sem þó er nær stefnumiði Alþýðubandalagsins en ákvæðið í sáttmála stjórnar- flokkanna þriggja) og til grund- vallar því liggur fremur þröng skilgreining hugtaksins umhverf- ismál, samt ekki níðþröng einsog hjá 7 Sjálfstæðismönnum. í ann- arri grein draganna stendur: Til umhverfismála teljast eftirfar- andi meginsvið: - Varnir gegn mengun á landi, í lofti, í fersk- vatni og sjó. - Vernd náttúru, þar með talið eftirlit með ástandi gróðurs, útivistarmál og friðun og verndun villtra dýra og fugla. í fyrstu grein frumvarps sjömenn- ingastendur: Með umhverfismál- um er í lögum þessum átt við ytra umhverfi, þe. mengunarmál, skipulagsmál og náttúruvernd, þar með talið landvernd, vernd- un náttúrlegs skóglendis og friðun villtra dýra. En Kvennalistakonur töldu „rannsóknir og stjórn náttúru- auðlinda" fyrst upp sem verksvið umhverfisráðuneytis í þings- ályktunartillögu sinni. „Mat á og eftirlit með náttúruauðlindum landsins annars vegar og hagnýt- ingu auðlindanna hinsvegar" eigi að skilja að. Þannig eigi td. að flytja Hafrannsóknastofnun úr sjávarútvegsráðuneyti í umhverf- isráðuneyti (sbr. títt orðaskak fiskifræðinga og útgerðaraðilja), Landgræðslu ríkisins og hluta Skógræktar úr landbúnaðarráðu- neyti í umhverfisráðuneyti (hver kannast ekki við gagnkvæma tor- tryggni landverndarmanna og bænda) og Orkustofnun úr iðn- aðarráðuneyti í umhverfisráðu- neyti (þannig að tryggt sé að Dettifoss verði örugglega aldrei virkjaður einsog Einar Bene- diktsson sá þó fyrir hugskotssjón- um sínum í frægu ljóði). Önnur grein sjömenninga- frumvarps hefst hinsvegar svo: Lög þessi gilda ekki um verndun auðlinda hafsins...Og ljóst var af málflutningi Pálma Jónssonar og Matthíasar Mathiesen á alþingi á þriðjudag að skilgreining Sjálf- stæðismanna er svo þröng að ekki er hægt að draga af henni aðra ályktun en þá að umhverfisvernd sé ágæt svo fremi hún troði aldrei skammtímahagsmunum atvinnu- lífsins um tær. Á öndverðum meiði eru Alþýðubandalag og Kvennalisti sem sjá umhverfis- vernd sem langtímahagfræði, auðlindafjárfestingu 21. aldar- innar. Hvers vegna ráðuneyti? Af fyrri skoðanamun vex sá síðari. 7 Sjálfstæðismenn vilja að „samræmd stjórn" umhverfis- mála verði falin þrem ráðuneyt- um, félagsmálaráðuneyti, heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og samgönguráðuneyti en hið síðasttalda beri þó á þeim höfuðábyrgð og heiti eftirleiðis samgöngu- og umhverfisráðu- neyti. Með þessu væri ábyrgðin enn á mörgum herðum en ekki einn aðilji, umhverfisráðherra, gerður ábyrgur fyrir málaflokkn- um. Ljóst er að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafa fylgt eftir hug- mynd sinni um sérstakt ráðuneyti umhverfismála af festu í ríkis- stjórninni. Niðurstaðan er að sönnu málamiðlun en hið mikils- verðasta náðist fram: stjórnar- frumvarp um umhverfisráðu- neyti. í umræðunum á þriðjudag lögðu þau Hjörleifur Guttorms- son og Kristín Halldórsdóttir höfuáherslu á þennan ávinning. Bæði tíunduðu þau fjölmarga málaflokka og stofnanir sem þau hefðu kosið að sett yrði undir forræði umhverfisráðherra, ss. Skipulag ríkisins og Náttúrufræð- istofnun íslands, en mest væri þó vert um þá miklu stjórnarbót að gera einu ráðuneyti, einum ráð- herra, að axla ábyrgð á umhverf- ismálum og standa þjóðinni reikningsskil gjörða sinna og stefnu. Með tíð og tíma gæti þess- um nýgræðingi stjórnarráðsins síðan vaxið ásmegin. Valdsvið og hags- munaárekstrar Umhverfisráðuneytið á ekki eitt og sér að meta sjávar- og ork- uauðlindir landsins og sjá um skipulagsmál. Um þessa mála- flokka og ótal fleiri á að fjalla um í „samstarfsnefnd umhverfis- ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, félags- málaráðuneytis (skipulagið), landbúnaðarráðuneytis og sam- gönguráðuneytis, sem umhverf- isráðherra kveður saman.“ (9. gr.) Og: „Umhverfisráðuneytið skal reglubundið afla vitneskju um ástand lífrænna auðlinda og gera tillögur um skynsamlega nýtingu þeirra með tilliti til lang- tíma hagsmuna þjóðarinnar.“ (13.gr.). Það er hinsvegar augljóst að allmikið af málum landbúnaðar- ráðuneytis flyst yfir í umhverfis- ráðuneytið, í landbúnaði verða skilin gleggst á milli mats á auð- lind, gróðurlendi, og nýtingar hennar, gróðurbeit búfjár. Þann- ig segir td. í 6. gr. að „umhverfis- ráðuneytið skuli hafa forgöngu um gerð landnýtingaráætlunar með sérstöku tilliti til landvernd- ar“ og að í landnýtingaráætlunum þessum skuli „að því stefnt að samræma nýtingu og vernd nátt- úrugæða landsins.“ (3.gr.) Þetta er náttúrlega afar þarft verk því alkunnugt er að skelfing stór skammtur fósturmoldarinn- ar fýkur á haf út á ári hverju án þess að stjórnvöld hafi reynt markvisst að stemma við því stigu. Fyrir réttum 3 árum sömdu 15 valinkunnir vísinda- og em- bættismenn ítarlega skýrslu, útekt á ásigkomulagi íslands og gáfu „forsendur fyrir landnýting- aráætlun" sem þeir vildu að Skipulagi ríkisins yrði falið að vinna. Skýrslu þessari var stungið undir stól í landbúnaðarráðu- neytinu og enn fjölgar rofabörð- um og örfoka eyðimelum íslands. Ljóst er að bændur óttast um sinn hag að eiga framvegis að hlíta ráðum og fyrirmælum vís- indamanna í umhverfisráðuneyti um það hvar sé óhætt að beita búpeningi í afréttum og hvar ekki. Þetta kemur ma. fram í því að efnt hefur verið til Búnaðar- þings hins minna um tvö stjórn- arfrumvörp, búfjárræktarlög og umhverfismál. Þrír „sérstakir fulltrúar bænda- stéttarinnar að eigin rnati" (for- sætisráðherra), Stefán Valgeirs- son, Pálmi Jónsson og Guðni Ag- ústsson ýmist mæltu kröftuglega í móti frumvarpinu eða létu í ljós efasemdir á alþingi á þriðjudag. Stefán þó sýnu skörulegast. Þeir Pálmi vilja ekki aðgreina mat á auðlindum og nýtingu þeirra því „þeir sem nýta auðlindir eiga mest í húfi að þær gangi ekki til þurrðar" (Pálmi). Með og á móti Alþýðubandalagið vill að frumvarp til laga um umhverfis- mál verði afgreitt fyrir þinglok en í lagadrögunum stendur að þau öðlist gildi 1. september næst- komandi. Ljóst er af ýmsu að flokkurinn mun leggja mikla áherslu á afgreiðslu málsins nú og næsta víst að því aðeins var fallist á miklar tilslakanir að því yrði ekki slegið á frest enn einu sinni að koma skikkan á umhverfismál okkar íslendinga og skipa þeim hæfilegan sess í stjórnkerfinu. Auk ríkisstjórnarflokkanna hyggjast Kvennalistakonur veita frumvarpinu brautargengi. Ben- edikt Bogason styður það en Júlí- us Sólnes segir aðra Borgara- flokksmenn eiga eftir að gera upp sinn hug. Þeir eru þó jákvæðir. Sjálfstæðismenn eru andvígir, Stefán Valgeirsson er mjög and- vígur („verður kjarnorkuslysi forðað með einhverju umhverfis- ráðuneyti?“), sem og helmingur þingflokks frjálslyndra hægri- manna, Hreggviður Jónsson, og kæmi ekki á óvart þótt hinn helft- in væri sama sinnis. ks Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.