Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 16
Páfaheimsóknin Sameiningarhugsjónin hefur forgang heimsókn norrænna blaðamanna i Vatíkanið í vikunni var margoft tekið fram að forgangsverkefni páfans í heimsókn sinni til Norðurlanda væri að vinna að sameiningarstarfi kristinna manna. Til þess að undirstrika þetta var norrænum blaða- mönnum boðið til fundar við Jóhannes Willebrands kardinála, en hann er yfirmaður þeirrar stofnunar Vatíkansins, sem hefur það verkefni að vinna að einingu kristinna söfnuða og kirkju- deilda. Willebrands kardínáli sagði heimsóknina gerða í boði hinna kaþólsku biskupa á Norðurlöndunum, og megintilgangurinn væri að heimsækja hina kaþólsku söfnuði þar. Hins vegar væri áherslan á samkirkjulegt starf ávallt mikil í páfaheimsóknum þar sem kaþólskir söfnuðir væru minnihlutahópur. Ólíkur skilningur á kirkjunni En íhverju felstsamkirkjustarf- ið, og hver eru ágreiningsefnin sem skilja mótmœlendur frá ka- þólskum? Willebrands sagði aðalhindr- unina í vegi fyrir sameiningu ka- þólskra og mótmælenda vera fólgna í mismunandi skilningi á eðli kirkjunnar. Kaþólskir legðu ríkari áherslu á alþjóðlegt eðli kirkjunnar, þar sem biskup Rómaborgar væri í senn tengiliður og sameiningar- tákn. En ágreiningsefnin eru fleiri og taka oft á sig skrýtnar myndir, þar sem óhagganlegar kennisetn- ingar virðast standa í veginum. Kaþólskir virða t.d. ekki prest- vígslu eða biskupsvígslu annarra kirkjudeilda vegna mismunandi skilnings á sakramentunum. Þannig er kaþólskum prestum óheimilt að neyta sakramentis úr hendi lúthersks prests. Ástæðan er sú að á meðan lútherskir líta á brauðið og vínið sem eins konar tákn fyrir hold og blóð Krists, þá verður eðlisbundin umbreyting í víninu og oblátunni við vígslu samkvæmt hinni kaþólsku kenn- ingu, og því er þar raunverulega um líkama og blóð frelsarans að ræða. Aðspurður um það hvers vegna kaþólska kirkjan viður- kenndi ekki prestvígslu kvenna, sagði kardinálinn: -Við verðum að taka sakramentin eins og þau eru, það er ekki í okkar valdi að breyta þeim. Prestvígsla er sakra- menti, og það að vígja konu jafngildir því að breyta sakra- mentinu sem Kristur gaf okkur. Menn hafa gefið í skyn að félags- legar aðstæður kvenna á dögum Krists hafi ráðið þessari reglu. Það er ekki rétt. Kristur var ekki háður félagslegum fordómum eða hefðum, og þar fyrir utan voru kvenprestar algengir á þess- um tíma í öðrum trúarbrögðum í Róm og Egyptalandi. Kardinálinn viðurkenndi að nýleg vígsla ensku biskupakirkj- unnar á konu í prestsembætti hefði skapað vandamál í samein- ingarviðleitni biskupakirkjunnar og þeirrar kaþólsku. Er móðir Guðs heilög? Annað ágreiningsatriði varðar heilagleik Maríu guðsmóður. Samkvæmt kennisetningum mótmælenda er það guðlast að dýrka dauðlega menn eða konur. Núverandi páfi hefur hins vegar Johannes Willebrands kardináli. Ljósm. ólg lagt sérstaka áherslu á dýrkun Maríu guðsmóður. Hvers vegna? Willebrands kardínáli: Ég held að mótmælendur ættu að lesa sinn Lúther betur. Hann skildi mikilvægi Maríu. Staðreyndin er sú að sonur Guðs varð maður í gegnum konu, hún bar Guð í lík- ama sínum og tók einstakan þátt í holdtekju Guðs. Þetta er grund- vallaratriðiu í hinum mikla leyndardómi frelsunar mannsins. Þess vegna verður María aldrei gleymd og þáttur hennar í frelsun mannsins. - En er sameining kirkjunnar - En trúar- kreddurnar standa í veginum Á fundi með Jóhannesi Willebrands kardínála hugsanleg frá sjónarhóli kaþ- ólskra öðruvísi en með aftur- hvarfi til móðurkirkjunnar í Róm? - Það er rétt að við gerum okk- ur grein fyrir því, að ekki er um algjöran klofning að ræða, og í rauninni erum við meira tengd en aðskilin. Við höfum sameiginleg atriði í trúarjátningunni sem varða trúna á heilaga þrenningu, trúna á holdtekju Guðs í Kristi og trúna á skírnina. Sú umræða sem nú á sér stað á milli kaþólsku kirkjunnar og Lútherska heimssambandsins hófst 1967 og er nú á 3. stigi. Við höfum skil- greint það sem við eigum sam- eiginlegt og nú fjöllum við um ólíkar hugmyndir okkar um kirkjuna. Þar er ágreiningurinn hvað erfiðastur. Hvað afturhvarfið varðar, þá er ekki hægt að hverfa aftur á 16. öldina. Síðan þá hefur ákveðin þróun átt sér stað hjá báðum aðil- um. Við þurfum að ná saman um framtíð kirkjunnar. Ein kirkja og margar í senn - En geta kirkjurnar mœst á jafnréttisgrundvelli? - Kristur stofnaði eina kirkju, og við tilheyrum henni. En í sam- ræðum getum við mæst á jafnréttisgrundvelli. Við eigum nú í slíkum samræðum við 12 aðr- ar kristnar kirkjur. í þessum efn- um hafa orðið miklar framfarir frá öðru Vatíkanþinginu 1963. En við skulum ekki gera okkur neinar gyllivonir. Arangurinn verður ekki mældur í árum, og enn er langt í land... Að lokum var Jóhannes Wille- brands kardínáli spurður að því, hvort þess væri að vænta að bannfæring Marteins Lúthers yrði afturkölluð. - Kirkjan dæmir hvorki né náðar látna menn. Þeir eru komnir til Guðs og lúta þar hans dómi. Það er ekki mannanna verk að hafa áhrif þar á. Þannig voru svör Willebrands: afdráttarlaus og skýr og mótuð af óhagganlegum kennisetningum. Á fulltrúum lúthersku kirkjunnar sem þarna voru staddir mátti vel heyra í einkasamræðum, að þeim fannst talað af takmörkuðu um- burðarlyndi og frjálslyndi. En það er í rauninni stórmerkilegt að á meðan efnahagsleg nauðsyn er langt á veg komin með að leiða til pólitískrar sameiningar Evrópu, þá skuli hin geistlegu yfirvöld standa frammi fyrir að því er virð- ist óyfirstíganlegum hindrunum að trúarlegri sameiningu, er birt- ast m.a. í ólíkum kennisetningum um hlutverk Maríu guðsmóður í holdtekju Guðs og frelsun mann- anna. Kannski er það ekki trúin, sem flytur fjöllin, heldur pening- arnir? _ólg -I Páfinn á Noröurlöndum Jóhannes Páll II. hefur verið virkur í starfi, og ferðast meira en nokkur fyrirrennari hans. Gagnrýnendur hans segja að hann hafi vikið frá þeirri stefnu Annars Vatíkanþingsins að opna kirkjuna meira fyrir straumum samtímans og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að skipa biskupa gegn vilja safnaðanna í einstökum löndum, til þess að styrkja stað- fasta afstöðu sína til ýmissa við- kvæmra deilumála, sem komið hafa upp innan kirkjunnar. Má þar meðal annars nefna afstöðu hans til notkunar getnaðarvarna, sem telst synd samkvæmt kenn- ingu kirkjunnar. Sama gildir um hjónaskilnað, fóstureyðingu, rétt presta til að kvænast og rétt presta til þess að taka þátt í pólit- ískri baráttu hinna fátæku og kúguðu fyrir rétti sínum (frelsun- arguðfræðin). Fyrir allt þetta hef- ur Karol Wojtyla verið gagnrýnd- ur sem fulltrúi íhaldssamra skoðana, sem í reynd verði til þess að einangra kirkjuna frá' daglegum raunveruleika fólksins og grafa undan áhrifum hennar. Þessi gagnrýni hefur ekki bara komið utanfrá, heldur líka innan kirkjunnar. Á hinn bóginn hefur páfinn einnig þótt skilja nauðsyn breytinga í Póllandi, og hefur hann notið viðurkenningar fyrir heillavænleg áhrif á þróun mála í því landi og öðrum kaþólskum löndum Austur-Evrópu. Sömu leiðis hafa afskipti páfa og kirkj- unnar orðið mannréttindum til framdráttar víðar í heiminum. Þannig er kaþólska kirkjan talin hafa haft afgerandi áhrif á það að Marcos einræðisherra á Filips- eyjum hrökklaðist frá völdum. Þá hefur kirkjan einnig tekið á- kveðna afstöðu gegn kynþáttaað- skilnaði í S-Afríku og reynt eftir mætti að miðla málum í Mið- Austurlöndum. Páfinn hefur tekið virka af- stöðu til friðarmála, m.a. með friðarávarpi sínu 1. janúar 1986, þar sem hann leggur áherslu á bætt samskipti norðursins og suðursins jafnt og austurs og vest- urs og þar sem einnig er lögð áhersla á mannréttindi sem for- sendu friðar. Páfinn er einvaldur þjóðhöfð- ingi í minnsta ríki jarðarinnar, Vatíkanríkinu, sem hefur stjórnmálatengsl við 130 ríki. Þar af hafa 45 ríki starfandi sérstök sendiráð við Vatíkanið eingöngu. Fjármál Vatíkansins byggjast á framlögum einstaklinga um allan hinn kaþólska heim og ávöxtun af eignum. Vatíkanið rekur sérstak- an banka, sem varð uppvís að að- ild að einu mesta fjármála- hneyksli Ítalíu fyrir nokkrum árum, þegar Ambrosíanobank- inn varð gjaldþrota. Gjaldþrotið leiddi til þess að Vatíkanið greiddi ítalska ríkinu 240 miljónir dollara í skaðabætur. Ekki hefur verið upplýst um eðli þessa saka- máls frá sjónarhóli Vatíkansins, en viðmælendur okkar í Páfa- garði sögðu fjárhag ríkisins bág- an um þessar mundir og var fjár- lagahallinn 69 miljónir dollara á síðasta ári. Þrátt fyrir hneykslismál og ágreining um einstakar kenni- setningar er páfinn óumdeildur trúarleiðtogi 850 miljóna krist- inna manna. Heimsókn hans til íslands hlýtur að vera tímamóta- viðburður í íslenskri kirkjusögu. -61g. Pilagrímar í Péturskirkjunni kyssa á bronsfót Póturs postula. Eins og sjá má er fóturinn orðinn núinn af snertingu (gegnum aldirnar. Ljósm ólg. 16 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989 -t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.